Morgunblaðið - 20.10.2020, Page 19
Við Helga sendum fjölskyldu
Péturs, dætrunum Kristínu og
Margréti, innilegustu samúðar-
kveðjur við fráfall Péturs.
Hilmar J. Malmquist.
Dr. Pétur féll frá 1. þessa
mánaðar hundrað ára gamall.
Hann var brautryðjandi á sviði
vatnalíffræði og þekktasti vatna-
líffræðingur Norðurlanda um
langt skeið.
Pétur kynntist náttúrufræð-
inni sem smaladrengur á Mið-
felli við Þingvallavatn. Hann fór
utan til náms til að nema líffræði
við Hafnarháskóla árið 1939.
Hann lifði á „vind frikadeller“ og
„luftpostej“ á stríðsárunum í
Höfn. Eftir stríð var hann frum-
kvöðull í rannsóknum á vistfræði
straumvatna (Suså) og stöðu-
vatna (Esrum). Hann er fyrsti
Íslendingurinn til að verða pró-
fessor við Hafnarháskóla í ann-
arri grein en íslenskum fræðum.
Hann var lengi forstöðumaður
Vatnalíffræðistofnunar Hafn-
arháskóla og forseti Alþjóða-
vatnalíffæðisambandsins. Hann
hlaut fjölda viðurkenninga á
langri ævi, m.a. Neumann-Thi-
enmann-medalíuna, æðsta heið-
ursmerki fyrir rannsóknir í
vatnalíffræði.
Þegar áform voru uppi um
stórvirkjanir í Laxá í S-Þingeyj-
arsýslu, þar sem áform voru um
að flytja Skjálfandafljót í ána,
sem hefði breytt Laxá í jökulá
og jökullitað Mývatn í vorleys-
ingum, var Pétur fenginn til að
stýra rannsóknum á vistfræði
Mývatns og Laxár. Hann fékk
til liðs við sig fremstu náttúru-
fræðinga til að fá heilsteypta
mynd af þessum vistkerfum. Í
kjölfarið var Mývatn og Laxá
friðuð með lögum sem heimiluðu
ekki frekari virkjanir í Laxá eða
rask í Mývatni. Þetta reyndist
happadrjúg lagasetning, þó að
reynt hafi verið að finna leiðir
fram hjá henni.
Pétur sneri sér síðan að rann-
sóknum á Þingvallavatni, einnig
í samvinnu við stóran hóp fræði-
manna. Niðurstaðan þar er einn-
ig útgáfa bóka um þetta nátt-
úruundur, en einnig hafa verið
sett lög um friðun vatnsins og
vatnasviðsins. Þar hefur Pétur
einnig verið fremstur til að ber-
ast fyrir verndun Þingvallavatns
og að setja vatnið á Heimsminja-
skrá UNESCO. Hann barðist
ötullega gegn loft- og áburðar-
mengun í vatninu, oft í andstöðu
við nátttröll sem huguðu ekki að
samhengi hlutanna.
Ég vann með Pétri í nefnd um
áhrif Kísiliðjunnar á vistkerfi
Mývatns, sem hafði verið reist
án undangenginna rannsókna.
Þar var um erfitt verkefni að
ræða, því í nefndinni voru ekki
eingöngu fræðimenn, heldur
einnig fulltrúar Kísiliðjunnar og
sveitarstjórnar, sem reyndu ekki
aðeins að breyta túlkun á nið-
urstöðum, heldur einnig niður-
stöðunum sjálfum. Nú er Mý-
vatn hægt og bítandi að ná sér
af þeirri eyðileggingu sem kís-
ilgröftur hafði á starfsemi vist-
kerfisins.
Ég reyndi eftir mætti að
heimsækja Pétur og Dóru í
hvert einasta skipti sem ég átti
leið um Danmörku undanfarin
30 ár. Skemmtilegra fólk var
vandfundið og naut ég þess að
hlusta á frásagnir úr langri ævi
og af vísindastarfi Péturs. Pétur
var einstaklega fróður maður,
gæddur miklum persónutöfrum
og sannfæringarmætti þegar
hann ræddi sín málefni. Hann
var mjög ern fram í lokin og
seinustu fræðigreinina birti
hann í Náttúrufræðingnum í
júní sl. um Þingvallavatn og Mý-
vatn. Þar kemur margt fram um
sögu rannsókna á vatninu og
fyrirætlanir stjórnvalda, sem
ekki hefur verið á allra vitorði
hingað til.
Ég færi fjölskyldu Péturs
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Gísli Már Gíslason.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2020
✝ HörðurBergmann
fæddist 24. apríl
1933. Hann lést á
Landspítalanum 10.
október 2020.
Foreldrar Harð-
ar voru Halldóra
Árnadóttir f. 13.10.
1914, d. 13.3. 2006,
og Jóhann Berg-
mann, f. 18.11.
1906, d. 4.2. 1996.
Bræður Harðar: Sigurður Jó-
hann, f. 1.5. 1929, d. 27.5. 1943,
Árni, f. 22.8. 1935, Stefán, f. 2.7.
1942, og Jóhann, f. 16.10. 1946.
Eiginkona Harðar var Dórothea
Sveina Einarsdóttir, f. 21.2. 1932,
d. 16.8. 2011. Foreldrar hennar:
Einar Jörundur Helgason, f. 10.6.
1896, d. 20.2. 1985, og Jónasína
Sveinsdóttir, f. 21.2. 1980, d.
13.10. 1967.
Börn Harðar og Dórotheu: 1)
Halldóra Björk Bergmann, f.
21.3. 1953. Börn; Freyr Æv-
arsson, f. 22.10. 1976, maki Kirs-
ten Simonsen. Dórothea Ævars-
dóttir, f. 12.9. 1981. 2) Atli
Bergmann, f. 31.12. 1958, maki
Unnur Elísabet Ingimarsdóttir, f.
3.12. 1967. Börn; Heiðar Valur
Bergmann, f. 10.8. 1979, maki
Arndís Oddfríður Jónsdóttir. Sal-
vör Bergmann, f. 5.3. 1990. Katr-
ín Þorgerður Jóhannesdóttir, f.
2.2. 1994, maki Jökull Logi Arn-
arsson. Kolbrún Atladóttir, f.
deildarstjóri fræðsludeildar
Vinnueftirlits ríkisins 1984-93 og
framkvæmdastjóri Hagþenkis,
félags höfunda fræðirita og
kennslugagna, 1993-2001.
Hörður sat í Stúdentaráði
1955-56, var formaður Félags
róttækra stúdenta 1956-57, sat í
stjórn Æskulýðsfylkingarinnar
1958-60 og Félags háskóla-
menntaðra kennara 1968-71, var
í fræðsluráði Reykjavíkur 1978-
82 og fulltrúi Íslands í nefnd um
norrænu grannmálaáætlunina
1976-77. Hörður var fyrsti for-
maður Hagþenkis, félags höf-
unda fræðirita og kennslugagna
1983-89 og sat í stjórn Fjölís,
samtaka rétthafa, 1986-2002.
Hörður ritaði margt um
mennta- og þjóðmál, þar á meðal
þrjár bækur um þróun þjóðfélags
og lífshátta: Umbúðaþjóðfélagið
– uppgjör og afhjúpun, nýr fram-
faraskilningur, 1989, Þjóðráð.
Haldbær þróun samfélags og lífs-
hátta, 1999, og Að vera eða sýn-
ast. Gagnrýnin hugsun á tímum
sjónarspilsins, 2007. Hann samdi,
einn eða í samstarfi við aðra,
fjölda kennslubóka í dönsku og
íslensku. Þá var hann höfundur
bóka og fræðsluefnis um aðbún-
að, hollustuhætti og öryggi á
vinnustað.
Útför Harðar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 20. október
2020, kl. 15.
Streymi:
https://www.facebook.com/
groups/967438233742990
Virka slóð á hlekk má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
30.3. 1996, maki
Ísak E. G. Róberts-
son. 3) Jóhanna
Bergmann, f. 26.6.
1963. Sonur; Einar
Bergmann Stein-
grímsson, f. 18.6.
2000. 4) Helga Lilja
Bergmann, f. 7.11.
1967. Börn; Úlfur
Alexander Einars-
son, f. 4.6. 1987,
maki Katerina
Blahutová. Hörður Gabríel
Flosason, f. 22.12. 1992. Una
Geirdís Flosadóttir, f. 16.12.
1994, maki Magnús Árnason.
Barnabarnabörnin eru ellefu.
Hörður ólst upp í Keflavík.
Hann lauk stúdentsprófi frá ML
1954, BA-prófi í dönsku, sögu og
uppeldisfræði frá HÍ 1956, stund-
aði nám í kennslufræði, uppeld-
issálarfræði og dönsku við Kenn-
araháskólann í Kaupmannahöfn
1971-72 og sótti auk þess nám-
skeið í þessum fögum hér á landi,
í Danmörku, Svíþjóð og Eng-
landi.
Hörður var kennari við Gagn-
fræðaskólann við Hringbraut
1956-58 og Hagaskóla 1958-74,
var námstjóri í dönsku við skóla-
rannsóknadeild menntamála-
ráðuneytis 1972-82 og endur-
skoðandi námskrár fyrir grunn-
skóla 1982-84, annaðist
endurmenntunarnámskeið fyrir
dönskukennara 1973-79, var
Við Hörður bróðir áttum langa
samfylgd, allt frá því við gengum
út á stakkstæði lífsins í Keflavík,
fórum ungir saman að heiman í
heimavistarskóla og byrjuðum
þar saman í vinstripólitík um leið
og við frelsuðumst til góðs skáld-
skapar. Og allt til þess að Hörður
fékk mig til að halda með sér nám-
skeið hjá Endurmenntun um
Gagnrýna hugsun þegar komið
var fram yfir endalok starfsferla
okkar.
Þegar við vorum smástrákar að
leika okkur í loðdýrabúi sem pabbi
vann við vildi Hörður prófa hvern-
ig hakkavél virkaði, sem tætti fóð-
ur ofan í mink og ref, og rak inn í
hana vísifingur. Síðan var sá fing-
ur hans styttri en efni stóðu til. Ég
hefi stundum getið um þetta atvik
sem sönnun fyrir djarfri forvitni
Harðar, sem vildi ýmsu til hætta
til að komast að samhengi hlut-
anna, að því hvernig maskínur
heimsins fúngeruðu.
Hörður varð kennari sem gaml-
ir nemendur hans minnast með
þakklátri virðingu, hann barðist
fyrir betra námsefni, réttindum
kennara, öflugri menntun. En
hann var snemma reiðubúinn til
þess að efast um og endurskoða
einnig það sem hafði verið honum
sjálfsagt hjartans mál, varaði þá
við oftrú á langri skólagöngu sem
höfuðmælikvarða á menntun, tók
jafnvel undir róttækustu efasemd-
ir um skólakerfið eins og boðskap
Ivans Iljitsj um afskólun sam-
félagsins. Hann skrifaði greinar
og bækur um efni sem fáir ef
nokkrir aðrir hér á landi létu of-
arlega á sína áhyggjuskrá og var
með því vel á undan sínum tíma.
Hann dró upp sterkar myndir af
sóun og ofneyslu í ritinu Umbúða-
þjóðfélagið og bæði þar og í seinni
ritum gerði hann harða hríð að
sjálfumgleði hugsunarlítillar
framfaratrúar. Ekki síst veittist
hann að því falsi sem felur sig bak
við flottar skýrslur um hagvöxtinn
sem svo margir hafa gert sér að
máttugum hjáguði. Einnig varaði
hann við lúmskri innrætingu sem
uppi veður í auglýsingaheimi og í
háskalega villandi notkun tungu-
málsins sem höfð er til þess að
fegra ríkjandi en hæpin viðhorf í
samfélagsumræðu. Um þetta
komst ég svo að orði í gamanmál-
um um Hörð áttræðan:
Flestir dorma í föstum sessi
forðast Hörður hegðun slíka.
Afhjúpar hann innrætingu
illskufláa og lygna líka
gægist yfirborðið undir
umbúðirnar tætir sundur.
Við hillingum kann Hörður svör:
hagvöxtur er afturför!
Ég dáðist oft að ósérhlífnum
vilja bróður míns til að taka til
bæna margt sem talið var sjálfgef-
ið og ekki síst það sem maður sjálf-
ur hefur treyst á um sinn. Um
þessa hluti ræddum við oft – en
ekki síður það sem varðaði okkar
einkahagi og eigin stöðu í tilver-
unni. Því svo sannarlega máttum
við lesa hvor annan eins og opna
bók.
Ég vil áður en lýkur minnast
góðrar vinkonu og eiginkonu
Harðar, Dórótheu, sem ævinlega
lagði gott til mála og sendi börnum
þeirra og öðrum afkomendum
hjartanlegar kveðjur. Bróður
minn kveð ég með tilvitnun í rúss-
neskt skáld sem orti um þá „kæru
samferðamenn“ sem „með nær-
veru sinni gefa heiminum líf og lit“
og gefur okkur fagurt ráð:
Segðu ekki hryggur: þeir eru
horfnir
heldur með þökkum: þeir voru
hér.
Árni Bergmann.
„Áttu svar við því?“ spurði hann
gjarnan, ekki endilega til að reka
viðmælanda sinn á gat, heldur til
að koma honum á sporið við leit að
haldbæru svari.
Þessi síspuruli Sókrates sam-
tímans var Hörður Bergmann. Við
vorum samkennarar nokkur lær-
dómsrík ár fyrir meir en hálfri öld,
þar sem okkur var ætlað að berja
unglinga á mótþróaskeiði til bók-
ar. Ég er ekki frá því, að ég hafi
lært meira af Herði en Háskólan-
um um nám og kennslu. Nefnilega
að allt nám er sjálfsnám. Kennsla
er í því fólgin að leita svara við
spurningum, sem skipta máli.
Mér var til dæmis sett fyrir að
kenna þessum unglingum um
þjóðfélagið. Gallinn var sá, að það
var ekkert tilsniðið námsefni til.
Ég varð bara að búa það til jafn-
óðum – sækja það út í þjóðfélagið.
Þá var ekki lakara að geta ráð-
fært sig við hugsandi mann eins og
Hörð. Hann sagði til dæmis: Taktu
eldhúsdag á Alþingi og láttu
krakkana skilja, um hvað er deilt.
Eða kjarasamninga, sem þá voru í
deiglunni, ditto. Eða hvernig ung
hjón geta farið að því að koma þaki
yfir höfuðið. Skattkerfið fékk sinn
skammt: Hverjir borga skattana
og í hvað fara þeir?
Þeir segja, að þjóðin sé enn í
dag þungt haldin af fjármála(ó)
læsi. Varla þessir krakkar. Við
tókum „sneiðmynd af lífinu“ (De-
wey) eftir samtímaheimildum og
létum nemendur leita svara. Oft
bar ég þessar tilraunir undir Hörð
til að njóta góðs af gagnrýnum
spurningum hans. Þessa reynslu
tók ég með mér í veganesti vestur
og skráði í námskrá Menntaskól-
ans á Ísafirði – fyrsts framhalds-
skóla.
Það er nefnilega laukrétt sem
Egill Helgason sagði um Hörð,
kennara sinn: Hann var langt á
undan sinni samtíð í þjóðfélags-
rýni sinni. Bækur hans bera því
vitni: „Umbúðaþjóðfélagið“ 1989,
„Þjóðráð“ 1999 og „Að vera eða
sýnast“ 2007. Ég nefni líka til sög-
unnar kennslubók Peters Berger
um félagsfræði, sem þeir Loftur
Guttormsson þýddu, og kom að
góðum notum við að hleypa þjóð-
félaginu inn fyrir áður luktar dyr
skólakerfisins.
Það var Galbraith sem afhjúp-
aði sólund ofneyslunnar í stjórn-
lausum kapítalisma upp úr 1950,
en Rachel Carson sem vakti okkur
til vitundar um ógnina við sjálft líf-
ríkið, sem stafar af sömu öflum,
með tímamótaverki sínu „Silent
Spring“ 1962. „Raddir vorsins
þagna“ heitir það í íslenskri þýð-
ingu 1965. Hörður tók boðskap
beggja um sjálfbæra lifnaðarhætti
alvarlega og fylgdi því eftir í orði
og verki.
Á seinni árum tók Hörður upp á
því að senda vinum og vanda-
mönnum sitt prívat „áramóta-
skaup“, sem var einatt sýnu beitt-
ara en hitt, sem við öll þekkjum.
Þar fékk klisjukennd vanahugsun
fjölmiðlaumræðunnar á baukinn,
eins og hún átti skilið. Undir lokin
skildi hann við okkur með áleitn-
um spurningum um það sem máli
skipti. Þannig hélt hann okkur við
efnið til hinsta dags.
Ég kveð vin minn með þakklæti
og virðingu.
Jón Baldvin Hannibalsson.
Hörður var óvenju hreinskipt-
inn og stefnufastur hugsjónamað-
ur um réttlæti; boðaði og lifði sjálf-
ur eftir boðorðum um umbúðalaust
og sjálfbært þjóðfélag, hjólaði og
leitaði hagkvæmra lausna á hús-
næðis- og samgönguvanda. Mennt-
un og upplýsingu úr ólíkum mál-
heimum taldi hann góða leið til að
koma skynseminni til valda við
ákvarðanir í almannaþágu.
Þau sem miðla fræðum eiga
Herði mikla skuld að gjalda fyrir
þrotlaust brautryðjendastarf hans
í Hagþenki, félagi höfunda fræði-
rita og kennslugagna. Það var
mjög á brattann að sækja þegar
Hörður hóf baráttu sína fyrir því
að höfundar fengju sanngjarnar
greiðslur fyrir vinnu sína, hefðu
tekjur af útgefnum verkum og
gætu sótt í höfundasjóði vegna til-
tekinna verkefna. Sjálfur varð
hann fyrsti formaður Hagþenkis
árið 1983 og allt í öllu á meðan
hann fylkti fleirum með sér í lið
um þennan nýstárlega málstað.
Þegar ég varð formaður félagsins
árið 1996 hafði Hörður tekið allt
starfið að sér undir starfsheitinu
framkvæmdastjóri. Það var því
sérlega þægilegt að sinna baráttu
og hagsmunagæslu fyrir fé-
lagsmenn með hann sér við hlið;
ekki síst í samstarfinu við önnur
höfundarréttarfélög innan Fjölíss
þar sem Hörður hafði setið lengi
og sá til þess að sitt fólk fengi
sanngjarna sneið af kökunni sem
þar var til skipta – og lagði áherslu
á að sú sneið rynni óskert alla leið
inn á reikninga félagsmanna
sjálfra frekar en að étast upp í yf-
irbyggingu félagsins. Félagið
hafði á þessum árum ekki aðra að-
stöðu en borðshorn á heimaskrif-
borði Harðar sjálfs og kostaði því
lítið í rekstri.
Það hafði lengi brunnið á Herði
hve illa höfundum fræðirita gekk
að sækja sér starfslaun í launasjóð
rithöfunda. Þótt lög um sjóðinn
gerðu ráð fyrir fræðibókahöfund-
um hafði framkvæmdin jafnan
verið sú að túlka þau í þágu list-
rænna verka – og athugasemdir
félagsins mættu daufum eyrum.
Við breyttum því stefnunni og
herjuðum nú á yfirvöld um að
stofna sérstakan launasjóð fyrir
okkar höfunda sem við töldum að
lentu á milli sjóða í sjóðakerfi rík-
isins. Björn Bjarnason, þáverandi
menntamálaráðherra, hlustaði á
röksemdir okkar, sá strax að við
höfðum lög að mæla og ákvað að
breyta skipulaginu. Á hátíðarsam-
komu í húsi Rithöfundasambands-
ins hinn 18. desember 1998, þar
sem úthlutað var í fyrsta skipti úr
Bókasafnssjóði höfunda, tilkynnti
hann um farsælar málalyktir
þessa baráttumáls: að ríkisstjórn-
in „hefði samþykkt að stofna sér-
stakan launasjóð fyrir höfunda al-
mennra fræðirita“ eins og sagði í
frétt Morgunblaðsins af þessum
viðburði. Það sýndi sig að mikil
þörf var fyrir sjóðinn og útgáfa
fræðirita hefur notið góðs af síðan.
Á þessu ári gat sjóðurinn aðeins
veitt 15 umsækjendum úrlausn af
þeim 82 sem sóttu. Það er því
löngu tímabært að bæta vel í, bók-
menntalífinu, menntun og upplýs-
ingu landsmanna til hagsbóta og
minningu Harðar til sóma.
Eldhugur Harðar var smitandi
og fékk þau sem í kringum hann
voru til að leggjast á árarnar með
honum; ekki síst vegna þess að
sjálfur dró hann aldrei af sér eða
taldi áratogin sem þurfti til að
komast í áfangastað.
Gísli Sigurðsson.
Margir munu vafalaust minn-
ast Harðar sem eins þeirra manna
sem lögðu drjúgan skerf til um-
ræðu um þróun skóla- og uppeld-
ismála hér á landi á síðari hluta
liðinnar aldar. Ég minnist í þessu
samhengi tveggja daga ráðstefnu
í apríl 1978 sem Alþýðubandalagið
stóð fyrir. Einkunnarorð hennar
voru „Skólinn og þjóðfélagið“.
Hörður var þar í hópi níu frum-
mælenda og fjallaði um „vald-
dreifingu, meira lýðræði og jafn-
rétti innan skólakerfisins“. –
Hann átti á þessum árum sæti í
Fræðsluráði Reykjavíkur sem
fulltrúi Alþýðubandalagsins. Sem
varamaður hans í ráðinu skipt-
umst við oft á skoðunum um þessi
mál, en áhugi minn beindist á
þessum árum ekki síst að iðn-
fræðslunni og tónlistarskólunum.
Oft bar ég undir Hörð ýmislegt
sem ég setti á blað um þessi efni. –
Fyrsta bók Harðar, Umbúðaþjóð-
félagið, uppgjör og afhjúpun, nýr
framfaraskilningur, sem út kom
1989, vakti margan til umhugsun-
ar um vissa þætti umhverfismála.
Hörður og Dóra voru heimilis-
vinir okkar systkinanna fjögurra,
Margrétar, Lofts, Elísabetar og
mín, þegar við bjuggum hjá Guð-
rúnu móður okkar í Bólstaðarhlíð
9 veturinn 1958-’59; Hjörleifur þá
við nám í Þýskalandi. Við Margrét
höfðum þá kynnst Dóru í Söng-
félagi verkalýðssamtakanna,
SVÍR, og ég hafði kynnst Herði í
Æskulýðsfylkingunni og m.a. far-
ið með honum og Dóru á Heims-
mót æskunnar í Moskvu sumarið
1957 sem 176 Íslendingar sóttu;
ungmenni þar eðlilega í miklum
meirihluta. Hörður var í farar-
stjórn íslenska hópsins ásamt
Guðmundi Magnússyni verkfræð-
ingi, Jóni Böðvarssyni kennara og
sr. Sigurjóni Einarssyni. Með í
þessari ferð var góður vinur Harð-
ar og Dóru, Ingólfur A. Þorkels-
son, fv. skólameistari. Á svoköll-
uðum vináttufundum á mótinu tók
Ingólfur lagið með söngkonunni
Hönnu Bjarnadóttur. – Ég minn-
ist skemmtilegrar samverustund-
ar með Herði og Dóru í þrítugs-
afmæli hans, en þar voru Ingólfur
og Rannveig Jónsdóttir eiginkona
hans meðal gesta.
Nýlega fékk ég í hendur dag-
bækur Margrétar systur minnar
frá árunum 1958-1959. Þar segir
hún m.a. frá því hvað við gerðum
okkur helst til gamans þegar góða
gesti, á borð við Hörð og Dóru,
bar að garði í Bólstaðarhlíð 9.
Ósjaldan skemmtum við okkur við
að lesa upp ljóð hvert fyrir annað
ellegar syngja við undirleik Mar-
grétar, sem spilaði ýmist á gítar
eða píanó. Stundum tókum við
upplesturinn eða sönginn upp á
segulband, og skemmtum okkur
síðan við að hlusta á afraksturinn.
– Búta úr þessum upptökum varð-
veiti ég enn. Við fórum líka stund-
um saman á bíó eða í leikhús og á
eftir lögðum við gjarnan leið okk-
ar á Kaffi Höll eða Hótel Borg. –
Hörður og Dóra bjuggu um þetta
leyti í lítilli íbúð við Haðarstíg.
Okkur Sigrúnu er í fersku minni
þegar okkur var trúað fyrir því að
passa Halldóru litlu þar eitthvert
kvöld þegar foreldrar hennar fóru
í leikhús. Seinna fluttu þau þau
hjónin í Mjóuhlíð. Þar var oft glatt
á hjalla.
Við Sigrún sendum börnunum
og öllum aðstandendum hlýjar
samúðarkveðjur.
Gunnar Guttormsson.
Við Hörður Bergmann kynnt-
umst í Félagi róttækra stúdenta
veturinn 1957-58; störfuðum þar
saman fáein ár. Síðar urðum við
samkennarar við Hagaskóla í
Reykjavík. Þar kenndi hann
dönsku og líka íslensku, ég móð-
urmálið nær eingöngu. Í móður-
málskennslunni unnum við náið
saman. Hörður var vel menntaður
og reyndur kennari. Naut ég góðs
af. Við urðum mátar. Íslensku-
kennsluna í gagnfræðadeildum
mótuðum við eftir okkar höfði,
lögðum áherslu á bókmenntir, rit-
smíðar og munnlega tjáningu. Próf
í bókmenntum voru munnleg.
Saman skrifuðum við kennslubók í
ljóðalestri, Ljóðalestur. Sú bók
sætti tíðindum. Horfið var að
mestu frá bókmenntasögulegum
áherslum, en rækt lögð við að
skyggnast eftir eigindum ljóða.
Þar var íslenski módernisminn
fyrst kynntur í kennslubók.
Hörður var mér afar traustur
félagi, látlaus, yfirvegaður og
glöggsýnn. Hann var líka hag-
sýnn. Ef hann sá einhvers staðar í
blaði eða bók eitthvað sem nýta
mátti í kennslunni þá tók hann það
til handargagns til að nota síðar.
Enginn var mér eins hjálplegur
sem hann meðan ég fékkst við
kennslu. Ekki er ég gagnkunnug-
ur þeim bókum sem Hörður skrif-
aði, en ég man hvað mér þótti Um-
búðaþjóðfélagið þörf og lýsandi.
Hörður lét ekkert frá sér fara án
íhugunar. Vandaður maður til
orðs og æðis. Og fór ekki með
fleipur.
Finnur Torfi Hjörleifsson.
Hörður Bergmann