Morgunblaðið - 20.10.2020, Síða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2020
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Bókaútgáfan Sæmundur gefur út
þrjátíu og eina bók af ýmsum
stærðum fyrir þessi jól. Fyrr á
árinu kom úr smásagnasafn Böðv-
ars Guðmundssonar sem hann
nefnir Fyrir daga farsímans. Þá
kom einnig út Aldrei nema kona,
heimildaskáldsaga eftir Svein-
björgu Sveinbjörnsdóttur sem
fylgir þremur ættliðum kvenna í
Skagafirði á átjándu og nítjándu
öld.
Í skáldsögunni Síðustu dagar
Skálholts segir Bjarni Harðarson
frá endalokum biskupsstóls í Skál-
holti, en bókin er sú þriðja sem
hann ritar um hnignun Skálholts-
stóls, áður eru komnar Í skugga
drottins og Í gullhreppum.
Síðasta barnið eftir Guðmund
Brynjólfsson er sjáfstætt framhald
bókanna Eitraða barnið og Þögla
barnið, en allar eru bækurnar saka-
málasögur sem gerast um þarsíð-
ustu aldamót. Stigið á strik er einn-
ig glæpasaga, sú þriðja sem Ingvi
Þór Kormáksson skrifar, en hann
hlaut glæpasagnaverðlaunin Gadda-
kylfuna árið 2009.
Frásaga Jóns Jónssonar eftir
Börk Gunnarsson er saga af and-
hetju vorra tíma. Appelsínuguli
drekinn er fjórða barnabók Ólafar
Völu Ingvarsdóttur, myndskreytt af
listakonunni.
Af ljóðabókum Sæmundar er
fyrst að nefna bækur tveggja
skáldkvenna sem ekki hafa áður
kvatt sér hljóðs, þeirra Valgerðar
Brynjólfsdóttur á Leirubakka með
ljóðabókina Öldufax og bók Elínar
Gunnlaugsdóttur tónskálds, Er
ekki á leið, strætóljóð. Vél heitir ný
bók Steinunnar Arnbjargar Stef-
ánsdóttur og finnski verðlaunahöf-
undurinn Tapio Koivukari hefur ort
um Innfirði. Bókin Birtingaljóð hef-
ur að geyma kveðskap Sigurðar
Ágústssonar tónskálds og tveggja
barna hans. Segðu það steininum
er ljóðaúrval Jóhönnu Steingríms-
dóttur frá Árnesi, gefið út nú þegar
100 ár eru liðin frá fæðingu hennar.
Einnig er skáldverkið Tvöfalt
gler eftir Halldóru Thoroddsen gef-
ið út að nýju til minningar um
skáldkonuna, sem lést í sumar.
Af bókum almenns eðlis má
nefna framhald af Kindasögum
Guðjóns Ragnars Jónassonar og
Aðalsteins Eyþórssonar, sem heitir
einfaldlega Kindasögur, 2. bindi, en
að þessu sinni er þar bæði fjallað
um framliðnar kindur og Sauð-
fjárverndina. Ragnar S. Ragn-
arsson hefur svo safnað saman sög-
um af mótoráhugamönnum í
Mótorhausasögum.
Nýkomin er bókin Þjóð gegn
sjálfsvígum eftir sálfræðinginn Wil-
helm Norðfjörð og er rit helgað
sjálfsvígsfræðum og forvörnum á
því sviði.
Nýkomið er út fjögurra binda
verk sem ber heitið Samvinna á
Suðurlandi, eftir Guðjón Frið-
riksson sagnfræðing. Í verkinu er
rakin héraðs- og verslunarsaga
Suðurlands allt frá 19. öld og fram
á þá 21. með fjölda mynda.
Tvö fræðirit á sviði bókmennta-
fræði koma út hjá Sæmundi á
árinu. Hið fyrra er Fræðaskjóða
eftir Bergljótu Soffíu Kristjáns-
dóttur, prófessor í íslenskum bók-
menntum, og Ritdómar eftir Auði
Aðalsteinsdóttur, ritstjóra Hug-
rásar og doktor í bókmenntafræði
við íslensku- og menningardeild
Háskóla Íslands. Þá gefur Sæ-
mundur út í samvinnu við Má Jóns-
son prófessor í sagnfræði og Sögu-
setrið 1627 í Vestmannaeyjum ný
og áður óútgefin handrit að Reisu-
bók Ólafs Egilssonar með ítarefni.
Fræðaþulurinn Þórður Tómasson í
Skógum sendir einnig frá sér bók,
að þessu sinni um gestakomur, Það
er kominn gestur.
Saga guðanna eftir Þórhall
Heimisson, rithöfund, leiðsögumann
og prest, trúarbragðasaga heims-
ins, kom út fyrir stuttu og einnig
Síðasta dagblaðið á vinstri vængn-
um eftir Elías Snæland Jónsson,
þar sem hann rifjar upp svipting-
arnar þegar öll vinstri blöðin hurfu
af markaði.
Bókin Vonarskarð segir frá ævin-
týralegri gönguferð Stolzenwald-
feðga þvert yfir landið við lok
seinni heimsstyrjaldarinnar. Höf-
undurinn, Gústav Þór Stolzenwald,
fléttar hér ferðasögu feðganna
saman við ótrúlega fjölskyldusögu.
Í bókinni Stærri en banvæn mis-
tök eftir Auðbjörgu Reynisdóttur,
hjúkrunarfræðing sem missti barn
sitt, ræðir Auðbjörg um læknamis-
tök í víðu og fræðilegu samhengi.
Einnig gefur Sæmundur út að
nýju eina mest lesnu og áhrifa-
mestu bók Íslandssögunnar, Litlu
gulu hænuna, með myndum Iðunn-
ar Örnu sem draga dám af þeim
myndum sem voru í upprunalegri
útgáfu.
Loks er að geta þriggja ævi-
sögulegra verka Sæmundar þar
sem viðamest er endurútgáfa á bók
sr. Helga Konráðssonar um Bertel
Thorvaldsen, en hún kemur út 19.
nóvember þegar 250 ár eru liðin frá
fæðingu listamannsins. Formálsorð
ritar Guðni Th. Jóhannesson forseti
Íslands en eftirmáli er eftir Stefano
Grandesso, einn fremsta sérfræð-
ing heims um verk Thorvaldsens.
Bókin Sigríður á Tjörn, minn-
ingar og myndbrot frá langri ævi
er eftir Sigríði Hafstað á Tjörn í
Svarfaðardal.
Þriðja ævisaga Sæmundar er
endurminningabók Ingimundar
Gíslasonar augnlæknis sem heitir
Úr hugarfylgsnum.
Af þýddum bókum má nefna
skáldsöguna Valdimarsdagur sem
Kim Leine byggir á nöturlegri
morðsögu föðurafa síns.
arnim@mbl.is
Glæpasögur, ævisögur
og litla gula hænan
Sæmundur gef-
ur út á fjórða tug
bóka fagurbók-
menntir og fræði í
bland
Bjarni
Harðarson
Valgerður
Brynjólfsdóttir
Elín
Gunnlaugsdóttir
Guðmundur
Brynjólfsson
Steinunn Arnbjörg
Stefánsdóttir
Halldóra Kristín
Thoroddsen
Bergljót Soffía
Kristjánsdóttir
Sigríður Hafstað
á Tjörn
Listræn. Draumkennd.Hugrökk. Samhengislaus.Fjögur orð sem ná aðmestu leyti utan um ljóð-
söguna Þagnarbindindi, fyrstu
skáldsögu Höllu Þórlaugar Ósk-
arsdóttur. Um er
að ræða fallega
sögu af sam-
böndum og sam-
bandsslitum aðal-
persónunnar sem
er hvergi nefnd á
nafn. Höfundur
setur fram ýmsar
vangaveltur um
lífið og dauðann
og veitir lesandanum innsýn í veröld
ungrar konu í leit að sjálfri sér.
Konur skapa söguþráð bókar-
innar enda eru persónur hennar
nánast einungis af einu kyni og er
femínisminn áþreifanlegur þótt
hann sé ekki orðaður beinlínis.
Uss, sagði bróðir minn. Uss, sagði
læknirinn. Ekki vera með læti.
Sagan fetar erfiðan veg á milli
skáldsögu og ljóðs og tekst höfundi
ágætlega upp hvað það varðar. Þó
verður að segjast eins og er að sag-
an er á tíðum nokkuð samhengis-
laus og erfitt fyrir lesandann að
halda þræði. Það er frískandi að sjá
óhefðbundinn stíl Höllu Þórlaugar
sem sýnir mikið hugrekki með
Þagnarbindindi. Orð hennar eru
valin af kostgæfni og samlíkingar
úthugsaðar.
Maður ber ábyrgð á ástinni eins og
gæludýrum. Að gefa þeim að borða,
sýna hlýju, klappa þeim og strjúka,
ormahreinsa, bólusetja og svo – þegar
tíminn kemur – lóga þeim.
Undirrituð hlakkar strax til að
lesa næsta verk Höllu Þórlaugar.
Þagnarbindindi veit á gott og er
Halla Þórlaug líklega rithöfundur
sem skynsamlegt er að fylgjast með
frá upphafi.
Halla Þórlaug „Sagan fetar erfiðan veg á milli skáldsögu og ljóðs og tekst
höfundi ágætlega upp,“ skrifar rýnir og segir höfund sýna mikið hugrekki.
Stígur milli skáld-
sögu og ljóðs
Ljóðsaga
Þagnarbindindi
bbbmn
Eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur.
Benedikt bókaútgáfa, 2020. Kilja,
94 bls.
RAGNHILDUR
ÞRASTARDÓTTIR
BÆKUR
Belgísku leikstjórarnir og bræð-
urnir Jean-Pierre og Luc Dardenne
hlutu Lumière-verðlaunin á Lumi-
ère-kvikmyndahátíðinni í Lyon í
Frakklandi sem lauk um helgina.
Var þetta í 12. skipti sem hátíðin er
haldin.
Dardenne-bræður hafa notið mik-
illar athygli og hlotið viðurkenn-
ingar fyrir fjölda kvikmynda sem
þeir hafa gert á undanförnum aldar-
fjórðungi, bæði heimildar-
kvikmyndir og leiknar.
Hátíðin er tileinkuð sögu kvik-
myndanna og eru ætíð sýndar eldri
merkilegar kvikmyndir, gjarnan
uppgerðar, og í dagskránni fjallað
um sögu og áhrif kvikmynda.
Dardenne-bræður heiðraðir
Hlutu heiðurs-
verðlaun Lumière-
hátíðar í Lyon
AFPHylltir Jean-Pierre og Luc Dardenne með verðlaunagripi á sviði í Lyon.
Merkilegt bréf sem tengist mót-
unarsögu hljómsveitarinnar Bítl-
anna verður á næstunni boðið upp í
Bretlandi. Bréfið var skrifað af Bri-
an Epstein, umboðsmanni hljóm-
sveitarinnar, og sent Joe Flannery,
sem sá um bókanir hljómsveit-
arinnar á árunum 1962 til ’63, en
hann lést í fyrra.
Í bréfinu sem er frá janúar 1962
skrifar Epstein um þá ákvörðun
sína að reka þáverandi trommara
sveitarinnar, Pete Best, og ráða
Ringo Starr í hans stað.
Bréf Epsteins um að reka Best boðið upp