Morgunblaðið - 23.10.2020, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 23.10.2020, Qupperneq 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020 Kuldaskór Verð 22.995 Stærðir 36-47 Vatnsheldir Innbyggðir broddar í sóla SMÁRALIND www.skornir.is Kennslustund í kjötsúpugerð verður á Facebook-síðunni Lambakjöt nú á laugardag kl. 13:00. Þar mun Gísli Matthías Auðunsson matreiðslu- meistari fræða áhorfendur um hvenig matbúa skal kjötsúpu, skv. þeim upp- skriftum sem þjóðin valdi á dögunum í kosningum sem efnt var til á sam- félagsmiðlum. Síðustu ár hefur ís- lensku kjötsúpunni verið gert hátt undir höfði í vetrarbyrjun með sér- stökum Kjötsúpudegi á Skólavörðu- stíg í Reykjavík. Þar hafa veit- ingamenn boðið gestum og gangandi upp á kjötsúpur í hinum ýmsu út- gáfum. Nú kemur samkomubann í veg fyrir slíkt samkomuhald og því er hátíðin færð úr raunheimum yfir á netið. Kjötsúpudagur á netinu Kokkur kynnir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Matargat Kjötsúpa er góður matur og að margra mati þjóðlegur réttur. Hvernig við ætlum að koma út úr Covid? Heilbrigðari? Í betra and- legu jafnvægi? Eða jafnvel aðeins umhverfisvænni? Þetta er mark- miðið með Lifðu betur, stærstu fyr- irlestraveislu ársins þar sem 20 fyrirlesarar, allir reynsluboltar á sínu sviði, leggja sitt á vogarskál- arnar og koma mikilvægum boð- skap á framfæri. Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur, Linda Pétursdóttir, Björgvin Páll Gúst- avsson handknattleiksmaður, Kol- brún Björnsdóttir grasalæknir, Guðrún Bergmann, Sölvi Tryggva- son og Ebba Guðný Guðmunds- dóttir fjölmiðlakona og matgæð- ingur eru meðal þeirra sem ætla að miðla af reynslu sinni og gefa dýrmæt ráð og innblástur. Það hefur sjaldan verið mik- ilvægara að líta inn á við og hlúa að okkur sjálfum og umhverfi okk- ar, segir í fréttatilkynningu. Með fyrirlestrunum viljum við hjálpa fólki að koma enn sterkara til baka þegar kófinu léttir. Fyrirlestrarnir eru 20 mínútur hver og verður meðal annars fjallað um svefn, streitu, djúp- slökun, heilandi garða, hugarfarið og forvarnir. Á umhverfissviðinu verður fjallað um eiturefnalaus heimili, fata- og matarsóun, bætt loftgæði og hvað við getum al- mennt gert til að spyrna við nei- kvæðum umhverfisáhrifum, en vit- und um mikilvægi þess fer stöðugt vaxandi. Fyrirlestrarnir verða haldnir í beinni útsendingu á netinu helgina 31. október til 1. nóvember og fá þátttakendur aðgang að fyrirlestr- unum í tvær vikur á eftir. Gjald fyr- ir aðgang 5.500 kr. á viðburðinn sem gerir hann aðgengilegan fyrir flesta og um að gera að horfa sam- an heima í stofu. Sjá nánari dag- skrá á www.lifumbetur.is/ fyrirlesarar. Guðbjörg Giss- urardóttir, eigandi og ritstýra tímaritaútgáfunnar Í boði náttúr- unnar, stendur fyrir viðburðinum. Fyrirlestraveisla Lifðu betur fram undan í netheimum Heilbrigðari og umhverfisvænni Sævar Helgi Bragason Björgvin Páll Gústafsson Linda Pétursdóttir Guðrún Bergmann Nú á tímum Covid-19-faraldurs er mikilvægt semaldrei fyrr að huga vel að líkamlegri og andlegri heilsu. Góð næring er einn af þeim þáttum sem eru mikilvægir fyrir eðlilega starf- semi ónæmiskerfisins og nokkuð hefur verið rætt um gagnsemi ákveðinna matvæla og næringarefna í baráttunni við veiruna. Það er hins vegar svo að engin ákveðin matvæli eða fæðubótarefni geta komið í veg fyrir að fólk smitist af veirunni. Hollur og fjölbreyttur matur Mörg vítamín og steinefni taka vissulega þátt í starfsemi ónæm- iskerfisins í baráttunni við sýkingar, til dæmis járn, selen, sínk, A- vítamín, C-vítamín, D-vítamín og mörg B-vítamín og besta leiðin til að tryggja að líkaminn fái þessi nær- ingarefni er að fylgja ráðleggingum embættis landlæknis um að borða hollan og fjölbreyttan mat. Í þeim ráðleggingum er lögð áhersla á að borða lítið unnin matvæli sem eru rík af næringarefnum frá náttúr- unnar hendi, svo sem grænmeti, ávexti, ber, hnetur, fræ, heil- kornavörur, baunir, fisk, hreinar, magrar mjólkurvörur og magurt kjöt. Á móti er mælt með að takmarka neyslu á unnum matvörum sem inni- halda oft mikið af mettaðri fitu, sykri eða salti. Sem dæmi um slíkar vörur má nefna gosdrykki, sælgæti, kex, kökur, snakk, skyndibita og unnar kjötvörur. D-vítamín eða lýsi Undantekning frá þessu er D- vítamín, en það er í mjög fáum fæðu- tegundum og því erfitt að fullnægja þörf líkamans með matnum einum saman. Líkaminn getur myndað D- vítamín í húðinni með hjálp sólar- ljóss en í ljósi þess hve norðarlega við búum á hnettinum getum við ekki treyst á þessa náttúrulegu framleiðslu, að minnsta kosti ekki yfir vetrarmánuðina. Þess vegna er öllum sem búa á Íslandi ráðlagt að taka D-vítamín sem bætiefni, til dæmis lýsi, lýsisperlur eða önnur bætiefni sem innihalda D-vítamín. Ráðlagður dagsskammtur af D- vítamín fyrir börn að 10 ára aldri er 10 míkrógrömm (400 alþjóðaein- ingar) á dag, 15 míkrógrömm (600 alþjóðaeiningar) á dag fyrir fólk á aldrinum 10-70 ára og 20 míkró- grömm (800 alþjóðaeiningar) á dag fyrir fólk yfir sjötugu. Ef það er hins vegar skortur á D-vítamíni í lík- amanum þá gæti verið þörf fyrir stærri skammta (25-50 míkrógrömm eða 1.000-2.000 alþjóðaeiningar), að minnsta kosti tímabundið. Það er ekki ráðlegt að taka að jafnaði hærri skammta en 100 míkrógrömm á dag (4.000 alþjóðaeiningar) nema í sam- ráði við lækni þar sem D-vítamín er eitt þeirra vítamína sem geta valdið eitrun ef það er innbyrt í of miklu magni. D-vítamínskortur er algengur á Íslandi Það er vel þekkt að góður D- vítamínbúskapur er mikilvægur fyr- ir beinheilsu og undanfarin ár hafa rannsóknir gefið vísbendingar um að D-vítamín eigi þátt í að draga úr líkum á ýmsum sjúkdómum og leiki meðal annars hlutverk í ónæmis- kerfi líkamans. Það er ekkert sem bendir til þess að stærri skammtar en ráðlagður dagsskammtur af D- vítamíni gagnist ónæmiskerfinu, það er að segja ef skortur er ekki til staðar. Vísbendingar eru hins vegar um að líkaminn eigi erfiðara með að glíma við hvers kyns veirusýkingar sé skortur fyrir hendi. D-vítam- ínskortur er nokkuð algengur hér á landi, sérstaklega hjá þeim sem ekki taka D-vítamínbætiefni að jafnaði. Það er því mikilvægt nú sem fyrr að allir sem einn hugi að sinni heilsu og sínum D-vítamínbúskap og taki D- vítamín daglega. Í efnisflokknum Næring á heilsu- vera.is má meðal annars skoða ráð- leggingar um mataræði eftir aldri og fá einfaldar hugmyndir til að bæta neysluvenjur. D-vítamínið sé fyrir alla Morgunblaðið/Eggert Máltíð Besta leiðin til að tryggja að líkaminn fái nægt vítamín og helstu næringarefni er að fylgja ráðleggingum embættis landlæknis um að borða hollan og fjölbreyttan mat. Slíkt er til dæmis einkar mikilvægt fyrir börnin. Unnið í samstarfið við Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins. Heilsuráð Óla Kallý Magnúsdóttir næringarfræðingur á Þróunar- miðstöð íslenskrar heilsugæslu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sól Geislarnir eru góðir. Herdís Friðriks- dóttir hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri Skálholts úr hópi 20 umsækjenda. Herdís er skóg- fræðingur að mennt auk þess að vera með MPM gráðu í verkefn- isstjórnun. Frá 2017 hefur Herdís rekið og ver- ið framkvæmdastjóri eigin fyrirtækis, Understand Iceland, sem er sérhæft í fræðsluferðum fyrir háskólanem- endur og fróðleiksfúsa frá Norður- Ameríku. Þar á undan starfaði Herdís sem verkefnastjóri Sesseljuhúss um- hverfisseturs á Sólheimum í Gríms- nesi og fyrr sem sérfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Skálholtsstaður Herdís ráðin Herdís Friðriksdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.