Morgunblaðið - 20.10.2020, Page 14

Morgunblaðið - 20.10.2020, Page 14
SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Hugtök á borð við ólgusjór,óvissa, hremmingar, áföllog óveður koma víðafram í nýrri álitsgerð fjármálaráðs á fjármálaáætlun fjár- málaráðherra til ársins 2025. „Hag- kerfið er að ganga í gegnum ein- hverja skörpustu og dýpstu niður- sveiflu sem lengi hefur sést af orsökum sem eru vel þekktar,“ segir í álitsgerð fjármálaráðs. Ráðið hrósar sviðsmyndum sem settar eru fram í fjármálaáætluninni en ljóst er af greiningunni að áskor- anir sem blasa við í opinberum fjár- málum eru tröllauknar á þessu mesta samdráttarskeiði lýðveldissögunnar. „Óvissan er eins og rauður þráður út áætlanagerðina […]“ Erfitt sé að sjá fram í tímann mitt í óveðrinu. Þjóð- hagsspáin sé þess vart umkomin að ná utan um þessa óvissu. Stjórntækjum opinberra fjár- mála hefur verið beitt af krafti til þess að lina höggið af afleiðingum faraldursins og gert er ráð fyrir að skuldir ríkis og sveitarfélaga nánast tvöfaldist á fimm ára tímabili áætl- unarinnar. Þá er ljóst að verði ekki gripið til frekari ráðstafana verður undirliggjandi afkoma ríkissjóðs ósjálfbær þegar veirufaraldurinn er genginn yfir að mati ráðsins. Lýst er áhyggjum af því, að í áætluninni sé gert ráð fyrir að af- koman verði neikvæð allan áætl- unartímann. Núverandi stefna stjórnvalda feli í sér að undirliggj- andi vanda sé frestað fram yfir kosn- ingar, sem eiga að fara fram næsta haust. Það sé skiljanlegt að núver- andi áætlun sýni ekki ítarlegar ráð- stafanir í tekjum og gjöldum sem þurfi til að bregðast við afleiðingum faraldursins á komandi árum en næsta ríkisstjórn verður ekki bundin af áætlunum fyrri stjórnar. Tekið er sem dæmi að ákvarð- anir um breytingar á tekjuskattinum í kjölfar lífskjarasamninganna veiki afkomuna til langframa. Að öðru óbreyttu blasi við að styrkja þurfi tekjuöflunina og/eða minnka útgjöld til að tryggja sjálfbærni opinberra fjármála til lengri tíma. Það muni reyna á að komast aftur á braut sjálf- bærrar afkomu undir lok fimm ára tímabilsins. Er fjármálaráð þeirrar skoð- unar að sjálfbærni skulda hins opin- bera sé ekki áhyggjuefni eins og sakir standa. Hún ráðist af samspili vaxta, hagvaxtar og afkomu. Ef vextir hækki hins vegar aukist hætta á að skuldirnar verði ósjálf- bærar. Í samanburði á skuldasöfn- uninni í alþjóðlegu samhengi segir ráðið að skuldir hins opinbera virð- ist aukast hérlendis í svipuðum mæli og í samanburðarlöndunum, þ.e. í kringum 15 prósentustig af vergri landsframleiðslu á þessu ári. „Búist er við að þær aukist um ann- að eins á tímabili áætlunarinnar. Tíminn mun leiða í ljós hvernig við komum út í samanburði við önnur lönd þegar upp verður staðið en ljóst er að Ísland byrjar frá mun lægri skuldastöðu en flestöll ná- grannalöndin.“ Fordæmalaust á friðartímum Bent er á að skuldir hins opin- bera í heiminum séu nú um 100% af samanlagðri landsframleiðslu og séu orðnar hærri en eftir seinni heimsstyrjöldina. Flest lönd stefni að því að vaxa út úr afleiðingum kreppunnar, forðast mistökin frá fjármálakreppunni 2008 og örva hagvöxt með auknum fjárfestingum fremur en að draga úr opinberum útgjöldum of snemma. „Stærð- argráða aðgerðanna á sér tæpast fordæmi á friðartímum.“ Erfitt að sjá fram í tímann mitt í óveðrinu Morgunblaðið/Styrmir Kári Alþingi Fjármálaráð hefur skilað álitsgerð um fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025. Hún er nú til umfjöllunar á þingi ásamt fjárlagafrumvarpi 2021. 14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Upplýsinga-fulltrúiStrætó er bjartsýnn fyrir hönd fyrirtækisins í samtali við Morg- unblaðið í gær. Í frétt blaðsins er sagt frá könnun al- þjóðlega ráðgjafarfyrirtækisins McKinsey sem sýnir að fólk um allan heim er mun hræddara eftir að veirufaraldurinn kom upp við að ferðast með almenn- ingssamgöngum en á eigin veg- um í bíl eða gangandi. Traustið á almenningssamgöngum er mjög lítið, aðeins örfá prósent, en langflestir treysta einkabíln- um vel á þessum tímum. Upplýsingafulltrúinn telur að samdráttur sem orðið hefur í notkun strætó eftir að veiran kom fram skýrist fremur af því að fólk ferðist almennt minna en að það óttist smithættu í strætó. Samkvæmt þeirri kenningu hefði notkun á strætó átt að dragast saman í réttu hlutfalli við almennan samdrátt í ferð- um, en hver er raunin? Upplýsingar frá Strætó um farþegafjölda sýna að mikill samdráttur hefur orðið á notkun vagnanna. Samdrátturinn á milli ára var mestur í apríl, 57%, en 30% í ágúst. Upplýsingar Vegagerðarinnar sýna að í apríl var samdráttur umferðar á höf- uðborgarsvæðinu tæp 28%, eða rétt innan við helmingur af sam- drættinum hjá Strætó. Í ágúst var almennur samdráttur í um- ferð á milli ára aðeins rúm 4%, sem er rétt sjöundi hluti sam- dráttarins hjá Strætó. Þessar tölur benda eindregið til þess að fólk hér á landi hafi verulegar áhyggjur af smit- hættunni í almennings- samgöngum, rétt eins og fólk erlendis. Enda hvernig mætti annað vera? Þá vaknar spurningin hvernig þróunin verður eftir að veiran hefur verið kveðin í kútinn, og þá um leið, hvenær og jafnvel hvort hún verður að fullu kveðin í kútinn. Allir vona að sem fyrst, vonandi á næsta ári, takist að ná þannig tökum á útbreiðslu veir- unnar að fólk geti tekið upp fyrri lífsmáta, en er þó ekki lík- legt að áhrifin að veirunni verði þau að fólk verði hér eftir, í það minnsta um alllangt skeið, meira á varðbergi en fyrir þessi ósköp? Hverfa sprittbrúsarnir og handþvotturinn, mun fólki líða jafn vel í miklu fjölmenni, eða kýs fólk áfram að fara gæti- legar en fyrir veiru? Um þetta veit enginn en það má að minnsta kosti slá því föstu að veiran og eftirleikur hennar verði ekki til að örva notkun á almenningssamgöngum. Upplýsingafulltrúi Strætó segir að fyrirtækið þurfi stuðn- ing frá ríkinu því að það vilji komast hjá „hvers konar niðurskurði. Ef við fáum ekki stuðning þýðir það bara niðurskurð eða lántöku til að reyna að vinna upp þetta tap. En ég ætla að vona ekki, því það er verið að leggja svo mikla áherslu á almennings- samgöngur á komandi árum, bæði með borgarlínu og nýju greiðslukerfi hjá okkur, sem er mikil fjárfesting.“ Getur ekki verið að nú sé til- efni til að staldra við frekar en að ráðast í mikla fjárfestingu í almenningssamgöngum? Sam- dráttur í notkun strætisvagna sem er langt umfram samdrátt í samgöngum almennt hlýtur að vekja jafnvel hörðustu stuðn- ingsmenn aukinna almennings- samgangna til umhugsunar. Getur ekki verið að fólk muni eftir að þessi veirufaraldur er genginn yfir fremur velja aðra ferðamáta en að hópast saman í strætisvagna, hvort sem þeir heita borgarlína eða bara strætó? Hvaða áhrif hefur það til dæmis á hina vafasömu út- reikninga um ábata af borgar- línunni ef að farþegafjöldi minnkar um 10-20% frá núver- andi forsendum? Annað sem hlýtur að verða að skoða í samhengi við þær miklu fjárfestingar sem áformað er að ráðast í vegna borgarlínu eru tæknibreytingar. Undirbún- ingur borgarlínunnar hefur staðið árum saman en heim- urinn hefur ekki staðið í stað á því tímabili. Skýrasta dæmið um það eru litlu rafvæddu hlaupahjólin sem eru úti um allt höfuðborgarsvæðið, ýmist í notkun eða að bíða þess að ein- hver grípi þau og bruni á áfangastað. Snjallsímar eru for- senda þess ferðamáta og þeir voru ekki til í núverandi mynd þegar draumar um léttlestir og risastrætisvagna fóru að fæðast hjá borgaryfirvöldum. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um það sem kann að draga verulega úr notkun al- menningssamgangna hér á landi – og hefur ef til vill þegar gert það. Af einhverjum ástæðum virðist þó sem ekkert geti feng- ið þá sem ráða ferðinni til að endurskoða hin stórkarlalegu fjárfestingaráform. Og það væri til að bæta gráu á svart í þeim fjáraustri ef ríkið færi í sér- stakar stuðningsaðgerðir gagn- vart Strætó, ofan á þá miklu fjármuni sem fyrirtækið fær þegar á hverju ári í styrk, vegna minni notkunar sem fyrirtækið þráast við að mæta með hag- ræðingu. Um leið og Strætó á að þjóna farþegum sínum hlýtur að vera hægt að gera þá kröfu til hans að hagræða þegar farþeg- arnir hverfa á braut. Mun fólk halda áfram eftir veirutím- ann að færa sig frá strætó yfir í aðra ferðamáta?} Almenningssamgöngur enn óvinsælli en áður V ið þurfum að skara fram úr. Vel- megun og öryggi okkar þjóðar ræðst af getu okkar til að keppa við aðrar þjóðir um lífsgæði. Við þurfum að setja markið hátt og vera reiðubúin að keppa við þá sem lengst hafa náð. Slíkt gerist ekki sjálfkrafa, en með hugrekki, hugvit og þrautseigju að vopni get- um við keppt við þróuðustu hagkerfi heimsins. Við tökumst nú á við eina alvarlegustu efna- hagskreppu nútímasögunnar. Í kjölfar heims- faraldurs standa þjóðir heims frammi fyrir miklum þrengingum og er Ísland þar engin undantekning. Ábyrgðarhlutverk stjórnvalda er stórt og okkur ber að grípa til marghátt- aðra varnaraðgerða til að vernda heimili og at- vinnulíf fyrir verstu áhrifum kreppunnar. Við eigum þó ekki að gleyma okkur í vörninni heldur þora að sækja fram. Markviss efling hugvits, tækni og skapandi greina getur leikið stórt hlutverk í þeim efnum. Ríkisfjármálaáætlun og fjárlagafrumvarpið bera þess skýr merki. Við þurfum ekki að líta langt, því bestu tækifærin búa í okkur sjálfum! Við höfum byggt upp atvinnulíf á auðlind- um íslenskrar náttúru; fiskimiðum, fallvötnum og fegurð landsins. Við höfum líka litið til okkar sjálfra, en þurfum að gera meira því tækifæri framtíðarinnar liggja ekki síst í menningunni sem hér hefur þróast. Þar geta runnið saman sterkir alþjóðlegir straumar og sérstaða Íslands og þegar er hafin vinna við eflingu skap- andi greina; þar sem menning, listir, hugvit og iðnaður renna saman í eitt. Skapandi greinar eru þannig svar við áskorunum og tækifærum sem fylgja fjórðu iðnbyltingunni, þar sem skil milli efnislegra, stafrænna og líffræðilegra kerfa mást út. Sjálfvirknivæðing og margvísleg hátækni sýna okkur eina hlið á nýjum veruleika. Þar verða tækifærin best nýtt með sköpunargáfu, gagnrýnni hugsun og getu til að horfa á hlut- ina með nýjum hætti. Við nýtum nú þegar þá miklu auðlind sem er að finna í kraftmiklu menningar- og lista- lífi. Sú auðlind skilar nú þegar miklum efna- hagslegum gæðum til samfélagsins í formi at- vinnu, framleiðslu á vöru og þjónustu. Þessi öfluga atvinnugrein veitir ekki aðeins tæp- lega 8% vinnuaflsins beina atvinnu, heldur hefur rík áhrif á ferðaþjónustu og fleiri at- vinnugreinar. Skapandi greinar eru sveigjan- legri og vaxa hraðar en aðrar atvinnugreinar, en til að standast samkeppni við aðrar þjóðir þurfum við að greiða leið frumkvöðla og skapandi fyrirtækja með hvetjandi aðgerðum. Mikil tækifæri eru til vaxtar á öllum sviðum hugvits- drifinna atvinnugreina á Íslandi. Ný kvikmyndastefna sem lögð var fram fyrir fáum dögum er dæmi um þær að- gerðir sem opinberir aðilar þurfa að grípa til ef við ætlum að nýta okkur tækifæri framtíðarinnar. Aðrar greinar eins og leikjaframleiðsla, tónlistariðnaður, hönnun og arkitektúr, myndlist, bókmenntir og sviðslistir þarf að styðja með líkum hætti með því að tryggja þeim bestu mögulegu skilyrði til að blómstra í þágu okkar allra. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Skapandi þjóð Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Fjármálaráð bendir á að í ljósi þess hve útlitið sé svart á vinnu- markaði og fyrirséð að atvinnu- leysi verði með því mesta sem sést hefur lengi veki sérstaka at- hygli að gengið sé út frá að raun- kaupmáttaraukning í hagkerfinu verði að meðaltali um 1,5% á ári yfir tímabilið 2023-2025. Fátt styðji jafn ríkulegan kaupmátt- arvöxt við núverandi aðstæður. „Erfitt er að sjá hvernig það getur farið saman við jafna dreif- ingu af byrðum áfallsins yfir all- an vinnumarkaðinn og hvaða innstæða er fyrir slíkri kaup- máttaraukningu,“ segir í álits- gerð fjármálaráðs. Í fyrri efnahagskreppum hafi tekið langan tíma að vinna upp samdrátt kaupmáttar, t.a.m. hafi það tekið átta ár að ná sama kaupmætti og var fyrir efna- hagshrunið 2008. Þeir sem komi að hagstjórninni, þ.m.t. aðilar vinnumarkaðarins, standi frammi fyrir „ákveðnum fórn- arskiptum til skamms tíma“. Fátt styður mikinn vöxt KAUPMÁTTARAUKNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.