Morgunblaðið - 20.10.2020, Qupperneq 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2020
Raðauglýsingar
Tilboð/Útboð
Tillaga nýs deiliskipulags
Í landi Indriðastaða á svæði er nefnist Dyrholt
Hreppsnefnd Skorradalshrepps samþykkti á 137. fundi sínu þann 10. október 2019 að auglýsa fyrir almenningi og
öðrum hagsmunaaðilum tillögu deiliskipulags 8 frístundalóða í landi Indriðastaða á svæði er nefnist Dyrholt, sbr.
1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Ekki er þörf á lýsingu skipulagsverkefnisins þar sem allar megin-
forsendur deiliskipulags liggja fyrir í Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.
Í megindráttum felur skipulagstillagan í sér 8 nýjar frístundalóðir á 7 ha svæði.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri, 311 Borgarnes og á heimasíðu
sveitarfélagsins www.skorradalur.is frá 20. október til og með 1. desember 2020.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með athugasemdir við tillöguna.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa eigi síðar en þann 1. desember 2020. Skila
skal athugasemdum á skrifstofu sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3, Hvanneyri, 311 Borgarnes eða á netfangið
skipulag@skorradalur.is.
Skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar Smíðar, útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin vinnu-
stofa kl. 9-12. Handavinnuhópur kl. 12-16. MS fræðslu- og félagsstarf
kl. 14-16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Heitt á könnunni, velkomin.
Það þarf að skrá sig í viðburði eða hópa, sími 411-2600.
Boðinn Félagsstarf liggur niðri en opið fyrir matarþjónustu í Boð-
anum, sími 441-9779 ef þið viljið nánari upplýsingar, erum ávalt við
símann.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8.10-11.
Prjónum til góðs kl. 8.30-12. Thai chi kl. 9-10. Hádegismatur kl. 11.30-
12.30. Myndlistarhópurinn Kríur kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30.
Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari uppl. i síma 411-2790.
Garðabær Kæru gestir, íþrótta- og félagsstarfið okkar er lokað tíma-
bundið en Jónshús er opið með fjöldatakmörkun sem er 20 manns í
rými. Minnum á grímuskyldu í Jónshúsi og muna að halda áfram upp
á 2 metra regluna. Tilkynningar um breytingar koma líka fram á face-
booksíðu okkar https://www.facebook.com/eldriborgararfelagsstarf-
gardabaer
Grafarvogskirkja Félagsstarf eldri borgara mun falla niður þriðju-
daginn 20. október vegna ástandsins í samfélaginu.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30. Jóga
kl. 14.30– 15.30.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Helgistund kl. 14.
Korpúlfar Morgunleikfimi útvarpsins kl. 9.45 í dag. Frjáls listmálun
og postulínsmálun með fjarlægðarmörkum f. h. í dag í Borgum.
Helgistund fellur niður út október. Leikfimishópur í Egilshöll frestast í
óákveðin tíma. Spjallahópur í Borgum kl. 13. í lístasmiðjunni í Borg-
um, förum varlega og virðum allar sóttvarnir. Skráning í mat og kaffi.
Við erum öll almannavarnir.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag er hópþjálfun með sjúkraþjálfara
kl. 10.15 í setustofu 2. hæðar. Bókband verður á sínum stað eftir
hádegi, milli kl. 13-17. Eftir hádegi verður einnig söngstund í matsal 2.
hæðar kl. 13.30-14.30. Við minnum á að grímuskylda ríkir í félagsmið-
stöðinni um þessar mundir. Verið velkomin til okkar á Lindargötu 59.
Seltjarnarnes Vegna samkomutakmarkana og lokana þá verður
engin vatnsleikfimi í dag. Kaffispjallið í króknum er á sínum stað fyrir
íbúa Skólabrautar. Ef veður leyfir þá verður púttað á púttvellinum við
Skólabraut kl. 10.30. Minnum á sóttvarnir og grímuskyldu.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á
könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30–12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Leikfimi kl. 13. Bóka-
bíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 13. Kaffi og meðlæti er til
sölu frá kl. 14.3–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur.
Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
Verð 7500
ST. 14-28
NETVERSLUN gina.is
Sími 588 8050.
- vertu vinur
Plöstun
Bílar
Nýir 2020 Mitsubishi Outlander
Hybrid Uppgefin drægni 67 km á raf-
magni. Ótrúlega vel útbúnir bílar á
lágu verði. 800.000 undir listaverði á
5.890.000,-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur fyrir
veturinn, og tek að
mér ýmis smærri
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
mbl.is
alltaf - allstaðar
Vantar þig
fagmann?
FINNA.is
Mín kæra mág-
kona varð bráð-
kvödd miðvikudags-
morgun 30. septem-
ber. Allan þann dag
gat ég ekki trúað því að hún
væri farin, þar sem við systur
kíktum til hennar og Ása bróður
nokkrum dögum áður og hún
svo hress eins og alltaf þegar
við litum inn hjá þeim, mikið
fjör og gaman að spjalla um
heima og geima. Hún var alltaf
tilbúin að hjálpa, var til staðar
þegar ég (Anna) flutti til
Reykjavíkur, hjálpaði mér með-
al annars að fá vinnu og var til
staðar þegar ég þurfti stuðning.
Krafturinn í henni alla tíð
prjónandi lopapeysur í öllum
frítímum.
Elsku Stella, takk fyrir allt,
ég og við systur munum ætíð
sakna þín. Elsku Ási, synirnir
fjórir og fjölskyldur ykkar, okk-
ar dýpstu samúðarkveðjur.
Anna Reykdal og
fjölskylda, Inga Reykdal
og fjölskylda.
Elsku Stella mín.
Undir háu hamrabelti
höfði drúpir lítil rós.
Þráir lífsins vængja víddir
vorsins yl og sólarljós.
(Friðrik Jónsson/
Guðmundur Halldórsson.)
Ég var svo lánsöm að eiga
Stellu og Ása að vinum, ástvin-
um vil ég segja því þannig voru
þau mér kær. Þegar lífið var
grimmt og allt dálítið dimmt þá
gat dagurinn breytt um lit bara
við að heyra í þeim, allt varð
bjartara því hlýjan í minn garð
var svo sterk og umhyggjan var
svo góð og sönn.
Elsku Ási minn, nú er dálítið
dimmt yfir og því verðum við að
rifja upp og muna perluna okk-
ar hana Stellu og minnast allra
góðu og björtu stundanna.
Ástvinum öllum sendi ég mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Góða ferð, góða ferð, góða ferð
góða ferð já það er allt og síðan
bros.
Því ég geymi alltaf vinur það allt er
gafstu mér
góða ferð já vertu sæll og góða ferð.
(Jónas Friðrik.)
Stella mín, yndislega hafðu
þökk fyrir allt.
Góða ferð í sumarlandið.
Þín
Berglind.
Kær vinkona til margra ára-
tuga er fallin frá.
Stella
Stefánsdóttir
✝ Stella Stef-ánsdóttir fædd-
ist 26. júní 1941. Hún
lést 30. september
2020.
Útförin fór fram
14. október 2020.
Kynni okkar
hófust í Melaskóla
þegar við vorum
níu ára og hún
kom úr sveit í
bekkinn okkar.
Hróðmar kennari
sagði við mig: „Ég
veit að þú verður
góð við Stellu.“
Þannig hófst vin-
áttan sem stóð til
síðasta dags henn-
ar.
Á unglingsárunum bjuggum
við hvor í sínum bæjarhlutanum
en ekki rofnaði sambandið. Svo
komu árin þegar báðar voru
uppteknar við húsbyggingar og
barnauppeldi, en ávallt fylgd-
umst við hvor með annarri.
Ferðalög voru alla tíð áhuga-
mál okkar beggja, jafnt innan-
lands sem erlendis, með okkar
fjölskyldum. Er við, komnar vel
yfir miðjan aldur, áttum kost á
ferð í skosku hálöndin ákváðum
við að fara saman. Okkur hent-
aði vel að ferðast saman og
stækka sjóndeildarhringinn.
Ferðin til Skotlands var fyrsta
ferðin okkar saman, en á næstu
16 árum urðu ferðirnar 28 til
framandi landa. Við heimsóttum
flest lönd í Evrópu en einnig
höfðu Kúba og St. Pétursborg í
Rússlandi áhrif á okkur. Alltaf
eitthvað nýtt að sjá og nóg að
ræða um og velta fyrir sér. Við
nutum einnig þess að ferðast
um landið okkar og ekki síst
ótal gönguferðir um Elliðaár-
dalinn þar sem við nutum nátt-
úrunnar og þess er fyrir augu
bar. Ási hennar Stellu sam-
gladdist okkur að eiga þessa
vináttu og „nenna“ þessu sí-
fellda flakki okkar. Og nú er
hún farin í sína hinstu ferð,
ferðina sem bíður okkar allra að
lokum. Ég vil að leiðarlokum
þakka henni fyrir vináttuna og
allar ferðirnar sem við áttum
saman. Sendi Ása og strákun-
um, ásamt öllum í fjölskyldum
þeirra, innilegar samúðarkveðj-
ur.
Edda Rakel Imsland.
Mig setti hljóða þegar ég
frétti af andláti Stellu. Ég
kynntist henni í Gerðubergi fyr-
ir mörgum árum. Við vorum
saman í glerskurði. Við urðum
mjög góðar vinkonur. Hún bauð
mér í mat til sín og við ræddum
saman um margt. Stella var
yndisleg vinkona, hún tók mér
alltaf fagnandi. Við vorum einn-
ig í góðu sambandi á Facebook.
Ég sendi henni oft lög sem hún
hafði gaman af að hlusta á og ég
líka. Elsku Stella mín, ég er þér
þakklát fyrir allar góðu stund-
irnar sem við áttum saman.
Takk fyrir allt, ég mun sakna
þín mikið. Eiginmanni Stellu og
fjölskyldunni allri votta ég mína
dýpstu samúð.
Guðrún Lára Pálsdóttir.
Mamma mín og friðurinn
Hún mamma kunni ekki neitt að óttast
og okkur hinum gat hún veitt sitt lið,
í hjartans kyrrð var alltaf eftirsóttast
að eignast nógu dásamlegan frið.
Já, mömmu minni fylgdi alltaf friður
og frelsið rann sem blóð um æðarnar
og það var ljúft er sæl hún settist niður
því sáttin átti víst sinn bústað þar.
Við kveðjustund hún ekkert upp sér
kippti
en átti von um samfund – seinna meir,
þar ást úr augum skein í hinsta skipti
og skildi eftir frið sem aldrei deyr.
(Kristján Hreinsson)
Finnbogi Auðarson.
Auður Finn-
bogadóttir
✝ Auður Finnbogadóttir fæddist 19. mars1960. Hún varð bráðkvödd 15. sept-
ember 2020. Útför Auðar hefur farið fram.