Morgunblaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 36
Opna á gríðarstóran markað vetnis Sighvatur Bjarnason sighvaturb@mbl.is Viljayfirlýsing Landsvirkjunar og hafnaryfirvalda í Rotterdam um for- skoðun á útflutningi á grænu vetni frá Íslandi til Hollands, má rekja til þess að heimsbyggðin leitar nú nýrra orkugjafa og leiða til að minnka notk- un jarðefnaeldsneytis. Vetni er talinn einn af lykilþáttum í orkuskiptaáformum Evrópusam- bandsins á næstu árum og segir Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar, að „vetni er án efa einn af orkumiðlum framtíðarinnar og mjög spennandi kostur í baráttunni við loftslagsbreytingar. Með því að nota vetni sem miðil getum við flutt end- urnýjanlega orku út til meginlands Evrópu og því aukið framlag okkar til þeirra hnattrænu orkuskipta sem eru óumflýjanleg.“ Hollensk yfirvöld höfðu beðið hafnaryfirvöld í Rotterdam að kort- leggja hvaðan hægt væri að finna grænt vetni til að fullnægja þörfum evrópskra neytenda, sem hefur nú skilað sér í umræddri viljayfirlýs- ingu. Margar spurningar vakna um tækifæri Íslands á þessum markaði og náði blaðamaður tali af Haraldi Hallgrímssyni, forstöðumanni sölu- og viðskiptaþróunar hjá Landsvirk- un. Ungur en stór markaður í þróun „Við horfum á þetta sem stórt tækifæri út við sjóndeildarhringinn,“ segir Haraldur um vetnismarkaðinn í Evrópu. Hann segir erfitt að tíma- setja nákvæmlega hvernig málin þró- ist; mikilvægast í þessu sé að starfa með aðila sem er leiðandi og hefur mikla þekkingu á flutningum; sem muni vega þungt við hugsanlega framleiðslu vetnis hér á landi. Rotter- dam-höfn sé mjög framsækin á þessu sviði og þaðan liggi leiðir ekki bara til Hollands, heldur lengst inn í Evrópu, þar sem krafan um orkuskipti er hvað sterkust. Holland sé vel staðsett og ætli sér að vera leiðandi á þessu sviði og því um mikilvægan samstarsaðila að ræða fyrir Landsvirkjun sem orkufyrirtæki með sérhæfingu í end- urnýjanlegri orku. Gríðarstór markaður vetnis Það er erfitt að tímasetja þróunina varðandi notkun vetnis í orkuskiptum að sögn Haraldar, en þegar markað- urinn taki við sér verði hann gríðar- stór. Málið sé flókið og því þurfi að nota tímann vel til undirbúnings. Reyndar telur Haraldur að tækifærin séu nær í tíma hér innanlands, þótt þau verði ekki á sama skala. Fram- boðsgeta hér á landi verði aldrei ann- að en lítið brot af eftirspurn Evrópu- markaðar. Spurn eftir grænni orku Spurður um hvort erlendir mark- aðir verði tilbúnir til að greiða fyrir græna orkugjafa segir Haraldur: „Það er alveg skýrt að það er vaxandi eftirspurn eftir grænni orku, alveg sama í hvaða formi hún er, hvort sem það er raforka eða vetni.“ Hann bætir við að það sé ein forsenda þess að Hollendingar hafi áhuga á samstarfi við Landsvirkjun, einmitt vegna þess að hún bjóði úrvalsvöru sem sé eft- irsótt sem slík. Framleiðsla á vetni við Ljósafoss Enn sem komið er er vetni ekki framleitt hér á landi, en Landsvirkjun tilkynnti nýlega að kannaðir yrðu möguleikar á fram- leiðslu þess við Ljósafossstöð. Fram- leiðslan færi fram með rafgreiningu vatns, sem skilur að vetni og súrefni. Með endurnýjanlegum orkugjöfum er því um umhverfisvæna framleiðslu að ræða sem er laus við útblástur gróð- urhúsategunda. Vetni er nú þegar notað í ýmiss kon- ar iðnað t.d. í framleiðslu á ammoníaki en hefur sem orkugjafi fengið aukið vægi með áformum um orkuskipti. Það þykir henta illa að drífa þyngri farartæki með rafmagni og því er horft til vetnis sem orkugjafa fyrir flutningabíla, skip og jafnvel flugvélar framtíðarinnar. Verði af áformum Landsvirkjunar verður fyrsta vetnisstöð landsins í 700 fermetra byggingu við Ljósafoss og er áætlað að 10 MW myndu framleiða nægilegt vetni til að drífa áfram t.d. alla vagna Strætó. Það gefur til kynna hversu mikla framleiðslu þarf til að mæta orku- skiptum álfunnar og hver eftirspurnin kann að verða í náinni framtíð.  Einn af lykilorkugjöfum í orkuskiptum framtíðarinnar  Landsvirkjun horfir til risamarkaðar Ljósmynd/Aðsend Nýting Ljósafossvirkjun gæti orðið miðstöð fyrstu vetnisframleiðslu hér á landi, en Landsvirkjun horfir til hins stóra Evrópumarkaðar við sölu á vetni. Hörður Arnarson Haraldur Hallgrímsson 36 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020 NETKAST 7.- 12. okt.        HERRA GÖTUSKÓR MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI       !   "  23. október 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 138.82 Sterlingspund 181.37 Kanadadalur 105.79 Dönsk króna 22.114 Norsk króna 15.059 Sænsk króna 15.879 Svissn. franki 153.59 Japanskt jen 1.3239 SDR 197.08 Evra 164.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 194.0426 Hrávöruverð Gull 1918.95 ($/únsa) Ál 1826.0 ($/tonn) LME Hráolía 42.91 ($/fatið) Brent Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fasteignafélagið Reitir lauk í gær við hlutafjárútboð sem efnt var til í því skyni að styrkja eigið fé félagsins. Voru 120 milljónir nýrra hluta boðnir til sölu á genginu 43. Var ætlunin því að safna allt að 5.160 milljónum króna í formi nýs hlutafjár. Var útboðið tvískipt, annars vegar tilboð með forgangsrétti sem hluthaf- ar félagsins gátu lagt inn og hins veg- ar almennu hluti sem aðrir fjárfestar gátu tekið þátt í. Fjármálafyrirtækið Arctica Fin- ance var umsjónaraðili útboðsins fyrir hönd Reita. Alls bárust áskriftir fyrir ríflega 274,7 milljónum hluta og því var 129% umframspurn eftir hinum nýju hlut- um. Fengu því þeir sem þátt tóku í forgangsréttinum skertan hlut miðað við framlögð tilboð og almenni hlutinn strokaðist alfarið út. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, var að vonum ánægður með niðurstöð- una og segir í henni felast skýr skila- boð frá markaðnum. Minnkuðu útboðið um 40% Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir því að sækja allt að 200 milljónir hluta í útboðinu og að það væri gert til þess að lækka skuldahlutföll félagsins og búa það betur undir að sækja þau tækifæri á markaðnum sem gætu skapast á komandi misserum. Jón Þór Sigurvinsson, forstöðumað- ur fyrirtækjaráðgjafar hjá Arctica Finance, segir að undirbúningur fyrir útboðið hafi gengið vel. Á markaðnum hafi meðal annars verið litið til þess að skuldahlutföll fasteignafélaga hér á landi séu hærri en gengur og gerist meðal fasteignafélaga annarra skand- inavískra ríkja. „Markaðurinn hefur horft til þessa, ekki síst í ljósi þess að vaxtastigið hér á landi er hærra en í samanburðar- löndunum. Álagið á skuldir félaganna hefur sömuleiðis ekki fylgt lækkandi vaxtastigi hér heima. Það kann að skýrast meðal annars af því að skuldahlutföll fasteignafélaganna þyki í hærri kantinum hér á landi,“ segir Jón Þór. Hann segir einnig að sögulega hafi myndast talsverð kaup- tækifæri á fasteignamarkaði við að- stæður sem þessar. Gagnrýni kom fram á þessar fyrir- ætlanir í hópi hluthafa og töldu einka- fjárfestar að þarna væru stigin of stór skref sem þynna myndu út hluti nú- verandi hluthafa. Tillit var tekið til þessara sjónarmiða og útboðið minnkað um 40% og niður í fyrr- nefnda 120 milljónir hluta. Hlaut til- lagan um hlutafjáraukninguna stuðn- ing 85% þeirra hlutahafa sem mættu til hluthafafundar um málið. Spurður út í hvernig fjármagninu verði varið segir Guðjón að það verði fyrst í stað notað til þess að lækka skuldahlutfallið og fer það úr 63% í u.þ.b. 60%. „Ef við hefðum verið með einhver ákveðin fjárfestingarverkefni á borð- inu í útboðsferlinu þá hefðum við gef- ið það út. Svo var ekki. En það er hins vegar ljóst að eftir að við létum vita af því að við hygðumst safna auknu hlutafé og að það væri að hluta til gert til þess að geta sótt fram á markaðn- um þá hefur símtölum til okkar fjölg- að mjög. Það eru margir sem hafa áhuga á því að efna til fasteignavið- skipta við okkur,“ segir Guðjón. Hann segir ljóst að afleiðingar kór- ónuveirunnar séu enn að koma fram og að vænta megi aukinnar sam- þjöppunar á markaðnum með at- vinnuhúsnæði. „Það er ljóst að aðgerðir þær sem stjórnvöld hafa gripið til á borð við greiðsluskjól og frystingar bankalána munu taka enda og þá þarf að koma hlutum í eðlilegt horf og í mörgum til- vikum mun það felast í samþjöppun. Það mun skipta miklu máli að á mark- aðnum sé öflugt fasteignafélag sem hafi getu til þess að stíga inn í slík verkefni. Eftir þetta hlutafjárútboð eru Reitir svo sannarlega í þeirri stöðu.“ Reitir sóttu 5 milljarða  Eftirspurnin var rúmlega tvöföld í hlutafjárútboði Morgunblaðið/Styrmir Kári Byggingar Hótel Borg við Austurvöll er hluti af gríðarstóru eignasafni Reita ásamt mörgum öðrum hótelbyggingum á höfuðborgarsvæðinu. Jón Þór Sigurvinsson Guðjón Auðunsson ● Tryggingafélagið VÍS hagnaðist um ríflega milljarð króna á þriðja ársfjórð- ungi, samanborið við 394 milljóna króna tap yfir sama tímabil í fyrra. Tap VÍS það sem af er ári nemur 15 millj- ónum króna. Iðgjöld félagsins námu 5,7 millj- örðum á þriðja fjórðungi og lækkuðu um 260 milljónir frá sama fjórðungi 2019. Fjárfestingartekjur voru já- kvæðar um 1,1 milljarð en voru 237 milljónir króna í fyrra. Samsett hlutfall var 94,5% á fjórð- ungnum og lækkaði frá sama tímabili í fyrra þegar það var 99,7%. Uppfærð afkomuspá gerir ráð fyrir að hagnaður félagsins fyrir skatta verði 390 milljónir króna á árinu. Hagnaðist um milljarð FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.