Morgunblaðið - 20.10.2020, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2020
Vetrarsól er umboðsaðili
Sláttuvélar
& sláttuorf
Snjóblásarar
Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is
Gulltryggð gæði
40 ár
á Íslandi
Sláttutraktorar
Starfsmenn Loftorku hafa í sumar unnið að breikkun Vest-
urlandsvegar í Mosfellsbæ og nú hillir undir verklok.
tvær akreinar í hvora átt og akstursstefnur aðskildar með
vegriði. Umferðarflæði mun batna og öryggi eykst.
Á þessum 1.100 metra kafla við Lágafell var 2x1-vegur og
mynduðust oft bílaraðir á álagstímum. Framvegis verða
Hillir undir verklok á Vesturlandsvegi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Útgerðir og skipstjórar tveggja grá-
sleppubáta hafa verið sýknuð af
ákæru í tveimur aðskildum málum
um brottkast á samtals ellefu fiskum.
Það er niðurstaða Héraðsdóms Norð-
urlands vestra að ekki hafi verið sýnt
fram á að umrætt brottkast hafi verið
á tegundum, sem varðar refsingu að
henda fyrir borð.
Ógerningur sé að greina á mynd-
bandi af hvaða tegund fiskurinn var
sem varpað var í sjóinn. Ákærðu voru
því sýknaðir af kröfum ákæruvalds-
ins og málsvarnarlaun verjanda
ákærðu skal greiða úr ríkissjóði.
Fiskistofa svipti annan bátinn veiði-
leyfi í viku vegna málsins og veitti
hinum áminningu.
Í öðru tilvikinu var kært vegna
brottkasts á átta fiskum af ótilgreind-
um tegundum nytjafiska, en þremur í
hinu málinu. Í málunum var byggt á
gögnum frá Landhelgisgæslunni,
sem sendi lögreglustjóranum á Norð-
urlandi vestra kærurnar. Þar kemur
fram að 15. apríl 2019 hafi flugvél
Landhelgisgæslunnar komið að grá-
sleppubátunum þar sem þeir voru að
veiðum. Fylgst hafi verið með þeim í
gegnum eftirlitsmyndavél og komið
hafi í ljós að fiski var kastað í sjóinn. Í
kærunum er rakið að ætluð brot
ákærðu varði við tiltekin ákvæði laga
um umgengni við nytjastofna sjávar.
Með kærunum fylgdu myndbands-
upptökur sem kærurnar eru reistar
á.
Skipverjar höfnuðu því alfarið að
hafa hent þorski eða öðrum meðafla
sem skylt er að landa enda hafi þeir
ekki haft nokkra ástæðu til þess enda
haft hag af því að landa slíkum afla.
Fiskur í flest skiptanna
Í niðurstöðum dómsins segir að
fallast verði á það með ákæruvaldinu
að í flest skiptanna hafi verið um fisk
að ræða. „Hins vegar er það mat
dómsins, eftir ítrekaða skoðun á
myndbandinu, að ómögulegt er að
fullyrða nokkuð um það hverrar teg-
undar fiskarnir eru þó einhverjir
þeirra séu að öllum líkindum bolfisk-
ar. Stendur þá eftir hvort sannað sé
að þetta hafi verið nytjafiskar sem
skylt var að koma með í land,“ segir í
dómnum í átta fiska málinu.
Niðurstaðan er hliðstæð í þriggja
fiska málinu, en þar snerist dæmið
einkum um brottkast á einum þorski.
Í báðum tilvikum sé ógerningur að
greina á myndbandinu hverrar teg-
undar fiskurinn var sem varpað var í
sjóinn.
Sýknað vegna brottkasts á 11 fiskum
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Eftirlit Í frétt á heimasíðu Landhelgisgæslunnar var greint frá því 26. apríl í fyrra að áhöfnin á TF-SIF, flugvél
Landhelgisgæslunnar, hefði staðið skipverja þriggja fiskibáta að meintu ólöglegu brottkasti.
Ekki sannað að brottkast hafi verið á nytjategundum Hagur skipverja að landa slíkum afla
Ríkiskaup birtu um helgina auglýsingu í Morgunblaðinu
fyrir hönd Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Þar
kemur fram að ÁTVR vilji taka á leigu 450-550 fermetra
húsnæði fyrir vínbúð í Reykjavík.
Húsnæðið skal vera á svæði sem afmarkast í grófum
dráttum af Kringlumýrarbraut, Skipholti, Barónsstíg og
Sæbraut. Á þessu svæði er nú þegar að finna vínbúð, sem
staðsett er í Borgartúni 26. Sú verslun var opnuð í maí
árið 2008. Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri
ÁTVR segir að núverandi leigusamningur fyrir vínbúð-
ina í Borgartúni sé að renna út. „Við erum að leita að hús-
næði fyrir vínbúð á svæðinu en erum ekki að bæta við
búð,“ segir Sigrún. Ekki liggi fyrir á þessari stundu hvort
leigusamningurinn verði mögulega endurnýjaður.
Fram kemur í auglýsingunni að húsnæðið muni
skiptast í tvo þriðju hluta verslunarsvæði og einn þriðja
hluta fyrir lager og starfsmannaaðstöðu. Það verður að
vera á skilgreindu verslunarsvæði og liggja vel við sam-
göngum. Þá skal aðkoma fyrir viðskiptavini vera góð og
næg bílastæði, eða allt að 30. Leigutíminn verður 8-10 ár.
Leigutilboðum skal skilað í síðasta lagi 2. nóvember nk.
ÁTVR rekur nú 14 vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu og
37 vínbúðir á landsbyggðinni, samkvæmt yfirliti á heima-
síðu fyrirtækisins. sisi@mbl.is
Flytur vínbúðin?
Leigusamningur ÁTVR í Borgartúni er að renna út
Ljósmynd/Vínbúðin
Vínbúðin Verslun ÁTVR hefur verið í Borgartúni 26.