Morgunblaðið - 20.10.2020, Síða 15

Morgunblaðið - 20.10.2020, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2020 Úti Það var fallegt í Reykjavík í gær og veður skaplegt. Þá er ekki verra að kíkja í heilsubótargöngu við sjávarsíðuna. Í bakgrunni er skip grænlenska ríkisskipafélagsins Royal Arctic Line. Eggert Einu sinni sem oftar brá ég mér fyrir nokkr- um mánuðum í heita pottinn í Laugardals- lauginni að loknum löngum vinnudegi. Pott- urinn var þéttsetinn af þýskum ferðamönnum. Í huga minn komu orð Ingvars Brynjólfssonar sem kenndi mér þýsku í MR: Ef þið hittið Þjóð- verja þá takið þá tali og æfið ykkur í þýsku. Þjóðverjarnir tóku tali mínu vel en spurðu: Hvers konar þjóð eru þessir Íslendingar? Þið eruð um 300 þúsund, þið eruð að fólksfjölda eins og úthverfi í Ham- borg, þið búið í gríðarstóru landi, sem er um tvisvar og hálfu sinni stærra en Danmörk. Þið hafið byggt hafnir meðfram allri þessari löngu strandlengju, þið hafið byggt vegi um allt þetta stóra land og brúað mörg stórfljót, þið hafið rafvætt alla þessa dreifðu byggð, reist raforkuver, raflínur og dreifikerfi og hitað byggðina með jarðhita. Þið eruð með marga háskóla þar sem unnt er að læra næstum allt sem menn vilja fræðast um og afla sér réttinda, þið eruð með heilbrigðiskerfi á heims- mælikvarða, þið eruð í hópi þjóða með bestu lífskjör. Í afskekktu landi á af- skekktum býlum rituðuð þið bók- menntir, Íslendinga sögur á heims- mælikvarða, varðveittuð fornar bókmenntir hins germanska heims, bókmenntir sem hvergi annars staðar varðveittust, þegar flestir telja að menningarverðmæti á heims- mælikvarða hafi aldrei orðið til á jað- arsvæðum, eigið nób- elshafa í bókmenntum, eigið frábæra tónlist- armenn, suma heims- fræga, Björk o.fl., og rekið sinfóníuhljóm- sveit. Þið hafið orðið heimsmeistarar í bridge, átt heimsmeist- ara í öllum yngri flokk- um í skák, staðið í fremstu röð í flokka- íþróttum, handbolta og fótbolta, þið eigið mann- virki, Hnitbjörg, sem á skilið að vera á verndarskrá Samein- uðu þjóðanna vegna arkitektúrs. Hvað eftir annað unnið keppnina sterkasti maður heims og oft unnið keppnina um fegurstu konu heims. Hvernig er unnt að skýra þetta? Þannig héldu þeir lengi áfram. Ég lyftist í sætinu og hugsaði með mér: Þetta er rétt, við leiðum sjaldan hug- ann að þessu. Þjóðverjarnir kvöddu og potturinn fylltist af Íslendingum. Tónninn breyttist: Hér er allt ómögulegt, vegakerfið í rúst, heil- brigðiskerfið að falli komið, við drög- umst aftur úr í almennri fræðslu, dreifikerfi rafveitna stenst ekki álag- ið. – Erfiðar umræður hófust um ástandið í þjóðfélaginu. Þegar ég yfirgaf pottinn var ég vissulega kominn niður á jörðina aft- ur. Eftir Guðmund G. Þórarinsson »Hvers konar þjóð eru þessir Íslend- ingar? Guðmundur G. Þórarinsson Höfundur er verkfræðingur. gudm.g.thorarinsson@gmail.com Er gestsaugað glöggt? Hallgrímssöfnuður á afmæli og er áttatíu ára. Árið 1940 ákvað Al- þingi að stofna þrjár nýjar sóknir í Reykjavík og þar á meðal var Hall- grímssókn. Fyrstu árin var helgi- hald í Austurbæjarskóla. Bygging Hallgrímskirkju hófst svo árið 1945 og þremur árum síðar var kjallari kórsins vígður sem kirkju- salur. Þar var messað þar til nýr kirkjusalur var tekinn í notkun í suðurálmu turnsins árið 1974. Kirkjan var síðan vígð 26. október 1986, daginn fyrir 312. ártíð Hall- gríms Péturssonar, sama ár og Reykjavík hélt upp á 200 ára af- mæli sitt. Í lok október er ártíðar Hallgríms Péturssonar og vígslu kirkjunnar minnst. Hallgrímskirkja er mikið hátíða- hús og vaninn að efna til litríks helgihalds og menningarviðburða. En gleði kirkju og samfélags eru nú skorður settar. Hvernig er hægt að fagna á þessum sóttvarna- tíma? Kirkjan er hverfiskirkja og þjóð- arhelgidómur. Hall- grímskirkja er komin á ofurskrár heims- húsa – topp tíu, topp fimmtíu og topp hundrað. Hún er á of- urlistum um mik- ilvæga ferða- mannastaði, hrífandi kirkjur og mikil stein- steypumannvirki. Hún er líka á lista the Guardian sem eitt af tíu mikilvægustu til- beiðsluhúsum heims. Fólk nær sambandi hvort sem það leitar sjálfs sín, friðar, vonar eða Guðs. Þótt auglýstar athafnir verði ekki í kirkjum þjóð- arinnar í október eru kirkjurnar opin bæna- hús. Alla daga er opið í Hallgrímskirkju milli 11 og 14. Það er gott að sækja í kyrru Hall- grímskirkju til að stilla huga, íhuga, kveikja á kerti, hlusta á tónlist orgels eða veðurs og njóta sí- breytilegs ljósaleiks himinsins utan glugganna. Að fara í kirkju styrkir fólk, líka á álagstímum. Í stað þess að láta skuggana lita sálarlífið getum við ákveðið að leggja rækt við það sem skiptir okkur máli og það sem gleður og eflir. Hallgrímskirkja er hlið himins fyrir okkur öll. Verið velkomin. Eftir Sigurð Árna Þórðarson » Í stað þess að láta skuggana lita sálar- lífið getum við ákveðið að leggja rækt við það sem skiptir okkur máli og það sem gleður og eflir. Hall- grímskirkja er hlið him- ins fyrir okkur öll. Sigurður Árni Þórðarson Höfundur er Hallgríms- kirkjuprestur. s@hallgrimskirkja.is Það er gott að sækja í kyrru Morgunblaðið/Árni Sæberg Hugarró Leggjum rækt við það sem skiptir máli og það sem gleður og eflir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.