Morgunblaðið - 20.10.2020, Side 26
SUND
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
„Ég keppti síðast fyrir alvöru í
desember á síðasta ári. Ég gæti
ekki verið spenntari,“ sagði sund-
maðurinn Anton Sveinn McKee
þegar Morgunblaðið náði tali af
honum í gær. Anton var þá staddur
á flugvellinum í München og beið
eftir flugi til Budapest en hann
mun á næstunni keppa í atvinnu-
mannadeild í sundi í Ungverja-
landi. Deildin var stofnuð í fyrra og
keppir Anton Sveinn fyrir Toronto
Titans í Kanada.
„Það má segja að þetta sé á viss-
an hátt framhald af þeirri stemn-
ingu sem maður kynntist í há-
skólakeppnunum í Bandaríkjunum.
Þá keppti maður fyrir lið og stigin
sem maður fékk skiptu máli fyrir
skólann og skólaliðið. Ég mun
leggja mig allan fram til að hjálpa
liðinu í á mótunum í Ungverja-
landi,“ sagði Anton en um leið fær
hann tækifæri til að sjá hvar hann
stendur á þessum tímapunkti.
„Ég er mjög heppinn að vera í
þeirri stöðu að hafa náð ólympíu-
lágmarkinu. Ég þarf því ekki að
stóla á að komast í einhver mót á
næsta ári til að reyna við lágmark-
ið. Ég gæti hins vegar ekki verið
ánægðari með að fá tækifæri til að
keppa núna til að sjá hvar ég stend.
Það er auðvitað ekki það sama að
æfa og keppa. Maður þarf að keppa
reglulega til að komast í keppn-
isform. Þetta verður því gott stöðu-
mat. Í framhaldinu mun maður
skoða hvernig frammistaðan var og
í janúar byrjar væntanlega sex
mánaða æfingatörn fyrir Ólympíu-
leikana næsta sumar.“
Anton mun keppa við marga af
bestu sundmönnum heims í Ung-
verjalandi. Fari svo að atvinnu-
mannadeildin festi sig í sessi gæti
það breytt nokkuð umhverfinu hjá
besta sundfólki heims á milli stór-
móta.
Í góðum málum í Virginíu
„Ég kem til með að synda 50, 100
og 200 metra bringusund en mun
einnig synda bringusund í boð-
sundinu. Mér sýnist að besta sund-
fólk heims sjái þessa deild sem gott
tækifæri. En einhverjir taka ekki
áhættuna á því að ferðast og eru
því ekki með. Ferðatakmarkarnir
vegna kórónuveirunnar hafa ein-
hver áhrif á það hverjir eru með í
ár. Til dæmis hjá Áströlum.
Þetta er annað árið sem deildin
er í gangi og nú var tveimur liðum
bætt við. Annað þeirra hafði bara
samband við mig til að vera í þeirra
liði. Deildin er alger nýjung og ver-
ið er að reyna að búa til atvinnu-
mannalið. Sundið hefur ekki verið
skemmtilegasta íþróttin til að
horfa á og með þessu er reynt að
gera sundið að aðlaðandi söluvöru.
Æfingaumhverfið mun kannski
einnig breytast í framtíðinni ef
þetta verður til þess að sundfólkið
æfi hjá þessum atvinnumannalið-
um. Nú er bara eitt þessara liða
með sitt sundfólk hjá sér á æfing-
um. Í framtíðinni gæti til dæmis
verið möguleiki eftir háskóla að
ganga til liðs við atvinnumannalið
og æfa með því.“
Sjálfur segist Anton Sveinn vera
í góðum höndum en hann hefur æft
undir handleiðslu þrautreynds
þjálfara í Virginíu í Bandaríkj-
unum og er í góðu æfingaumhverfi.
„Ég hef verið að æfa hjá Sergio
López Miró og mun gera það
áfram. Hann hefur þjálfað hefur
marga gullverðlaunahafa á Ólymp-
íuleikum. Allir sem eru að æfa með
mér eru einnig að undirbúa sig fyr-
ir ólympíuleikana. Er þetta mjög
gott æfingaumhverfi og gott að
hafa fólk í kringum sig með sömu
markmið,“ sem ferðast sem sagt
frá Virginíu til Ungverjalands og
aftur til baka að mótunum loknum.
Hann segist þurfa að gangast undir
nokkur kórónuveirupróf og fer í
sjálfskipaða sóttkví þegar hann
snýr aftur til Bandaríkjanna.
Spennandi
verkefni hjá
Antoni Sveini
Keppir við marga þeirra bestu í
heimi í nýlegri atvinnumannadeild
Morgunblaðið/Eggert
Ungverjaland Anton Sveinn McKee fær næg verkefni næstu vikurnar.
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2020
England
WBA – Burnley ........................................ 0:0
Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 69
mínúturnar með Burnley.
Leeds – Wolves......................................... 0:1
Staðan:
Everton 5 4 1 0 14:7 13
Aston Villa 4 4 0 0 12:2 12
Liverpool 5 3 1 1 13:13 10
Leicester 5 3 0 2 12:8 9
Arsenal 5 3 0 2 8:6 9
Wolves 5 3 0 2 5:7 9
Tottenham 5 2 2 1 15:8 8
Chelsea 5 2 2 1 13:9 8
West Ham 5 2 1 2 11:7 7
Leeds 5 2 1 2 9:9 7
Manch.City 4 2 1 1 7:7 7
Southampton 5 2 1 2 8:9 7
Newcastle 5 2 1 2 7:9 7
Crystal Palace 5 2 1 2 6:8 7
Manch.Utd 4 2 0 2 9:12 6
Brighton 5 1 1 3 9:11 4
WBA 5 0 2 3 5:13 2
Burnley 4 0 1 3 3:8 1
Sheffield Utd 5 0 1 4 2:7 1
Fulham 5 0 1 4 4:12 1
Svíþjóð
Djurgården – Malmö............................... 3:2
Arnór Ingvi Traustason kom inn á sem
varamaður hjá Malmö á 64. mínútu.
Helsingborg – Häcken ............................ 0:0
Oskar Tor Sverrisson var ónotaður vara-
maður hjá Häcken.
Staða efstu liða:
Malmö 24 13 8 3 48:24 47
Norrköping 24 11 6 7 49:35 39
Häcken 23 10 9 4 36:22 39
Elfsborg 24 9 12 3 39:32 39
Djurgården 23 10 6 7 35:27 36
Hammarby 24 9 9 6 38:35 36
Umeå – Kristianstad ............................... 0:4
Svava Rós Guðmundsdóttir lék ekki með
Kristianstad vegna meiðsla. Elísabet
Gunnarsdóttir þjálfar liðið.
Staða efstu liða:
Gautaborg 19 14 3 2 42:9 45
Rosengård 19 12 5 2 49:12 41
Kristianstad 19 12 3 4 39:26 39
Linköping 19 11 3 5 29:24 36
Vittsjö 19 8 4 7 28:28 28
Bandaríkin
Columbus Crew – New York City ......... 3:1
Guðmundur Þórarinsson kom inn á hjá
New York á 62. mínútu.
Katar
Al-Arabi – Umm-Salal............................. 2:1
Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn
með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar
liðið.
Tyrkland
B-deild:
Akhisarspor – Menemen......................... 0:0
Theódór Elmar Bjarnason lék fyrstu 72
mínúturnar með Akhisarspor.
Danmörk
Aarhus – Kolding ................................ 33:24
Ágúst Elí Björgvinsson varði tvö skot í
marki Kolding.
Staðan:
Aalborg 15, GOG 14, Mors 13, Bjerringbro/
Silkeborg 12, Skjern 11, Tvis Holstebro 10,
Skanderborg 9, SönderjyskE 9, Aarhus 8,
Kolding 8, Fredericia 4, Ribe-Esbjerg 3,
Lemvig 2, Ringsted 0.
Fyrstu leikirnir í riðlakeppni Meist-
aradeildar karla í fótbolta fara
fram í kvöld. Stórleikur kvöldsins
er á dagskrá í París þar sem Frakk-
landsmeistarar París SG taka á
móti Manchester United. Liðin eru í
H-riðli keppninnar ásamt RB Leip-
zig og Istanbúl Basaksehir sem eig-
ast við í Þýskalandi á sama tíma.
Chelsea fær Evrópudeildarmeist-
arana Sevilla frá Spáni í heimsókn
til London í öðrum stórleik en með
þeim í E-riðlinum eru Rennes og
Krasnodar sem eigast við í Frakk-
landi.
Barcelona fær ungversku meist-
arana Ferencváros í heimsókn í G-
riðli en í liði Ferencváros eru
nokkrir þeirra ungversku lands-
liðsmanna sem mæta Íslandi í
Búdapest 12. nóvember. Dynamo
Kiev og Juventus mætast í hinum
leik riðilsins.
Loks er leikið í F-riðli þar sem
Zenit fær Club Brugge í heimsókn
til Pétursborgar og Lazio tekur á
móti Dortmund í Róm. Hinir átta
leikirnir fara fram annað kvöld.
Stórleikir í Par-
ís og London
Grindvíkingar tilkynntu í gær að
serbneski markvörðurinn Vladan
Djogatovic yrði ekki með þeim í
þremur síðustu umferðum 1. deild-
ar karla í knattspyrnu, verði þær
leiknar. Hann er farinn heim til
Serbíu en Grindvíkingar skýrðu
jafnframt frá því að samið hefði
verið við Djogatovic um að leika
með þeim áfram á næsta ári. Það
verður hans þriðja tímabil. Þá hef-
ur enski framherjinn Jonathan
Ngandu yfirgefið Keflavík en hann
kom í láni frá Coventry í haust og
lék fjóra leiki með liðinu.
Markvörðurinn fer
en kemur aftur
Grindavík Vladan Djogatovic
verður sitt þriðja ár með liðinu.
Íslenska kvennalandsliðið í knatt-
spyrnu fer í dag til Gautaborgar til
að búa sig undir leikinn gegn Svíum
í undankeppni EM sem þar fer fram
eftir viku, þriðjudaginn 27. októ-
ber. Ástæðan fyrir því hve snemma
er farið er sú að ekki er hægt að
koma saman til að æfa á höfuðborg-
arsvæðinu vegna sóttvarnareglna.
Svigrúm er til að koma saman þetta
snemma vegna þess að lands-
leikjahléið er þegar byrjað og sum
liðanna spila líka í vikunni. Svíar
mæta t.d. Lettum í Gautaborg á
fimmtudaginn kemur.
Fara til Gauta-
borgar í dag
Morgunblaðið/Eggert
Gautaborg Landsliðskonurnar
verða í viku á leikstaðnum.
The International Swimming League er fyrsta alþjóðlega atvinnu-
mannadeildin í sundíþróttinni og var komið á fót árið 2019. Í deildinni eru
tíu lið og eru með yfir 300 af bestu sundmönnum heims innanborðs. Nú var
tveimur nýjum liðum bætt við, Tokyo Frog Kings og Toronto Titans. Síð-
arnefnda liðið fékk Anton Svein McKee til liðs við sig.
Um liðakeppni er að ræða þar sem fjögur lið keppa hvert á móti öðru.
Hvert lið sendir tvo sundmenn í hverja grein sem vinna sér inn stig eftir
sætaröð. Sundmennirnir eru því minna að hugsa um tímana heldur hvar
þeir eru í röðinni. Einnig er keppt í boðsundi en þar er hægt að fá tvöföld
stig. Auk þess er keppt í útsláttarkeppni sem gefur flest stig.
Keppnin hefst 24. október en fjögur mót eru á dagskránni fram í miðjan
nóvember. 24.-25. október, 2.-3. nóvember, 9.-10. nóvember og 14.-15. nóv-
ember. Anton Sveinn mun því dvelja í nokkurn tíma í Ungverjalandi en
hann er öruggur um keppnisrétt á Ólympíuleikunum næsta sumar.
Stigum safnað í liðakeppni
Hermann Hreiðarsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í
knattspyrnu og atvinnumaður á Englandi í fimmtán ár,
frá 1997 til 2012, hefur framlengt samning sinn sem
þjálfari Þróttar úr Vogum og stýrir liðinu áfram á
keppnistímabilinu 2021.
Hermann tók við liði Þróttar 9. júlí þegar Brynjar
Gestsson þurfti að draga sig í hlé vegna veikinda. Undir
stjórn Eyjamannsins hefur liðið unnið ellefu leiki af sex-
tán í 2. deild karla og er tveimur stigum á eftir Selfossi í
baráttu liðanna um að komast upp í 1. deildina.
Þróttur hefur aldrei áður náð jafnlangt á Íslands-
mótinu. Félagið náði sínum besta árangri í fyrra þegar
það endaði í fimmta sæti 2. deildar en það leikur aðeins í þriðja sinn í þeirri
deild á yfirstandandi keppnistímabili.
Hermann áfram í Vogum
Hermann
Hreiðarsson
Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í
knattspyrnu og leikmaður Burnley, byrjaði sinn fyrsta
leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar liðið
heimsótti WBA á The Hawthorns í West Bromwich í
gær. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Jóhann
átti fínan leik á hægri kantinum og fékk 6 í einkunn fyrir
frammistöðu sína hjá Sky Sports. Þá voru þetta fyrstu
stig Burnley í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en liðið
hefur byrjað tímabilið illa og hafði tapað fyrstu þremur
leikjum sínum áður en kom að leik gærdagsins. Þetta
var annar deildarleikurinn sem Jóhann kemur við sögu í
á tímabilinu en hann kom inn á sem varamaður gegn
Newcastle í byrjun október. Jóhann hefur verið afar óheppinn með meiðsli
undanfarin tímabil og byrjaði aðeins sex deildarleiki á síðustu leiktíð.
Í byrjunarliðinu í fyrsta sinn
Jóhann Berg
Guðmundsson