Morgunblaðið - 20.10.2020, Síða 2

Morgunblaðið - 20.10.2020, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2020 Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.isljósmyndastofa NJÓTUM MINNINGANN A Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Líflegt hefur verið á Austfjarðamið- um undanfarið þar sem tugir skipa af ýmsum stærðum og gerðum hafa verið að veiðum. Togarar, línuskip og línubátar hafa verið á þorskveið- um á þessum slóðum og sum þeirra landað aflanum á Austfjarðahöfnum. Íslensk uppsjávarskip hafa verið á kolmunna og norsk-íslenskri síld. Um helgina fékk Jón Kjartansson SU 800 tonn af síld í tveimur holum og var túrinn 23 tímar höfn í höfn á Eskifirði. Þá hafa Færeyingar verið á síldveiðum fyrir austan. Hjálmar Sigurjónsson, skipstjóri á togaranum Ljósafelli SU, sagði að nánast eingöngu væri þorsk að fá á miðunum, en þó smávegis af ýsu. „Þeir sem fyrstir hitta í blettina fá þokkalegan fisk, en þetta er fljótt að verða smærra og tregast þegar margir toga á slóðinni,“ sagði Hjálm- ar. „Þorskurinn er fullur af síld, það er að segja þeir sem eru nógu stórir til að geta étið síld.“ Tvö skip með reynslu Hjálmar segir að stundum hafi verið þröng á þingi á miðunum und- anfarið, en um leið sé tilbreyting í því að svo mörg skip séu á Austfjarða- miðum. Oft hafi Ljósafellið og Gull- ver NS frá Seyðisfirði verið einu tog- ararnir á þessum miðum og oft mæst á togslóðinni. Þar fara tvö skip með reynslu því Ljósafellið var smíðað 1973 og er einn Japanstogaranna og Gullver er smíðað 1983. Ljósafellið var að veiðum í Norð- fjarðardýpi í gær, en túrinn byrjaði í leit að karfa í Lónsdýpi á fimmtu- dagskvöld og síðan var siglt norður í Héraðsflóa. Löndun var ráðgerð á Fáskrúðsfirði í dag. Hjálmar segir að markaðir, vinnsla og kvóti ráði miklu um hvernig veiðum er hagað. Ekki sé farið að veiða þorsk fyrr en síðustu daga veiðiferðar. „Best er ef hann veiðist á landleiðinni svo hann komi spriklandi á færibandið í vinnslunni,“ segir Hjálmar. Líflegt á Austfjarðamiðum  Fjöldi skipa á miðunum  Vilja þorskinn spriklandi  Góð síldveiði Stór hluti fl otans eystra Grunnkort: marinetraffi c.com og atlas.lmi.is Seyðisfjörður Reyðarfjörður Meirihluti áhafnar frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar ÍS 270 er smitaður af kórónuveirunni. Sýni voru tekin úr bátsverjum er skipið kom til hafnar á Ísafirði í fyrra- kvöld til að taka olíu, en áhöfnin hafði þá verið um þrjár vikur á sjó og sýndu nokkrir úr henni flensu- einkenni. Við komuna til hafnar fóru heil- brigðisstarfsmenn um borð til sýna- töku en enginn úr áhöfninni fór í land. Að svo búnu lagði skipið úr höfn. Niðurstöður sýnatökunnar lágu fyrir í gærkvöldi og hefur skipinu verið snúið við til lands. Það er væntanlegt til Ísafjarðar í dag. Í tilkynningu frá Hraðfrystihús- inu-Gunnvöru, sem gerir út skipið, segir að svo virðist sem enginn um borð sé alvarlega veikur. Næstu skref verði ákveðin í samráði við umdæmislækni sóttvarna á Vest- fjörðum. Meirihluti áhafnar smitaður Útkall barst Björgunarfélagi Ísa- fjarðar um klukkan hálfellefu í gær vegna vélarvana skips innar- lega í Ísafjarðardjúpi. Hélt björg- unarskipið Gísli Jóns af stað um tíu mínútum seinna. Það var áhöfnin á skipinu Hall- dóri Sigurðssyni ÍS-014 sem bað um aðstoð, en það hafði verið við rækjuveiðar þegar það tók að reka í átt að landi rétt norður af Laufskálaeyri, austur af Vatns- firði. Áhöfnin kastaði út akkerum til að draga úr reki, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafull- trúa Landsbjargar. Ágætis veður var á svæðinu og var Gísli Jóns mættur á staðinn um hádegi og dró skipið til hafnar á Ísafirði, en þangað var komið síðdegis. Tog- og hrefnuveiðibáturinn Halldór Sigurðsson er í eigu Tjaldtanga ehf. og er Flateyri skráð heimahöfn. Skipið tók mik- inn þátt í hrefnuveiðum á sínum tíma, en slíkar veiðar voru hvorki stundaðar síðastliðið sumar né sumarið í fyrra. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Skipi í Djúpinu bjargað Ljúft haustveður hefur verið víða á Norðurlandi síðustu daga, hægviðri og hiti yfir daginn gjarnan 5-10 gráður. Fólk hefur því nýtt dagana til útiveru í hinu fallega umhverfi haustlitanna sem nú eru áberandi til dæmis í Innbænum á Akureyri. Þar eru trén í brekkunum ofan við gömlu húsin sum komin með rauðan lit, brúnan eða gulan ef barr þeirra er þá ekki fallið. Áfram verður stillt veður víðast hvar í vikunni, en á miðvikudaginn gæti kólnað um landið norðan- og austanvert. Undir helgina snýst í suðaustlægar áttir með rigningu og hlýnandi veðri víðast hvar um land- ið. Fólki ættu því áfram að bjóðast tækifæri til útivistar áður en grimm- ur veturinn lætur fyrir sér finna. All- ir vegir eru enn greiðfærir, en á vef Vegagerðarinnar var í gær varað við hæstu fjallvegum; Þröskuldum fyrir vestan, Öxnadalsheiði, Háreks- staðaleið og Fjarðarheiði milli Hér- aðs og Seyðisfjarðar. sbs@mbl.is Hægviðri helst í vikunni  Sunnanátt og rigning um helgina Morgunblaðið/Sigurður Bogi Akureyri Litasinfónía í Innbænum, þar sem brekkan er skógi vaxin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.