Morgunblaðið - 20.10.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2020
PON Pétur O. Nikulásson ehf. | Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
PON er umboðsaðili
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra segir að Feneyjanefndin,
ráðgjafarnefnd Evrópuráðsins um
breytingar á stjórnarskrám, hafi
gert mjög alvarlegar athugasemd-
ir við drög að nýrri stjórnarskrá
sem byggðust á tillögum stjórn-
lagaráðs árið 2012. Þau fælu í sér
töluverða óvissu, vandi yrði að
túlka textann og óvíst hver áhrif
þeirra yrðu á löggjöf.
Þetta sagði Katrín í óundir-
búnum fyrirspurnatíma á Alþingi í
gær, en hún svaraði þar fyrirspurn
Helga Hrafns Gunnarssonar, þing-
manns Pírata, sem bað forsætis-
ráðherra að gefa almenningi sann-
færandi skýringar á því að gengið
væri fram hjá tillögum ráðsins sem
samþykktar voru í ráðgefandi
þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012.
Vísaði hann einmitt til Feneyja-
nefndarinnar sem sagði í umsögn
sinni um þær tillögur ríkisstjórn-
arinnar að stjórnarskrárbreyt-
ingum að gefa þyrfti almenningi
fyrrnefndar skýringar.
Afhenda undirskriftir í dag
Á miðnætti í nótt lauk undir-
skriftasöfnun þasr sem þess er
krafist að Alþingi virði niður-
stöður kosninganna og lögfesti
nýja stjórnarskrá. Söfnunin stóð
yfir í fjóra mánuði, en alls söfn-
uðust ríflega 42 þúsund undir-
skriftir.
Klukkan eitt í dag munu að-
standendur söfnunarinnar afhenda
formönnum stjórnmálaflokka á
þingi undirskriftirnar fyrir utan
Alþingishúsið.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Stjórnarskrá Katrín Jakobsdóttir vísaði til orða Feneyjanefndarinnar.
Tekist á um nýja
stjórnarskrá
42 þúsund undirskriftir afhentar
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Alls hafa sex látist í eldsvoðum á
landinu það sem af er þessu ári og á
sl. tíu árum hafa þeir aldrei verið
fleiri en nú. Síðasta tilvikið var nú á
sunnudag, þegar kona á bænum
Augastöðum í Hálsasveit í Borgar-
firði lést þegar
íbúðarhúsið þar
brann. Helgina
þar á undan lést
ungur maður
þegar eldur kom
upp í húsbíl við
bæinn Torfastaði
í Grafningi í Ár-
nessýslu. Hin til-
vikin á árinu eru
þegar eldur kom
upp í timburhúsi í innbænum á
Akureyri í maí. Þar lést einn og
þrennt fórst í stórbruna í húsi við
Bræðraborgarstíg í Reykjavík í
júní.
Alls 21 látist frá árinu 2010
Í fyrra lést einn í bruna og þrír
árið 2018; þar af tveir þegar kveikt
var í húsi á Selfossi. Alls hefur 21
látist í eldsvoðum á Íslandi frá byrj-
un árs 2010 til dagsins í dag.
Slökkviliðin í landinu hafa með
höndum eldvarnaeftirlit, sem nær
þó aðeins til opinberra bygginga og
fyrirtækja. Í íbúðabyggingum og á
einkaheimilum felast brunavarnirn-
ar einkum í því að fulltrúi slökkviliðs
fylgir byggingarfulltrúa sveitar-
félags gjarnan eftir við lokaúttekt á
nýbyggingum áður en þær eru tekn-
ar í notkun. Frekari heimildir til eft-
irlits eru ekki fyrir hendi, sbr. sjón-
armið um friðhelgi einkalífs og
heimilis. „Við höfum auðvitað vak-
andi auga með því að verja líf fólks
komi til eldsvoða. Það er alltaf efst á
blaði í fyrirbyggjandi starfi okkar,“
segir Þorgeir Margeirsson hjá eld-
varnasviði Húsnæðis- og mann-
virkjastofnunar í samtali við Morg-
unblaðið.
Áhyggjur af gasi í farhýsum
„Hve langt skal ganga í eldvarna-
eftirliti er mjög vandmeðfarið. Auð-
vitað viljum við fyrirbyggja slys en
ekki má heldur ganga of langt með
skerðingu á persónufrelsi. Forvarn-
ir hljóta því fyrst og fremst að felast
í fyrirbyggjandi starfi og að ýmsum
slíkum verkefnum er unnið,“ segir
Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri
Brunavarna Ánessýslu og formaður
Félags slökkviliðsstjóra á Íslandi.
Pétur segir menn hafa haft sér-
stakar áhyggjur af farhýsum, svo
sem húsbílum og ferðavögnum.
Komi upp eldur í þeim hafi fólk í
raun aðeins örfáar sekúndur til að
bjarga sér út, sé slíkt gerlegt á ann-
að borð. Hætta vegna gasleka og að
eldur kvikni af þeim sökum sé stór
áhættuþáttur. Því sé nú fyrirhugað
að í framtíðinni verði allur búnaður
tengdur gasi í farhýsum tekinn til
skoðunar þegar komið er með vagn-
ana til árlegar ástandsskoðunar.
Slík skoðun á gastækjum sé jafnan
gerð í löndunum í kringum okkur.
Efst á blaði að verja líf
Margir hafa látist í eldsvoðum á síðustu árum Eldvarna-
eftirlit ekki á einkaheimilum Gas í farhýsum verði skoðað
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bruni Einn lést í eldsvoða í gömlu timburhúsi á Akureyri í maí á þessu ári.
Pétur Pétursson