Morgunblaðið - 20.10.2020, Side 24

Morgunblaðið - 20.10.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér munu berast fréttir sem koma þér skemmtilega á óvart. Sýndu tillitssemi í umferðinni og varastu að reita aðra til reiði. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þarft að ganga í það að leysa ein- hver verkefni heima fyrir en þau hefur þú látið sitja á hakanum allt of lengi. Það kem- ur þér einhver rækilega á óvart. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Einhver öfund gæti komið upp í mannlegum samskiptum svo þú mátt gæta þess að bregðast ekki of harkalega við. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Njóttu þess að vera með börn- unum í dag. Ekki örvænta þótt annríkið sé mikið þessar vikurnar, það eru rólegri tímar í vændum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Heimili manns er þar sem maður er hverju sinni. Vertu reiðubúin(n) að ígrunda að skipta um vinnu eða bæta á þig vinnu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er ætíð gott að eiga fund með góðum vinum. Taktu þeim ekki sem gefn- um. Þér fer fram í tungumálanáminu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú þarft að búa svo um hnútana að ekki verði hægt að koma þér á óvart með aðfinnslum við starf þitt. Leitaðu á önnur mið ef þér líkar ekki eitthvað. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er ekki nóg að sjá bara hinar breiðu línur því einnig þarf að skyggnast undir yfirborðið eftir smáatrið- unum. Bíttu á jaxlinn, þú getur allt sem þú vilt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vegna hæfileika þinna er leitað til þín með sérstakt verkefni. Lykilatriði er að greiða úr deilum strax. 22. des. - 19. janúar Steingeit Hikaðu ekki við að sýna frum- kvæði í dag. Þú slærð í gegn hvar sem þú kemur. Láttu það samt ekki stíga þér til höfuðs. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú getur vel verið ánægð/ur með hlutina eins og þeir eru, en samt leit- að framfara. Reyndu að vera þolinmóð/ur gagnvart einhverjum sem reynir að skipta sér af einkamálum þínum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Reyndu að útskýra þín mál vel fyrir fólki svo engar ranghugmyndir komist á kreik. Reyndu að vera samvinnufús og mætast á miðri leið. sem prófessorinn hans þar hafði styrk frá. „Það var mjög gott að búa í Boston og við vorum mjög ánægð, en hugurinn leitar samt alltaf heim.“ Árni útskrifaðist með doktorsgráðu árið 2002 og starfaði sem nýdoktor við Institute of Cognitive Neurosci- ence, við University College London frá 2002-2004. Fjölskyldan bjó í Cam- bridge en Árni tók bara lestina til London í vinnuna. „Við vorum með litlu dóttur okkar og það var þægi- legra að búa þar en í ys og þys Lund- únaborgar.“ Eftir sjö ára veru erlendis fór fjöl- skyldan til Íslands þar sem Árni fékk lektorsstöðu við HÍ 2004 og hefur starfað þar síðan, nú sem prófessor. Hann hefur verið gífurlega virkur í fræðasamfélaginu og eftir hann liggja yfir 130 vísindagreinar. Árið 2012 skrifaði Árni bókina Innra aug- að, sem var hugsuð sem bók fyrir al- menning um heilann og sjónskynjun. „Ég vildi ekki bara skrifa fyrir aðra fræðimenn, heldur fyrir almenna les- endur sem mér finnst mjög mik- ilvægt að sé gert.“ Hann hefur einnig skrifað kennslubók í tölfræði (Gagna- vinnsla í SPSS). Árni segir að það sé gott að starfa að fræðunum á Íslandi. „Mér hefur gengið vel að afla styrkja til starfsins, t.d. frá Evrópusambandinu, Rann- sóknarsjóði Íslands og Rannsóknar- sjóði HÍ, en ég rek rannsóknarstofu í Sjónskynjun við Háskóla Íslands og er með stóran rannsóknarhóp, ný- doktora og doktorsnema, en ég rek þetta í anda þeirra rannsóknarhópa sem ég var í við Harvard og UCL.“ Rannsóknir Árna eru mjög áhuga- verðar þar sem þær lúta að heila- starfseminni og hvernig heilinn vinn- ur úr upplýsingunum sem hann fær í gegnum sjónáreiti. Árni segir að 50% okkar stærsta líffæris, heilans, komi að úrvinnslu sjónrænna upplýsinga. Í samstarfi við Rúnar Unnþórsson prófessor í verkfræði fékk hann styrk frá Evrópusambandinu til að þróa búnað til að hjálpa blindum að „sjá“. „Við þróuðum búnað þar sem blindir og sjónskertir geta gengið um með kvikmyndavél á höfðinu og upp- lýsingum úr vélinni er breytt í heyrn- skólann í Hamrahlíð og útskrifaðist þaðan árið 1990. „Ég hef alla tíð verið mikill áhugamaður um tónlist og í menntaskólanum fór mikill tími og orka í félagslífið, en þá var ég í hljóm- sveitinni Rosebud ásamt Grími Atla- syni, Degi Kára Péturssyni, Orra Jónssyni og Rúnari Gestssyni.“ Árni segist hafa verið frekar hlédrægur á sviði og ekki verið lengi í sveitinni, en tónlistaráhuginn hefur samt fylgt honum alla tíð og ber myndarlegt gít- arsafn á heimilinu vitni um það. Næsta skref á menntabrautinni var Háskóli Íslands og Árni lauk BS- prófi í sálfræði árið 1996. Við tók eitt ár þar sem Árni vann á Félagsmála- stofnun en síðan var förinni heitið í doktorsnám í Boston við Harvard- háskóla. Hann fór með kærustunni sinni úr háskólanum, Önnu Maríu Hauksdóttur, vestur til Boston, en þau giftu sig 1998 og áttu eldri dóttur sína í Harvard Medical School. Árni fékk Fulbright styrk auk styrks frá Thor Thorsson-sjóðnum, en stærsti hluti námsáranna í Boston var styrktur af ameríska flughernum, Á rni Kristjánsson fæddist í Reykjavík 20. október 1970. Hann ólst upp í Reykjavík og í eitt ár í Edinborg í Skotlandi. „Faðir minn var í doktorsnámi í mál- vísindum í Edinborg og ég var þar í barnaskóla, Stockbridge School, ásamt elstu systur minni, og lærði ensku mjög vel en talaði með mjög sterkum skoskum hreim.“ Þegar fjölskyldan kom til Íslands bjó Árni í Elliðaárdalnum í Rafstöðv- arhverfinu. „Þetta svæði er alveg magnað, svolítil sveit í borg, mikið skóglendi og einangraðra en það er í dag. Við krakkarnir í hverfinu vorum mjög samheldinn hópur og vorum sótt á morgnana með skólabíl til að fara í Ísaksskóla.“ Eins og mörg börn á þessum tíma fór Árni í sveit á sumrin og kynntist bæði Norðaustur- og Norðvest- urlandi því hann var í sveit í Yztafelli í Köldukinn, S.-Þing, og á Fjarð- arhorni í Strandasýslu. Eftir Æf- inga- og tilraunaskóla KHÍ, sem nú er Háteigsskóli, fór Árni í Mennta- Árni Kristjánsson prófessor – 50 ára Snæfellsnes Hér eru Árni og Anna María í sumar á Búðum á Snæfellsnesi á fimmtugsafmæli Önnu Maríu. Heilinn er stærsta skynfærið Madrid Áshildur Margrét og María Kristín á 49 ára afmælisdegi föður síns í fyrra á Spáni. Til hamingju með daginn Kópavogur Emilía Björnsdóttir Björnsson fæddist 11. apríl 2020 kl. 14.30. Hún vó 4.100 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Björn Þórs- son Björnsson og Ginta Regínudóttir. Nýr borgari 30 ára Kristín Ósk er Kópavogsbúi í húð og hár. Hún er lögmaður að mennt. Hún lauk BA-prófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykja- vík árið 2013 og meist- araprófi frá sama skóla árið 2015. Þá hlaut hún málflutningsrétt- indi fyrir héraðsdómi í maí sl. Maki: Heimir Óli Heimisson, f. 1990. Verkstjóri og húsasmiður hjá Gleipni verktökum. Börn: Martin Gauti, f. 2017, og Emilía Kara, f. 2019. Foreldrar: Óskar Friðbjörnsson, f. 1962, pípari, og Sigurbára Sigurðardóttir, f. 1963, hárgreiðslukona. Þau eru búsett í Kópavogi. Kristín Ósk Óskarsdóttir FERSKT OG GOTT PASTA TILBÚIÐ Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM! 40 ára Þráinn fæddist í Reykjavík og býr þar enn. Hann er bygginga- fræðingur og vinnur við verkefnastýringu hjá THG Arkitektum. Helstu áhugamál Þrá- ins eru ferðalög og úti- vist og svo er hann áhugamaður um góð- an bjór. Maki: Maríanna Þórðardóttir, f. 1983, sérfræðingur á sóttvarnarsviði hjá emb- ætti landlæknis. Dætur: Elena Margrét, f. 2001, Rebekka, f. 2009 og Eyja Kristín, f. 2013. Foreldrar: Gunnar Kristinsson, f. 1954, framkvæmdastjóri Búmanna, og Re- bekka B. Þráinsdóttir, f. 1951, vann hjá Icelandair. Þau búa bæði í Reykjavík. Þráinn Fannar Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.