Morgunblaðið - 14.10.2020, Page 15
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2020
✝ Gyða Gísladóttirvar fædd í
Reykjavík 2. sept-
ember 1924. Hún
lést á Hrafnistu 29.
september 2020.
Foreldrar hennar
voru hjónin Gísli
Einarsson, f. 5. nóv.
1883, d. 9. júlí 1931,
og Ólöf Ásgeirsdótt-
ir, f. 26. ágúst 1883,
d. 8. des. 1964.
Systkini Gyðu voru: Sigríður, f.
1911, Guðrún, f. 1915, Einar
Jón, f. 1918, og Ásgeir Héðinn, f.
1920, og eru þau öll látin.
Gyða giftist 7. október 1945
Jakobi Jóhanni Sigurðssyni
vaktformanni og verktaka, f. 6.
ágúst 1923, d. 6. des. 1995. For-
eldar Jakobs voru hjónin Ingi-
björg Jónsdóttir, f. 4.5. 1888, d.
10.2. 1986, og Sigurður Bárð-
arson, f. 5.1. 1888, d. 17.12.
1979. Börn Gyðu og Jakobs eru:
1) Ingibjörg, f. 1945, maki Ómar
Hafliðason, látinn, börn þeirra
eru Jóhann, Linda Björk og Haf-
liði Hörður. 2) Sigríður, f. 1948,
maki Sveinn Heiðar Gunnarsson
börn Jónas Halldór og Guðrúnu
Gyðu en fyrir á Gyða eina dótt-
ur, Belindu Ýr. 8) Anton Valur,
f. 23. mars 1964, d. 21. sept.
1965. Barnabörnin eru 24,
langömmubörn 49 og langalang-
ömmubörn fjögur.
Gyða ólst upp í Reykjavík og
eftir hefðbundna skólagöngu
vann hún ýmis störf, m.a. hjá
Slysavarnafélaginu, en helgaði
sig síðan fjölskyldu og börnum
auk þess sem hún tók þátt í
verktakavinnu Jakobs. Gyða og
Jakob hófu búskap á Bergstaða-
stræti en byggðu síðan Berg-
þórugötu 2 ásamt foreldrum
Jakobs og bróður þar sem þau
bjuggu frá 1948 til 1963 er þau
fluttu í Stóragerði 21. Eftir and-
lát Jakobs flutti Gyða í Hvassa-
leiti 56 þar sem hún bjó frá
árinu 2000 en síðastliðin tvö ár
dvaldi hún á Hrafnistu, Laug-
arási.
Úför Gyðu fer fram frá
Bústaðakirkju í dag 14. október
kl. 13. Vegna fjöldatakmarkana
verða aðeins nánustu ættingjar
viðstaddir en athöfninni verður
streymt á:
https://www.sonik.is/gyda
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat
og eiga þau fjögur
börn, Gunnar Val,
Önnu Gyðu, Ingu
Birnu og Jakob Jó-
hann. 3) Ásdís Ólöf,
f. 1952, maki Daníel
Jónasson og eiga
þau fjögur börn,
Maríu Sif, Eddu
Dröfn, Ómar Orra
og Örnu Hlín. 4) Ás-
geir Már, f. 1954,
maki Ólafía B.
Rafnsdóttir, fyrrv. maki Guðrún
Pálsdóttir, látin, og eru börn
þeirra Gyða Hrönn, Jakob Ingi,
og Páll Daði en fyrir átti Guðrún
eina dóttur, Ingibjörgu Lilju. 5)
Valgerður, f. 1955, maki Albert
G. Arnarson, fyrrv. maki Þór-
arinn Sigurjónsson (skildu) og
eiga þau þrjú börn, Ellen Báru,
Anton Kristin og Ásgeir Örn. 6)
Gunnar Örn, f. 1959, maki Olga
S. Marinósdóttir og eiga þau þrjú
börn, Ernu Dís, Díönu Dögg og
Daða Frey en fyrir á Gunnar
eina dóttur, Guðrúnu Önnu og
Olga tvær dætur, Guðmundu og
Írisi. 7) Gyða, f. 1962, maki Jónas
Halldór Haralz og eiga þau tvö
Óvænt var kallið þrátt fyrir há-
an aldur. Lífsgæðum hafði hrakað
í því fári sem gengur yfir heims-
byggðina.
Sem vistkona á hjúkrunar-
heimili, að glata tækifærum til að
fá sína nánustu í heimsókn eða
komast í hárlagninguna sína á
föstudögum gat skapað vanlíðan,
það skynjaði ég vel hjá þér.
Elsku mamma. Þú stóðst svo
sannarlega fyrir þínu alla tíð.
Brosið fallega, tindrandi augu
og blíða þín.
Hafðir þitt að segja og stóðst á
þínu. Hafðir gaman af að fá smá
dekur frá þínum nánustu ættingj-
um og hjálp við að punta þig þegar
mikið stóð til.
En elsku mamma , þú varst bú-
in að vinna fyrir því öllu, leggja í
púkkið gegnum áratugi.
Þú varst þakklát og skemmti-
leg og naust þín vel með þínu fólki
sem umvafði þig.
Þinn staður var fallegt heimilið,
nánast sem samkomuhús, hús-
móðir, sem áttir mikið annríki í
kringum fjölskyldur barna þinna
og barnabarna. Þú gættir þeirra
endalaust, ávallt tilbúin að gera
þitt besta. Það kristallaðist í elsku
allra þinna niðja sem dáðu þig og
lofuðu. Minningar þeirra verða
fjársjóður.
Þú fylgdir hópnum eftir,
misstir varla úr barnaafmæli og
varst ómissandi á hátíðarstund-
um.
Tími ykkar pabba var fallegur,
glæsihjón. Stóðuð saman, komuð
börnum ykkar á legg og sköpuðu
samheldni með kærleika og vinnu-
semi.
Þar hefur oft verið á brattann að
sækja sem þið tókust á í samein-
ingu og þurfti að leggja hart að sér
að sjá stóru heimili farborða.
En elsku mamma. Þú nýttir
tíma þinn vel. Áttir auðvelt með að
tengjast fólki. Komst okkur á
óvart með dugnaði þínum eftir lát
pabba, söknuður alla tíð. Aldar-
fjórðungi síðar sameinast þú hon-
um aftur.
Það var gefandi að koma til þín
í Hvassaleiti, þú fannst alltaf verk-
efni til að leysa. Spjalla um líðandi
stund og að fá upplýsingar hvern-
ig mínum farnaðist. Þú varst um-
hyggjusöm, besta mamma sem
hægt er að hugsa sér og við náð-
um vel saman.
Síðustu dagar þínir reyndu á
þig.
Nú ert þú farin heim til aust-
ursins eilífa.
Þar sameinast þú mörgum
þinna ástvina.
Elsku mamma. Ég mun sakna
þín mikið og varðveita minningu
þína og þakklátur fyrir allar
gæðastundir sem þú gafst mér og
fjölskyldu minni.
Þinn sonur,
Ásgeir Már Jakobsson.
Margs er að minnast
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast og
margs er að sakna.
Guð þerri trega tárin stríð
(Valdimar Briem)
Hún kvaddi þennan heim hún
tengdamóðir mín Gyða Gísladóttir
þriðjudaginn 29. september 2020,
96 ára gömul. Hún kvaddi snöggt
eins og hún hafði óskað sér.
Gyðu kynntist ég fyrst fyrir 55
árum síðan þegar ég ungur maður
gekk með grasið í skónum á eftir
næstelstu dótturinni. henni Siggu
minni. Hún og Jakob maður henn-
ar, sem lést um aldur fram 1995,
tóku mér, þessum strákpjakki úr
Vesturbænum, mjög vel og oft átt-
um við Gyða skemmtilegt spjall
við eldhúsborðið í Stóragerðinu en
þar var alltaf líf og fjör. Þetta var
stundum eins og strætóstoppi-
stöð, börn, tengdabörn og barna-
börn að koma eða fara búin að
borða eitthvað sem hafði verið
töfrað fram af henni og tengda-
pabba sem var yndislegur og góð-
ur maður. Þau stóðu samhent í
þessu, hvort sem það var virkur
dagur, jól, aðfangadagskvöld,
gamlárskvöld og hver man ekki
eftir Þorláksmessukvöldunum
eftir að búðir lokuðu í smörrebröd
og kannski lítinn bjór. Þá voru það
þorrablótin, maður lifandi allt var
þetta haldið í Stóragerðinu og allir
komust fyrir og allt er þetta minn-
isstætt. Utanlandsferðirnar sem
farnar voru eru flestum minnis-
stæðar, m.a. Glasgow, London,
Spánn eða Þýskaland svo eitthvað
sé nefnt.
Það var alltaf líf og fjör í kring-
um þau hjónin. Eftir fráfall Jak-
obs hefur stórfjölskyldan komið
saman sérhver jól og haldið jóla-
samkomu og þá dugir ekkert
minna en salur. Gyða flutti í
Hvassaleiti 56 árið 2000 þar sem
hún eignaðist marga góða vini.
Þar tók hún þátt í jóga, boccia o.fl.
og barnabörn nutu þess að heim-
sækja ömmu í Hvassó og spila
jóla- og páskabingó. Gyða sótti í
meira en 20 ár eldriborgarastarf á
miðvikudögum í Bústaðakirkju
þar sem hún bjó til marga fallega
hluti til að gleðja afkomendur sína
með. Þessar stundir gáfu henni
mikið og í kirkjunni eignaðist hún
vini og fór í margar eftirminnileg-
ar ferðir með þeim. Gyða þurfti
alltaf að eiga sælgæti til að grípa í
þegar einhver kom í heimsókn,
tala nú ekki um ömmubörnin
hvort heldur var í Hvassaleitinu
eða á Hrafnistu þá dró hún alltaf
fram eitthvað sem gott var að
stinga upp í sig. Síðustu tvö árin
bjó hún á Hrafnistu í Reykjavík
og átti þar góðar stundir. Hún
elskaði að fylgjast með íþróttum
og var eiginlega alæta á þær allar.
Gyða var yndisleg kona og átti
gott með að fá fólk til að hlæja að
hinum ýmsu uppátækjum og frös-
um hennar. Öllum ömmubörnum
hennar, stórum og smáum, var
hún góð og öllum þótti vænt um
ömmu Gyðu og þekkti hún þau
flest ef ekki bara öll með nafni til
síðustu stundar.
Í fallegum texta eftir Ómar
Ragnarsson um íslensku konuna,
segir
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla á fold.
Þú veist hver var skjól þitt þinn skjöldur
og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og gaf
þér sitt líf.
En sólin, hún hnígur, og sólin hún rís,
og sjá þér við hlið er þín hamingjudís,
sem alltaf er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf.
Það er íslenska konan, tákn trúar og
vonar,
sem ann þér og helgar sitt líf.
Ég þakka að lokum yndislegri
tengdamóður samfylgdina í 55 ár
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýðarhnoss þú hljóta skalt
(Valdimar Briem)
Sveinn Heiðar (Svenni).
Þá kom kallið, nú var hún elsku
amma mín sótt. Hún náði þeim
ótrúlega áfanga að verða 96 ára
núna í byrjun september. Sjálf
átti ég ekki von á því að hún myndi
ná svona háum aldri þegar elsku
afi dó fyrir nærri 25 árum en nú
eru þau loksins sameinuð og
blessunin ánægð, hún er búin að
bíða lengi eftir honum.
Þegar maður nýtur þeirra for-
réttinda að verða sjálfur svona
fullorðinn og eiga ömmu á lífi þá
eru auðvitað minningarnar marg-
ar. Amma og afi voru þannig að ég
dróst til þeirra í heimsókn, ekki
síst þegar ég sjálf var orðin full-
orðin, þá var gaman að renna við
hjá þeim, alltaf svo gaman að sitja
hjá þeim og spjalla, þau gáfu sér
alltaf tíma og höfðu alltaf áhuga.
Í seinni tíð voru nú heimsókn-
irnar bestar þegar við amma vor-
um bara tvær, við gátum alltaf
blaðrað svo mikið saman og hleg-
ið, hún sagði sögur frá því hún var
ung, rifjaði upp dýrmætar minn-
ingar og átti svo myndir til að
sýna mér. Ég hef alltaf verið stolt
af því að vera skírð í höfuðið á
elsku ömmu, hún var svo yndisleg,
falleg og lítil kona með svo stórt
hjarta sem átti pláss fyrir okkur
öll. Hún lét sig ekki vanta í neina
veisluna, í neitt boðið, hún var al-
gjör foringi. Alltaf var hún svo fín,
með fallega lakkaðar neglurnar,
skartið á sínum stað, hárið gull-
fallegt og hún svo yndislega sæt.
Við vorum svo heppin að hún gat
komið í fermingarveislu hjá okkur
í sumar og endaði hún daginn á
því að fá sér rauðvínsglas. Hún
svo sannarlega lifði lífinu og naut
þess, hljóp með göngugrindina og
hló svo fallega.
Ég prjónaði og heklaði nokkur
sjöl handa henni og fór hún með
þau eins og um gull væri að ræða.
Hún braut þau saman, strauk
þeim og gekk svo fallega frá þeim
ef hún var ekki með þau á herð-
unum en hún fór nú svo vel með
alla hlutina sína, það var líka ein-
staklega gaman að gefa henni.
Hún gaf mér líka hluti sem hún
hafði perlað og könnur og fleira
sem hún hafði málað á, allt svo fal-
legt sem hún gerði. Ég hef líka
alltaf reynt að gera eins og amma
og passa þessa hluti eins og mína
mestu dýrgripi, sem þeir auðvitað
eru, hef alltaf stolt sýnt það sem
hún hefur gefið mér og mun passa
þetta enn frekar núna.
Margt lærði ég af ömmu, margt
ætla ég að gera eins og hún. Hún
mundi nöfnin á öllum börnunum
sem bættust á ættartréð hennar
og þau eru mörg! Hún spurði um
alla og passaði upp á alla. Hún var
dugleg að hringja til að spjalla og
stundum skammaði hún mig fyrir
það að vera ekki búin að koma í
heimsókn en svo hló hún bara og
sagði mér sögur. Ég ætla að vera
svona amma. Ég ætla að vera
svona amma Gyða.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Blessuð sé minning elsku
ömmu.
Gyða Hrönn Ásgeirsdóttir.
Allar ömmur eru góðar en hún
amma í Stóró er með þeim betri ef
ekki bara best.
Amma var alltaf til staðar og
tók höfðinglega á móti okkur bæði
í Stóragerði og síðar Hvassaleiti.
„Viltu ekki eitthvað að borða?“
eða „Má ekki bjóða þér eitthvað?“
var kunnuglegur frasi hjá ömmu.
Að koma í hádegi til ömmu var
veisla. Hún gerði besta matinn
með kakósúpu og steiktum kjöt-
bollum og brúnni sósu í farar-
broddi að ógleymdri soðinni ýsu
með kartöflum og tómatsósu og
brauðsúpu. Svo var hvíta borð-
tuskan aldrei langt undan, alltaf á
lofti, alltaf jafn hvít og amma þreif
á okkur fingur og neglur fyrir og
eftir mat. Í seinni tíð fór maður
ekki frá ömmu án þess að hafa
fengið sætabrauð, nammi eða
púrtvínsstaup.
Mannfagnaðir voru í miklum
metum hjá ömmu en hún gerði allt
til að geta mætt á alla viðburði alla
tíð. Hún var afar kappsfull um að
vera vel tilhöfð og fín. Ef hún gat
ekki mætt þá bað hún um „date“
og fékk „update“ um allt og alla.
Hún gerði sér far um að fá fréttir
af fólki og segja fréttir af fólki.
Hún sá það jákvæða hjá fólki og
var sjálf ávallt með jákvæðnina að
vopni. Það var alltaf stutt í hlátur
og grín.
Jólin og áramótin voru uppá-
haldsárstími ömmu og afa og hjá
þeim sköpuðust hefðir sem haldið
er í enn í dag með samveru og
gleði langt fram eftir jólanótt og
líktist meira ítölsku umhverfi en
íslensku. Börnin sátu í tröppunum
og brölluðu á meðan fullorðnir
skvöldruðu og amma og afi báru
veitingar í okkur öll, snittur, öl og
sætindi eins og enginn væri morg-
undagurinn.
Undir morgun var svo farið
heim og við borin í rúmið örþreytt
með stórhátíðina í blóðinu.
Amma hafði mikið dálæti á
börnum. Þau voru alltaf velkomin
og hún var þeim alltaf góð. Inn á
milli gat hún þó verið mjög stríðin
en hún hafði einstakt lag á að
bretta upp á augnlokin sín til að
bregða okkur. Nornagrímuna úr
efri skápnum setti hún upp þegar
maður átti síst von á því, en maður
bar óttablandna virðingu fyrir
þeirri grímu. Þessi saklausu
strákapör gáfu ömmu gott tæki-
færi til að faðma okkur enn betur
að sér, hugga okkur og sýna vænt-
umþykju.
Eitt af því magnaða við ömmu
var að þrátt fyrir að stórfjölskyld-
an teldi um 150 beina og óbeina af-
komendur þá vissi hún um alla,
alltaf. Hún spurði fregna af fólki
og fékk fregnir. Hún hélt látalaust
uppi skipulagi í stóru fjölskyld-
unni með sínu jákvæða viðmóti og
einlægni hvort sem var í Stóra-
gerði, Hvassaleiti eða á ferðalög-
um erlendis.
Við munum sakna hins blíða
viðmóts ömmu og við munum
minnast hennar og afa við öll
möguleg tækifæri. Við þökkum
þér allt elsku amma og biðjum að
heilsa afa, sem við efumst ekki um
að taki glaður og flautandi á móti
þér. Við vitum að þú nýtur nú
lystisemda paradísar með honum
og með gilt ökuskírteini krúsið þið
um himnaríki á Benz til Beni-
dorm.
Anna Gyða, Gunnar Valur,
Inga Birna, Jakob Jóhann.
Elsku besta amma.
Það er ótrúlega erfitt og skrítið
að kveðja ömmu sína núna á þess-
um skrýtnu tímum. Að fá að alast
upp í eins samheldinni fjölskyldu
er ómetanlegt og að hafa alltaf að-
gang að ömmu sinni er mér svo
dýrmætt. Að koma til ömmu og
afa í Stóragerði var eins og um-
ferðarmiðstöð. Þar var alltaf há-
degismatur og þar sem ég var í
skóla við hliðina á þeim þá fór ég
alltaf í mat til þeirra, þar voru
mikil hlátrasköllin sem heyrðust
um allt. Svo var amma alltaf tilbú-
in með hvítu bleyjuna/tuskuna til
að þrífa okkur um hendur og
munn. Amma var mikill fagurkeri
og var alltaf flott og fín. Amma var
hrókur alls fagnaðar og að fá að
ferðast með henni var algjört æv-
intýri sem hlýjar manni á þessum
tímum. Við amma hittumst alltaf á
hverjum föstudegi og það gladdi
okkur báðar svo mikið. Elsku
amma, ég veit að nú ertu komin til
afa og þið dansið saman.
Þín
Linda.
Gyða Gísladóttir
Fleiri minningargreinar
um Gyðu Gísladóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR
frá Hjallanesi,
lést laugardaginn 10. október.
Sigrún Björk Benediktsdóttir Valtýr Valtýsson
Valtýr Bjarki Valtýsson Dagný Ásta G. Andersen
Kristinn Þór Valtýsson Helena Björgvinsdóttir
Vala Rún Valtýsdóttir Kristinn Júlíusson
Guðbjörg Forberg
Elskuleg móðir mín, amma, systir okkar og
mágkona,
HILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Flórída, Bandaríkjunum,
áður til heimilis í Bræðraborg,
Höfnum,
lést á heimili sínu laugardaginn 10. október.
Jarðarför verður auglýst síðar.
Sonja Ósk Matos
Casandra Ortiz
Jóhanna Guðmundsd. Sells, Bill Sells
Sigurjón Guðmundsson
Þórdís Guðmundsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURÐUR ÞORSTEINSSON
bóndi,
Heiði, Biskupstungum,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
sunnudaginn 11. október.
Ágústa S. Sigurðardóttir Gísli Þórarinsson
Þorsteinn Sigurðsson Abigael Sörine Kaspersen
Guðmundur B. Sigurðsson Guðríður Egilsdóttir
Brynjar S. Sigurðsson Marta Sonja Gísladóttir
og fjölskyldur
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017