Morgunblaðið - 20.10.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.10.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2020 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Í ritstjórnargreininni Óðinn íViðskiptablaðinu var í liðinni viku fjallað um útþenslu trygg- ingagjaldsins og hins opinbera í heild sinni. Rifjað var upp að launaskattur hefði verið lagður á árið 1965 og hann hefði verið 1%. Í tíð Ólafs Ragnars Grímssonar sem fjár- mála- ráð- herra hefði gjaldið orðið tryggingagjald og þá í raun farið í 3,8% en væri nú 6,35% eftir að hafa hæst farið í 8,65% í tíð vinstri stjórnarinnar á árunum 2010 og 2011.    Þrátt fyrir þessa lækkun álagn-ingarprósentunnar frá því sem hún var hæst bendir Óðinn á að tekjur ríkissjóðs af gjaldinu hafi haldið áfram að hækka. „Tekjur ríkissjóðs af trygginga- gjaldi voru tvöfalt hærri árið 2019 en árið 2000 á föstu verð- lagi, en íbúum landsins fjölgaði um 28% á tímabilinu. Augljóst er að þeir sem hafa farið með fjármál ríkisins und- anfarin ár hafa komið þarna auga á vannýttan skattstofn, eins og þeir kalla svo oft tekjur eða eignir almennings í landinu, og gengið freklega fram í skatt- heimtunni. Það er auðvitað gömul og ný saga. En einmitt við þær aðstæður sem eru í dag þá er þessi tegund skattheimtu stór- hættuleg velferð íbúa þessa lands, efnahagslífinu í heild og afkomu ríkissjóðs,“ segir í Við- skiptablaðinu.    Þar er einnig bent á að stjórn-málamenn hafi „algjörlega misst tökin á útgjöldunum“. Um aldamótin hafi hugmyndir um ríkisútgjöld verið „heilbrigðari og skynsamlegri“. Er ekki full ástæða til að snúa nokkur ár til baka og vinda ofan af mestu skatta- og útgjaldaþenslunni? Gjaldið lækkar en tekjurnar hækka STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Í nokkur ár hefur vefspjaldskrá með myndum af sporðum hnúfubaka verið aðgengileg á heimasíðu Hafrannsókna- stofnunar. Skráningin er liður í inn- lendu og alþjóðlegu vísindasamstarfi, en er einnig aðgengileg almenningi og til fræðslu. Hægt er að þekkja hnúfu- baka í sundur með því að greina lita- samsetningu, mynstur og önnur sér- kenni á sporði. Nú eru skráðir í gagnabankann 38 hnúfubakar sem hafa dvalið í lengri eða skemmri tíma við Ísland, en hafa einn- ig sést á öðrum slóðum við N-Atlants- hafið. 17 samsvaranir hafa fundist við austanvert Atlantshaf og sex við það vestanvert. Hinir 15 hafa einkum fund- ist við Írland og Noreg. Af þessum ein- staklingum eru 23 með samsvaranir við svæði við sunnanvert Norður- Atlantshaf þar sem vitað er að helstu æxlunarslóðir Atlantshafs-hnúfubaka eru. Alls eru myndir af um 1.500 hnúfu- bökum í fórum Hafrannsóknastofn- unar. Að sögn Valerie Chosson, líffræð- ings á Hafrannsóknastofnun, getur fólk sent stofnuninni myndir af sporðum hnúfubaka og eru þær þá keyrðar í gegnum gagnabanka til að leita upplýs- inga um viðkomandi hval. Þannig er fjöldi innsendra mynda frá einstakl- ingum og ferðamönnum í vefgátt Hafrannsóknastofnunar. Aðrar myndir hafa borist eftir ýmsum leiðum, m.a. úr vísindasamstarfi, frá sjómönnum og frá starfsfólki Hafró. aij@mbl.is Myndir af 38 víðförlum hnúfubökum  Gagnabanki aðgengilegur á heimasíðu Hafró  Myndir úr ýmsum áttum Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Hnúfubakur Hægt er að þekkja einstaklinga í sundur á sporðinum. Þing ASÍ sem fram fer á morgun verður óvenjulegt og á aðeins að standa yfir í nokkrar klukkustundir vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þingið, sem hefst kl. 10 í fyrramálið, verður rafrænt þar sem afgreiða á kjarnaatriði, samkvæmt lögum ASÍ, en þinginu verður svo frestað fram á vor þar sem fram á að fara málefna- vinna skv. upplýsingum ASÍ. Meðal tillagna sem fram eru komnar en ákveðið hefur verið að fresta til næsta vors er tillaga Ragn- ars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, um að árlegur skattur sem sambönd og félög greiða til ASÍ verði lækk- aður úr 7,85% af iðgjaldatekjum fé- laganna í 7%. Ragnar Þór sagði í samtali við Morgunblaðið um ástæður tillögunn- ar að mikilvægt væri að fá fram um- ræðu um skattinn og fjármuni hreyf- ingarinnar. „Hann var hækkaður að mig minnir síðast árið 2015 þegar stóð til að vera með þjóðhagsráð og Alþýðusambandinu var ætlað að hafa annan tilgang, sem varð síðan undanfari þeirra breytinga sem síð- ar urðu innan verkalýðshreyfingar- innar. Ég reikna með að þessari um- ræðu verði vísað til framhalds- þingsins í vor.“ Í drögum að ályktun um vinnu- markaðsmál frá miðstjórn sem af- greiða á á þinginu er þess m.a. kraf- ist að grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar og að ríkisfjármál- um verði beitt af fullum þunga til að milda höggið af kreppunni. Þingið hefst með ávörpum forseta ASÍ, félags- og húsnæðismálaráð- herra, fulltrúa ASÍ-UNG og Sharan Burrow, framkvæmdastjóri Alþjóða- samtaka verkalýðsfélaga ITUC, flyt- ur ávarp. Um hádegi fer svo fram kosning forseta, varaforseta og full- trúa í miðstjórn. Kjósa forystu á stuttu þingi  Skattatillögu vísað til vorþingsins Morgunblaðið/Ófeigur ASÍ Þing Í stað fjölmenns þings verður það rafrænt að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.