Morgunblaðið - 14.10.2020, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 14.10.2020, Qupperneq 23
ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2020 KRAFTLYFTINGAR Kristján Jónsson kris@mbl.is Júlían J.K. Jóhannsson er í fremstu röð í heiminum í kraftlyft- ingum. Heimsmethafi í rétt- stöðulyftu og margfaldur verð- launahafi frá heimsmeistaramótum. Á tímum kórónuveirunnar stendur Júlían frammi fyrir því, eins og sjálfsagt fleira íþróttafólk, að vita ekki hve- nær hann keppir næst erlendis. Júlían tjáði Morgunblaðinu að svo gæti farið að það verði ekki fyrr en í ágúst 2021. „Ég horfi svolítið til þess að EM verður í byrjun ágúst. Ágætt er að hafa fastan punkt sem hægt er að horfa til en það er ansi langt í hann. EM átti að vera í Danmörku á þessu ári en Danir hættu bara alveg við að halda mótið og verður það haldið í Tékklandi í staðinn. Tékkarnir eru mjög vanir svona mótshaldi og eru áhugasamir,“ sagði Júlían þegar Morgunblaðið kannaði stöðuna hjá honum. „Arnold-mótið í Ohio er yfirleitt í byrjun mars. Mér finnst líklegt að það verði haldið en maður veit ekkert hvernig ástandið verður. Ég hef fengið boð á það mót und- anfarin ár en fór ekki þetta árið þar sem sonur minn var vænt- anlegur í heiminn. Í ljós kom að hefði ég þegið boðið í mótið þá hefði ég misst af fæðingunni. Ég var því mjög ánægður með ákvörðunina. Þessi tvö mót eru á ratsjánni hjá mér varðandi mögu- leg mót erlendis. Ég sé fyrir mér að keppa á þeim innanlandsmótum sem verða haldin. Til stendur að halda bikarmót í nóvember hér heima en það eru blikur á lofti varðandi það eins og staðan er núna. Ég fór ekkert út að keppa á þessu ári. Það gerðist síðast árið 2010 en þá var ég sautján ára gamall. Áratugur er því síðan ég keppti eingöngu á Íslandi. Þetta ár er stórfurðulegt.“ Öðruvísi væntingastjórnun Júlían segist ekki sjá að hann hafi tapað styrk á árinu og segist hafa reynt að nýta þetta ár til að vinna í ýmsum þáttum sem vana- lega gefst illa tími til. „Það er ekki heppilegt að vera í þeirri stöðu að vita ekki hvenær maður keppir næst á stóru móti og hafa ekki fastan punkt í tilver- unni. Meðal annars þess vegna horfi ég á EM í ágúst. Ég held í vonina að maður keppi á Arnold- mótinu í mars og mögulega á boðsmóti erlendis í maí en reikna frekar með því að næsta stóra mót hjá mér verði í ágúst. Við getum orðað það þannig. Staðan er skárri en í vor að því leytinu til að í vor var ég í miðjum undirbúningi fyrir mót þegar faraldurinn skall á. Þá vissi maður ekki hversu langan tíma þetta tæki en núna veit mað- ur að biðin er löng. Vænt- ingastjórnunin er því öðruvísi. Maður heldur auðvitað áfram að æfa. Fyrir mánuði síðan tók ég 1.135,5 kg í samanlögðu sem var 12,5 kg frá mínu besta. Þá sá ég að ég er ekki aumari en ég var þótt árið hafi verið skrítið. Ég er því bjartsýnn á næsta mót hvenær sem það verður.“ Tíminn vel nýttur Enginn kraftlyftingamaður í heiminum stendur Júlían á sporði í réttstöðulyftu. Í hnébeygjunni er hann nokkuð öflugur miðað við þá bestu í heimi en segja má að bekkpressan hafi dregið hann nið- ur í samanlögðum árangri. Bæting í bekkpressunni gæti því mögu- lega lyft honum úr brons- verðlaunum í gullverðlaun á heimsmeistaramótum í framtíðinni ef allt gengur upp. Blaðamaður gerist svo djarfur að spyrja hvort Júlían hafi notað árið til að bæta sig í bekknum þótt svolítið ein- kennilegt sé að spyja í ljósi þess að Júlían tekur meira en helmingi meira í bekkpressu en sæmilega hraustir menn. „Alveg klárlega. Ég hef einmitt unnið í því og hnébeygjunni. Ég bætti mig í hnébeygjunni og bekk- pressunni um hálft kíló á móti í september. Þá reyndi ég við 350 kg í bekknum. Ég fór upp með þá þyngd en missti hana á lokasenti- metrunum. Hefði það gengið upp þá hefði það verið bæting um 20 kíló. Út frá því að dæma er sú vinna sem ég hef lagt í þessar greinar að skila sér vel. Hefði ég getað keppt á HM á þessu ári þá hefði ég skilað betri tölum í bekk- pressu en áður. Ég er viss um það. Ég hef einnig nýtt tímann til að gera fleira sem gæti hjálpað mér. Ég hitti íþróttasálfræðing og gerði ýmislegt annað sem ekki er alltaf tími fyrir. Um leið hef ég opnað á öðruvísi pælingar en áður. Ég er því ennþá bjartsýnn og jákvæður á framhaldið þótt hlutirnir séu eins og þeir eru.“ Þung skref í geymsluna Athygli vakti síðasta vetur þeg- ar Júlían kom sér upp æfingaað- stöðu í lítilli geymslu heima hjá sér svo hann gæti æft í samkomu- banninu og var til umfjöllunar í fjölmiðlum. Júlían segist þurfa á betri aðstöðu að halda í þetta skiptið ef hertar aðgerðir yfirvalda verða viðvarandi. „Ég fór niður í geymslu á mið- vikudag og tók æfingu. [Daginn eftir upplýsingafundinn þar sem hertar aðgerðir voru boðaðar]. Ég verð að viðurkenna að stemningin var aðeins öðruvísi en síðasta vet- ur. Skrefin niður stigann voru þyngri núna. Jafnvel þótt geymsl- an hafi reynst bjargvættur í mars. En ég skynja svipaða stemningu hjá fleirum. Ég bjó til dæmis til skoðanakönnun á Twitter til gam- ans og spurði hvort fólk væri jafn opið fyrir því að halda áfram æf- ingum í samkomubanni. Meira en helmingur var ekki í sama gír og í fyrstu bylgjunni.Við fengum líka sumarið til að æfa við ágætar að- stæður. Þá æfði maður með æf- ingafélögunum á ný og andinn var góður. Það spilar inn í að maður var kominn í góðan gír í þeim fé- lagsskap,“ sagði Júlían og segist hafa verið spurður hvort hann geti nýtt tímann í samkomubanni til að hvíla. „Ég hef verið spurður út í hvort skynsamlegt væri hjá mér að hvíla eða taka mér frí fyrst ástandið sé svona. Ég kann það bara ekki og þess vegna kom það eiginlega ekki til greina. Ég stefni á sama stað og áður og þetta hefur ekki dregið úr mér hvað það varðar. Drifkraft- urinn er sá sami og ég held bara áfram,“ sagði Júlían enn fremur. „Drifkrafturinn er sá sami“  Áratugur síðan Júlían keppti eingöngu hér heima eins og nú gerðist Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Heimsmethafi Júlían J.K. Jóhannsson á Íslandsmótinu í réttstöðulyftu í Fagralundi í júní. Ísland mun eiga fjóra fulltrúa þeg- ar heimsmeistaramótið í hálfu maraþoni fer fram á laugardaginn í Póllandi en keppendur verða 283 talsins frá 62 löndum. Hlaupið verð- ur eina alþjóðlega mótið á vegum World Athletics á þessu ári og á meðal keppenda verða fremstu hlauparar heims. Ísland sendir sitt allra sterkasta lið, samkvæmt til- kynningu Frjálsíþróttasambands- ins, en það eru þau Andrea Kol- beinsdóttir, Arnar Pétursson, Elín Edda Sigurðardóttir og Hlynur Andrésson. k ris@mbl.is Fjögur frá Íslandi hlaupa á HM Morgunblaðið/ Stella Andrea Pólland Andrea Kolbeinsdóttir og Elín Edda Sigurðardóttir. Leikmaður Aftureldingar í úrvals- deild karla í handknattleik, Olís- deildinni, greindist með kórónu- veiruna á dögunum en þetta staðfesti Gunnar Magnússon, þjálf- ari liðsins, í þættingum Seinni Bylgjunni á Stöð 2 Sport. „Ég er með einn leikmann í ein- angrun sem er með Covid og svo er ég með tvo í sóttkví,“ sagði Gunnar í þættinum. „Sem betur fer þegar leikmað- urinn smitaðist vorum við ekki að hittast og ekki að æfa þannig að það hafði engin áhrif á liðið.“ Einn smitaður hjá Aftureldingu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þjálfarinn Gunnar Magnússon stýr- ir nú liði Aftureldingar.  Argentína er með fullt hús stiga í Suður-Ameríkuriðli undankeppni HM í Katar veturinn 2022 eftir 2:1-útisigur á Bólivíu í gærkvöld. Marcelo Moreno kom Bólivíu óvænt yfir á 24. mínútu en Lautaro Martínez jafnaði í blálok fyrri hálfleiks og var staðan í leikhléi því 1:1. Þannig var hún allt fram á 79. mínútu þegar varamaðurinn Joaquín Correa skoraði sigurmarkið. Vann Argentína 1:0-sigur á Ekvador í fyrstu umferðinni og er fyrsta liðið til að fagna tveimur sigrum í undankeppn- inni til þessa. Fjögur efstu liðin í Suð- ur-Ameríku komast beint á HM 2022 eins og verið hefur undanfarin ár og fimmta liðið fer í umspil.  Grindvíkingurinn Ingvi Þór Guð- mundsson mun ekki leika með Dres- den Titans í austurhluta Þýskalands í vetur eins og til stóð. Netmiðillinn Karfan.is hefur þetta eftir Ingva en hann gaf ekki upp hvaða möguleikar væru í stöðunni hjá honum. Ingvi skoraði 14 stig að meðali í leik fyrir Grindavík í Dominos-deildinni í körfu- knattleik á síðasta tímabili. Eldri bróðir Ingva, Jón Axel, mun leika í Þýskalandi í vetur með Skyliners Frankfurt.  Alfons Sampsted, fyrirliði íslenska 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, sló leikjametið í þessum aldursflokki þegar Ísland sigraði Lúxemborg, 2:0, í undankeppni Evrópumótsins í Esch- sur-Alzette í Lúxemborg í gær. Alfons lék sinn 28. leik með 21-árs landsliði Íslands og sló þar með met Hólmars Arnar Eyjólfssonar en hann lék 27 landsleiki í þessum aldurs- flokki á árunum 2007 til 2012. Alf- ons, sem leikur með norska topp- liðinu Bodö/Glimt, er langleikjahæstur af núverandi leik- mönnum 21-árs landsliðsins. Hann hefur í yfirstandandi keppni farið fram úr þeim Bjarna Þór Viðarssyni sem lék 26 landsleiki frá 2005 til 2011 og Birki Bjarnasyni sem lék 25 landsleiki frá 2006 til 2011.  Haukur Helgi Pálsson, landsliðs- maður í körfuknattleik, er orðinn leik- fær á ný eftir að hafa meiðst á læri í lok september. Lék Haukur með liði sínu Andorra gegn Bologna í Evrópu- bikarnum í gær og skoraði sex stig en ítalska liðið sigraði 82:66. Talið var að Haukur yrði frá í fimm vikur vegna meiðslanna og er því mun fyrr á ferðinni en búist var við. Martin Hermannsson og samherjar töpuðu 66:71 fyrir stórliði Barcelona í Euro- league en Martin hafði hægt um sig í leiknum.  Knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo greindist með kórónuveiruna er hann fór í skimun hjá portúgalska landsliðinu og verður því í einangrun næstu daga. Ronaldo spilaði með portúgalska liðinu gegn því franska í Þjóðadeildinni síðasta sunnudag, en hann verður ekki með gegn Svíþjóð í sömu keppni í kvöld. Verður hann væntanlega ekki með Juventus gegn Cro- tone í ítölsku A- deildinni um helgina og þá gæti hann líka misst af leik liðs- ins við Dynamo Kíev í Meist- aradeildinni í næstu viku. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.