Morgunblaðið - 20.10.2020, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 0. O K T Ó B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 247. tölublað 108. árgangur
HIN ÝMSU
KVIKINDI
Á KREIKI LEGGJA ÁRAR Í BÁT
DEKK VALIN
Í SAMRÆMI
VIÐ ÞARFIR
GAMLA VEIÐIHÚSIÐ Á LAXAMÝRI 11 BÍLAR 16 SÍÐURSTUTTMYNDAKEPPNI 29
Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Ís-
landi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í
dag. Þetta kemur fram í tölum frá
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Á
þessu ári hafa sex farist. Kona lést í
bruna á bænum Augastöðum í Hálsa-
sveit í Borgarfirði síðastliðinn sunnu-
dag og helgina þar á undan fórst mað-
ur þegar eldur kom upp í bíl í
uppsveitum Árnessýslu. Einn lést eft-
ir eldsvoða á Akureyri í maí og þrír í
stórbruna við Bræðraborgarstíg í
Reykjavík síðari hluta júnímánaðar.
Þeir sem sinna eldvörnum segja að
eftirliti á einkaheimilum verði varla
komið við, enda séu heimili friðhelg
samkvæmt lögum. Málum þessum
verði því helst sinnt með fræðslu og
forvörnum.
Þó sé bót í máli að nú eigi að gæta
sérstaklega að gastækjum í farhýsum
við ástandsskoðun þeirra, en slíkur
búnaður þykir viðsjárverður eins og
dæmin sanna. »10
21 látist í eldsvoðum
á rúmum áratug
Sex látnir eftir bruna á þessu ári
Látnir í eldvoðum
síðasta áratug
Ár Látnir
2010 2
2011 0
2012 4
2013 1
2014 1
2015 0
2016 1
2017 2
2018 3
2019 1
2020* 6
*T
il
og
m
eð
1
9.
10
. 2
0
20
H
ei
m
ild
: H
ús
næ
ði
s-
o
g
m
an
nv
ir
kj
as
to
fn
un
Starfsmenn verkstæðisins Prófílstáls á Smiðshöfða þurfa ekki
að hafa miklar áhyggjur af kórónuveirusmiti í vinnunni enda
vel varðir jafnt fyrir loganum sem ósýnilega vágestinum.
Alexander Bridde, eigandi verkstæðisins, mundar hér rafsuðu-
tækið. Hann segir að veirufaraldurinn hafi óneitanlega haft
áhrif á viðskiptin en ekkert í líkingu við marga aðra geira.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vel varinn í vinnunni að vanda
Húsnæði Landspítalans er afar
þröngt og uppfyllir ekki nútímakröf-
ur um sýkingavarnir í sumum tilfell-
um. Anna María Þórðardóttir,
hjúkrunarfræðingur sem er í smit-
rakningarteymi spítalans, sagði að
þrengsli í starfsmannarýmum ykju
hættu á dreifingu smits milli starfs-
manna.
„Samkvæmt tilmælum sóttvarna-
læknis á fólk að halda tveggja metra
fjarlægð ef það er ekki með grímu.
Það er ekki framkvæmanlegt á kaffi-
stofum spítalans en þangað þarf fólk
að fara í neysluhléum á vinnutíma.
Við höfum haft miklar áhyggjur af
þessu. Hins vegar getum við ekki
fullyrt að smit hafi borist á milli
starfsmanna á kaffistofum en mögu-
leikinn er sannarlega fyrir hendi,“
sagði Anna María.
Hættan á að smitast af nýju kór-
ónuveirunni eykst eftir því sem fleiri
koma saman, að sögn Jóhanns
Björns Skúlasonar, yfirmanns smit-
rakningarteymis sóttvarnalæknis og
almannavarna. Ef margmenni er á
staðnum og einhver í hópnum er
smitandi aukast líkurnar á smiti ef
loftræsting er léleg og mikil nálægð
á milli fólks. »4
Þrengsli á kaffistofum
spítalans auka smithættu
Ekki hægt að virða tveggja metra regluna vegna þrengsla
Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson
Landspítali Kaffistofur sem starfsfólkið hefur not af eru margar þröngar.