Morgunblaðið - 14.10.2020, Page 14

Morgunblaðið - 14.10.2020, Page 14
14 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2020 Á liðnu sumri hófst fornleifauppgröftur að nýju í Odda á Rang- árvöllum, undir stjórn Kristborgar Þórs- dóttur, fornleifafræð- ings hjá Fornleifa- stofnun. Hinn stóri manngerði hellir, sem fannst fyrir tveimur árum, var nú rannsak- aður betur og m.a. var birt þrívíddarmynd af hellinum í fjölmiðlum. Uppgröfturinn mun halda áfram næsta sumar, en Oddarann- sóknin nýtur styrks frá RÍM-verkefninu, Rit- menningu íslenskra miðalda, sem er fimm ára þverfaglegt rann- sóknarverkefni á veg- um ríkisstjórnarinnar, með aðkomu fjögurra sögustaða þar sem rit- stofur voru starfræktar á miðöldum: Odda, Þingeyra, Staðarhóls og Reykholts, en Stofnun Árna Magn- ússonar er einnig aðili að þessu verkefni, sem er undir stjórn Snorrastofu í Reykholti. RÍM-verkefninu var hleypt af stokkunum í tilefni af 75 ára afmæli lýðveldisins, en aðrir styrktaraðilar Oddarannsóknarinnar eru m.a. Hér- aðsnefnd Rangæinga, Uppbygging- arsjóður Suðurlands og ráðherra ný- sköpunar-, iðnaðar- og ferðamála. Sérstakt rannsóknarteymi er tengt hverjum stað og í tilfelli Odda samanstendur teymið af Kristborgu Þórsdóttur, Ármanni og Sverri Jak- obssonum, Agli Erlendssyni og Helga Þorlákssyni, sem leiðir starf teymisins. Fyrir utan fornleifaupp- gröft er Oddi rannsakaður m.a. sem lærdómsmiðstöð, kirkju- og valda- miðstöð, auk þess sem áhrif mann- vistar á umhverfi staðarins í gegnum tíðina eru rannsökuð. Það er því óhætt að segja að æsispennandi tímar séu fram undan, þegar fortíð Oddastaðar fer smám saman að rísa úr myrkri aldanna. Markmið Oddafélagsins hefur frá upphafi verið að standa að uppbygg- ingu menningar- og fræðaseturs í Odda í nafni Sæmundar Sigfússonar. Framtíðaruppbygging í Odda hlýtur þó ávallt að standa á grunni þeirra niðurstaðna sem fornleifa- og fræði- rannsóknir munu leiða í ljós, um leið og stofnun og rekstur menningar- og fræðaseturs þarf að þjóna íbúum héraðsins sérstaklega, síðan lands- mönnum öllum og erlendum gestum. Sú mynd sem flestir Íslendingar hafa af Sæmundi Sigfússyni er mynd af tilbúinni þjóðsagnapersónu. Eitt af stofnmarkmiðum Oddafélagsins er að varpa ljósi á hinn raunverulega mann að baki þjóðsögunni: soninn, eiginmanninn, föðurinn, prestinn, rithöfundinn, fræði- og lærdóms- manninn, hinn lögmenntaða kirkju- goða og aðalsmann á íslenska mið- aldavísu. Í heild sinni mun Oddarannsóknin dýpka og breikka mynd okkar af Sæmundi Sigfússyni, afkomendum hans og sögu Odda. Frá því að forn- leifauppgröftur hófst, árið 2018, hefur stjórn Oddafélagsins unnið að hugmyndadrögum að uppbyggingu menning- ar- og fræðaseturs í Odda. Í byrjun sept- ember sendi stjórnin þær tillögur til fé- lagsmanna til að fá at- hugasemdir og opna á umræður hjá fé- lagsmönnum og íbúum héraðsins. Drögin hafa einnig verið send sveit- arstjórnum í Rang- árþingi og á þessum tímapunkti hefur stjórnarmönnum fé- lagsins verið boðið að kynna þau á fundi hjá einni sveitarstjórn, enn sem komið er. Stjórn Oddafélagsins stefnir að því að halda opinn fund í Rang- árþingi um það sem Rangæingar vilja helst ræða í tengslum við Odda framtíð- arinnar – en vegna Covid-19 hefur dagsetning ekki enn verið ákveðin. Vilji Oddafélagsins er að hvetja til víðtækrar umræðu í héraðinu um framtíðaruppbygginu menningar- og fræðaseturs í Odda, til að sem breiðust samstaða verði um þær hugmyndir sem síðan verða lagðar til grundvallar frekari úrvinnslu. Í lok nóvember mun rannsókn- arteymi Oddarannsóknarinnar halda fyrstu haustráðstefnu sína í Gunn- arsholti og kynna helstu rannsókn- arverkefni og framvindu þeirra. Þangað eru allir velkomnir – með takmörkunum þó – en einnig verður streymt frá þeim kynningarfundi svo þeir sem ekki komast geti fylgst með heima. Stjórn Oddafélagsins vill hvetja alla þá sem áhuga hafa á málefnum og sögu Odda, og þá sérstaklega íbúa á Suðurlandi, að skrá sig í Oddafélagið (oddafelagid.net) og fá þar tíðindi af því merka og mik- ilvæga starfi sem nú er að eiga sér stað á vegum þess. Í sögu Þorláks helga er Oddi nefndur „æðsti höfuðstaður“ og það er markmið Oddafélagsins að Odd- astaður megi bera það viðurnefni með réttu í framtíðinni. En framtíðin er ekki langt undan: Eftir aðeins 13 ár minnumst við 900 ára ártíðar Sæmundar Sigfússonar hins fróða, sem lést hinn 22. maí 1133. Stjórn Oddafélagsins lítur svo á að ekki sé eftir neinu að bíða að taka fyrstu skóflustunguna að fram- tíðinni í Odda. Oddafélagið, samtök áhugamanna um endurreisn menningar- og fræðaseturs á Odda á Rangár- völlum, var stofnað árið 1992. Nú- verandi stjórn skipa: Ágúst Sigurðs- son, Árni Bragason, Bergþóra Þorkelsdóttir, sr. Elína Hrund Kristjánsdóttir, Elvar Eyvindsson, Friðrik Erlingsson og dr. Helgi Þor- láksson. Eftir Friðrik Erlingsson »Eftir aðeins 13 ár minn- umst við 900 ára ártíðar Sæmundar Sigfússonar hins fróða, sem lést hinn 22. maí 1133. Friðrik Erlingsson Höfundur er rithöfundur og stjórnarmaður í Oddafélaginu. fridrik07@gmail.com Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Oddi á Rangárvöllum. Oddi, hinn æðsti höfuðstaður Almáttugi Guð, skap- ari himins og jarðar, höfundur og fullkomn- ari lífsins! Nú felum við okkur, allt okkar fólk jafnt sem heimsbyggðina alla í þínar hendur. Hjálpaðu okkur að standa saman og láta eitthvað gott af okkur leiða. Blessaðu lífið okkar og samskipti, störf, athafnir og verk. Gefðu að við mættum verða þér til dýrðar og sam- ferðafólki okkar til blessunar og þannig sjálfum okkur til heilla. Blessaðu fjölskyldur okkar, skóla- félaga, vinnufélaga og öll þau sem við umgöngumst með einhverjum hætti. Minntu okkur á að gæta vel að sótt- vörnum og fara eftir tilmælum og reglum eins og staðan er í dag. Og við biðjum þess svo heitt og innilega að þessi ófétis veira sem hef- ur aldeilis fellt mann og annan og valdið þvílíkum usla og tjóni, nánast á öllum sviðum, mætti hverfa og hætta að gera okkur lífið leitt. Ef okkur er ætlað sem mannkyni að lifa áfram í þessum heimi biðjum við þig í auðmýkt að miskunna þig yf- ir okkur í þessum óviðunandi hörm- ungaraðstæðum. Þar sem allt virðist einhvern veginn vera að fara á verri veg og heimurinn vart lífvænlegur við þessar aðstæður. Síðustu tímar? Jesús lýsti því fyrir okkur fyrir um tvö þúsund árum eða svo að yfir heimsbyggðina myndu koma marg- víslegar hörmungar. Plágur og farsóttir, jarðskjálftar, nátt- úruhamfarir og hung- ur. Stríðsátök á milli þjóða og þjóðarbrota, ójafnvægi í sam- skiptum, lögleysi myndi magnast og kærleikur margra kólna. Og á þeim dög- um myndi fólk leitast við að hverfa aftur til síns heima. Hann nefndi jafnframt að þetta væru ekki endalokin heldur upphaf fæðingarhríðanna inn til lífsins ljóma. Hann hvatti okkur til að ótt- ast ekki og vera ekki hrædd. Hann sagði: „Hjarta ykkar skelfist ekki. Í heiminum hafið þið þrenging. En verið hughraust. Því ég hef sigrað heiminn.“ Hann kom til að frelsa okkur í eitt skipti fyrir öll svo við mættum lífi halda, þrátt fyrir allt. Og til að veita okkur von og gefa okkur sinn frið í hjarta. Nú vitum við ekki hvort við erum að lifa síðustu tíma mannkyns hér á jörð en við biðjum þig, Jesús, að stytta þessa hörmungartíma eins og þú hvattir okkur til að biðja þig um. „Nú sjáum við svo sem í skuggsjá, í ráðgátu,“ en þegar yfir lýkur mun- um við „sjá augliti til auglitis“. Þeg- ar allt verður bert og augljóst og við náum að greina hismið frá kjarn- anum. Einn dagur hjá þér er líkt og þús- und ár og þúsund ár sem einn dag- ur. Þannig að það er ógjörningur fyr- ir okkur að finna á okkur eða reikna út hvar við erum stödd í þessu ferli. Stundina veit enginn, nema Guð einn. En þú baðst okkur að halda vöku okkar. Vera á bæn, því við vissum ekki hvenær tíminn kæmi. Þú hvattir okkur til að gleyma ekki Guði. Held- ur elska hann og þig, Jesús Kristur, og vera opin og móttækileg fyrir þín- um heilaga, góða og lífgefandi anda. Og elska náungann eins og okkur sjálf. Gleymum því ekki. Stöndum saman. Lof sé þér og dýrð fyrir lífið. Fyrir að minnast okk- ar og gleyma okkur ekki. Þú sagðist ekki myndu skilja okkur eftir mun- aðarlaus heldur biðja fyrir okkur eft- ir að þú kæmir heim í ríki þitt á himnum. Þú sem sagðir einnig: „Ég verð með ykkur alla daga, allt til enda veraldar.“ „Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða.“ „Ég er upp- risan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ Með þakklæti, kærleiks-, sam- stöðu- og friðarkveðju. – Lifi lífið! Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Jesús sagði: Í heiminum hafið þér þrenging. En verið hughraust. Ég hef sigrað heiminn. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Pælingar og spjall við Guð Þeir sem trúa því að tæknin leiði alltaf til þæginda gætu lært af dæmi kunn- ingja míns, sem oft verður fyrir ónæði af hringingum ókunnugra sem vilja fá hann í vinnu og það strax. Þannig er að hann er alnafni tveggja eða þriggja valinkunnra pípara og stendur við hlið þeirra í rafrænu síma- skránni, sem nú er orðin allsráðandi síðan menn tóku að sér að bjarga regnskógunum. Þeir sem hringja, segir kunningi minn, eru alla jafna kumpánlegir og alveg vissir um að hafa sinn mann í eyranu, og hann hljóti að þekkja röddina. Þetta er búið að ganga einhver ár, og var kunningjanum fyrst dálítið pínlegt, sérstaklega ef seiðandi kven- raddir óskuðu eftir snöggri þjónustu og tóku jafnvel fram að nýlagað kaffi væri í boði, strax og búið væri að gera við kranann. Það kom fyrir að kunninginn óskaði þess að hafa farið í Iðnskólann í stað- inn fyrir viðskiptafræðina, en það var orðið of seint að gera sér rellu út af því. Enn er verið að hringja og hann far- inn að kannast við númerin. Vont en venst. Sunnlendingur Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Píparinn og símaskráin Við Fellsmúla | Sími: 585 2888

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.