Morgunblaðið - 23.10.2020, Page 41

Morgunblaðið - 23.10.2020, Page 41
41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020 Sá er þetta ritar hefur fylgst með atvinnulífi í sem næst 60 ár. Ein- hverjum kann að þykja það mörg ár miðað við aldur. Svo bar til þá er ég var 9 ára gamall að ég var sendur í sveit í bæ. Þar voru himinn og fjöll öðru- vísi en í Reykjavík. Frjálst framtak, sem ég sá í Reykjavík, var reyk- hús í Klömbrum á Klambratúni og síðar kartöflurækt í Kringlumýri, þar sem nú er Kringlan. Nýr himinn og ný fjöll Hinn nýi himinn og nýju fjöll voru austur á Djúpavogi við Berufjörð. At- vinnulíf byggðist á sjávarútvegi. Þar var Kaupfélag með frystihús og tvo báta, og fjórir bátar hjá frjálsu framtaki skip- stjóra og fjölskyldum þeirra. Svo voru nokkrir, sem gerðu út vörubíla. Sum- ardvalirnar urðu þrjár og á síðasta sumrinu var söltuð síld, og reyndar sú fjórða á bæ á Berufjarðarströnd. Ári áður hafði ég saltað síld undir enn öðrum himni við önnur fjöll í Neskaup- stað. Það var launuð vinna á Mána- planinu og þar fékk ég greiddar 39 krón- ur fyrir eina tunnu saltaða. Söltunarstöðin Máni var frjálst framtak í návist Síldarvinnslunnar, sem ekki hafði byrjað sína stórútgerð. Daginn eftir fermingu mína, tveimur dögum fyrir fjórtán ára afmælisdaginn, hóf ég launaða vinnu hjá menningar- félagi hins frjálsa framtaks, Almenna bókafélaginu. Ég hef verið í launuðu starfi hjá smákapítalistum og ríkisstofn- unum í full 55 ár. Hverjir eru smákapítalistar? Sennilega er ekkert hugtak jafn út- jaskað og afflutt og kapítalismi, eða auð- hyggja, ef reynt er að færa hugtakið á ís- lensku. Í bók eftir þýska fræðimanninn Max Weber fjallar hann um „Auðhyggju og siðfræði mótmælenda“. Meginboð- skapur Max Weber fjallaði um iðjusemi og sparsemi mótmælenda, sérstaklega kalvínista. Með gildum rökum má heim- færa rök Max Weber um auðhyggju, iðjusemi og sparsemi til viðhorfa sósíal- ista í Neskaupstað, sem stofnuðu og ráku Síldarvinnsluna. Það má einnig heimfæra rök Max Weber til viðhorfa sr. Friðriks Friðrikssonar í starfsemi KFUM&K. Iðjusemi og sparsemi er forsenda auðhyggju og frjáls sparnaðar. Mamm- on kemur fyrst við sögu í græðgi og und- irferli. Þá er fjandinn laus. Viðhorf auðhyggumanna Viðhorf atvinnurekenda á Akranesi og í Bolungarvík voru svipuð og viðhorf sósíalista í Neskaupstað. Það mátti engin vinnufús hönd vera án atvinnu. Á öll- um þessum stöðum, hvort heldur Akranesi og Bolung- arvík þar sem einstaklingar höfðu forystu í atvinnulífi, eða á Djúpavogi þar sem samvinnuhreyfingin hafði forystu í atvinnulífi, eða í Neskaupstað þar sem sósí- alistar höfðu forystu í at- vinnulífi, allir virðast undir áhrifum Max Weber, vit- andi eða óafvitandi. Á öllum þessum stöðum voru einyrkjar og smá- atvinnurekendur með atvinnurekstur, sem sinntu nauðsynlegri starfsemi fyrir samfélagið. Reynslan frá Vestmannaeyjum Umfangsmest reynsla mín af atvinnu- lífi er í starfi mínu í Útvegsbankanum í Vestmannaeyjum. Veganesti mitt til þess starfa frá bankastjóranum í Reykjavík, að því er ég taldi sósíalista; var „ekki rífa kjaft við kallana í Vest- mannaeyjum því þar eru þeir miklir menn“. Í Vestmannaeyjum voru þrjú stór frystihús, átta loðnubátar og fjórir tog- arar, sem fjölgaði í sjö, og fjöldi minni báta. Eigendur nokkurra loðnubáta og minni bátanna voru skipstjórar, smá- atvinnurekendur, sem létu sér annt um sinn atvinnurekstur og ekki síður sinn mannskap, og rétt eins og sr. Friðrik, höfðu umhyggju fyrir sínu fólki. Auk útgerðarmanna var fjöldi smá- atvinnurekenda, sem ráku margs konar þjónustustarfsemi, til að veita bæj- arbúum og atvinnulífi þjónustu. Mér hefur alltaf verið mjög hlýtt til þeirrar þjónustu, sem netagerðir veita útgerð- arfyrirtækjum. Enginn veiðir fisk án veiðarfæra. Breytingar í kjölfar breyttrar fiskveiðistjórnunar Þegar stjórnvöld töldu rétt og eðlilegt að takmarka sókn í fiskistofna, var afla- hlutdeild úthlutað til bráðabirgða á grundvelli veiðireynslu. Sú úthlutun á aflaheimildum átti aldrei að verða var- anleg eða grundvöllur eignarheimildar. Samþjöppun er aldrei hægt að réttlæta með hagkvæmni einni saman. Það kann að draga úr hagkvæmni með eðlilegri gjaldtöku. Þá færist arður af auðlind til samfélagsins. Það er vissulega arður til samfélagsins að ekki þarf að fella gengi vegna aflabrests eða verðfalls. Það er alveg ljóst að löggjafinn hefur allar heimildir til að endurúthluta eða taka leigu af aflaheimildum á grundvelli löggjafar. Til þess þarf ekki heimild í stjórnarskrár. Samþjöppun og fækkun smákapítalista Á þeim 35 árum, sem liðin eru frá út- hlutun aflaheimilda, hefur ein stétt horf- ið. Það eru smákapítalistarnir, nema ef til vill trillukarlarnir, sem stunda strand- veiðar. Að því var aldrei stefnt. Hvergi er hið frjálsa framtak eins augljóst og í eðli og innræti trillukarlsins. Enda sagði einn samherji íslenskra trillukarla, sem jafnframt var bóndi en dæmdur og húð- strýktur fyrir snærisþjófnað, Jón Hreggviðsson bóndi á Rein, „mér er samahvort ég er sekur eða saklaus, ég vil aðeins hafa bátinn minn í friði“. Með bátnum og snærinu öðlaðist Jón Hregg- viðsson sjálfstæði til að verða mikill maður. Mun það skaða íslenska fiskistofna ef trillukörlum er heimilt að stunda veiðar umhverfis Ísland? Vissulega er það fisk- ur af grunnsævi, en það má ná orminum úr holdinu. Margir háskólanemar hafa komist hjá námslánum með því að vera trillukarlar og trillukonur að sumri. Á Suðurnesjum hafa aflaheimildir flust í burtu. Með því hafa atvinnuhættir breyst. Suðurnes er þjónustusamfélag. Það er mikill fjöldi smákapítalista og einyrkja, sem veita flugtengdri starf- semi ferðaþjónustu sína þjónustu. Breytingar í Reykjavík Það er í raun allra eðlilegasti hlutur að atvinnuhættir breytast. Reykjavík hefur breyst úr framleiðslusamfélagi í þjón- ustusamfélag. Eitt sinn voru 25 togarar gerðir út frá Reykjavík. Þeir öfluðu fyrir fimm stór frystihús. Þau eru öll horfin. Framleiðniaukning í framleiðslu- samfélagi krefst aðfanga úr þjónustu- samfélagi. Atvinnuleysi hefur ekki auk- ist og lífskjör hafa ekki versnað við að reykhús hefur lokað á Klambratúni og kartöflurækt er horfin úr Kringlumýri. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn gleymt trillukörlum? Það er álitamál hvort Sjálfstæð- isflokkurinn hefur gleymt sínu traust- asta stuðningsfólki. Frelsi og framtak í atvinnumálum er ekki aðeins fyrir út- valda. En eins og skáldið sagði: Og margir vinna mikið og lengi að því að mega loks vera að því að vera (Andræði, Sigfús Bjartmarsson) Eftir Vilhjálm Bjarnason » Sennilega er ekkert hugtak jafn útjaskað og afflutt og kapítalismi, eða auðhyggja, ef reynt er að færa hugtakið á íslensku. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Frjálst framtak og smákapítalistar Í janúar 2019 birtust fréttir um hörmulegan aðbúnað rúmen- skra verkamanna sem narraðir höfðu verið til landsins á vegum starfsmannaleigunnar Manna í vinnu. Mennirnir leituðu réttar síns og hefur Efling rekið dóms- mál fyrir þeirra hönd. Í tilefni af þessu steig lögfræðingur Sam- taka atvinnulífsins fram til varn- ar í fjölmiðlum fyrir Menn í vinnu og notendafyrirtækið Eld- um rétt. Í desember 2019 greip hópur starfsmanna til setuverkfalls á hótelunum City Park Hótel og Capital Hotels til að knýja á um greiðslu vangoldinna launa. Starfsmennirnir fengu á endanum greitt, en þó ekki fyrr en þeir höfðu mátt sæta bréflegum hótunum um hýrudrátt og innheimtu skaðabóta. Hótanirnar komu frá lögfræðingi Samtaka atvinnulífsins. Þann 17. júlí síðastliðinn sagði Icelandair upp hópi starfsmanna sem á þeim tímapunkti voru í kjaradeilu við fyrirtækið og höfðu boðað verkfallsaðgerðir. Til varnar þessari aðgerð steig fram Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins. Löngu eftir að skað- inn var skeður „harmaði“ hann aðgerðina í yfirlýsingu og viður- kenndi að með henni hefðu lög um stéttarfélög og vinnudeilur verið brotin. Í september 2020 birtist yfir- lýsing á vef Samtaka atvinnulífs- ins þar sem hótað var uppsögn nú- gildandi kjarasamninga. Í yfirlýsingunni kom fram að stjórnvöld hefðu ekki framkvæmt loforð varðandi verðtryggð hús- næðislán. Vegna þessa sögðust SA hafa tilefni til uppsagnar á samningum, jafnvel þótt loforðið hefði verið gefið til verka- lýðshreyfingarinnar og ASÍ lýst því yfir for- sendur væru ekki brostnar. Í september og október 2020 stigu bæði for- maður og framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins fram með greinarskrifum til að tala gegn því að sektir verði innleiddar í ís- lensk lög fyrir það að vangreiða laun. Veturinn 2019-2020 höfðu SA tekið störf nefndar á veg- um félagsmálaráðherra í gíslingu, en nefndin átti að uppfylla loforð til launafólks um aðgerð- ir gegn launaþjófnaði sem gefin voru út við undirritun lífskjarasamninganna. Öll tilvikin sem nefnd eru hér fyrir ofan eru ólík en eitt eiga þau þó sameiginlegt: Í við- brögðunum við þeim kemur fram viðhorf nú- verandi forystu Samtaka atvinnulífsins til laga, kjarasamninga, orðheldni og heið- ursmennsku í samskiptum aðila á íslenskum vinnumarkaði. Það er árangur af langri baráttu verkafólks að flestir íslenskir atvinnurekendur greiða laun og virða réttindi í samræmi við kjara- samninga. Flestir þeirra þröngva ekki starfs- fólki í ósamþykkt leiguhúsnæði og kúga svo út úr því stórfjárhæðir. Flestir þeirra sparka ekki fólki úr vinnu fyrir að standa í kjaradeil- um. Flestir þeirra kunna að meta þann stöð- ugleika sem langir kjarasamninga veita og hafa uppsögn þeirra ekki í flimtingum. Reynsla Eflingar er að flestir atvinnurek- endur treysta sér til að fara eftir settum lögum og gerðum kjarasamningum, jafnvel þótt þeir kunni að vera ósammála verkalýðshreyfing- unni um margt og myndu gjarnan vilja hafa kjarasamninga og lög um vinnumarkað með öðru sniði. Sú spurning hlýtur að vakna hvort varnir Samtaka atvinnulífsins fyrir hvers kyns brota- starfsemi og samningsrofum séu hagur at- vinnurekenda og hvort þessi afstaða samtak- anna endurspegli vilja atvinnurekenda. Eins og staðan er í dag leggst kostnaðurinn af brotastarfsemi og lögbrotum óheiðarlegra atvinnurekenda beint eða óbeint á alla at- vinnurekendur. Starfsmannaleigur sem ástunda mansal og nauðungarvinnu koma óorði á heilu atvinnugreinarnar. Launakostn- aður launaþjófa er á endanum iðulega greidd- ur úr Ábyrgðarsjóði launa, sem allir atvinnu- rekendur greiða í. Ófriðarbrölt einstakra stórfyrirtækja gagnvart endurnýjun kjara- samninga og lagaramma vinnumarkaðarins ógnar á endanum öllum atvinnurekendum. Atvinnurekendur almennt, sér í lagi þeir sem eru færir um að fara eftir reglum eins og aðrir samfélagsþegar, hafa ekki hag af því að heildarsamtök þeirra tali fyrir brotastarfsemi og samningsrofum. Það er allra hagur að upp- ræta þá meinsemd. Það er á endanum ráðgáta hvers vegna Samtök atvinnulífsins berjast um á hæl og hnakka gegn því. Brotastarfsemi – hagur atvinnurekenda? Eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur » Atvinnurekendur hafa ekki hag af því að heildarsamtök þeirra tali fyrir brotastarfsemi og samningsrofum. Sólveig Anna Jónsdóttir Höfundur er formaður Eflingar – stéttarfélags. Við viljum vera tilbúin þegar ferðamenn koma aftur. Við getum ekki látið reka á reiðanum og beðið þess í von og óvon hvað gerist þegar Covid-ástandi lýk- ur og lífið færist aftur í samt horf. Þess vegna sam- þykkti borgarstjórn á þriðjudag ferðamálastefnu sem hefur verið unnin í góðu samstarfi með borg- arfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og hagaðilum. Ferðaþjónustan hefur ýtt undir margvíslega grósku og gætt borg- ina lífi, það sjáum við best í dag þegar ferðamennina vantar. Hún hefur skilað miklum tekjum til fyrirtækja, einstaklinga og hins opinbera og við væntum þess að hún muni gera það aftur þegar við komumst út úr kófinu. Verðum tilbúin Þegar ferðaþjónustan óx í kjöl- far síðustu kreppu var Ísland og Reykjavík alls ekki tilbúin. Við sáum það best á fréttaflutningi á alls konar árekstrum sem urðu á milli gesta og heimamanna. Gróskan reyndi á innviði borg- arinnar og þolinmæði borgarbúa sem kvörtuðu meðal annars und- an töskuglamri og rútum. Í dag erum við í allt annarri stöðu. Við vitum að ferðamenn voru hér og að þeir munu koma aftur. Það eru til innviðir sem við þurfum að gera enn betri til að Reykjavík sé betur tilbúin að taka á móti fjölda gesta í sem mestri sátt við borgarbúa. Því er eitt leiðarstefið í ferða- málastefnunni að eiga í reglulegu samtali við íbúa og hagsmunaaðila í ferðaþjónustu. Líka skemmtileg borg fyrir okkur Við þurfum líka að muna að kynna Íslendingum allt það skemmtilega sem hægt er að gera í Reykjavík, líkt og við markaðs- setjum borgina fyrir erlenda gesti. Við þurfum að hugsa Reykjavík sem áfangastað en ekki bara stutt stopp á leið erlendra gesta um okkar fallega land. Samtal við hagsmunaaðila og sveitarfélögin á höfuðborgar- svæðinu um það hvernig við markaðssetjum höfuðborgar- svæðið allt sem áfangastað er haf- ið. Af því að við vilj- um sjá fram úr kóf- inu eru í ferðamála- stefnunni mælanleg markmið sem við ætlum okkur að ná sem styðja við meg- inmarkmiðin okkar þrjú. Lifandi borg Fyrsta megin- markmið er að Reykjavík sé lifandi og framsækin mann- lífsborg umvafin einstakri nátt- úru. Til að uppfylla þetta mark- mið þarf stöðugt að styrkja inn- viði menningarstarfs í Reykjavík og draga markvisst fram tæki- færi til útivistar og íþróttaiðkunar í einstöku umhverfi Reykjavíkur, líka um vetrarmánuðina. Við vilj- um einnig styrkja stöðu Reykja- víkur sem ráðstefnuborgar. Græn borg Annað meginmarkmið er að í Reykjavík byggist upp sjálfbær ferðaþjónusta í sátt við samfélag- ið. Borgin ætlar að eiga frum- kvæði að því að draga úr nei- kvæðum umhverfisáhrifum með eigin aðgerðum, hvatningu og samstarfi. Við þurfum líka mark- vissa stýringu, markaðssetningu og skipulag til að dreifa álagi vegna ferðaþjónustu jafnar um borgina. Snjöll borg Þriðja meginmarkmiðið er að Reykjavík verði samræmd, ein- föld, skilvirk og snjöll, þar sem stjórnkerfi er samræmt og ein- faldað og stafrænum lausnum beitt til að vinna að markmiðum stefnunnar. Stafræn uppbygging mun bæði nýtast gestum og íbú- um. Ferðaþjónustan á að vera já- kvæður drifkraftur sem þróast í sátt við íbúa, atvinnulíf, umhverfi og menningu. Þegar ferðamenn koma aftur mun Reykjavík vera tilbúin. Eftir Þórdísi Lóu Þórhalls- dóttur » Ferðaþjónustan á að vera jákvæður drifkraftur sem þróast í sátt við íbúa, atvinnulíf, umhverfi og menningu. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Höfundur er formaður borgar- ráðs og oddviti Viðreisnar í Reykjavík. Sjáum fram úr kófinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.