Morgunblaðið - 14.10.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.10.2020, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2020 ✝ Helga Hans-dóttir fæddist í Reykjavík 10. nóv- ember 1923. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 30. september 2020. Foreldrar hennar voru Hans R. Þórð- arson stórkaupmað- ur í Reykjavík, f. 19.11. 1901, d. 18.7. 1974, og fyrri kona hans, Guðrún Sveinsdóttir, f. 21.6. 1901, d. 26.2. 1925. Albróðir Helgu var Gunnar, arkitekt, f. 19.2. 1925, d. 6.1. 1989. Seinni kona Hans Ragnars var Hanna Þórðarson, f. 24.2. 1901, d. 1.6. 1993. Sonur þeirra var Ragnar Már, rafvirkjameistari á Siglu- firði, f. 18.7. 1931, d. 18.10. 2003, og dóttir þeirra Hansína Hrund, f. 13.5. 1933. Helga ólst upp hjá móðurfor- eldrum sínum, Sveini Jóni Ein- arssyni bónda í Bráðræði í Reykjavík og Helgu Ólafsdóttur konu hans. Helga giftist 13. desember 1947 Þorsteini Þorsteinssyni við- skiptafræðingi, f. 31.3. 1920, d. 15.12. 2015. Foreldrar hans voru Þorsteinn Þorsteinsson hag- fyrstu 26 árin á Laufásvegi 57 í húsi foreldra Þorsteins og frá 1955 til 1974 heldu þau heimili með Þorsteini eldri eftir að Guð- rún kona hans lést. Helga og Þorsteinn bjuggu lengi á Flóka- götu 62 þar sem Þorsteinn rak sérverslun fyrir fluguveiði. Árið 2007 fluttu Helga og Þorsteinn á Sléttuveg 13. Helga lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1941 og starfaði síðan sem skrif- stofumaður hjá Samninganefnd utanríkisviðskipta til ársins 1945 að hún fór til Bandaríkjanna þar sem hún stundaði nám í tann- smíði við School of Mechanic Dentistry í Boston. Eftir heim- komuna starfaði Helga við tann- smíðar þar til heimilisstörfin tóku við. Seint á sjöunda ára- tugnum réð hún sig í vinnu sem póstfreyja. Hún stundaði seinna nám í Póstskólanum og starfaði sem póstafgreiðslumaður þar til hún lét af störfum 70 ára árið 1993. Útför Helgu fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 14. október 2020, klukkan 11. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir útförina. Athöfninni verður streymt á slóðinni: https://youtu.be/FNRtbtqsdi0 Virkur hlekkur á streymi: https://www.mbl.is/andlat stofustjóri og kona hans Guðrún Geirs- dóttir Zoëga, hús- móðir og skrift- arkennari. Börn Helgu og Þorsteins eru: 1) Guðrún, fv. launafulltrúi, f. 1948, maki Friðrik G. Olgeirsson sagn- fræðingur, f. 1950. Börn þeirra eru Sturla Geir, f. 1975, Helga, f. 1980, og Þorsteinn Gunnar, f. 1990. 2) Sigrún, fv. flugfreyja, f. 1950, maki Brynj- ólfur Markússon rafverktaki, f. 1949. Sonur þeirra er Jóhannes, f. 1989. Fyrir átti Sigrún synina Frank Þór, f. 1969, og Egil Rúnar, f. 1975, og Brynjólfur dæturnar Hallfríði, f. 1972, og Báru, f. 1978. 3) Hans Ragnar byggingameist- ari, f. 1958, maki Helga Laufdal leikskólastarfsmaður, f. 1956. Börn þeirra eru Linda, f. 1974, Tómas, f. 1981, Heba, f. 1985, og Geir, f. 1991. 4) Sveinn forritari, f. 1960, maki Heiða Lára Eggerts- dóttir grunnskólakennari, f. 1960. Dætur Sveins eru Kristín, f. 1988, og Lára, f. 1995. Aðrir afkom- endur Helgu eru á þriðja tug. Heimili Helgu og Þorsteins var Mamma var aðeins eins árs þegar móðir hennar Guðrún dó af barnsförum. Föðurforeldrar hennar tóku að sér nýfæddan bróður hennar en móðurforeldr- ar, Sveinn Jón og Helga, tóku hana að sér og ólu upp. Um tví- tugt styrkti Hans Ragnar faðir mömmu hana til náms til Banda- ríkjanna að læra tannsmíði. Þetta var stuttu eftir seinni heimsstyrjöldina og ferðaðist hún með herflugvél sem var full- setin bandarískum hermönnum sem voru að koma frá Evrópu á leið heim eftir stríðið. Það hefur verið glatt á hjalla hjá þeim og ekki leiðinlegt að hafa unga fal- lega stúlku sem ferðafélaga í þessu langa flugi. Þarna sat mamma alla leiðina með með fall- hlíf á bakinu og vel klædd en amma hennar hafði ráðlagt henni að vera í föðurlandinu þar sem það yrði svo óskaplega kalt yfir Grænlandi. Fljótlega eftir að mamma kom heim kynntist hún föður mínum, Þorsteini, og þau giftu sig 1947. Þau fluttu í íbúð í húsi foreldra pabba, Þorsteins og Guðrúnar, við Laufásveg en þegar Guðrún lést 1955, þá tók mamma einnig við heimili tengdaföður síns. Það hefur verið fullt starf fyrir unga konu að sjá um stórt heimili þar sem heimilisstörfin voru sjö daga vikunnar frá morgni til kvölds. Við systkinin ólumst upp við það að finna kakóilminn þegar við vöknuðum á morgnana áður en við fórum í skólann og steikarilm- inn af hádegismatnum um helgar. Þvottadagar voru ekki auð- veldir á þessum tímum. Ég sé mömmu í minningunni í stígvél- unum á blautu þvottahúsgólfinu lyfta þungum þvotti með kúst- skafti milli bala. Hún var ósér- hlífin og myndarleg húsmóðir sem saumaði og prjónaði föt á fjölskylduna og dúkkurnar okkar systranna voru ekki undanskild- ar. Mamma var vinsæl af vinum okkar systkinanna og voru þeir alltaf velkomnir heim og ekkert sjálfsagðara en að bjóða þeim í mat ef þeir voru hjá okkur. Mamma naut þess að fara í göngutúra og utanlandsferðir, sérstaklega til Spánar, en það voru ekki til miklir peningar til fyrir þannig lúxus. Hún ákvað að fara að vinna en tannsmíðanámið var orðið frekar úrelt eftir mörg ár í húsmóðurstarfinu. Þá datt henni í hug það snjall- ræði að fyrst hún hefði gaman af því að ganga, því ekki fá peninga fyrir það! Hún réð sig sem póst- freyju og starfaði við það í Þing- holtunum og svo seinna í Breið- holti. Mamma fékk nú laun og gat farið í sólarferðir því hún elskaði sólböð og sund. Hún synti 500 metra daglega í Sundlaug- unum í Reykjavík fram yfir ní- rætt. Það var yndislegt að eiga góða móður þegar ég sem einstæð móðir þurfti að fara heilu dagana og næturnar í burtu vegna vinnu minnar en þá kom ekki til greina annað af hálfu mömmu en að hafa syni mína hjá þeim á meðan ég var í burtu og er ég því æv- inlega þakklát. Síðustu árin bjuggu foreldrar mínir á Sléttuvegi 13. Pabbi dó 2015, 95 ára að aldri, og var það mikill missir fyrir mömmu og minntist hún oft á það hvað hún saknaði hans mikið. Mamma fluttist á Eir á síðasta ári og þar hefur henni liðið vel þrátt fyrir mikið minnistap. Hún var umvafin frábæru starfsfólki sem var svo yndislegt við hana og færum við systkinin því innileg- ustu þakkir. Sigrún Þorsteinsdóttir. Í dag er til moldar borin tengdamóðir mín, Helga Hans- dóttir, 97 ára að aldri. Lengst af var hún við ágæta heilsu og bar aldurinn vel þótt minnið hafi ver- ið farið að gefa sig undir það síð- asta. Það stöðvar enginn tímans þunga nið, eins og norðlenska þjóðskáldið komst að orði í einu ljóða sinna, og það fækkar óðum í röðum þeirra sem létu að sér kveða um og eftir miðja síðustu öld. Það var vorið 1974 sem ég kom í fyrsta sinn á heimili Helgu og Þorsteins Þorsteinssonar eigin- manns hennar á Laufásveginum í fylgd eldri dóttur þeirra, Guð- rúnar. Móttökur voru góðar og mér leið strax vel á heimilinu. Með samræðunum fylgdist Þor- steinn eldri, fyrsti hagstofustjóri landsins, sem átti heimili með þeim hjónum. Um tíma bjuggum við Guðrún skammt frá tengdaforeldrum mínum í Breiðholti og þá var oft daglegur samgangur milli heim- ilanna. Eftir að við fluttum í Mos- fellsbæ árið 1979 og Helga og Steini stuttu seinna á Flókagötu urðu sunnudagsheimsóknir til þeirra fastur liður í tilverunni. Helga sá um kaffi og meðlæti og svo var setið og spjallað um það sem efst var á baugi hverju sinni. Margs er að minnast frá liðn- um árum. Meðal þess sem kemur upp í hugann eru ánægjulegar ferðir með Helgu og Steina í sumarbústaði og í nokkur ár fór- um við saman í ferðalög um verslunarmannahelgi. Helga var félagslynd og hafði mikla ánægju af ferðalögum, bæði innanlands og til fjarlægari landa. Um og eftir aldamótin síðustu fórum við Guðrún í nokkrar ferðir til Dan- merkur. Árið 2004 bættust Helga og Steini í hópinn og á næstu ár- um fórum við í allmargar sum- arferðir saman. Þá leigðum við sumarhús á ýmsum stöðum og fórum í dagsferðir um nálægar sveitir. Þetta voru ógleymanleg- ar ferðir; við vorum heppin með veður og ávallt var glatt á hjalla og umræðuefnin óþrjótandi. Stundum sagði Helga okkur frá því sem á daga hennar hafði drif- ið þegar hún var ung, löngu liðn- Helga Hansdóttir ✝ Stella Stefáns-dóttir fæddist 26. júní 1941 á Hömrum, Hraun- hreppi, Mýrasýslu. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 30. september 2020. Foreldrar hennar voru Stefán Sigurðsson, f. 6.3. 1910, d. 18.8. 1988, og Ásta Björns- dóttir, f. 22.5. 1921, d. 5.3. 2011. Þau skildu. Albróðir: Björn Sig- urður, f. 1940. Sammæðra systkin: Hulda Sigurvinsdóttir, f. 1947, d. 2017. Logi Arnar Guðjónsson, f.1951. Sveinbjörn Guðjónsson, f. 1952. Guðmundur Guðjónsson, f. 1954. Jón Ívar Guðjónsson, f. 1955. Samfeðra: Ragnheiður Ein- björg, f. 1960. Hinn 25.12. 1966 giftist Stella eftirlifandi eiginmanni, Ás- mundi Reykdal, f. 27.7. 1945. Foreldrar Ásmundar voru Kristján Reykdal, f. 27.7. 1918, d. 8.3. 2013, og Jóhanna Ög- mundsdóttir, f. 6.6.1917, d. 27.5. 1997. Synir Stellu og Ásmundar eru: 1) Jóhann Kristján, f. 6.10. 1966, kvæntur Ásu Þorkelsdótt- ur, f. 1964. Synir þeirra eru Ás- mundur, f. 1997, og Kristján Ari, f. 2000. 2) Ögmundur Reyk- dal, f. 22.7. 1968, kvæntur Val- gerði Aðalsteinsdóttur, f. 1970. Dætur þeirra eru a) Jóhanna, f. 1988, sambýlism. Andreas Es- tensson, f. 1989. Börn þeirra eru Kristín Lilja, f. 2013, og Óskar Emil, f. 2018. b) Ásdís, f. 1995, Stella og Ásmundur stofnuðu heimili á Langholtsvegi 113 árið 1965. Fjölskyldan flutti 1971 í Þórufell 12 í Breiðholti og voru þau frumbýlingar. Árið 1977 hófu þau byggingu húss í Starrahólum 11 og fluttu inn í það 1980. Ásamt húsmóðurstörfunum stundaði Stella ávallt vinnu. Hún prjónaði lopapeysur og seldi og vann í mörg ár við ræst- ingar í höfuðstöðvum SÍS við Sölvhólsgötu. Árið 1988 hóf hún störf sem ritari hjá borgarverk- fræðingi þar til hún komst á eft- irlaunaaldur. Stella hafði alltaf mikinn áhuga á félagsmálum og tók virkan þátt í þeim. Hún var um árabil í stjórn verkakvenna- félagsins Framsóknar og var þar ritari um skeið. Í pólitík var hún á framboðslista Alþýðu- flokksins í Reykjavík í alþingis- kosningum árið 1979 og í borg- arstjórnarkosningum árið 1982. Um árabil var hún virkur félagi í Slysavarnafélagi Reykjavíkur, síðar Landsbjörg, og vann þar ýmis sjálfboðaliðsstörf við fjár- öflun og fleira Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 14. október 2020, og hefst athöfnin klukkan 15. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur við- staddir. Streymt verður frá athöfn- inni á slóðinni: https://www.rafmennt.is/stella Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat sambýlism. Ragnar K. Lárusson, f. 1990. Sonur þeirra er Unnar Atli, f. 2018. c) Sóley, f. 1999, sambýlism. Alfreð Valencia, f. 1998. Fyrir átti Stella synina: 1) Stefán Örn Einarsson, f. 14.3. 1962, kvænt- ur Hafdísi Huld Reinaldsd., f. 1962. Börn þeirra eru a) Fannar Már, f. 1979, kvæntur Lisbeth Lebæk Jesper- sen, f. 1978. Synir þeirra eru Stormur, f. 2009, og Elmar, f. 2013. b) Stella, f. 1988, sam- býlism. Einar Örn Sigurjónsson, f. 1989. Börn þeirra eru María Mist, f. 2014, og Stefán Örn, f. 2020. 2) Guðjón Sævar Guð- bergsson, f. 15.7. 1963. Dóttir Guðjóns og Ruth Reginalds, f. 1965, er Sæbjörg, f. 1984, gift Starra Vilbergssyni, f. 1978. Dóttir þeirra er Emilía Nótt, f. 2006. Sonur Sæbjargar er Fann- ar Freyr Haraldsson, f. 2001. Sonur Guðjóns og Gayle Scobie, f. 1952, er Alex James, f. 1989. Stjúpdóttir er Michelle Marie Morris, f. 1986. Stella flutti með móður sinni og stjúpa, Guðjóni Sveinbjörns- syni, til Reykjavíkur níu ára. Hún gekk í Melaskóla og Gagn- fræðaskólann við Hringbraut, þar sem hún lauk gagnfræða- prófi. Hún var í Kvennaskól- anum á Blönduósi 1959-1960. Á yngri árum var hún t.d. í kaupa- vinnu og afgreiðslustörfum. Ég minnist tengdamóður minnar hennar Stellu (ömmu Stellu) með hlýhug. Hún var frá- bær kona sem aldrei sló slöku við. Hún var lífleg og skemmtilega hreinskilin og beinskeytt. Fylgd- ist vel með öllu og öllum. Stoppaði sjaldnast og ef hún settist niður þá var hún með prjónana í hönd- unum. Hún kom inn í líf mitt fyrir 44 árum, ég var þá 14 ára og Stebbi kærastinn minn. Man vel eftir deginum þegar hún hringdi og vildi koma í heimsókn, þá var ég 16 ára og komin ca. 6 mánuði á leið með Fannar, hún ætlaði sko ekki að missa af ömmuhlutverk- inu. Ég var hálfstressuð yfir þess- ari heimsókn en það var nú óþarfi, hún mætti bara til að brjóta ísinn og kynnast mér betur og mikið var það gott. Eftir þennan dag vorum við alltaf mestu mátar. Ég gat alltaf leitað til hennar og það kom líka fyrir að hún leitaði til mín. Hún stóð alla tíð með okkur og aðstoðaði ef á þurfti að halda. Kom með ungbarnaföt sem hún hafði saumað í Kvennaskólanum á Blönduósi og gaf mér. Föt sem Stebbi hafði verið í. Útvegaði vöggu og saumaði gult fallegt ver utan um hana. Hún vildi að við værum sjálfstæð í foreldrahlut- verkinu þó við værum ung, en var alltaf tilbúin að aðstoða og hjálpa ef á þurfti að halda. Seinna gáfum við henni alnöfnuna Stellu Stef- ánsdóttur sem ég veit að henni þótti afskaplega vænt um. Ég á endalaust margar minn- ingar um samverustundir, heim- sóknir í Starrahólana og á Hofsós. Alltaf svo gott að koma til Stellu og Ása. Ég minnist hennar sem tengdamömmunnar sem hélt frá- bærustu jólaboðin, grillveislurnar og viðburðina. Aldrei neitt vanda- mál þó við værum á misjöfnu mat- aræði (eins og tíðkast í dag), allir fengu sitt. Þótt sumir væru græn- metisætur jafnvel vegan og aðrir borðuðu bara pasta þá var auðvit- að allt eldað. Það var oft ansi mar- gréttað í hólunum en það var sko ekki vandamál fyrir ömmu Stellu. Sveppasúpan á gamlárskvöld mátti ekki klikka og það var eitt- hvað verulega gott við hana. Spurning hvað hún setti í hana sem gerði hana svona góða. Amma Stella var alltaf á fullu og það gat verið erfitt að fá hana til að setjast niður og borða með okkur hún var alltaf að passa að allir fengju sitt, var á fleygiferð um húsið. Hún var jú af gamla skólanum og passaði vel upp á að allir fengju nú örugglega nægju sína. Hún var límið í fjölskyldunni og hjá henni og Ása hitti maður fjölskyldu og vini. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa fengið að eiga hana sem tengdamóður öll þessi ár og mikið á ég eftir að sakna hennar. Við áttum gott samband alla tíð. En að lokum vil ég segja takk, elsku Stella mín, fyrir allt. Ég veit að þú ert á góðum stað núna. Við sjáumst síðar. Elsku Ási, þú átt alla mína samúð en við erum sterk fjöl- skylda og stöndum saman. Þín tengdadóttir, Hafdís (Haddý). Sæbjörg mín … Svona byrjuðu ófá skilaboðin frá þér á Facebook elsku amma mín. En nú verða þau ekki fleiri. Ekki frekar en símtöl, heimsókn- ir, jólaboð og svo mætti lengi telja. Enda varst það þú sem passaðir upp á að fjölskyldan sameinaðist við ýmis tækifæri. Þú varst límið sem hélt þessu saman. 79 ára er enginn aldur hugsar maður, alla vega fannst mér þú alltaf síung og í barnslegri hugsun minni hélt ég að þú myndir lifa okkur öll. Ég hélt ég hefði nægan tíma til að njóta með þér. Stella Stefánsdóttir Yndislega móðir mín, tengdamóðir og amma, SÓLRÚN HERMANNSDÓTTIR, lést sunnudaginn 4. október. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þórdís Ingjaldsdóttir Guðmundur Arnarsson Sólrún Sif Arnar Orri Sigríður Birta Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma, HELGA HELGADÓTTIR, Álfaskeiði 102, Hafnarfirði, er lést á líknardeild Landspítalans 29. september, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 16. október klukkan 15. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni: https://promynd.is/live Helgi Freyr Kristinsson Helga Sigurbjörg Árnadóttir Kristinn Freyr Kristinsson Hildur Ísfold Hilmarsdóttir og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ERLENDUR GUÐLAUGUR EYSTEINSSON, fyrrverandi bóndi á Stóru-Giljá, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi fimmtudaginn 1. október. Útförin fer fram frá Þingeyraklausturskirkju laugardaginn 17. október klukkan 14. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Þingeyraklausturskirkju, banki 0307-13-785, kt 710269-3439. Í ljósi aðstæðna verður aðeins nánasta fjölskylda viðstödd útförina. Bein vefútsending er frá facebooksíðunni: Útför Erlendar G. Eysteinssonar. Einnig verður sent út frá mbl.is og útvarpað frá athöfn við kirkju, bylgjulengd 106,5. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Helga Búadóttir Árdís Guðríður Erlendsdóttir Ástríður Helga Erlendsdóttir Eysteinn Búi Erlendsson Bahrotut Takiyah Sigurður Erlendsson Þóra Sverrisdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.