Morgunblaðið - 14.10.2020, Side 13
13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2020
Alþingi Grímuskylda er á Alþingi í aðstæðum þar sem ekki er hægt að halda eins metra fjarlægð á milli fólks. Þingmenn klæðast því grímum þegar þeir sitja í sætum sínum þessa dagana.
Eggert Jóhannesson
Þráðurinn verður stöðugt
styttri. Umburðarlyndi og þol-
inmæði eiga í vök að verjast.
Stjórnmálamenn, almenningur
og fjölmiðlamenn fella dóma yfir
mönnum og málefnum án þess að
hika. Tungutakið er harðara en
áður, stundum ofsafengið og sví-
virðilegt. Hjólað er af hörku í
einstaklinga sem varpa fram öðr-
um sjónarmiðum – hafa aðra sýn
á hlutina. Samfélag samtímans
refsar umsvifalaust. Litli dreng-
urinn sem af hreinskilni benti á að keisarinn
væri ekki í neinum fötum hefði verið smán-
aður á samfélagsmiðlum. Óþol samtímans
veitir fáum grið.
Þegar ráðherra kemst klaufalega að orði
nýta samverkamenn í öðrum ríkisstjórn-
arflokki tækifærið og ráðast á hann með
ósvífni þess sem óttast dapurt gengi þegar
innan við eitt ár er í kosningar. Útúrsnún-
ingur og orðhengilsháttur yfirtekur dreng-
skap og lítið er gefið fyrir samvinnu og traust
ólíkra flokka sem standa að ríkisstjórn á erf-
iðum tímum. Pólitískur hráskinnaleikur tekur
yfir orðræðuna líkt og oft gerist þegar stjórn-
málamenn lítilla sanda og lítilla sæva reyna að
gera sig gildandi á kostnað annarra.
Þingmaður, sem leyfir sér að efast opin-
berlega um hertar aðgerðir þar sem gengið er
freklega á borgaraleg réttindi í alvarlegri bar-
áttu við kórónuveiruna, fær það óþvegið á
samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum og tölvu-
póstum. Innan heilbrigðiskerfisins spila sumir
undir. Þingmanninum eru gerðar upp skoð-
anir og hann sakaður um mannfyrirlitningu
og skort á samkennd. Þó gerði hann ekki ann-
að en spyrja spurninga og benda
á að hertar aðgerðir, þar sem
viðskiptalífið er að stórum hluta
lamað, hafi afleiðingar sem nauð-
synlegt sé að ræða. Afleiðingar
fyrir almenna heilsu þjóðarinnar
en ekki síður fyrir velferðar-
kerfið allt geti orðið alvarlegar,
þar sem hægt og bítandi er dreg-
ið úr sameiginlegum þrótti okkar
(ríkissjóði) til að standa undir
öflugu heilbrigðiskerfi, mennta-
kerfi og almannatryggingum.
Eitrar samskipti fólks
Dæmin um dómhörkuna eru miklu fleiri.
Umburðarlyndi hefur farið þverrandi á síð-
ustu árum og þar hefur kórónuveiran ekki
leikið hlutverk. En við Íslendingar erum ekki
einir í glímunni við óþol gagnvart þeim sem
eru á annarri skoðun. Óþolinmæði og for-
dómar sundra samfélögum, eitra samskipti
fólks og grafa undan lýðræði.
Lýðræðið hvílir á mörgum hornsteinum.
Málfrelsi þar sem ólíkar skoðanir takast á er
einn þessara steina. Friðsamleg stjórnarskipti
að loknum opnum og frjálsum kosningum er
annar hornsteinn.
Í Bandaríkjunum er stöðugt grafið undan
þeim báðum og þannig verður sífellt hættu-
legra að tapa kosningum. Á þetta benti John
Cochrane, hagfræðingur við Hoover-
stofnunina við Stanford-háskólann og áður
prófessor við Háskólann í Chicago, á blogg-
síðu sinni í september. Hæfileikinn til að
sætta sig við niðurstöðu kosninga sé að
hverfa, hefðbundin viðmið í samskiptum hafa
verið brotin niður.
Þegar tæpur mánuður er til forsetakosn-
inga er ástæða til að bera nokkurn kvíðboga
fyrir því hvernig brugðist verður við úrslit-
unum. Sundrung samfélagsins í Bandaríkj-
unum birtist á hverjum degi og hefur m.a.
myndað farveg fyrir nýja tegund stjórnmála
„réttláta ógnun“ [righteous intimidation] –
þar sem samfélögum er skipt í fórnarlömb og
kúgara. (Um þetta fjallaði ég hér í grein 9.
september sl.). Vandinn er hins vegar djúp-
stæðari. Kannanir benda til að sífellt fleiri
kjósendur – jafnt demókratar sem repúblik-
anar – telji að það geti verið réttlætanlegt að
beita ofbeldi til að ná fram pólitískum mark-
miðum.
Og hvernig má annað vera þegar pólitískir
andstæðingar virða hver annar lítils? Árið
2018 leiddi könnun vefritsins Axios í ljós að
21% demókrata taldi repúblikana vera illa inn-
rætta og 54% sögðu þá fáfróða. Um 23% repú-
blikana voru á því að demókratar væru vont
fólk og 49% væru fávís.
Í sameiginlegri grein sem birtist á vefritinu
Politico 1. október lýsa fimm viðurkenndir
fræðimenn við háskóla og rannsóknastofnanir
yfir þungum áhyggjum yfir þróun síðustu ára
– auknum vilja til að réttlæta ofbeldi sem leið
til að ná sínu fram í stjórnmálum. Í upphafi
benda þeir á að frambjóðandi repúblikana
(Donald Trump) hafi í kappræðum nokkrum
dögum áður lýst yfir áhyggjum af ofbeldisöldu
sem ríður yfir margar borgir Bandaríkjanna –
ofbeldi sem sé runnið undan rifjum vinstri
manna. Forsetaframbjóðandi demókrata (Joe
Biden) hafði einnig áhyggjur – af ofbeldi
hægriöfgamanna. Báðir frambjóðendurnir
hafa rétt fyrir sér en virðast ekki hafa póli-
tíska burði til að takast á við þá hættu sem
lýðræðinu stafar af ofbeldinu.
Ábyrgð forystumanna í stjórnmálum
Kannanir fræðimannanna sýna að ástæða
er til að hafa áhyggjur. Fari allt á versta veg
standa Bandaríkin frammi fyrir mestu krísu í
150 ár, ekki síst ef úrslit kosninganna verða
ekki skýr eða ef annar frambjóðandinn dregur
niðurstöðu þeirra með einhverjum hætti í efa.
Það geti leitt til óeirða og ofbeldis um allt
land. Um einn af hverjum fjórum demókröt-
um og repúblikönum segir að það geti verið
réttmætt ef frambjóðandi þeirra tapar í kom-
andi kosningum.
Margir telja að þróunin í Bandaríkjum sam-
tímans eigi sér hliðstæðu með sögu Evrópu á
þriðja og fjórða áratug liðinnar aldar. Þá varð
hófsemdarfólk undir þegar öfgar og ofbeldi
tóku yfir og tóku öll gildi lýðræðis úr sam-
bandi. Afleiðingarnar þekkja allir.
Öllum sem hafa tekið að sér forystu í lýð-
ræðisríki – í sveitarstjórnum, stjórnmála-
flokkum, á þingi og ríkisstjórn – ber skylda til
þess að fordæma hvers konar ofbeldi, jafnt of-
beldi pólitískra andstæðinga og eigin stuðn-
ingsmanna. Stjórnmálamenn bera öðrum
fremur ábyrgð á því að standa vörð um grunn-
gildi lýðræðis, ekki síst að allir geti tekið þátt í
frjálsum kosningum og að niðurstöður þeirra
séu virtar. Fram til þessa hafa forseta-
frambjóðendur demókrata og repúblikana
ekki skilið eða forðast að axla þessa ábyrgð.
Eftir Óla Björn Kárason »Hjólað er af hörku í ein-
staklinga sem varpa fram
öðrum sjónarmiðum – hafa aðra
sýn á hlutina. Samfélag sam-
tímans refsar umsvifalaust.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins.
Pólitískt ofbeldi og óþol