Morgunblaðið - 20.10.2020, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2020
Við erum sérfræðingar
í malbikun
Frank Jensen boðaði í gærmorgun
blaðamenn til fundar við sig á Ís-
landsbryggju í Kaupmannahöfn og
tilkynnti að hann segði af sér sem
yfirborgarstjóri Kaupmannahafnar
og varaformaður Jafnaðarmanna-
flokksins. Jensen hefur átt í vök að
verjast dögum saman vegna ásak-
ana um kynferðislega áreitni.
„Þetta mál myndi varpa skugga á
allt það sem ég vil gera í stjórn-
málum. Þess vegna hef ég ákveðið
að segja af mér,“ sagði Jensen á
blaðamannafundinum. „Ég er
hreykinn af þeim árangri sem náðst
hefur í Kaupmannahöfn á undan-
förnum árum og vil ekki standa í
vegi fyrir frekari framförum borg-
arinnar.“ Hann bætti við að hann
vildi biðja þær konur afsökunar sem
hann hefði misgert við.
Aðeins deginum áður hafði hann
játað á sig ósæmilega hegðan, en að
hann hygðist samt sem áður halda
áfram sem borgarstjóri. „Ég vil
vera hluti af lausninni, ekki aðeins
hluti vandans,“ sagði hann þá.
Jensen kvaðst jafnframt láta af
embætti sem varaformaður Jafn-
aðarmannaflokksins, sem er við völd
í Danmörku. Formaður Jafnaðar-
mannaflokksins er Mette Frederik-
sen forsætisráðherra.
Fjölþreifinn í jólaboðum
Afsögn Jensens má rekja til ásak-
ana tveggja kvenna, sem sögðu í
grein í dagblaðinu Jyllands-Posten
á föstudag að hann hefði hagað sér
ósiðlega gagnvart þeim við opinber
tækifæri árin 2012 og 2017. Önnur
þeirra var þá starfsmaður Jafn-
aðarmannaflokksins. Hann hafði
gengist við því að hafa komið
ósæmilega fram við þær, kvaðst iðr-
ast hegðunar sinnar, en vildi freista
þess að endurvinna sér traust og
láta fólk dæma sig af verkum sínum.
Á sunnudag hafði Jyllands-
Posten það hins vegar eftir Cecilie
Sværke Priess, formanni ungliða-
hreyfingar Jafnaðarmannaflokksins
í Kaupmannahöfn, að átta konur
aðrar hefðu einnig sakað Jensen um
kynferðislega áreitni, sjö þeirra af
eigin reynslu, en sú áttunda hefði
orðið vitni að mörgum slíkum atvik-
um. Priess sagði að sumar þeirra
hefðu leitað til lögfræðings síðustu
daga.
Þetta er þó alls ekki í fyrsta sinn
sem greint hefur verið frá fjöl-
þreifni og flangsi Jensens, en árið
2004 reyndi hann við konur í jóla-
boði Jafnaðarmannaflokksins af
slíkri ákefð að undan var kvartað og
2011 var hann hálfu ágengari í jóla-
boði í ráðhúsi Kaupmannahafnar,
með kossum og káfi. Engin
kvennanna vildi þó leggja fram
kæru gegn borgarstjóranum nú.
Getur Mette leyst vandann?
Í færslu á Facebook nú sagði Jen-
sen að hann hefði verið hluti af
„skaðlegri“ og „gamalli“ menningu í
Jafnaðarmannaflokknum. Mette
Frederiksen forsætisráðherra og
formaður flokksins sagði að hún
tæki ásakanir kvennanna mjög al-
varlega. „Það blasir við að við í
Jafnaðarmannaflokknum eigum við
vandamál að stríða og það þarf að
breytast núna.“
Hvernig það verður gert liggur
ekki fyrir, en stjórnmálaskýrendur
eru á einu máli um að það verði ekki
létt verk og alls óvíst að flokks-
formaðurinn njóti trausts til þess.
Jensen sé eins innvígður og innmúr-
aður og hugsast getur, en hann hafi
hlotið framgang og stuðning þrátt
fyrir að hafa oftsinnis og um langt
tímabil orðið uppvís að ósæmilegri
hegðun. Öðrum í forystunni hljóti að
hafa verið ljóst að þar ræddi um
hegðunarmynstur, ekki stök undan-
tekningartilvik.
Jensen hefur verið aðalborgar-
stjóri Kaupmannahafnar í áratug,
en áður hafði hann gegnt margvís-
legum öðrum trúnaðarstörfum fyrir
flokk sinn.
Borgarstjórinn sagði loks af sér
Frank Jensen segir af sér sem borgarstjóri Kaupmannahafnar Ásökunum um áreitni fjölgar
Hættir líka sem varaformaður jafnaðarmanna Mette Frederiksen boðar breytingar á flokknum
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í
bandarísku forsetakosningunum
hófst í Flórída í gær en ríkið er eitt
svokallaðra lykilríkja sem gætu ráð-
ið úrslitum í kosningunum eftir hálf-
an mánuð.
Sennilega er baráttan hvergi
harðari en í Flórída þar sem sigur-
vegarinn í ríkinu hreppir 29 kjör-
menn. Í 18 af síðustu 20 forsetakosn-
ingum hefur sá frambjóðandi, sem
flest atkvæði fékk í Flórída, verið
kjörinn forseti.
Samkvæmt síðustu skoðanakönn-
unum mælist stuðningur við Joe Bi-
den, frambjóðanda Demókrata-
flokksins, 48,2% og 46,8% við Donald
Trump, forseta og frambjóðanda
Repúblikanaflokksins. Munurinn
hefur minnkað síðustu vikur, var
4,5% Biden í vil fyrir hálfum mánuði.
Þegar litið er til landsins í heild
hefur Biden hins vegar 8,9% forskot
á Trump og virðist eiga sigurinn vís-
an í að minnsta kosti sex af lykilríkj-
unum níu.
Kamala Harris, varaforsetaefni
Bidens, var í gær á kosningaferða-
lagi í Flórída. Trump var á ferðalagi
um vesturhluta Bandaríkjanna, hélt
fundi í Nevada í gær og verður í Ari-
zona í dag.
AFP
Kosning Starfsmaður á kjörstað í Flórída afhendir kjósanda kjörgögn.
Byrjað að kjósa utan
kjörfundar í Flórída
Afar mjótt er á mununum í ríkinu
Frank Jensen er 59 ára gamall
hagfræðingur, sem verið hefur
virkur í stjórnmálum nær alla
sína starfsævi.
Hann varð ráðherra rann-
sóknarmála í ríkisstjórn Pouls
Nyrups Rasmussens árið 1994,
en tveimur árum síðar var hann
gerður að dómsmálaráðherra.
Hann varð aðalborgarstjóri
Kaupmannahafnar árið 2011.
Þegar Mogens Lykketoft sagði
af sér eftir kosningaósigur
2005 tapaði Jensen mjög
naumlega fyrir Helle Thorning-
Schmidt í formannskosningu
Jafnaðarmannaflokksins.
Jensen er kvæntur Jane Fri-
mand Pedersen leikskólakenn-
ara og eiga þau tvö börn.
Gæfa og
gjörvileiki
FRANK JENSEN
AFP
Afsögn Frank Jensen borgarstjóri í Kaupmannahöfn sagði af sér í beinni útsendingu frá Íslandsbryggju í gær.
AFP
Úrbætur Mette Frederiksen forsætisráðherra Dana og formanns Jafn-
aðarmannaflokksins bíður erfitt verkefni við að endurheimta traust.