Morgunblaðið - 20.10.2020, Page 29

Morgunblaðið - 20.10.2020, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan    The Guardian The Times The Telegraph Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is MÖGNUÐ MYND SEM GAGNRÝNENDUR HLAÐA LOFI :    Roger Ebert.com San Fransisco Cronicle The Playlist 88% SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR. Ungt kvikmyndaáhugafólk er hvatt til þess að taka þátt í Kvikindahátíð svokallaðri sem fram fer í vetur og er liður í menningarverkefninu „Kvik- myndagerð fyrir alla“ sem er á veg- um verkefnisins List fyrir alla. „Kvik- myndagerð fyrir alla“ hvetur til virkrar þátttöku unglinga í elstu bekkjum grunnskóla og er námsefni nú aðgengilegt þar sem áhugasamir eru leiddir í gegnum ferlið við að búa til stuttmynd, segir í tilkynningu. Í þessu námsefni er fjallað um skap- andi og tæknilega hluta kvikmynda- gerðar á borð við handritaskrif, leik- stjórn, kvikmyndatöku, klippingu og hljóðvinnslu og einnig veitt innsýn í líf og störf sex ólíkra listamanna á sviði kvikmyndagerðar, þeirra Berg- steins Björgúlfssonar kvikmynda- tökustjóra, Elísabetar Ronaldsdóttur klippara, Baldvins Z leikstjóra, Hild- ar Guðnadóttur tónskálds, Gunnars Árnasonar hljóðmanns og Ísoldar Uggadóttur, handritshöfundar og leikstjóra. Alls konar kvikindi Um stuttmyndakeppnina Kvik- indahátíð segir á vef Listar fyrir alla að nemendur í 8.-10. bekk grunnskóla hér á landi getið verið með og það sem keppendur þurfi að gera sé að búa til stuttmynd sem tengist þema ársins og senda í keppnina á netinu á veita.listfyriralla.is/stuttmynda- samkeppni/. Þema keppninnar er kvikindi og segir á vefnum að fólk á Íslandi hafi frá upphafi byggðar sagt sögur af skrímslum og óvættum sem hafi brugðið sér í margra kvikinda líki, frá mannfólki og dýrum yfir í óhugn- anleg skrímsli. „Þessi kvikindi hafa svo öðru hvoru villst inn í mannheima þar sem þau hafa valdi usla. Hvað ef ógurlegt kvikindi myndi villast inn í þitt líf, fjölskyldu og vina?“ segir á vefnum. Sjö mínútur Dómnefnd mun fara yfir allar inn- sendar stuttmyndir og veita viður- kenningar í nokkrum flokkum og velja myndir til sýninga á Kvikinda- hátíðinni sem haldin verður í Bíó Paradís. Myndir skal senda inn í síð- asta lagi 23. nóvember og mun Kvik- indahátíðin fara fram 6. desember. Gott er að miða við að myndin sé ekki lengri en sjö mínútur. Til að senda inn mynd þarf fyrst að hlaða henni upp á efnisveitu á borð við YouTube eða Vimeo svo hægt sé að senda slóð- ina. Þátttakendur eru hvattir til að skoða fyrrnefnt námsefni á veita.list- fyriralla.is/kvikindahatid/. Vilja efla miðlalæsi og kvikmyndamenntun „Það er okkur hjartans mál að efla miðlalæsi og kvikmyndamenntun hér á landi og ég hef trú á því að þessi fræðsla og tækifæri muni tendra áhuga hjá mörgum,“ segir Lilja Al- freðsdóttir, mennta- og menningar- málaráðherra, í tilkynningu vegna þessa og Elfa Lilja Gísladóttir, verk- efnastjóri Listar fyrir alla, segir að við lifum á tímum sjónrænna miðla og séum umkringd myndum alla daga og sumar nætur jafnvel. „Ungt fólk hef- ur gríðarlegan áhuga á kvikmynda- gerð og myndmiðlun, það er vaxandi og spennandi atvinnugrein og stefna stjórnvalda er að efla miðlalæsi. Fræðsla og þátttaka er mikilvægur partur af því – við hvetjum alla til að spreyta sig, fræðast og vera með,“ segir hún. Hrollur Úr kynningarmyndbandi fyrir stuttmyndahátíðina. Líklega er hér uppvakningur á ferli um ónefnda borg. Hin ýmsu kvikindi  Stuttmyndakeppni fyrir nemendur í 8.-10. bekk  Kvik- indi þema keppninnar og kvikmyndafræðsla í boði á netinu Við upphaf klassískra teiknimynda frá Disney sem hægt er njóta á streymisveitu fyrirtækisins, Disney +, hefur nú verið bætt við í byrjun myndanna 12 sekúndna löngum upplýsingatexta þar sem bent er á neikvæðar birtingar- og staðal- ímyndir ólíkra kynþátta sem megi sjá í teiknimyndurnum. Varað er við því að í myndunum megi líka sums staðar sjá illa framkomu gagnvart fólki og ólíkri menningu. Meðal teiknimynda sem slík við- vörun hefur verið sett á eru Pétur Pan, Hefðarkettirnir og Fíllinn Dúmbó. Í textanum við upphaf myndanna segir að margar þær staðalímyndir sem dregnar séu upp af fólki í þeim hafi verið rangar þegar myndirnar voru gerðar og séu það enn. En frekar en að klippa slíkt út úr myndunum sé kosið að benda á þau skaðlegu áhrif sem slík sýn á fólk og menningarheima geti haft, af því megi læra og ræða til að skapa betri sýn og efni í framtíðinni. Disn- ey vilji skapa uppörvandi sögur sem endurspegli ríkulega fjöl- breytni mannlegrar upplifunar hvar sem er. Disney varar við staðalímyndum Asíuköttur Hefðarkettirnir er ein teikni- mynda Disney sem varað er við neikvæð- um staðalímyndum ens og þessari í. Bandaríska kvik- myndaleikkonan Rhonda Fleming er látin 97 ára að aldri. Fleming lék í fjölda kvik- mynda um miðja síðustu öld og var iðulega köll- uð kyntákn en fagurrauður haddur hennar og græn augu þóttu njóta sín einstaklega vel á hvíta tjaldinu í litapalettu Technicolor- tækninnar. Fleming lék í fjölda kúreka- og ævintýramynda af ýmsu tagi, auk dramatískra glæpamynda. Hún lék til að mynda prinsessu á móti Bing Crosby í A Connecticut Yankee in King Arthur’s Court (1949), unn- ustu Wyatts Earps sem Burt Lan- caster lék í Gunfight at the O.K. Corral (1957) og á móti Bob Hope í The Great Lover (1949). Þá minnast margir leiks Fleming í Out of the Past (1947), þar sem mótleikararnir voru Robert Mitchum og Kirk Dou- glas. Hún söng í mörgum mynd- anna og söng oft um tíma á sviði. Kvimyndaleikkonan Rhonda Fleming öll Rhonda Fleming Danska kvikmyndin Druk, eða Of- drykkja, hlaut verðlaun sem sú besta á kvikmyndahátíðinni í Lond- on um helgina. Kvikmyndin var sýnd á RIFF og er leikstýrt af Thomas Vinterberg, einum þekkt- asta leikstjóra Danmerkur. Mads Mikkelsen fer með aðal- hlutverkið og leikur í myndinni kennara sem ákveður að halda ákveðinni prósentu áfengis í blóð- inu í von um að verða ánægðari með lífið. Þrír starfsbræður hans og vinir gera sömu tilraun sem leið- ir til ýmissa vandræða. Kvikmynda- hátíðin fór að miklu leyti fram á netinu líkt og verðlauna- afhendingin en einhver kvik- myndahús sýndu þó kvikmyndir í sölum sínum, m.a. BFI South- bank í London og nokkur fyrir utan höfuðborgina með takmörkuðum fjölda gesta vegna farsóttarinnar Covid-19. Ofdrykkja talin best á hátíð í London Mads Mikkelsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.