Morgunblaðið - 23.10.2020, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020
Óðinsgötu 1 | 101 Reykjavík | Sími 834 1809 | boel.is
boel | boelisland
Gæði,
glæsileiki
& þægindi
Síðasta sýningarhelgi
ÚTHVERFA
Opið virka daga
10–18,
Laugardaga 12–16
Lokað á sunnudögum
MAGGA EDDUDÓTTIR
Listamannaspjall kl. 14
laugardaginn 24. október
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
É
g varð mjög heilluð af
þessum gömlu bókum
þegar ég las þær fyrst
fyrir þó nokkrum ár-
um, en þær geyma
sagnaþætti af ljósmæðrum frá seinni
hluta nítjándu aldar og byrjun þeirra
tuttugustu. Þegar ég svo las þær aft-
ur fyrir tveimur árum þá kviknaði
þessi hugmynd að gera eitthvað með
þennan efnivið,“ seg-
ir Kristín Svava
Tómasdóttir, sagn-
fræðingur og rithöf-
undur, sem sendi ný-
lega frá sér ljóða-
bókina Hetjusögur,
en þar yrkir hún ljóð
upp úr ritinu Ís-
lenskar ljósmæður
I-III, sem kom út
um miðja síðustu
öld.
„Frásagnir af
ljósmæðrum í þess-
um bókum falla að
sumu leyti undir
þjóðlegan fróðleik
og þar á meðal
hrakningasögur, því þessar konur
lentu sannarlega í miklum hrakn-
ingum. Það er sjaldgæft að konur
komi við sögu í hrakningasögum
fyrri tíma, til dæmis eru persónur
nánast einvörðungu karlar í bók-
unum Hrakningar á heiðavegum.
Mér finnst alveg magnað að lesa
þessar sögur þar sem ljósmæður eru
í aðalhlutverkum og þetta eru ekkert
minni afrekasögur en þær sem til eru
af körlum. Ljósmæður þurftu að fara
út hvernig sem viðraði, jafnvel í stór-
hríð að vetri um miðja nótt, til að
leggja upp í ferð yfir fjöll, ýmist á
hesti eða fótgangandi, til að sinna
konum í fæðingu. Þetta eru virkilega
flottar og dramatískar sögur og ég
var heilluð að finna þessar kvenna-
útgáfur af hrakningasögum. Þær
búa líka yfir meiri dýpt, því þar er
sambland af hörku og mýkt. Þetta er
öðruvísi þegar karlarnir eru í aðal-
hlutverki, því ljósmæður annast um
konur í fæðingu og nýfædd börn,
þær þurfa að sýna hlýju en á sama
tíma krefst starfið þess að þær séu
hörkutól. Sem hetjusögur finnst mér
þær blæbrigðaríkari en slíkar sögur
af körlum,“ segir Kristín Svava og
bætir við að hún
hafi viljað draga
konurnar upp úr
fönninni, svo þær
gleymist ekki þess-
ar hetjur sem sum-
ar fórnuðu lífi sínu í
starfinu.
„Mér fannst
líka ástæða til að
draga þetta fram af
því þessi grein,
þjóðlegur fróð-
leikur, er enn rosa-
lega vinsæl og lif-
andi. Hrakninga-
sögur eru eftir-
sóttar í menningu
okkar, til dæmis eru
Útkallsbækurnar mjög vinsælar,
þær eru nútímaútgáfa af þessum
sögum. Mér verður líka hugsað til
Erlendar, sögupersónu Arnaldar
Indriðasonar, sem er alltaf að lesa
Hrakningar á heiðavegum. Þess
vegna fannst mér skemmtilegt og
nauðsynlegt að koma með þennan
vinkil, ég er ekki einvörðungu að fást
við eitthvað sem er horfið heldur líka
að rétta af eitthvað sem er enn mjög
lifandi í samfélaginu.“
Klippir í sundur og púslar
Kristín Svava segir að í gömlu
sögunum séu endurtekin frásagnar-
stef og að þær búi yfir sameigin-
legum einkennum.
„Mér finnst áhugavert að skoða
hvernig þessar sögur eru sagðar og
hvað er verið að leggja áherslu á.
Þannig kviknaði hugmynd hjá mér
að hægt væri að búa til nýtt verk upp
úr þeim, þar sem ég mundi skoða
þessi frásagnarstef. Þetta er í raun
tvískipt markmið hjá mér, annars
vegar að sýna hetjurnar með því að
draga þær fram í dagsljósið, en hins
vegar að skoða frásagnirnar, sem er
fjarlægara og gagnrýnna sjónarhorn
á þennan efnivið. Allur textinn í bók-
inni minni er tekinn beint upp úr sög-
unum. Ég hef engu bætt við en ég
hef hreyft rosa mikið til, ég klippi í
sundur og raða upp á nýtt. Ég tek
stök orð innan úr setningum og set í
aðrar setningar, eða ég sker niður
setningar og raða þeim saman upp á
nýtt. Á nokkrum stöðum eru heilar
þéttskrifaðar síður þar sem ég læt
orðin flæða fram í belg og biðu og
mörg þeirra eru endurtekin, til dæm-
is í kraftmiklum veðurfarslýsingum
eða lýsingum á þeim erfiðu að-
stæðum sem þessar ljósmæður
þurftu að starfa við, nú eða persónu-
lýsingum á konunum,“ segir Kristín
Svava og bætir við að henni finnist
skemmtilegt að lesa þá kafla upp fyr-
ir aðra.
Þær sinntu læknisstörfum
Kristín Svava segir að ljós-
mæður fyrri tíma hafi staðið fólki
nærri, enda hafi fólk lagt allt sitt
traust á þær.
„Mér finnst virkilega fallegt að
lesa hvernig traustið virkar, en í
þessum sögum kemur ítrekað fram
að fæðandi konur urðu rólegar strax
og ljósmóðir mætti inn í bæ til
þeirra, þar sem þær lágu kannski í
kulda og myrkri og sængin frosin við
vegg. Engan skal undra að sængur-
konur hafi verið skelfingu lostnar við
þessar aðstæður sem þá voru á
mörgum heimilum.“
Kristín Svava segir að stefið um
menntunarþrá kvenna komi oft upp í
þessum sögum, en þar nutu þær ekki
jafnréttis á við kynbræður sína.
„Til dæmis þegar litla stúlku
langar til að verða læknir, þá fær hún
þau svör að hún geti það ekki af því
hún er ekki strákur. Þá fer hún þessa
leið í staðinn, að verða ljósmóðir. Það
kemur ítrekað fram í sögunum að
ljósmæður sinntu oft öðrum lækn-
isstörfum, enda voru á þessum tíma
aðeins tvær heilbrigðisstéttir í land-
inu, læknar og ljósmæður. Þær sáu
um býsna vítt svið hjúkrunar og
lækninga, utan síns ljósmóðurstarfs.
Ég er til dæmis að lesa núna um Þor-
björgu Sveinsdóttur sem var ljós-
móðir í Reykjavík á seinni hluta
nítjándu aldar, og hún var talin vera
besti barnalæknir bæjarins.“
Þær voru hörkutól sem sýndu hlýju
„Ljósmæður þurftu að fara út hvernig sem viðraði,
jafnvel í stórhríð að vetri um miðja nótt, til að leggja
upp í ferð yfir fjöll, ýmist á hesti eða fótgangandi, til
að sinna konum í fæðingu,“ segir Kristín Svava
Tómasdóttir sem sendir nú frá sér bókina Hetjusögur.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Kristín Svava Tómasdóttir „Frásagnir af ljósmæðrum í þessum bókum falla að sumu leyti undir þjóðlegan fróðleik
og þar á meðal hrakningasögur. Ég var heilluð að finna þessar kvennaútgáfur af hrakningasögum.“
Atvinna