Morgunblaðið - 14.10.2020, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 14.10.2020, Qupperneq 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2020 Í gær var allt starfslið A-landsliðs karla í knattspyrnu sent í sóttkví af smitrakningarteymi almanna- varnadeildar ríkislögreglustjóra eftir að starfsamaður landsliðsins greindist með kórónuveiruna. Þjálfarinn, Erik Hamrén, og Freyr Alexandersson aðstoðarþjálfari verða því ekki á hliðarlínunni en fengu leyfi til að vera í glerbúri á Laugardalsvellinum. Freyr greindi frá þessu í samtali við 433.is í gær- kvöldi og sagði þá vera með fjar- skiptabúnað til að koma skila- boðum áleiðis. Eru í sóttkví en geta fylgst með Morgunblaðið/Íris Sóttkví Erik Hamrén fær ekki að vera á hlíðarlínunni í kvöld. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 árs landsliðsins í knattspyrnu, verð- ur á hliðarlíunni þegar Ísland mæt- ir Belgíu í Þjóðadeildinni á Laugar- dalsvelli í kvöld. Mun hann stýra liðinu og tekur við skilaboðum frá Erik Hamrén og Frey Alexand- erssyni. Ásamt Arnari verða þeir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U17 landsliðs karla, og Þórður Þórðar- son, þjálfari U19 landsliðs kvenna, í teyminu. Þórður verður mark- mannsþjálfari. Annað starfsfólk á morgun kemur úr öðrum lands- liðum á vegum KSÍ. Morgunblaðið/Eggert Staðgengill Arnar Þór Viðarsson hleypur í skarðið í dag. Arnar Þór á hliðarlínunni BELGÍA Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Það verður vængbrotið íslenskt landslið sem tekur á móti Belgíu í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guð- mundsson og Alfreð Finnbogason verða allir fjarri góðu gamni en þeir hafa verið lykilmenn í liðinu und- anfarin ár. Þá er Arnór Sigurðsson, leik- maður CSKA Moskvu, einnig meidd- ur og ekki leikfær en hann hefur fengið tækifæri í byrjunarliði Íslands undanfarin ár í fjarveru Jóhanns Bergs Guðmundssonar. Íslenska liðið hefur ekki riðið feit- um hesti í Þjóðadeildinni frá stofnun hennar í september 2018 en Ísland, ásamt smáríkinu San Marínó, er eina landið sem hefur ekki fengið stig í keppninni frá því að hún var sett á laggirnar. Þá hefur ekkert land fengið á sig fleiri mörk í Þjóðadeildinni eða 22 talsins. Íslenska liðinu hefur heldur ekki gengið vel að skora í keppninni en liðið hefur skorað tvö mörk. Alfreð Finnbogason skoraði það fyrra gegn Sviss á Laugardalsvelli í október 2018 og Hólmbert Aron Friðjónsson það seinna gegn Belgum í Brussel í september 2020. Þeir eru hvorugir í hópnum núna vegna meiðsla. Leikir sem allir vilja spila Birkir Bjarnason verður með fyr- irliðabandið í leiknum í kvöld en hann á að baki 88 A-landsleiki fyrir Ísland og er á meðal reyndustu leikmanna landsliðsins í Þjóða- deildinni. „Það hefur verið mikið um meiðsli í okkar leikmannahópi frá því að Þjóðadeildin var stofnuð og við höf- um því verið óheppnir í keppninni að mínu mati,“ sagði Birkir á blaða- mannafundi íslenska liðsins í höf- uðstöðvum KSÍ í Laugardal í gær. Birkir telur ekki að leikmenn liðs- ins eigi erfitt með að gíra sig upp í leiki í Þjóðadeildinni þrátt fyrir slæmt gengi. „Nei, þvert á móti. Við erum að spila á móti bestu liðum heims og bestu leikmönnum heims líka. Þetta eru leikirnir sem allir vilja spila. Það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að leikmenn séu ekki gíraðir upp í leikina í þessari keppni því það hefur aldrei verið vandamál. Eins og ég kom inn á áðan þá höf- um við verið óheppnir með meiðsli í keppninni en það gefur líka öðrum leikmönnum tækifæri til þess að stíga upp og sýna hvað í þeim býr,“ sagði Birkir meðal annars á fund- inum í gær. Tölfræðin hliðholl Belgum Ísland og Belgía hafa tólf sinnum mæst á knattspyrnuvellinum í gegn- um tíðina og hefur íslenska liðinu aldrei tekist að vinna. Belgar hafa alltaf fagnað sigri, nú síðast í Brussel þegar liðin mættust 8. september, þar sem Belgía vann 5:1-sigur eftir að hafa lent 1:0 undir snemma leiks. Liðin léku einnig saman í 2. riðli Þjóðadeildarinnar árið 2018 og þá vann Belgía 3:0-sigur á Laugardals- velli í september og 2:0-sigur ytra í nóvember. Belgar eru í efsta sæti heimslist- ans og hafa í raun verið í efsta sætinu frá því árið 2018 eftir að hafa verið í fimmta sæti listans árið 2017. Íslenska liðið hefur hins vegar fall- ið hratt á listanum frá því árið 2017 þegar liðið var í 22. sæti en í dag situr Ísland í 41. sæti heimslistans. Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Ís- lands, er með 39% sigurhlutfall í þeim 23 leikjum sem hann hefur stýrt liðinu frá því hann tók við í ágúst 2018. Það er mjög svipað sigurhlutfall og Lars Lagerbäck var með sem þjálf- ari liðsins frá 2012 til ársins 2016 en í þeim 52 leikjum sem Lägerback stýrði vann Ísland 40% þeirra. „Þetta hefur verið erfitt í Þjóða- deildinni,“ sagði Hamrén á blaða- mannafundi KSÍ í Laugardal í gær þegar hann var spurður hvort lands- liðsþjálfarastarfið hefði verið erf- iðara en hann átti sjálfur von á þegar hann tók fyrst við. Horfir sáttur til baka „Við höfum verið í A-deildinni þar sem bestu lið Evrópu leika og haust- ið 2018 vorum við með liðunum í fyrsta og sjötta sæti heimslistans í riðli. Núna erum við í riðli með liðunum í fyrsta, fjórða og sextánda sæti heimslistans þannig að það segir sig sjálft að við erum að mæta virkilega sterkum þjóðum. Ef við horfum til Svíanna sem dæmi, sem unnu B-deild Þjóðadeild- arinnar síðast og spila nú í A- deildinni, þá hafa þeir ekki unnið leik í A-deildinni og það sýnir bara svart á hvítu hversu erfitt það er að ná í úr- slit í þessari keppni.“ Þrátt fyrir döpur úrslit í Þjóða- deildinni er þjálfarinn sáttur með sitt framlag til íslenskrar knattspyrnu. „Ég hef ekki alltaf náð að spila eins og ég hefði viljað, aðallega vegna fjarveru lykilmanna, en þannig er fótboltinn stundum. Þótt úrslitin hafi ekki verið okkur í hag er ég ánægður með spilamennskuna í heild. Bestu lið heims geta ekki alltaf stillt upp sínum bestu liðum heldur en það hefur minni áhrif á þau en okkur því þar er breiddin mun meiri. Þar liggur stærsti munurinn á okkur og þessum sterkustu þjóðum að mínu mati. Þetta hefur verið erfitt en við höf- um líka sýnt það að við getum náð í góð úrslit, sérsaklega í undankeppni EM, að undaskildum leiknum ytra gegn Albaníu kannski, og þegar ég horfi til baka er ég sáttur,“ bætti þjálfarinn við. Aldrei vandamál í Þjóðadeildinni Morgunblaðið/Eggert Fyrirliði Birkir Bjarnason mun fara fyrir íslenska landsliðinu þegar liðið fær Belgíu í heimsókn í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvöll í kvöld.  Karlalandsliðið án sex lykilmanna  Ísland aldrei unnið Belgíu í landsleik Undankeppni HM Suður-Ameríka: Bólivía – Argentína .................................. 1:2 Þjóðadeild UEFA A-deild, 4. riðill: Þýskaland – Sviss..................................... 3:3 Úkraína – Spánn....................................... 1:0  Spánn 7, Þýskaland 6, Úkraína 6, Sviss 2. C-deild, 1. riðill: Aserbaídsjan – Kýpur.............................. 0:0 Svartfjallaland – Lúxemborg.................. 1:2  Svartfjallaland 9, Lúxemborg 9, Aserba- ídsjan 4, Kýpur 1. D-deild, 1. riðill: Lettland – Malta....................................... 0:1 Færeyjar – Andorra................................. 2:0  Færeyjar 10, Malta 5, Lettland 3, An- dorra 2. D-deild, 2. riðill: Liechtenstein – San Marínó .................... 0:0  Gíbraltar 6, Liechtenstein 4, San Marínó 1. EM U21 karla Undankeppnin, 1. riðill: Lúxemborg – Ísland .................................0:2 Ítalía – Írland............................................ 2:0 Svíþjóð – Armenía .................................. 10:0 Staðan: Ítalía 7 5 1 1 17:3 16 Írland 8 5 1 2 12:5 16 Svíþjóð 8 5 0 3 27:8 15 Ísland 7 5 0 2 13:9 15 Armenía 8 1 0 7 4:27 3 Lúxemborg 8 1 0 7 2:23 3  Evrópudeildin Valencia – Barcelona .......................... 66:71  Martin Hermannsson skoraði 1 stig, gaf 2 stoðsendingar og tók 1 frákast fyrir Val- encia á 14 mínútum. Evrópubikarinn Andorra – Virtus Bologna.................. 66:82  Haukur Helgi Pálsson skoraði 6 stig og tók 2 fráköst á 17 mínútum hjá Andorra.   „Þetta er mjög óheppilegt. Þú vilt að allir fái að njóta leiksins og fá að vera með leikmönnum. Landsliðsþjálf- arar fá ekki langan tíma með leikmönnum á hverju ári og þetta er mjög óheppilegt. Við óskum öllum þeim sem smituðust góðs bata og von- andi fara þeir í gegnum þetta ein- kennalausir,“ sagði Roberto Mart- inez, landsliðsþjálfari Belgíu, við blaðamenn á Laugardalsvelli í gær. „Það er ekkert sem heitir auðveld- ur sigur. Það vantar lykilmenn í ís- lenska liðið en það er eðlilegt þegar það eru þrír leikir á skömmum tíma. Okkur vantar líka fimm mik- ilvæga leikmenn; Thibaut Courtois, Eden Hazard, Kevin De Bruyne, Thorgan Hazard og Dries Mer- tens,“ sagði þjálfarinn. „Við búumst við að þeir spili eins á heimavelli og útivelli. Þeir verða varnarsinnaðir, aggressívir og beita löngum boltum. Við verðum að vera einbeittir í 90 mínútur, vera þolinmóðir og spila okkar bolta,“ sagði Axel Witsel, leikmaður belg- íska liðsins, á fundinum en Belgía tapaði fyrir Englandi á dögunum og með því fóru Englendingar upp í toppsætið í riðlinum. „Við erum einu stigi á eftir Eng- landi. Ef við vinnum á morgun þá eigum við úrslitaleik gegn Eng- landi í síðustu umferðinni, svo það er mjög mikilvægt að vinna á morg- un,“ sagði Witsel einnig, sem er leikmaður hjá Dortmund. Segir smitið vera mjög óheppilegt Roberto Martinez KNATTSPYRNA Þjóðadeild UEFA: Laugardalsvöllur: Ísland – Belgía.......18:45 Í KVÖLD! Íslenska U21 árs landslið karla í fótbolta gerði góða ferð til Lúx- emborgar í gær og vann 2:0-sigur á landsliði þjóðarinnar í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Ung- verjalandi og Slóveníu á næsta ári. Ísak Óli Ólafsson skoraði fyrra mark Íslands á 30. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar bætti Sveinn Aron Guðjohnsen við marki og þar við sat. Er Ísland í fjórða sæti riðilsins með 15 stig eftir sjö leiki, einu stigi á eftir Írlandi og Ítalíu og með jafn- mörg stig og Svíþjóð sem er í þriðja sæti. Hafa Írland og Svíþjóð leikið einum leik meira en Ítalía og Ís- land. Léku Ítalía og Írland á Ítalíu í gær og hafði heimaliðið betur, 2:0. Þá léku Svíþjóð og Armenía í Sví- þjóð og unnu frændur okkar afar þægilegan 10:0-sigur. Efsta lið hvers riðils fer í loka- keppnina ásamt þeim fimm liðum sem ná bestum árangri í öðru sæti riðlanna. Ísland á þrjá leiki eftir í riðlinum; gegn Armeníu og Írlandi á útivelli og gegn Ítalíu á heima- velli. Áttu Ísland og Ítalía að mæt- ast í síðustu viku en leiknum var frestað vegna kórónuveirusmita í leikmannahópi ítalska liðsins. Alfons Sampsted lék allan leikinn með íslenska liðinu og er orðinn leikjahæsti Íslendingurinn í aldurs- flokknum með 28 leiki. Hólmar Örn Eyjólfsson átti áður metið. Andri Fannar Baldursson og Hákon Arn- ar Haraldsson léku sinn fyrsta leik í aldursflokknum en Andri lék með A-landsliðinu gegn Belgíu í Þjóða- deildinni í síðasta mánuði. Mikilvægur sigur í Lúxemborg Morgunblaðið/Eggert Mark Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði seinna mark Íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.