Morgunblaðið - 20.10.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2020
borgu og Árna, föður hennar, í
stofunni í Stigahlíðinni og þau
sungu saman öll lögin sem þau
kunnu í söngbók stúdenta.
Leiðir okkar bekkjarsystra
lágu í mismunandi áttir eftir
menntaskólann. Sumar fóru ut-
an til náms, aðrar út á land eins
og gengur. Samskiptin urðu
minni en nokkur minningabrot
lifa:
Vilborg að syngja með Heimi
og Jónasi.
Vilborg að vinna í íslenska
sýningarskálanum á Heimssýn-
ingunni í Montreal 1967 þar sem
hún heillaði gesti þegar hún
sagði þeim frá eldgosum og
hverum og notkun heita vatnsins
á Íslandi.
Vilborg í sænsku og bók-
menntanámi í Háskóla Íslands
og sátt við lífið.
Vilborg í London þar sem hún
sótti söngtíma, geislandi glöð og
full eftirvæntingar.
Vilborg flutt upp á Skaga frá
Bandaríkjunum með fjölskyldu
sinni og tíðrætt um muninn á að
ala upp börn í þessum tveimur
löndum. Þau voru vart flutt inn
þegar drengirnir hennar höfðu
bankað upp á í næsta húsi og
voru komnir út í fótbolta.
Það er trú okkar að söngur
Vilborgar um Hótel Jörð muni
hljóma lengi enn í útvarpinu,
minna á hana, gera okkur stolt-
ar eins og forðum og gleðja eins
og hann hefur gert öll árin.
Með innilegum samúðarkveðj-
um til allra ástvina Vilborgar.
Fyrir hönd 6. bekkjar A í MR
1966,
Hrefna S. Einarsdóttir.
Tilvera okkar er undarlegt
ferðalag. Þessar upphafslínur á
ljóði Tómasar söngst þú svo
undur fallega, ásamt þeim Jón-
asi og Heimi, höfundi lagsins,
svo ekki verður betur gert og
verður hlustað á um ókomin ár
af þjóð okkar. Sumar myndir
minninga okkar eru sterkari en
aðrar. Ég óharðnaður ungling-
urinn, kannski 12 ára eða svo, á
erindi upp á Eiríksgötu af Þórs-
götunni þar sem ég átti lengst af
heima. Sól í heiði snemmdægurs
og mér svolítið eldri stúlka með
bækur í faðmi mætir mér við
Hnitbjörg með ögn sveiflu-
kenndu fasi og sláandi fegurð og
við horfumst í augu. Hún brosir,
ég veit ekki hver svipbrigði mín
voru. Ég vissi seinna að hún var
á leið ofan úr Stigahlíð niður í
MR. Síðar varð hún mágkona
mín og við áttum góðar stundir
saman í tónlistinni sem og lífinu
meðan heilsa hennar leyfði.
Glíma okkar við Hirðinn á hamr-
inum eftir Franz Schubert bless-
aðan er ógleymanleg. Megi sál-
nahirðir okkar allra umvefja
hana og hið eilífa ljós lýsa henni.
Ég kveð Vilborgu með aðdáun
og þakklæti.
Einar Jóhannesson.
Sjáið minningar
svífa í lofti
upp yfir leiðum
látinna vina.
Gróa þar blóm
á grænum stofni
höfuð sín hneigja
himins til.
(Margrét Pálmadóttir
frá Sauðafelli)
Elsku vinkona okkar er núna
laus við fjötra sem hún varð að
þola í mörg ár. Nú getur hún
sungið og dansað eins og hún
gerði svo vel. Í minningum okk-
ar sem við eigum um Vilborgu
okkar var hún fallegust, alltaf
brosandi og mikill gleðigjafi. Við
vinkonurnar þökkum allar ynd-
islegar stundir okkar saman al-
veg frá Meló þar sem vináttan
hófst.
Innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldunnar hennar. Megi Vil-
borg okkar vera að eilífu Guði
falin.
Bryndís Stefánsdóttir,
Hildur Stefánsdóttir,
Svandís Bjarnadóttir.
✝ Þorbjörg Sam-úelsdóttir
fæddist í Bæ í Tré-
kyllisvík 6. júní
1934. Hún lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 2. október
2020. Þorbjörg var
dóttir hjónanna
Samúels Sam-
úelssonar, f 4.12.
1907, d. 20.2. 1942,
og Önnu Jakobínu
Guðjónsdóttur, f. 6.10. 1913, d.
4.10. 2006, bæði frá Skjalda-
bjarnarvík. Þau eignuðust
fimm dætur og var Þorbjörg
elst. Seinni maður Önnu Jak-
obínu var Kristinn Hallur
Jónsson, f. 8.9. 1912, d. 9.8.
2000, og eignuðust þau níu
börn.
Eftir fráfall föður síns fór
Þorbjörg í fóstur til Sigríðar
Samúelsdóttur föðursystur
sinnar að Vonarlandi við Ísa-
fjarðardjúp og ólst þar upp.
Þorbjörg lauk gagnfræða-
prófi frá Reykjaskóla og flutt-
ist til Ísafjarðar. Þar kynntist
hún eftirlifandi eiginmanni
Már, Kári Mar og Aron. 5) Stíg-
ur Andri Herlufsen, f. 13.9.
1966. Börn: Íris Tinna, Stefán
Erik og Alexius Sólon.
Þorbjörg og Stígur fluttu í
Hafnarfjörð 1954 og bjuggu
fyrst á Hverfisgötu, svo á
Skúlaskeiði og byggðu sér síð-
ar hús á Hrauntungu. Seinustu
árin bjuggu þau á Álfaskeiði.
Þorbjörg vann margvísleg
störf, m.a. í fiskvinnslu bæði á
Ísafirði og í Hafnarfirði. Hún
endaði starfsævina á Hrafnistu
í Hafnarfirði, vann þar í 24 ár.
Þorbjörg var stofnfélagi,
stjórnarmaður og formaður Al-
þýðubandalagsins Hafnarfirði
og varabæjarfulltrúi sama
flokks í bæjarstjórn 1978-1982.
Einnig var hún stjórnarmaður
og varaformaður verkakvenna-
félagsins Framtíðarinnar um
árabil. Hún tók þátt í stofnun
Samfylkingarfélagsins í Hafn-
arfirði 1999. Hún var einarður
verkalýðssinni og jafn-
aðarmaður. Þá var hún virk í
starfi eldri borgara og söng í
Gaflarakórnum.
Útförin fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafn. í dag, 20.
október 2020, klukkan 13.
Streymt verður frá athöfninni:
https://youtu.be/nIFEZMkkfc0
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat
sínum Stíg Tyle
Herlufsen, f. 13.9.
1934. Foreldrar
Stígs voru Harrý
Ottó Ágúst Herluf-
sen, f. 18.8. 1913,
d. 15.9. 2006, rak-
ari og tónlistar-
kennari, og Auður
Helga (Herlufsen)
Stígsdóttir, f. 13.6.
1917, d. 7.12. 2012,
kaupmaður og
húsmóðir.
Börn Þorbjargar og Stígs
eru: 1) Harrý Samúel Herluf-
sen, f.17.8.54, maki Kolbrún
Þorleifsdóttir, f. 13.2.1961.
Börn: Rafn, Árni Samúel, Þor-
björg og Jenný Lind. 2) Jens
Sigursveinn Herlufsen, f. 15.1.
1956, maki Selma Ágústs-
dóttir, f. 22.12. 1959. Börn:
Fjóla Björk, Ágúst Bent, Anna
Kristín og Þorri. 3) Eiríkur
Herlufsen, f. 7.4. 1957. Barn:
Hanna Lilja. 4) Auðunn Helgi
Herlufsen, f. 30.10. 1962,
barnsmóðir Laufey Baldvins-
dóttir (þau skildu). Börn: Elsa
Kristín, Auður Ronja, Sindri
Þorbjörg Samúelsdóttir er
þekkt nafn í Hafnafirði.
Allir þekkja Tobbý.
Einn af máttarstólpum Hafn-
arfjarðar er fallinn frá og eftir
situr heill her af manneskjum
sem Þorbjörg hafði djúpstæð
áhrif á.
Ég þekkti hana alltaf og ein-
ungis sem ömmu Tobbý. Feg-
ursta sál sem ég hef þekkt. Þegar
ég hugsa um hana verður mér
hlýtt og ég finn matarlykt. Ég
man eftir ömmunni sem trúði öllu
sem börnin sögðu. Allir hlutir og
málefni urðu dularfull og spenn-
andi í hennar meðförum. Hraun-
tungan var sannkallað ævintýra-
land fyrir okkur krakkana og
sama má segja um Álfaskeiðið
fyrir krakkana okkar (lang-
ömmubörnin). En ég er bara einn
maður og amma mín var búin að
lifa á við þrjár mannsævir þegar
ég kom í heiminn. Hún bjó yfir
einhverjum lækningamætti með
sinni sterku nærveru sem og var
sálusorgari margra þegar hart
sló í bakkann. Því má gefa sér að
heilu kynslóðirnar syrgi í dag.
Sumir muna eftir ungu bar-
áttukonunni í bæjarpólitíkinni
sem barðist fyrir réttindum
kvenna á tíma sem hugtakið eitt
og sér þótti hlægilegt.
Aðrir muna eftir henni sem
mömmu Herlufsen-bræðranna
sem ollu miklum usla í bæjarlíf-
inu á árum áður.
Mitt fólk minnist hennar sem
drottningarinnar sem lyktaði svo
vel dansandi um í þjóðbúningnum
sem hún fór í við minnsta tilefni.
Ég man eftir jólastemningunni
í Hrauntungunni; djassinn hans
afa innan úr herbergi og amma
klædd eins frú sveinka sjálf.
Fyrir mér var hún einfaldlega
besta amma í heimi. Engri lík.
Eftir á að hyggja hefði ég
kannski átt að gefa því meiri
gaum. Hefði mátt láta hana vita
hversu mikilvæg hún var fyrir
mig og hvað ég elska(ði) hana
mikið. Það var bara ekkert í boði
að vera að velta sér upp úr ein-
hverju sem var henni svo eðlis-
legt, hún var var bara góð-
mennskan uppmáluð og hafði því
ekkert fyrir því að vera best í
heimi. Sjálfsagt mál.
Mamma mín sá um ömmu síð-
ustu árin. Allt umstangið sem
fylgir veikindum tók mamma á
sig og úr varð fallegt samband
deyjandi konu og dótturinnar
sem hún hafði alltaf óskað sér. Að
sama skapi var amma Tobbý
mamman sem mamma mín átti
aldrei.
Sannarlega ljóðrænt.
Þótt mín ástkæra amma
Tobbý sé fallin frá mun andi
hennar svífa yfir vötnum um
komandi kynslóðir. Margir munu
hugsa til hennar á erfiðum dögum
og segja börnum sínum sögur af
ömmu Tobbý, ofurkonunni úr
Firðinum, besta vini barnanna og
sannri fyrirmynd fullorðinna.
Ég sakna þín amma. Ég elska
þig amma.
Ágúst Bent Jensson.
Við þessi tímamót hvarflar
hugurinn til bernskuára minna á
Vonarlandi við Ísafjarðardjúp. Á
bænum þar sem alltaf var tekið á
móti þeim sem á þurftu að halda.
Jens og amma mín Sigríður tóku
að sér fjögur fósturbörn: Þor-
björgu (Tobbý), Kristin Jón
(Nonna), Höskuld (Hödda) og
mig, Sigrúnu. Fóstursystkini mín
Nonni og Tobbý voru nokkrum
árum eldri en ég og kallaði Tobbý
mig alltaf litlu systur.
Margar góðar minningar á ég
frá þessum tíma í uppeldinu með
þeim svo sem silungaveiði og
ferðir í fjöruna og berjamó,
smalamennsku fram til fjalla og
ýmis önnur sveitastörf. Alltaf
eitthvað skemmtilegt, fróðlegt og
nytsamlegt að kynnast og sjá.
Tobbý var einstök í mínum huga
enda var hún stóra systir mín
sem gætti vel að litlu systur. Ég
var hugfangin að hlusta á Tobbý
segja mér sögur frá Ströndum
þaðan sem hún kom eða önnur
málefni sem hún flutti vel og
kjarnyrt en hún var einstaklega
orðheppin og sagði svo skemmti-
lega frá.
Þegar fram liðu stundir tóku
Tobbý og Nonni til við að kenna
mér að reikna og lesa sem mér
leist illa á og sagði ég að það vildi
ég ekki því þá yrði ég bara eins og
Tobbý sem lægi alltaf í bókum.
Ég var handviss um að ég kæmist
upp með þetta, en svo reyndist
ekki og tóku þau til óspilltra mála
til að koma þessu í gang enda
Tobbý ávallt drífandi, iðin og
fylgin sér. Seinna þegar ég þurfti
á góðum ráðleggingum að halda
þá leitaði ég til Tobbýjar, sem
alltaf leysti vel úr öllum vanda.
Kæri Stígur, við fjölskyldan
vottum ykkur öllum innilega
samúð.
Sigrún
(litla systir).
Elsku góða og fallega Tobbý
frænka mín er búin að fá friðinn
eftir erfiða baráttu við illvígan
sjúkdóm. Hún var elsta systir
mömmu minnar og þær voru
mjög nánar, skrifuðust alltaf á og
mikil hátíð hjá mömmu þegar
jólabréfið kom frá Tobbý. Þegar
Tobbý kom norður í sveitina, oft á
leið að Dröngum, eða við hittum
hana fyrir sunnan eða á einhverju
ættarmótinu, þá var alltaf líf og
fjör, hvað þá þegar þær systur
Samúelsdætur komu allar saman.
Þá var mikið hlegið og mikið tal-
að, allar svo glaðar og kátar, sam-
heldnar með eindæmum.
Tobbý var afskaplega hlý,
glaðvær, full af elsku og blíðu, svo
einstaklega góð manneskja. Hún
var mikil fyrirmynd fullorðinna
og barna, allir elskuðu hana hvar
sem hún kom. Hún tók alltaf fast
utan um mann þegar við hitt-
umst, horfði á mann og sagði eitt-
hvað fallegt – „þú ert svo falleg
elskan mín“ (við mig og dóttur
mína), „en hvað þú ert góður og
fallegur strákur“ (við son minn).
Hún sá alltaf það góða í öllum og
var dugleg að gefa öðrum heil-
ræði af sínum djúpa viskubrunni.
Börnin mín voru heppin að fá að
kynnast henni – þótt þau hittu
hana ekki oft heilluðust þau al-
gjörlega af henni, dýrkuðu hana
og dáðu. Eftir að amma þeirra dó
varð aðdráttaraflið enn sterkara,
því þeim fannst Tobbý líkjast
ömmu sinni heitinni. Enda voru
þær líkar, og samband þeirra
sterkt og einstakt.
Tobbý átti erfitt með að sætta
sig við hversu snemma mamma
mín dó, og sagði mér oft frá
draumum um litlu systur sína.
Enda var hún greinilega ber-
dreymin og dreymdi oft framliðið
fólk. Þegar ég hitti hana síðast, á
spítalanum í sumar, sagði hún
mér frá draumi sem hana hafði
dreymt nýlega, þar sem Gústa
systir hennar kom á rauðum
skóm á gullvagni og benti henni
að koma („og Selma systir var
örugglega líka þarna þótt ég sæi
hana ekki“). En kona sem stýrði
vagninum sagði: „Nei, hún á ekki
að koma alveg strax.“ Enda liðu
nokkrir mánuðir áður en kom að
leiðarlokum hjá henni elsku
Tobbý okkar. Við munum öll
sakna hennar sárt, en núna er
hún hjá Gústu og Selmu systrum
sínum í gullvagninum, þar sem
allt er gott og engir sjúkdómar,
hvorki krabbamein né alzheimer.
Ég veit að þar er kátt á hjalla,
mikið talað og mörg hlátrasköllin.
Ég og fjölskylda mín, pabbi
minn, bræður mínir og fjölskyld-
ur þeirra sendum Stíg, sonunum,
tengdadætrunum og afkomend-
um öllum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Ingibjörg Ágústsdóttir.
Það var líklega árið 1953 sem
Tobbý kom inn í mína tilveru sem
mágkona þegar þau Stígur bróðir
minn felldu hugi saman vestur á
Ísafirði. Ári síðar fluttu þau til
Hafnarfjarðar þar sem þau hafa
búið síðan.
Þetta er orðinn langur tími og
ég hef fengið að fylgja þessari
konu gegnum áratugina. Allan
þann tíma bar aldrei skugga á
okkar samskipti og vinátta okkar
var einlæg og fölskvalaus.
Þannig hefur það æxlast að við
báðar fjölskyldurnar höfum búið í
Hafnarfirði allan okkar búskap
og höfum verið samferða í lífsins
leik í 60 ár. Þetta þykir langur
tími en eins og þeir vita sem
reynt hafa, þá er eiginlega ekkert
úr fortíðinni sem telst langur
tími, því eins og segir í þjóðsöng-
num; „fyrir þér er einn dagur
sem þúsund ár og þúsund ár dag-
ur, ei meir“, og svo er endirinn
„eitt eilífðar smáblóm með titr-
andi tár, sem tilbiður guð sinn og
deyr“.
Þorbjörg Samúelsdóttir var
alltaf kölluð Tobbý og það geri ég
líka. Í afmæli hennar 6. mars sl.
kom sterkt yfir mig sú tilfinning
að nú væri komið að endalokum
hennar tilveru. Síðan þá hef ég
verið að syrgja fráfall hennar, en
á þeirri stundu var lífshlaupið
ekki sjáanlega að verða búið.
Hún mágkona mín var sér-
stakur gleðigjafi og góðmennsk-
an holdi klædd. Hvað getur mað-
ur sagt þegar svona yndisleg
manneskja kveður okkur? Í raun
og veru getur maður ekkert tí-
undað því hennar æðstu eigin-
leikar, að vera góð manneskja,
var alfa og ómega hennar lífs, að
gefa af sér stöðugt gleði og góð-
vild.
Manngæska hennar og ein-
lægni var yfir og allt um kring.
Það verður geymt og varðveitt
alltaf þegar hún er annars vegar.
Hún trúði á að lífið væri meira en
efnisheimurinn og nú er hún hin-
um megin og við skulum vona að
hún upplifi eins og hún trúði, því
ef góðmennska hennar fær að
njóta sín þar eins og hún gerði á
meðan hún var hérna megin, þá
er vel fyrir séð.
Ég þakka þér, elskulega mág-
kona, fyrir allt sem þú varst okk-
ur og það máttu vita að þú skilur
stórt skarð eftir þig við flutning-
inn úr þessum heimi.
Sigurður Herlufsen
og Sigríður Rósa.
Tobbý mín, þú hjartahlýja,
hláturmilda náttúrubarn og
glæsilega heimskona.
Það er ekkert svo hugljúft sem hlátur
er hann hljómar fra einlægri sál.
Hann er gæfunnar leikandi geisli,
hann er gleðinnar fegursta mál.
(Guðmundur I. Kristjánsson)
Þakka þér kærar samveru-
stundir. Alúðarkveðjur til allra
þinna, frá
Margréti P. Guðmunds-
dóttur (Maddý).
Nú þegar ég kveð bestu mína
Þorbjörgu Samúelsdóttir
(Tobbý), verður mér hugsað um
það alþýðufólk konur og karla,
sem við venjulega köllum þjóðina,
þann ónafngreinda fjölda sem í
landinu hefur lifað og starfað um
aldir: í blíðu og stríðu og er í
rauninni uppistaðan í Íslandssög-
unni og hefur gefið jafnan öllu
sem þar glitrar á birtu, yl og gildi.
Elsku Tobbý mín, nú er þinni
þrautagöngu lokið. Komin í ljósið
og hlýjuna umvafin foreldrum og
systrum. Ég læt fylgja með fal-
lega vísu eftir þig sem ég fann í
Vonarlandinu okkar.
Ég man það svo glöggt og minnist
hve magnþrunginn dularkraftur
sveif yfir vötnum þar vestra
er voraði í dalnum aftur.
og nú þegar ég hugsa héðan
heim þar sem gerðist mín saga
á heiðríku kvöldi ég horfði
til hafsins og sólarlagsins.
Takk fyrir allt. Ég elska þig,
þín
Selma Ágústsdóttir.
Þorbjörg
Samúelsdóttir
Við þökkum innilega auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra
HELGA HALLGRÍMSSONAR,
fyrrv. vegamálastjóra.
Einnig viljum við þakka heilbrigðisstarfsfólki
vel unnin störf við þessar erfiðu aðstæður.
Margrét G. Schram
og fjölskylda
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar