Morgunblaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020 ✝ Lúðvík Vil-hjálmsson fæddist í Reykjavík 26. október 1945. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 12. október 2020. Foreldrar hans voru hjónin Vil- hjálmur Albert Lúðvíksson skrif- stofumaður, f. 4.12. 1897, d. 13.11. 1995, og Helga Gissurardóttir húsmóðir, f. 28.5. 1911, d. 9.9. 1994. Systkini hans eru Oddný, f. 22.3. 1937, og Gissur Karl, f. 10.9. 1941. Fyrri eiginkona Lúðvíks er Sólveig Jónsdóttir, f. 16.6. 1946, og eiga þau dótturina Kristínu, f. 5.11. 1969. Hennar maki er Björn Ágúst Björnsson, f. 9.7. 1967. Þeirra börn eru Þorsteinn Friðrik Halldórsson, f. 19.11. 1992, Sólveig, f. 5.8. 1999, og Haraldur, f. 24.9. 2006. furstadæmunum, þar sem hann starfaði sem flugumferðarstjóri í átta ár. Eftir heimkomuna hóf Lúðvík aftur störf á Keflavík- urflugvelli þar sem hann gegndi stöðu þjálfunarstjóra, samhliða störfum sínum við flugumferð- arstjórn. Hann starfaði einnig á Grænlandi sumarið 2003 og í Kabúl í Afganistan sumarið 2004 á vegum utanríkisráðu- neytisins. Þegar Flugakademía Keilis hóf störf á Keflavík- urflugvelli setti hann upp og leiddi fyrsta námskeiðið fyrir flugumferðarstjóra þar. Þegar á eftirlaun var komið kenndi Lúð- vík flugumferðarstjórn í tæp tvö ár í Madríd á Spáni og einnig um tíma í Múskat í Óman. Hann var um árabil í stjórn Félags ís- lenskra flugumferðarstjóra. Útför Lúðvíks fer fram frá Guðríðarkirkju í dag, 23. októ- ber 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu geta aðeins nán- ustu ættingjar og vinir verið við- staddir. Hægt er að fylgjast með at- höfninni í streymi á slóðinni: https://youtu.be/-A5U32L0JXQ Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat Eftirlifandi eig- inkona Lúðvíks er Ingveldur Fjeld- sted, f. 21.10. 1953, og eiga þau soninn Vilhjálm Albert, f. 5.4. 1990. Fyrir á Ingveldur dótt- urina Guðrúnu Karitas Bjarnadótt- ur, f. 15.6. 1971. Hennar maki er Halldór Sveinn Kristinsson, f. 27.1. 1971. Þeirra börn eru Egill Fannar, f. 12.3. 1993, Herdís Rún, f. 5.8. 1995, og Kári Steinn, f. 30.6. 2005. Lúðvík ólst upp í Þingholt- unum og hlaut hefðbundna skólagöngu. Hann lagði stund á nám við Kennaraskólann áður en hann hóf nám í flugumferð- arstjórn á Keflavíkurflugvelli árið 1965. Hann starfaði við flugumferðarstjórn þar til hann fór á eftirlaun. Árið 1980 flutti Lúðvík ásamt fjölskyldu til Dúbaí í Sameinuðu arabísku Elsku pabbi minn hefur nú siglt úr vör inn í fallegt sólarlagið. Pabbi var ljúfur maður með einstaklega góða nærveru. Hann var hrókur alls fagnaðar í góðum hópi, enda ávallt stutt í smitandi hláturinn. Hans einstaki húmor fylgdi honum allt til dauðadags. Dæmi um það er þegar hann fékk stóra dóminn á Landspítalanum í sumar. Hans fyrstu viðbrögð eft- ir fundinn með lækninum voru að segja okkur hinum brandara um bandarískan lækni sem tjáði sjúklingi sínum að hann ætti þrjá mánuði eftir ólifaða. Að þremur mánuðum liðnum gat sjúklingur- inn ekki greitt lækninum kostn- aðinn og því gaf læknirinn honum aðra þrjá mánuði til viðbótar í greiðslufrest. Það var hlegið mik- ið að þessu á göngum Landspít- alans. Pabbi minn fékk þrjá mán- uði og engan greiðslufrest. Lúlli, eins og pabbi var kall- aður, tók skammvinnum veikind- um sínum af miklu æðruleysi og ræddi opinskátt um dauðann sem var á næsta leiti. Hann var sáttur og þakklátur og tilbúinn í ferða- lagið úr því sem komið var. Hann gantaðist með það að þegar hann væri farinn og ef hann yrði í að- stöðu til, myndi hann láta okkur hin vita hvort eða hvað tæki við. Þegar ég var ung að árum skildu foreldrar mínir og pabbi giftist síðar Ingu en í vor hefðu þau átt 45 ára brúðkaupsafmæli. Árið 1980 fluttu þau til Dúbaí þar sem pabbi starfaði sem flugum- ferðarstjóri í átta ár. Á þeim ár- um dvaldi ég hjá þeim á sumrin ásamt Guðrúnu, dóttur Ingu, og var mikill ævintýraljómi yfir þeim fríum. Á þessum tíma voru engir samfélagsmiðlar og skipt- umst við feðginin jafnan á sendi- bréfum sem nú er dýrmætt að lesa og rifja upp frásagnir af æv- intýrum þeirra í eyðimörkinni. Pabbi lét oft fylgja með skemmti- legar teikningar í bréfunum en hann var mjög fær í þeim efnum. Bréfin enduðu gjarnan á kveðj- unni: Þinn elskandi pabbi. Síðustu árin voru tileinkuð golfíþróttinni og spilaði pabbi reglulega með góðum félögum. Hann lagði kapp á að nýta það sem hann átti eftir af sumrinu í golfið og þegar Villi bróðir kom til Íslands frá Danmörku í júlí áttu þeir feðgar góðar stundir saman á vellinum. Síðustu vik- urnar varði ég miklum tíma með pabba, sem er mér mjög dýrmætt nú. „„Eitt sinn skal hver deyja“ segir einhvers staðar og öll erum við feig á endanum.“ Þetta eru lokaorð pabba í aðsendri grein í Morgunblaðið fyrr á þessu ári en hann var óragur við að tjá sig og óháður öðrum í máli og skoðun- um – þannig var hann. Með þessum orðum kveð ég þig, elsku pabbi minn, ég mun ávallt halda minningu þinni á lofti og vera vakandi yfir skilaboðum frá þér eins og við ræddum um – hvíl í friði. Þar til næst, þín elskandi dótt- ir, Kristín. Mín fyrstu kynni af Lúlla voru þegar við stjúpdóttir hans fórum að draga okkur saman fyrir rúm- lega 30 árum. Ekki þurfti ég langan tíma til að átta mig á því að þarna var á ferðinni vandaður maður. Lúlli hló manna hæst og aldrei hitti ég á hann í vondu skapi. Við áttum sameiginleg áhugamál eins og fótbolta og golf og síðan fannst okkur ekkert slæmt að fá okkur einn og einn öl annað slagið. Það er hægt að segja margar skemmtilegar sög- ur af Lúlla afa eins krakkarnir kölluðu hann. Þegar við fjölskyldan bjuggum í Danmörku komu þau Inga og Villi að heimsækja okkur og leigðu bústað á Jótlandi. Fótboltaáhugi okkar Lúlla varð til þess að við keyrðum til Kaup- mannahafnar til að sjá æfingaleik Bröndby á móti Tottenham. Við leigðum okkur hótelherbergi og fórum á leikinn en eftir leikinn þá settumst við með stuðnings- mönnum beggja liða á einhverri kránni. Áður en ég vissi af var Lúlli, ósjálfrátt, búinn að draga að sér fullt af ókunnugu fólki, segjandi sögur og auðvitað hlæja hátt. Fólk safnaðist í kringum hann, þannig maður var Lúlli. Þegar við síðan fluttum til Reykjavíkur árið 1999 bjuggum við fjölskyldan tímabundið hjá þeim Ingu í Kringlunni áður en við keyptum okkar fyrstu íbúð. Samgangurinn varð síðan enn meiri þegar Inga og Lúlli færðu sig yfir í Grafarholtið þar sem við búum einnig. Ég er þakklátur fyrir alla golfhringina, alla fót- boltaleikina, allar samverustund- irnar sem við Lúlli náðum saman og vinskapinn. Við kveðjum skemmtilegan og góðan dreng en himnarnir verða ríkari og þar verður hlegið meira og hærra. Halldór Sveinn Kristinsson. Haustið 1985 vakti ung, sól- brún og ægifögur stúlka, Kristín Lúðvíksdóttir, athygli náms- manna í MR. Fyrirspurnir drengjanna leiddu í ljós að Krist- ín hafði dvalið um sumarið hjá föður sínum, Lúðvík Vilhjálms- syni, við ströndina í Dúbaí. Á þessum tíma vissu fáir hvar Dúbaí er í heiminum, en í dag standa dýrustu hótel heims þar sem húsið hans Lúðvíks stóð áð- ur. Ellefu árum síðar kynntumst við Kristín og okkur var boðið í mat til Lúðvíks og Ingu konu hans. Mér var efst í huga að koma vel fyrir og ekki var laust við smá fiðring í maganum. Lúðvík tók mér afar vel, var heillandi eins og dóttir hans, með leiftrandi kímni- gáfu sem hann spilaði á eins og fiðlu – bresk kaldhæðni, fim- maurabrandarar og allt þar á milli. Lúðvík var ávallt hrókur alls fagnaðar, með hlátur Byggðar- hornsættar frá Helgu móður sinni, en áhuga á mannkynssögu frá föður sínum, Vilhjálmi. Hann þekkti manna best sögu 20. aldar með uppgangi hættulegrar hug- myndafræði kommúnisma og nasisma. Afleiðingar áætlun- arbúskapar hvers konar voru honum ljósari en öðrum. Það er því ekki að furða að Lúðvík var staðfastur í skoðunum og um málefni líðandi stundar las hann helst í Morgunblaðinu og Þjóð- málum. Hann hafði lag á að vekja okkur til umhugsunar um þjóð- málin frá spaugilegum hliðum – oft og tíðum dugði brosið hans eitt og sér og allir hlógu við dátt án þess að Lúðvík segði orð. Þetta átti sérstaklega við um uppákomur eins og nýja „stjórn- arskrá“ þjóðlagaþingsins. Síðustu árin stundaði Lúðvík golfíþróttina af krafti og oft feng- um við tengdasynirnir að fljóta með. Eitt sinn færði hann mér með bros á vör forláta birdie- pela. Báðir vissum við að golfget- an bauð ekki upp á mikla notkun og líklega er best að Lúðvík taki pelann með sér í gullvagninn, það er jú auðveldara að fá fugl í þunna loftinu. Lúðvík er nú kallaður heim af teignum, sáttur við lífsverkið. Brosið og minningin um góðan mann lifir áfram í hans nánustu – gakktu á guðs vegum, elsku Lúlli. Björn Ágúst. Þegar ég hugsa um afa þá hugsa ég um sögur. Afi hafði ein- stakt lag á því að segja sögur og að láta fólk hlæja. Hann hafði sögu fyrir hvert tilefni og jafnvel hin hversagslegustu atvik urðu kveikja að frásögn. Oftar en ekki hófst sagan á alvarlegum nótum. Tónninn dýpkaði og hrynjandin gaf til kynna að þetta væri kannski reynslusaga sem draga mætti lærdóm af. Undir lokin tók hún óvæntan og skondinn enda, og afi skellti upp úr. Hláturinn var ómótstæðilegur, fyllti her- bergið og hreif alla áheyrendur með sér. Þannig var afi gæddur öfunds- verðri frásagnargáfu. Það er ekki öllum eðlislægt - og raunar fæst- um – að geta hrifið með fólk sér á þennan hátt. Veikindin náðu ekki að ræna hann þessari gáfu. Hann var afi fram á síðustu stundu, með sína hlýju nærveru og skap- gerð sem auðgaði alla sem hann komst í kynni við. Það var svo margt í fari afa sem við systkinin, barnabörnin, getum haft að leiðarljósi. Eitt af því var viðleitni afa til þess að lýsa heiminum nákvæmlega eins hann kom honum fyrir sjónir. Hann vék ekki frá sannfæringu sinni og var óhræddur við að tjá hana, hvort sem það var í sam- ræðum eða í greinaskrifum. Elsku afi, það var svo margt í þínu fari sem við munum sakna. Það verður ævinlega svo að þegar við minnumst þín heyrum við ein- stakan hlátur þinn óma. Og þá birtist þú okkur ljóslifandi. Þorsteinn Friðrik, Sólveig og Haraldur. Ég minnist Lúlla með hlýju og virðingu. Hann kom inn í líf mitt þegar ég var um þriggja ára, þeg- ar hann og mamma urðu par. Ég á óljósa minningu um það þegar Lúlli, ásamt Kristínu dóttur sinni, kom í fyrsta skiptið í heim- sókn á æskuheimilið mitt á Ak- ureyri. Í minningunni var ég bæði feimin og forvitin um þenn- an mann frá Reykjavík sem síðar átti eftir að verða eiginmaður mömmu og lífsförunautur. Smám saman myndaðist vin- átta á milli okkar Lúlla, þó okkur hafi líka greint á um ýmislegt í gegnum árin. Lúlli vann alltaf vaktavinnu og þegar ég var krakki þá áttum við stundum tíma bara tvö, þegar mamma var í vinnunni. Ég man eftir kakó- malti og franskbrauði með hangi- kjöti, flóknum spilagöldrum sem hann ljóstraði aldrei upp, ótrú- legum bullsögum sem hann sagði með leikrænum tilburðum og löngum stundum þar sem spilað var á spil. Það er ljúft að eiga þessar minningar. Það var auðvelt að líka vel við Lúlla; hann talaði hátt, hló dátt og hafði gaman af því að segja sögur. Sögurnar hans enduðu undantekningarlaust á hans eigin hláturrokum og ef svo ólíklega vildi til að sagan væri ekki fyndin þá var samt ekki annað hægt en að hlæja með því hlátur hans var svo smitandi. Á síðasta fundi okk- ar, daginn fyrir andlátið, var hann enn í hlutverki sögumanns- ins, þó röddin væri orðin veik- burða og hláturinn varla heyrð- ist. Blessuð sé minning hans. Guðrún Karitas Bjarnadóttir. Minning um bróður og góðan vin. Við bræðurnir erum af kyn- slóðinni sem send var í sveit á sumrin, og hvar lenti Lúlli, jú hjá Moniku og dætrunum sjö, norður í Skagafirði. Seinna var hann í Byggðarhorni, við góðan orðstír. Um 16 ára aldur var Lúðvík há- seti yfir sumar á Öðlingi VE og lauk sjómennskunni með að siglt var til Þýskalands. Það var ham- ingja með sigldan drenginn, sem heim kom með 25 tommu Nor- dmende-sjónvarp, og það var meira að segja með fjarstýringu, reyndar með 8 metra snúru og pabbi gat hækkað í Rawhide. Þessu fylgdu ferðir upp á þak til að snúa loftnetinu og ná sem bestu merki frá Keflavík. Við vor- um líka í því að mála þakið og húsið þegar þess þurfti, en það skal nú játað að eina málninguna dró ég þar til Lúlli kom heim í frí frá Dubai, enda heimska að vera að þessu einn þegar að við gátum verið tveir. Lúðvík var mikill gæfumaður sem hann skapaði sjálfur. Hann fór ekki endilega troðnar slóðir ef hann sá aðra betri leið. Eitt gæfu- sporið var að gerast flugumferð- arstjóri, sem varð að hans ævi- starfi. Lúðvík og Loftur vinur hans ákváðu að leita starfa er- lendis, eftir starf í Keflavík. Yf- irvaldið hér reyndi að stoppa pilta, en án árangurs og fóru þeir til Dubai, og þar starfaði Lúlli í 9 ár. Sem betur fer var laust starf í Keflavík þegar hann ákvað að snúa heim. Seinna starfaði hann víða, t.d. í Kosovo, Madrid, Græn- landi og Oman. Lúðvík var vina- margur, og það urðu vinir til ævi- loka, og það lýsir honum vel, enda gleðigjafi og alltaf með húmorinn í lagi. Síðustu árin hittumst við systkinin alla mánudaga við kaffi- spjall þar sem öll heimsins mál voru rædd. Þessir fundir voru okkur hjónum mikið tilhlökkun- arefni og dýrmæt minning. Við systkinin vorum mjög sátt í foreldrahúsum, enda voru aðal- skemmtistaðir bæjarins í göngu- færi, t.d. Nýja og Gamla bíó. Lúð- vík kynntist fyrri konu sinni, Sólveigu Jónsdóttur, og eignuð- ust þau dótturina Kristínu. Síðar skildu ungu hjónin. Með seinni konu sinni, Ingveldi Fjelsted, eignaðist hann soninn Vilhjálm, en fyrir átti Inga dótturina Guð- rúnu. Það var aðdáunarvert að fylgj- ast með þeim hjónum takast á við þessar síðustu vikur, þar sem fullvíst var hvað var í nánd, en ekki hvenær, samstíga í að takast á við veikindin uns yfir lauk. Ingveldur, þú átt alla mína virð- ingu og þakkir. Kæra Ingaveldur, Kristín, Vil- hjálmur og Guðrún, ég sendi ykk- ur mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Ég kveð bróður minn með söknuði. Blessuð sé minning hans. Gissur Karl Vilhjálmsson. Lúðvík mágur minn er horfinn á braut. Hans er sárt saknað. Það var aldrei lognmolla hjá Lúlla, hlátur hans gat látið alla fýlupúka hlæja sem annars spöruðu bros- in. Vinalega stríðni átti hann til, eitt sinn kom hann úr Skotlands- ferð og gaf mér stóra vínilplötu, með þeim orðum að ferðir mínar á þessar slóðir snerust ekki um menningu Skota. Ég gerði nokkr- ar tilraunir til hlustunar á téðri plötu, en gafst alltaf upp en það voru 12 sekkjapípulög á hvorri hlið. Ég á plötuna enn, en spilara engan. Lúðvík lifði og starfaði víða, en þegar hann var kominn heim úr útlegðinni, þá glöddumst við að hann var ávallt sami Lúlli. Starf og dvöl í austri eða vestri breytti honum ekki. Það er erfitt að sætta sig við að Lúlli er farinn. Hann tók örlögunum sínum af karlmennsku með klettinn Ingu sér að baki og oftar en ekki gerði hann góðlátlegt grín að sínum að- stæðum. Það var ekta Lúlli, að sættast við það sem hann ekki gat breytt en hafði meiri áhyggjur af okkur hinum. Horfnar minningar hópast nú að og hugurinn reikar um víða en tekur því nokkuð að tala um það hve tíminn er fljótur að líða. (Eiríkur Hansen) Inga, Guðrún, Kristín og Vil- hjálmur, megi guð gefa ykkur styrk, í sárum söknuði. Bryndís Sigurðardóttir. Það var sorgafregn þegar pabbi tjáði mér að Lúlli frændi væri látinn. Lúðvík var yngsti bróðir þeirra Oddnýjar og pabba og ól- ust þau upp hjá ömmu og afa á Grundarstígnum í hjarta miðbæj- arins. Lúlli var hrókur alls fagn- aðar, með létta lund, og hlátur- mildari mann var erfitt að finna. Það fylgdi Lúlla einfaldlega alltaf mikil gleði hvert sem hann fór. Lúlli var flugumferðarstjóri við afskaplega góðan orðstír og höfum við fregnir af því að hann hafi verið einstaklega góður kennari í flugumferðarstjórn og vel liðinn. Lúlli vann um heim all- an og dvaldist m.a. um langt skeið í Dubai ásamt Ingu konu sinni. Hann var áhugamaður um heimsmálin, sögu og knattspyrnu en hann var mikill Valsari og Leedsari. Hann átti það til að mála fallegar myndir, var góður í brids, golfi og svo mætti lengi telja. Lúlli átti yndislega konu, Ingv- eldi Fjelsted, og börnin Kristínu, Vilhjálm og stjúpdótturina Guð- rúnu. Missir þeirra er mikill. Síðustu vikur sýndu Lúlli og Inga mikið æðruleysi vegna veik- inda Lúlla og nutu þau tímans og með fjölskyldu og vinum. Nú hefur þýða röddin í turn- inum slokknað og hláturinn horf- ið á braut, en minningin um kær- an frænda lifir. Elsku Inga, Kristín, Vilhjálm- ur og Guðrún, við Linda sendum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Sigurður (Siggi) frændi. Minningin um Lúðvík Vil- hjálmsson er dálítið eins og fal- legu haustdagarnir sem við fáum að njóta þessa dagana. Þeir lýsa upp veröldina á erfiðum tímum, gleðja augað og gefa yl í hjarta- stað. Ég varð þeirra gæfu aðnjót- andi að eignast yndislega vin- konu, hana Kristínu, þegar ég flutti suður í menntaskóla. Fjöl- skylda Kristínar tók mér opnum örmum, þar á meðal Lúlli pabbi Kristínar og amma og afi á Grundó, Helga og Vilhjálmur, foreldrar Lúlla. Ég átti dýrmæt- ar stundir með öllu þessu fólki sem ég geymi í hjarta mínu. Lúlli var einstakur maður og urðum við strax góðir vinir. Hann var þessi kærleiksríka og hlýja persóna sem sýndi áhuga og um- hyggju eins og ég tilheyrði hans fólki. Þær voru fjörugar stund- irnar sem við áttum saman hjá honum og hans yndislegu konu, Ingu. Ég fylgdi Kristínu oft heim eftir skóla og þangað sem hún bjó á síðasta árinu okkar í MR og Lúlli þá oft heima þar sem hann var í vaktavinnu. Alltaf var tekið á móti okkur með opinn faðminn. Það sem einkenndi Lúlla helst fyrir utan hjartahlýju hans var hans mikli húmor og gleðin sem var alltaf í kringum hann. Hann var með ógleymanlegan hlátur og sá alltaf spaugilegu hliðarnar á öllum málum. Hann var hreinn og beinn, fullur af fróðleik og gátum Lúðvík Vilhjálmsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN BENEDIKTSSON skipstjóri frá Firði í Mjóafirði, lést föstudaginn 16. október á Landspítalanum. Útförin fer fram frá Mosfellskirkju föstudaginn 30. október klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni: https://www.facebook.com/groups/360349345170888 Guðríður Guðbjartsdóttir Benedikt Sveinsson Steinunn Þorsteinsdóttir Guðrún Matthildur Sveinsd. Peter Billeskov Hansen Sesselja María Sveinsdóttir Guðmundur Örn Ingvarsson Ólafur Arnar Sveinsson Tiffany Nicole White María Hrefna Ringdal Nils Ringdal Guðbjartur Hjálmarsson Anna Karla Björnsdóttir afabörn og langafabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.