Morgunblaðið - 20.10.2020, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.10.2020, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2020 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið ● Væntingavísitala Gallup lækkaði um 13 stig í október frá septembermánuði og stóð í 47,2 stigum. Bendir greining Íslandsbanka á að hún hafi aðeins tví- vegis mælst lægri á þessu ári, þ.e. 44,4 stig í apríl og 43,8 stig í ágúst. Eru það lægstu gildi hennar í heilan áratug. Þar er einnig farið ofan í saumana á undirliðum vísitölunnar og lækkuðu þeir allir milli mánaða. Þeir eru fimm talsins og taka til væntinga til efna- hagsþátta eftir hálft ár, mats á núver- andi aðstæðum í atvinnumálum, væntingum til ástands atvinnumála eft- ir sex mánuði og væntingum um heild- artekjur heimilisins eftir sex mánuði. Bendir Íslandsbanki á að kórónu- veiran og afleiðingarnar af útbreiðslu hennar stýri „stemningunni“ í þjóð- félaginu og sýni að samhengi sé á milli þróunar vísitölunnar og fjölda nýgengis smita í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Væntingar fólks hafa minnkað milli mánaða 20. október 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 139.02 Sterlingspund 179.5 Kanadadalur 105.31 Dönsk króna 21.929 Norsk króna 14.895 Sænsk króna 15.758 Svissn. franki 152.23 Japanskt jen 1.3207 SDR 196.36 Evra 163.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 193.7917 Hrávöruverð Gull 1908.2 ($/únsa) Ál 1865.5 ($/tonn) LME Hráolía 43.1 ($/fatið) Brent ● Hlutabréf Eim- skipafélagsins hækkuðu um 5,14% í viðskiptum í Kauphöll Íslands í gær. Velta með bréf félagsins nam 163 milljónum króna. Þá hækk- uðu bréf Sýnar um 4,07% í 85 milljóna króna við- skiptum. Mest voru viðskipti með bréf Marels eða 363 milljónir og hækkuðu þau um 1,1% í þeim. Þá nam velta með bréf Símans 286 milljónum og hækk- uðu þau um 0,85% í þeim. Bréf Icelandair Group lækkuðu um 1,04% í afar takmörkuðum viðskiptum upp á 13 milljónir króna. Er gengi bréfa þess nú 0,95 eða 5% undir útboðs- gengi í hlutafjárútboði félagsins í sept- embermánuði. Eimskipafélagið hækkaði um 5,14% STUTT Hið gamalgróna veitingahús við Hverfisgötu, Austur-Indíafélagið, skilaði ríflega 1.300 þúsund króna tapi á síðastliðnu ári og snerist reksturinn úr hagnaði í tap frá fyrra ári. Árið 2018 nam hagnaður fyrirtækisins sjö milljónum króna. Rekstrartekjur drógust talsvert saman milli ára, fóru úr 173 millj- ónum í 155 milljónir. Á sama tíma dróst kostnaðarverð seldra vara saman um tæpar 3,5 milljónir en laun og launatengdur kostnaður jókst um tæpar þrjár milljónir. Annar rekstrarkostnaður og af- skriftir fastafjármuna drógust saman um tæpar 7,6 milljónir milli ára.Eigið fé Austur-Indíafélagsins nam 58,1 milljón um síðustu ára- mót og hafði lækkað um 40 millj- ónir milli ára. Á sama tíma lækk- uðu skuldir félagsins um 34 milljónir. Skýrist það af því að fasteignir félagsins voru fluttar yf- ir í annað félag í upphafi ársins 2019. Eiginfjárhlutfall félagsins var um síðustu áramót 72%. Var ákveðið að greiða 10 milljóna króna arð til eiganda félagsins vegna rekstrarársins 2019. Á fjórðung í Hraðlestinni Verðmætustu eignir Austur-Ind- íafélagsins eru 25% eignarhlutur í Austurlandahraðlestinni og 11% hlutur í Fákar investments, sem er fyrrnefnt félag sem fasteignir fé- lagsins voru fluttar í. Eini eigandi Austur-Indíafélags- ins er Chandrika Gunnur Gunn- arsson. ses@mbl.is Minna af indversku  Austur-Indíafélagið velti 155 milljónum króna í fyrra  Eiginfjárstaða félagsins sterk  Óverulegt tap af rekstri Morgunblaðið/Árni Sæberg Rótgróið fyrirtæki Chandrika Gunnarsson á Austur-Indíafélagið. BAKSVIÐ Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Í ViðskiptaMogga sl. miðvikudag var- aði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orku- veitu Reykjavíkur, við offjárfestingu, m.a. í dreifikerfi raforku. Í kjölfarið ræddi blaðamaður við Guðmund Inga Ásmundsson forstjóra Landsnets um áform fyrirtækisins um framtíðar- uppbyggingu á flutningsneti raf- magns á landinu. Guðmundur segir það sérstakt að tala um offjárfest- ingu þegar kemur að því að uppfylla lögbundnar skyld- ur. Hann segir að eftir síðasta hrun hafi verið dregið mjög úr fjárfest- ingu tímabundið, sem hafi ekki gef- ið góða raun því „þörfin á fjárfesting- um er orðin mikil og erfitt að bíða lengur“. Hafa verði í huga að við upp- byggingu á svo mikilvægum innviðum verði að horfa til langs tíma og stilla framkvæmdaáætlun þannig upp að hægt sé að bæta ástandið jafnt og þétt. Áform Landsnets séu að bæta ástandið verulega á næstu tíu til fimmtán árum. Guðmundur bendir á að kerfið sé komið til ára sinna og þurfi endurnýjun, en einnig sé flutn- ingsgetan og öryggið víða undir við- miðunarmörkum bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Mikilvæg uppbygging Spurður nánar í uppbyggingar- þörfina segir Guðmundur að kröfur til raforkuöryggis séu að aukast mjög mikið, og muni enn aukast við orku- skiptin. Samgöngur á landi kalli ekki einungis á aukna raforkuþörf heldur aukast kröfur til muna um öryggi af- hendingar. Einnig sé mikilvægt að bæta úr flutningsgetu á milli lands- hluta, sem sé víða þannig að einungis sé hægt að flytja um 5% á milli þeirra. Markmiðið er að ná 15% flutnings- getu milli landshluta, sem sé sam- bærilegt og gerist milli landa í Evr- ópu, en þar séu mörkin innanlands miklu hærri. Þessi aukna flutnings- geta tengist því að þjóðin geti tekist á við meiriháttar áföll í raforkukerfinu og hafi hóflegt svigrúm til að bregðast við aukinni orkunotkun. Verði þessari uppbyggingu ekki sinnt segir Guðmundur að „þá erum við ekki að tryggja okkar lögbundnu skyldur hvað snertir magn og gæði. Hér þarf líka að skoða skuldbindingar okkar er varða græna framtíð og loftslagsmál. Svar okkar sem þjóðar við því er aukin notkun á endurnýjan- legu rafmagni sem orkugjafa með beinum hætti eða með framleiðslu á umhverfisvænu eldsneyti“. Hættan á tekjumissi Við á Íslandi erum með eitt flutn- ingskerfi, sem er bæði fyrir almenn- ing og stórnotendur, og þannig þarf að horfa á kerfið segir Guðmundur. Falli stórnotendur út segir hann að „þá er líklegasta sviðsmyndin sú að margir minni notendur taki við orkunni og ekki er líklegt að orkuver- in verði verkefnalaus til langframa. Þá kemur til kasta flutningskerfisins að flytja orkuna til nýrra notenda“. Guðmundur bendir á að eins og stað- an er í dag geti sú uppbygging verið á tiltölulega fáum stöðum á landinu vegna þeirra takmarkana sem nú eru á flutningskerfinu. Spurður frekar út í hættuna á tekjumissi segir Guðmundur vissu- lega geta orðið tekjutap á meðan markaðurinn komist aftur í jafnvægi, en horfa verði til þess að „stórnotend- ur eru bundnir af langtímasamning- um sem hafa skaðaminnkandi ákvæði“ og leggur áherslu á að slíkir myndu ekki hverfa yfir nótt. Jafn- framt verði að hafa í huga að í kerf- isáætlun Landsnets eru fyrirvarar um miklar forsendubreytingar, sem myndu leiða til endurskoðunar á fjár- festingaáætlun fyrirtækisins ef til þess kæmi. Hagræðing sem aðhald Um gjaldskrána segir Guðmundur að markmiðið sé að halda henni stöð- ugri og til þess hafi m.a. verið ráðist í „gríðarlegar hagræðingar á undan- förnum árum“. Til marks um þann ár- angur sem náðst hafi segir hann að kostnaður við byggingu raflína sé 20% lægri en fyrir nokkrum árum; kostnaður við jarðstrengi hafi lækkað enn meira og spennustöðvar séu á sömu vegferð. Hann segir að lægri kostnaður komi ekki niður á gæðum mannvirkja sem séu sterkbyggðari en áður. Guðmundur segist í þessu sam- hengi ekki gera lítið úr þeirri hættu að stórnotandi falli frá kaupum, en bendir á að ekki þurfi að bregðast við skammtímasveiflum með aðferðum sem hafa áhrif til lengri tíma. Þannig segir hann betri kost að fresta gjald- skrárhækkunum tímabundið og nota svigrúm til að færa kostnað á milli ára til að jafna gjaldskrá og halda stöð- ugleika. Að auki bendir hann á að nauðsyn- legt sé að draga ekki of sterkar álykt- anir út frá núverandi ástandi. Að fresta fjárfestingum núna muni ekki leysa skammtímasveifluna vegna nú- verandi efnahagsaðstæðna „einfald- lega vegna þess að framkvæmdir sem hafa áhrif á gjaldskrá til næstu ára eru þegar í framkvæmd“. Það að fresta fjárfestingum núna muni ein- göngu auka líkur þess að verðsveiflur komi síðar fram. Forsendur raforkuspár „Á síðustu áratugum hefur orkuspá reynst okkur vel og í grunninn verið sannspá,“ segir Guðmundur aðspurð- ur um tiltrú sína á núverandi rafor- kuspá. Þar birtast ólíkar sviðsmyndir sem Landsnet taki til skoðunar en bæti að auki við sínum eigin sem m.a. taki tillit til minni raforkuþarfar ef stórir notendur hverfi á braut. Þrátt fyrir að erfitt sé að spá í núverandi ástandi segist hann „ekki hafa neina forsendu til að efast um að sviðs- myndir orkuspárnefndar verði ekki sannspáar í framtíðinni“. Hann leggur að lokum áherslu á að öll uppbygging taki mjög langan tíma, mannvirkjum sé ætlað að standa í a.m.k. 50 ár. Því þurfi framtíðarsýn að ráða för. Ekki offjárfesting Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kerfi Forstjóri Landsnets segir fyrirhugaða uppbyggingu á flutningskerfi nauðsynlega til langrar framtíðar litið.  Forstjóri Landsnets hafnar því að fyrirhugaðar framkvæmdir við uppbyggingu á flutningskerfi raforku feli í sér óþarfa áhættu  Segir orkuspá hafa reynst vel Langtímasýn » Endurbæta þarf flutnings- kerfi rafmagns og bæta dreifi- getu á milli landshluta. » Telur ekki hættu á því að stórnotendur geti horfið frá með skömmum fyrirvara. » Segir raforkuspá hafa reynst vel og vefengir ekki spá- gildi hennar. » Varar við of miklum við- brögðum vegna núverandi ástands. Guðmundur Ingi Ásmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.