Morgunblaðið - 20.10.2020, Síða 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2020
✝ HólmfríðurRagnarsdóttir
fæddist í Berghól á
Hellissandi 6. sept-
ember 1922. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 9. októ-
ber 2020. Hún var
dóttir hjónanna
Ragnars Konráðs-
sonar, f. í Stykk-
ishólmi 10. nóvem-
ber 1898, d. í
Reykjavík 29. febrúar 1988, og
Hólmfríðar Ásbjörnsdóttur, f. á
Hellissandi 13. janúar 1900, d. í
Reykjavík 23. september 1983.
Systkini Hólmfríðar voru Hinrik,
f. 15. nóvember 1920, Kristinn, f.
21. nóvember 1924, Guðrún
Ragna, f. 8. júlí 1928, Ásbjörg, f.
19. nóvember 1930, Fanný, f. 15.
janúar 1933, og Konráð, f. 22. maí
1934. Þau eru öll látin.
Hólmfríður giftist 23. febrúar
1943 Guðjóni Brynjari Guðmunds-
syni, f. 19. október 1916 í Reykja-
vík, d. 4. júní 1986. Foreldrar hans
voru Guðmundur Júlíusson, f. 24.
september 1892, d. 2. desember
1941, og Guðrún Guðjónsdóttir, f.
3. júlí 1891, d. 1. júní 1958.
Börn Hólmfríðar og Guðjóns
Brynjars eru: 1)
Ragna, f. 26. júní
1943, eiginmaður
hennar var Sigurjón
Pétursson sem er lát-
inn. 2) Guðmundur
Rúnar, f. 10. mars
1946, kvæntur Þuríði
Dan Jónsdóttur. 3)
Hólmfríður Hrönn, f.
17. mars 1950, gift
Francois Fons. 4)
Smári, f. 22. desem-
ber 1952, kvæntur Lilju Ingv-
arsdóttur. 5) Úlfar, f. 9. apríl
1956, kvæntur Guðrúnu Margréti
Ólafsdóttur. 6) Rut, f. 8. júlí 1959,
gift Ingvari Guðmundssyni. 7)
Þröstur, f. 2. júlí 1961.
Afkomendur þeirra hjóna eru
67 talsins.
Hólmfríður bjó á Selvogsgötu í
Hafnarfirði frá 1943 þar til fyrir
einu og hálfu ári að hún flutti á
Hrafnistu í Hafnarfirði. Hólm-
fríður sinnti fyrst og síðast hús-
móðurstörfum á stóru heimili.
Hún starfaði sem forstöðukona á
barnaleikvellinum á Selvogsgötu
frá 1972 til 1986.
Útför Hólmfríðar fór fram í
kyrrþey í Hafnarfjarðarkirkju
16. október 2020.
Tengdamóðir mín, frú Hólm-
fríður Ragnarsdóttir, er látin 98
ára að aldri sátt við guð og menn.
Fríða var fædd á Hellissandi árið
1922. Í þá tíð byggðist útgerð víða
um land enn á árabátum, sexær-
ingum og áttæringum, eins og
hafði verið í þúsund ár. Vélbáta-
og togaraútgerð var rétt að hefj-
ast og vökulögin höfðu ekki enn
verið sett. Hún var 17 ára þegar
seinni heimsstyrjöldin hófst, 23
ára þegar þeir köstuðu kjarn-
orkusprengjum á Hiroshima og
Nagasagi, 34 ára þegar Sovét-
menn réðust inn í Ungverjaland,
48 ára þegar hippabyltingin var í
algleymingi og 56 ára þegar ég
hitti hana fyrst.
Þannig var að ég og dóttir
hennar rugluðum saman reytum
á unga aldri og eignuðumst tvíbu-
rastelpur. Þá strax skildi ég og
fann hvern mann hún hafði að
geyma, sjálfstæð, hjálpsöm, dug-
leg, skipulögð og fylgin sér. Enda
bjuggum við Rut undir þeirra
verndarvæng, Fríðu og Binna,
fyrstu tvö ár okkar búskapar og
alla tíð síðan var hún alltaf til stað-
ar ef á þurfti að halda. Henni var
margt til lista lagt, hvort sem það
voru fataviðgerðir, gæta barna,
þvo þvotta, hengja upp jólaljós,
rækta garðinn sinn, allt var unnið
af ótrúlegum dugnaði, góðu
skipulagi og á agaðan hátt, þannig
að ekkert fór úrskeiðis. Jafnvel
þegar við Rut byggðum húsið
okkar í Stuðlaberginu kom hún og
hjálpaði við að naglhreinsa. Henni
var ekkert ómögulegt.
Selvogsgata skipar stóran sess
í lífshlaupi Fríðu. Þar bjó hún í
næstum 80 ár. Þessi aldagamla
gata með sína miklu sögu. Um það
leyti sem hún og Brynjar hófu bú-
skap á Selvogsgötunni hafði mikill
harmleikur átt sér stað í íslenskri
sjósóknarsögu. Togarinn Sviði,
frá Hafnarfirði, fórst með allri
áhöfn, einhvers staðar úti fyrir
Snæfellsnesi. Þar á meðal var
tengdafaðir Fríðu auk 24 manna,
margra úr Hafnarfirði. Það voru
18 börn, bara á Selvogsgötunni,
sem misstu föður sinn þann dag.
En það voru líka gleðistundir. Í
áratugi rak hún róluvöllinn sem
var í bakgarðinum á Selvogsgötu
7. Það eru fjölmennar kynslóðir í
suðurbænum sem minnast þess
með gleði og hlýju að hafa verið á
Fríðuróló.
Við Fríða ferðuðumst talsvert
saman, bæði innanlands og utan.
Það var gott að ferðast með henni.
Aldrei nein vandræði og alltaf
tilbúin í hvað sem var. Síðustu
ferðina fórum við fyrir fjórum ár-
um til suðurhafa, í hita og sól. Það
þótti henni gott því hún elskaði
sólina og naut hennar. Við fórum
á ströndina, hún í bikiníi, orðin 94
ára, enda vel vaxin og flott kona.
Veiðitúrar í Sogið og á Gíslastaði
voru líka hennar yndi. Hún veiddi
kannski ekki mikið en spilaði við
okkur og börnin, passaði að allir
væru saddir og vel klæddir og tók
svo veiðikofann í gegn, skrúbbaði
og skúraði, eða hvað sem þurfti að
gera til að bæta aðstöðuna.
Mér er þakklæti og söknuður
efst í huga við fráfall Fríðu. Þakk-
læti fyrir alla hjálpina og stuðn-
inginn sem hún veitti okkur og
söknuður að hitta hana ekki oftar.
En í ljósi þess magnaða lífsstarfs
sem hún innti af hendi trúi ég því
að hennar muni njóta um ókomna
tíð. Enda liggur fyrir að lífið er ei-
líft í þeim skilningi.
Þinn tengdasonur,
Ingvar Guðmundsson.
Ég á bágt með að trúa að amma
Fríða sé dáin því ég hélt alltaf að
hún væri ódauðleg og ónæm fyrir
aldri og myndi alltaf búa á Sel-
vogsgötu 7. Ég gleymi því seint
þegar ég kom í heimsókn til
ömmu einn góðviðrisdag sumarið
2017 þegar hún var 94 ára gömul.
Ég ætlaði að bjóðast til að slá fyr-
ir hana grasið en þar sem ég
mætti henni úti á stétt var hún
önnum kafin við að brjóta trjá-
greinar með því að stilla þeim upp
við vegg og stappa á þeim, hún
var búin að slá og hafði verið að
klippa trén. Amma var mjög sjálf-
stæð og beið ekki eftir neinu ef
henni fannst þurfa að taka til
hendinni. Enda var alltaf mjög
fallegt og snyrtilegt í kringum
hana. Annað sinn þegar við fjöl-
skyldan komum að heimsækja
hana sagðist hún vera alveg upp-
gefin og ég hélt að nú væri ald-
urinn loksins farinn að segja til
sín en það var aldeilis ekki ástæð-
an. Hún sagði okkur þá að hún
hefði fengið leið á uppröðuninni í
stofunni, sem hafði verið eins í
þau 30 ár sem ég hafði þekkt
hana, og ákveðið að snúa henni
við, raða sófum og skápum upp á
nýtt. Hún hafi svo komist að því
að gamla uppröðunin væri betri
og snúið öllu við aftur. Þessi átök
voru nýafstaðin þegar að okkur
bar að garði sem kom þó ekki í
veg fyrir að hún hellti upp á kaffi
og byði upp á lagköku og kremkex
og gætti þess að dóttir okkar, sem
þá var tveggja ára, fengi alveg
örugglega líka kökur. „Grey barn-
ið, fær hún ekkert?“ sagði amma
þegar við reyndum að halda kök-
unum frá henni.
Þegar ég var sex ára voru
mamma og pabbi að byggja hús
eins og svo margir gerðu á þeim
tíma og á tímabili bjuggum við
fjölskyldan í kjallaranum hjá
ömmu Fríðu. Þar sem ég var nýr í
hverfinu átti ég enga vini og við
amma eyddum því ómældum tíma
saman. Mestur tími fór í að spila
en amma, sem hafði haft það að
ævistarfi að sjá um börn, nýtti
tímann vel og horfði samtímis á
sjónvarpið, hlustaði á útvarpið,
eldaði mat eða lagði sig, ég beið þá
rólegur með spilin á hendi tilbú-
inn fyrir næsta leik. Seinna rifjaði
amma upp frá þessum tíma að
hafa skellt skólatöskunni á bakið
á mér á morgnana og horft á eftir
mér upp Selvogsgötuna í átt að
skólanum hlæjandi að mér þar
sem ég ráfaði inn í annan hvern
garð á leiðinni. „Þú varst eins og
Gunni hvassa,“ sagði hún.
Amma var algjör húmoristi og
mikil sögukona og við fjölskyldan
nutum þess að sitja í eldhús-
króknum og hlusta á hana segja
frá árunum á Fríðuróló, skraut-
legum dansleikjum í Iðnó, frá
Bjarna lækni og ljósmóðurinni og
frá því þegar hún kom 15 ára til
Reykjavíkur frá Hellissandi með
sprungna hljóðhimnu en það var
eitt af fáum skiptum sem hún
þurfti að nýta sér læknisþjónustu.
Amma sagði líka oft söguna af því
þegar eldri dóttir okkar fæddist
en við höfðum nýlokið við að
borða morgunmat með ömmu og
nánustu fjölskyldu þegar vatnið
fór og við brunuðum upp á spítala.
Amma hafði auðvitað haft á til-
finningunni að eitthvað gæti farið
að gerast, enda búin að ala af sér
sjö börn, en fannst alveg kostu-
legt að þetta skyldi gerast akk-
úrat þennan dag.
Ég hef alltaf haft sterkar
taugar til ömmu Fríðu og kunni
betur að meta hana með hverju
árinu, kaldhæðnina, góðlátlegan
kvikindisskapinn, húmorinn og
væntumþykjuna sem maður fann
fyrir en var kannski ekki alveg
augljós í orðum og athöfnum.
Við fjölskyldan munum sakna
þess að drekka góðan kaffibolla
með ömmu, spjalla og hlusta á
skemmtilegar sögur. En við vitum
að hún er nú loksins komin til afa
Binna og sendum því kærar
kveðjur í langþráða afmælis-
veislu.
Brynjar Úlfarsson.
Núna er elsku fallega amma
Fríða farin frá okkur 98 ára að
aldri. Mín fyrsta minning um
ömmu Fríðu er frá róló sem hún
vann á sem margir þekkja undir
nafninu Fríðuróló.
Ein minning af róló sem kemur
upp í huga minn er amma að
brjóta saman Morgunblað fyrir
mig og Gumma frænda sem við
áttum síðan að nota sem ílát fyrir
sand og þykjast vera með popp-
korn í bíó. Það var stutt að fara á
rólóinn hennar ömmu því hann
var bókstaflega í bakgarðinum
hjá henni á Selvogsgötunni. Rétt
fyrir aftan rólóinn tók svo við
leyndardómsfulli Hamarinn með
sinni undraveröld. Að koma til
ömmu Fríðu var alltaf upplifun og
þá sérstaklega þegar maður fékk
að hitta hin frændsystkinin. Að
fara upp á Hamarinn í halarófu að
leita að álfum eða stífla læki var
það skemmtilegasta sem við gerð-
um. Í lok dags þegar við vorum
köld og vot var skundað aftur
heim til ömmu þar sem biðu okkur
pönnukökur, rúlluterta og ísköld
nýmjólk. En auðvitað þurftum við
fyrst að fara inn niðri í kjallara og
hengja upp blaut fötin inni í
draugakompunni. Eftir mat
þurftum við svo öll að þrífa vel
hendurnar með þvottapoka og
sápu og svo máttum við fara upp
að spila eða niður í kjallara í
draugaleiki en sparistofan var að
sjálfsögðu bannsvæði fyrir litla
kámuga fingur. Amma var nefni-
lega mikill snyrtipinni og var ekki
að sjá rykkorn á heimili hennar
enda lærðum við krakkarnir fljótt
að ganga vel og snyrtilega um.
Þegar fjölskyldan mín flutti til
Hafnafjarðar þegar ég var 14 ára
gamall bjuggum við í nokkra
mánuði hjá ömmu. Ég var í ung-
lingavinnunni svo ég var enn að
koma heim til ömmu þreyttur og
votur en núna úr vinnunni í há-
degishléum. Þá fékk maður brauð
með áleggi og alltaf rúllutertu í
eftirrétt. Amma drakk kaffi á
meðan við spjölluðum um allt milli
himins og jarðar. Oft sagði hún
okkur frá uppvaxtarárum sínum á
Snæfellsnesi, þá sjaldan að við
höfðum ekkert að tala um var svo
notaleg að sitja í kyrrðinni hjá
henni í eldhúskróknum og hlusta
á hana flauta lágt einhvern frum-
saminn lagstúf á meðan hún gekk
frá.
Amma mín var stórglæsileg.
Ávallt leit hún út eins og hún væri
á leiðinni á ball. En það var ein-
mitt það sem hún elskaði mest, að
fara á gömlu dansana nýkomin úr
lagningu og í óaðfinnanlegum
klæðnaði. Þá ljómaði hún.
Amma elskaði að ferðast. Hún
kom oft með okkur fjölskyldunni
til Suður-Frakklands, fyrst með
afa Binna en síðan ein eftir að
hann dó. Þar undi hún sér vel í hit-
anum og sólinni og eignaðist vini
úr föðurfjölskyldu minni.
Elsku amma Fríða. Ég á eftir
að sakna þín mikið en í hvert
skipti sem ég finn lyktina af
pönnukökum með kardimommu-
dropum, keyri niður Selvogsgöt-
una eða fæ mér rifsberjagraut þá
mun ég hugsa til þín. Ég veit að
einhvers staðar eruð þið afi Binni
kát og glöð í dansi.
Þar sem jökulinn ber við loft
hættir landið að vera jarðneskt
en jörðin fær hlutdeild í himninum
þar búa ekki framar neinar sorgir
og þessvegna er gleðin ekki nauðsynleg
þar ríkir fegurðin ein
ofar hverri kröfu.
(Halldór Laxness)
Antoine Hrannar Fons.
Nú þegar komið er að kveðju-
stund er þakklæti okkur efst í
huga, þakklæti fyrir að hafa feng-
ið að hafa elsku ömmu Fríðu í lífi
okkar svona lengi.
Alla okkar barnæsku vörðum
við miklum tíma á Selvogsgöt-
unni. Við fórum til ömmu eftir
skóla, vorum send í Brynku-
sjoppu eftir mjólkurpotti og feng-
um okkur lúr í sófanum. Amma
var sjálf Fríða á Fríðuróló og okk-
ur fannst ekki leiðinlegt að eiga
svona fræga ömmu. Ekki minnk-
uðu samskiptin eftir að við urðum
fullorðin. Alltaf fannst okkur jafn
gaman að setjast við eldhúsborðið
hjá henni og spjalla um daginn og
veginn. Alltaf hafði hún frá ein-
hverju að segja á sinn einstaka
hátt og hún var svo mikill húm-
oristi að maður gat grátið af
hlátri. Ósjaldan sagði hún sögur
frá æsku sinni á Hellissandi og
augljóst var að þar átti hún djúp-
ar rætur. Hún sagði okkur frá
dansiböllunum en fátt fannst
henni skemmtilegra en að dansa,
enda frábær dansari. Amma var
einstaklega dugleg og var sífellt
að. Hún átti verðlaunagarð, setti
sjálf upp jólaljósin langt fram eft-
ir aldri og aldrei sást rykkorn á
einstaklega fögru heimilinu. Allt-
af var þar rólegt, hlýtt og fínt og
gott að sitja í þögninni á meðan
amma blístraði. Hún þeyttist á
milli hæða langt yfir nírætt, snör í
snúningum og alltaf fín í tauinu,
og þá meinum við alltaf. Þvílíkur
stíll! Hún hafði gaman af því að
ferðast og það er ekki annað hægt
en að minnast á ferð sem hún
skellti sér í, þá 93 ára gömul, til
Ránar og fjölskyldu í Toronto í
Kanada með Þresti frænda. Sú
ferð var vægast sagt ógleyman-
leg. Amma hefur alltaf verið
ómetanlegur partur af lífi okkar
og munum við búa að góðum
minningum um hana og góðum
ráðum sem hún veitti okkur alla
tíð. Takk fyrir allar góðu stund-
irnar elsku amma Fríða, við mun-
um sakna þín.
Rún, Rán, Guðmundur
Rúnar, Brynjar Björn og
Ingvar Ásbjörn.
Hólmfríður
Ragnarsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HÓLMFRÍÐUR RAGNARSDÓTTIR,
áður til heimilis á Selvogsgötu 7,
Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði 9. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Ragna Brynjarsdóttir
Guðmundur R. Brynjarsson Þuríður Dan Jónsdóttir
Hrönn Brynjarsdóttir Francois L. Fons
Smári Brynjarsson Lilja Ingvarsdóttir
Úlfar Brynjarsson Guðrún Margrét Ólafsdóttir
Rut Brynjarsdóttir Ingvar Guðmundsson
Þröstur Brynjarsson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÁSLAUG EIRÍKSDÓTTIR,
Skúlagötu 20, Reykjavík,
lést 13. október.
Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju
föstudaginn 23. október klukkan 15.
Vegna fjöldatakmarkana verða aðeins nánustu aðstandendur
viðstaddir, en athöfninni verður streymt á slóðinni:
https://bit.ly/3434myu
Ingólfur Guðmundsson
Ólöf Ingólfsdóttir
Jón Ari Ingólfsson Særún Lísa Birgisdóttir
Hallur Ingólfsson María Björg Tamimi
barnabörn og langömmubörn
Móðir okkar, dóttir, stjúpdóttir og systir,
TINNA MARÍA ÓMARSDÓTTIR,
margmiðlunarfræðingur og forritari,
lést föstudaginn 9. október.
Útför verður föstudaginn 23. október
klukkan 11. frá Fossvogskirkju.
Í ljósi aðstæðna verður aðeins nánasta fjölskylda viðstödd
útförina.
Emilía Silfá Stefánsdóttir
Saga Þöll Geirsdóttir Ýmir Darri Geirsson
Guðlaug Traustadóttir
Valgeir Ómar Jónsson Sólveig Þorvaldsdóttir
Jón Elmar Ómarsson Elvý Ósk Guðmundsdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR,
Hrísateigi 12,
áður Skógum undir Eyjafjöllum,
sem lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi mánudaginn 5. október, verður jarðsungin frá
Víkurkirkju í Mýrdal fimmtudaginn 22. október klukkan 14.
Jarðsett verður í grafreit við Sólheimakapellu. Einungis nánustu
aðstandendur verða viðstaddir athöfnina en henni verður
streymt á https://youtu.be/5N6dzc5Ee44.
Jafnframt verður FM-útsending á 104,0 við kirkju.
Einar Jónsson
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir Jóhann Friðrik Klausen
Unnur Ása Jónsdóttir Skúli Kristinsson
Kristín Rós Jónsdóttir Óskar Baldursson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær unnusti minn, sonur okkar, faðir,
tengdafaðir og afi,
ÞÓRODDUR GISSURARSON
sjómaður,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu fimmtudaginn
15. október. Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn
23. október klukkan 11:00. Streymt verður frá útförinni:
https://www.facebook.com/groups/1473409346382974
Gabríela Elísabeth Þorbergsdóttir
Gissur Grétar Þóroddsson Bára Guðbjartsdóttir
Þorvaldur Þóroddsson Ólöf Ása Benediktsdóttir
Gissur Freyr Þóroddsson Sigrún Hólm Þórleifsdóttir
Sif Þóroddsdóttir Daniel Sam Harley
Níels Þóroddsson Elísabet Rósa Gunnarsdóttir
og afabörnin