Morgunblaðið - 23.10.2020, Page 30
Litríkar Fyrri ljóðaskammtur
Bjarna samankominn.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Hvað allar bækurnar heita kemur
ekki í ljós fyrr en þeim hefur öll-
um tólf verið raðað í rétta röð.
Þetta er því eins konar stafarugl
og orðaleikur í leiðinni,“ segir
Bjarni Stefán Konráðsson, ljóð-
skáld og kennari við MH, en Bóka-
útgáfan Hólar hefur gefið út sex
ljóðabækur eftir hann. Aðrar sex
bækur koma út á næsta ári en á
forsíðu hverrar bókar og kili er
einn bókstafur. Saman munu þess-
ar tólf bækur mynda eitt orð sem
lesendur þurfa að finna út úr hvað
er.
Bjarni varð sextugur 5. maí síð-
astliðinn og koma bækurnar út af
því tilefni. Þær áttu reyndar að
koma út fyrir sjálft afmælið en
Bjarni hafði boðið vinum til tón-
leika og fagnaðar í samkomusal
MH en vegna kórónuveirunnar
hefur ekkert orðið af hátíðar-
höldum enn þá, hvað sem síðar
verður. Ingunn Snædal og Ragnar
Ingi Aðalsteinsson veittu Bjarna
góð ráð kringum útgáfuna og
kann hann þeim bestu þakkir fyrir.
Eins og grunntónar í tónlist
Hver bók er 48 blaðsíður að
lengd. Ljóðin og vísurnar hafa ver-
ið samin yfir langt tímabil, allt frá
árunum kringum 1980 og til þessa
árs. Hann segist ekki kunna töluna
á þeim fjölda sem hann hefur sam-
ið. „Ætli þetta sé ekki svona helm-
ingurinn,“ segir hann og hlær.
Í þessum fyrri pakka innihalda
tvær bækur vísur og stökur, ein er
með hefðbundin ljóð, ein með
óhefðbundnum ljóðum og tvær
með textum og ljóðum sem Bjarni
hefur samið við lög ýmissa tón-
skálda. Hann segir það vilja svo
vel til að bækurnar verði jafn-
margar og grunntónar í tónlist,
þ.e. tólf talsins. Með bókapakk-
anum fylgir aðgangur að 31 lagi í
gegnum tölvu. Kaupendur gefa
upp netfang sitt og fá þá aðgang
að möppu á netinu sem í eru öll
lögin. Flytjendur eru m.a. Skag-
firska söngsveitin í Reykjavík,
Álftagerðisbræður, Léttsveit
Reykjavíkur, Óskar Pétursson,
Björgvin Halldórsson og Bergþór
Pálsson.
En útgáfa ljóðanna á sér aðra
sérstöðu. Gefum Bjarna orðið:
„Mörg tónskáld sjá fyrir sér liti
þegar þau heyra ákveðna tóna.
Rússneska tónskáldið Alexander
Scriabin hefur gengið hvað lengst
í þessum fræðum. Því var ákveðið
að hafa bækurnar í þeim litum sem
hann sér fyrir sér fyrir hvern
grunntón,“ segir Bjarni en sá rúss-
neski raðar tónunum upp eins og
vísum á klukku og gefur hverri
„klukkustund“ sinn lit. Fyrstu sex
bækurnar bera því sama lit og sex
fyrstu „klukkustundirnar“ á „tóna-
litaklukku“ hans.
Tekur við pöntunum
Bókin verður ekki til sölu í búð-
um eins og staðan er núna í
miðjum faraldri. Bjarni hefur samt
verið önnum kafinn við að dreifa
ljóðunum til vina, vandamanna og
unnendur góðra ljóða. Hann tekur
einnig við pöntunum á netfangið
bjarnist7@gmail.com.
Að endingu er ekki úr vegi að
birta ljóð úr bókunum. Bjarni kem-
ur úr Skagafirðinum, uppalinn á
Frostastöðum í Blönduhlíð, og fær
stundum heimþrá, eins og þetta
ljóð, Hugsað heim, ber með sér:
Horfi ég einn móti hækkandi sól,
horfi á jörðina vakna.
Horfi á gróðurinn halda sín jól,
horfi og reyni að gleyma
hve sárt ég núna sakna
sveitarinnar heima.
Bjarni hefur lengi átt samstarf
með Björgvini Þ. Valdimarssyni,
kórstjóra og lagahöfundi. Hann
samdi m.a. lag við ljóð Bjarna, Ást-
arþrá, og fyrsta hendingin er
svona:
Þú komst inn í líf mitt og kveiktir þar
ljós
sem kviku í brjósti mér snart.
Og brosið þitt leiftrandi lifir
og lýsir sem fegursta skart.
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Ljóðskáld Bjarni Stefán Konráðsson með ljóðabækurnar sex í einum
pakka. Seinni skammtur kemur út á næsta ári og þá skýrist titill bókanna.
Sex ljóðabækur
og aðrar sex eftir
Tengir bækurnar við tóna og liti
Sextugsafmæli Bjarna varð tilefnið
30 FRÉTTIRBækur
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Borðstofuhúsgögn
frá CASÖ í Danmörku
Teg. 700, langborð 200x100, stækkun 6x50 cm
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Samfélög sem ekki hafa byggst upp
í kringum átrúnað hafa aldrei verið
til. Mannfólkinu er bókstaflega eðl-
islægt að trúa á eitthvað,“ segir sr.
Þórhallur Heimisson, prestur og rit-
höfundur. „Elstu heimildir sem
menn hafa skilið eftir sig eru til
dæmis hellamálverk, píramídar,
fleygrúnir og ekkert af þessu skilst
ef við tökum trúarbrögðin út úr
myndinni. Sömuleiðis verður maður
að þekkja sögu trúarbragða til að
átta sig á samtímanum.“
Finna kjarna tilverunnar
Bókin Saga guðanna, sem forlagið
Sæmundur gefur út, er yfirsgrips-
mikil; 410 blaðsíður og er í kynningu
sögð ferðalag um heim trúarbragð-
anna. Fjallað er á aðgengilegan hátt
um helstu trúarbrögð mannkyns
þannig að lesendur verða að leita eig-
in svara og finna kjarna tilverunnar.
Sjálfur segir Þórhallur bókina vera í
raun framhald af störfum sínum í
tímans rás, þar sem prestsþjónusta,
sagnfræði og ritstörf séu rauði þráð-
urinn. Sem leiðsögumaður íslenskra
hópa víða um veröldina hafi honum
einnig gefist kostur á að sækja heim
öll helstu höfuðból trúarbragðanna,
allt frá Róm til Himalajafjalla.
„Áhugi þeirra sem ferðast með
mér á því sem fyrir augu ber er mik-
ill, en því miður hefur að mestu skort
lesefni á íslensku um menningu og
trúarbrögð í fjarlægum löndum. Því
fannst mér tímabært að rita sam-
fellda sögu trúarbragðanna og nota
myndir sem ég hef tekið á ferðum
mínum.“
Spegill menningar
Í dag búa á Íslandi um 55.000
manns af erlendum uppruna – sem
er um 15% landsmanna. Tölurnar
eru á þessa lund einnig í Svíþjóð, þar
sem Þórhallur hefur búið undanfarin
ár.
Svo sambúð innfæddra og að-
fluttra verði sem best segir höfund-
urinn gagnkvæman skilning fólks á
aðstæðum hvert annars, svo sem
trúarbröðum, mikilvægan.
„Trúarbrögðin eru spegill menn-
ingarinnar. Sá sem er ólæs á trúar-
brögðin og skilur þau ekki eða þekk-
ir, er blindur á menninguna. Alveg
óháð því hvort menn eru trúaðir eða
ekki. Það sama á við um okkar eigin
sögu og samfélag. Ef við töpum sam-
bandinu við þá sögu sem við erum
sprottin úr þá glötum við samheng-
inu og rótum tilveru okkar,“ segir
Þórhallur. Í formála bókarinnar seg-
ir að átök líðandi aldar muni mikið
ráðast af trúarbrögðum. Að baki
þessari staðhæfingu segir hann
margt liggja og minnir á að í komm-
únistaríkjum hafi verið predikað stíft
gegn trú í sérhverri mynd. Trúar-
leiðtogar voru drepnir, sendir í út-
tlegð og niðurlægðir – og kirkjur og
moskur brotnar niður.
Flókin flóra
„Um hinn vestræna heim predik-
uðu menntamenn gegn trúarbrögð-
unum og hæddust að þeim,“ segir
Þórhallur. „Vesturlönd kepptust við
að styðja einræðisherra um víða ver-
öld á tímum kommúnistaríkja. Og
þegar æskan á Vesturlöndum reis
upp gegn hernaðarhyggju og neyslu-
hyggju var það ekki undir merkjum
trúarbragðanna. Tómhyggja réð för.
Nú er líka sagt að kenningin um átök
menningarheilda sé barnaleg ein-
földun. Styrjaldir í dag eigi sér flókn-
ar skýringar – en í grunninn má
halda því fram að árásirnar á
tvíburaturnana í New York og styrj-
aldir sem á eftir fylgdu hafi markað
línurnar fyrir 21. öldina.“
Þrátt fyrir átök eru margir þeirrar
skoðunar að trúarbrögð séu í mikilli
sókn um víða um veröld. „Arabíska
vorið árið 2011 var knúið fram í nafni
trúar að einhverju leyti. Um leið er
flóra trúarbragðanna flóknari en
verið hefur um aldir. Hvert sem litið
er um jarðarkringluna er áhuginn á
trúarbrögðum mikill og umræðan lif-
andi. Að því leyti eiga bækur eins og
Saga guðanna mikið erindi við sam-
tímann,“ segir Þórhallur Heimisson
að síðustu.
Átrúnaður er mann-
fólkinu eðlislægur
Saga guðanna í nýrri bók Skilningur á samtímanum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Guðir Sá sem er ólæs á trúarbrögðin og skilur þau ekki eða þekkir er blind-
ur á menninguna, segir Þórhallur Heimsson sem heldur hér á bók sinni.
Störf sín við prestþjónustu, námskeiðahald, bókaskrif og fararstjórn seg-
ir Þórhallur Heimisson að séu um margt eðlislík. Hann eigi til kennara og
skólafólks að telja og leiðsögn sé kennsla að nokkru leyti. Oft verði til
góð og náin vinátta í ferðalögum á nýjum slóðum þar sem ævintýrin ger-
ast. Vinátta sem endist og styrkist.
„Ég hef unun af fræðslu, leiðsögn og samtölum við allskonar fólk. Bók-
in er því sem samtal mitt við lesendur. Svo hlakka ég auðvitað til að hitta
fólk á ný á ferðaflakki og fá að heyra hvað fólk hafi lært af bókinni. Til
þess er leikurinn gerður. Þá er ég með í smíðum bókina Biblían fyrir
tossa, sem verður eins konar skemmri skírn af guðspjöllunum,“ segir
Þórhallur sem býr með með fjölskyldu sinni í háskólaborginni Uppsala í
Svíþjóð. Starfar þar sem svokallaður kirkjuhirðir í 10.000 manna söfnuði
rétt fyrir utan borgina.
Samtal mitt við lesendur
KENNSLA, PRESTSKAPUR OG FARARSTJÓRN EÐLISLÍK STÖRF
þú það sem
á FINNA.is
IÐNAÐARMENN VERSLANIR
VEITINGAR VERKSTÆÐI
BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA