Morgunblaðið - 23.10.2020, Side 46

Morgunblaðið - 23.10.2020, Side 46
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020 Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Ást Elenoru á bakstri er nokkuð augljós en hún starfar sem bak- aranemi í Bláa lóninu en þar á und- an var hún í Brauð & co. Hún seg- ist vera heppin að fá að læra af þeim bestu og ekki síst heppin að fá að starfa við það sem hún elskar. Ástæða þess að hún gefur út sína fyrstu bók er líka fremur skemmtileg en það ævintýri hófst þegar Elenora mætti í við- tal í Ísland vaknar á K100 þar sem hún heillaði alla upp úr skónum. Einn þátta- stjórnenda, Jón Ax- el, hafði í kjölfarið samband við hana og spurði hvort hún hefði ein- hvern tíma íhugað að gefa út bók. Hann kom henni í samband við Edduna og nú, hálfu ári seinna, er afraksturinn að líta dagsins ljós. „Ég hafði enga trú á að þær myndu hafa samband aftur þannig að þegar ég fékk staðfestingu á að það ætti að gera bókina eiginlega trylltist ég. Ég var þá þegar búin að vera innilokuð lengi út af Covid og hafði nýtt tímann vel í að stúd- era allt sem viðkom súrdeigs- brauðsgerð og vísindunum á bak við það. Ég hafði unnið með súr- deigið í mörg ár en þarna fór ég á bólakaf sem var einstaklega skemmtilegt og lærdómsríkt,“ segir Elenora. Bókin sé hugsuð fyrir mjög breiðan hóp enda bæði að finna í henni ítarlegar leiðbeiningar um súrdeigsbakstur og girnilegar brauðuppskriftir sem og sætabrauðs- gerð, kökubakstur og gamaldags ís- lenskt bakkelsi. „Ég hef alltaf unnið í frekar töff og „rustic“ bakaríum og ólst upp við gamaldags mömmubakstur og þessi bók er svolítil sameining af því öllu. Það mætti eig- inlega segja að ég og mín stutta ævi sameinist í þess- ari uppskriftabók. Hún hentar sérstaklega þeim sem vilja fá nýjar og ferskar upp- skriftir, þeim sem vilja læra hvernig á að gera þetta gamla góða sem við þekkjum öll og hún hentar heldur betur súrdeigs- áhugafólki Íslands. Í bókinni eru súper auðveldar uppskriftir en einnig flóknari uppskriftir fyrir þá sem eru lengra komnir. Allar uppskriftirnar eru mjög vel útskýrðar og vel uppsettar og ættu því allir að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi í bókinni enda er bókin einir fimm kaflar með kennslu fremst í bókinni og tæp- lega 170 blaðsíður að lengd. Kolféll fyrir skoskum plötusnúð Elenora á rætur að rekja bæði til Íslands og Skotlands en faðir hennar er skoskur. „Mamma mín fer eitt haustið í brúðkaup hjá bróður sínum og á þeim tíma var pabbi minn ágætlega vinsæll plötu- snúður í Skotlandi. Mér finnst það mjög fyndið því ég hef alltaf þekkt pabba sem gamlan kall sem finnst hann sjálfur fyndnastur í heimi og elskar að gera mig vandræðalega. En jæja, mamma fer í brúð- kaup þar sem hann er að sjá um tónlistina. Þau taka þar léttan dans og nokkru síðar kemur pabbi í heimsókn til Ís- lands til að hitta mömmu. Eftir það varð ekki aftur snúið og þau hafa verið saman síðan þá.“ Elenora segir að bernska sín hafi verið dásamleg og að hún búi að því að koma úr samrýndri fjöl- skyldu sem stendur þétt saman. Elenora fæddist með fæðingargalla sem heitir Omphalocele en þá eru Algjörlega einstök Elenora Ljósmynd/GASSI Uppáhald Elenora hefur sagt frá því að þetta sé uppáhaldsbakkelsið henn- ar. Þeir sem hafa smakkað taka heils- hugar undir það. Hún er einungis 19 ára gömul en strax þegar sest er niður með Elenoru Rós Georgesdóttur verður manni ljóst að þarna er engin venjuleg kona á ferðinni. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún ýmsa fjöruna sopið og með sínu einstaka viðhorfi til lífsins hefur hún sigrast á áskorunum, barist fyrir draumum sínum og náð að skapa eitthvað algjörlega einstakt. Hún er þessa dagana að gefa út sína fyrstu bók sem heitir einfaldlega BAKAÐ með Elenoru Rós og það er morgunljóst að vænta má mikils af þessari kjarnorkukonu sem virðist víla fátt fyrir sér. Bakkelsi gerir allt betra Það er fátt sem stöðvar Elenoru Rós þessa dagana en einstakt viðhorf hennar til lífsins og bakkelsis er til eftirbreytni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.