Morgunblaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 23.10.2020, Blaðsíða 49
MINNINGAR 49 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020 við talað um allt milli himins og jarðar, félagslífið, mikilvægi menntunar, pólitík og málefni líð- andi stundar yfir í samræður um okkar hjartans mál. Eftir menntaskólaárin hitti ég Lúlla sjaldnar en þó alltaf eitt- hvað við ýmis tækifæri. Leiðir okkar lágu óvænt saman í maí á þessu ári og var það alltaf jafn- yndislegt. Ég hitti hann stuttu fyrir andlátið og er sú stund mér afar kær. Lúlli vissi að hann var að deyja og talaði mjög opinskátt um það sem koma skyldi. Hann var auðmjúkur, sýndi mikið æðruleysi og var þakklátur fyrir það fallega líf sem hann hafði átt með sinni yndislegu fjölskyldu og vinum. Í þessum samræðum okk- ar kom hik á Lúlla eitt andartak, hann sagðist vera sáttur með allt nema kannski eitt. Þetta eina var að Leeds var loksins komið upp í efstu deild í enska boltanum og nú fengi hann ekki að fylgjast með þeim þar sem hann væri að deyja. Þetta var lýsandi dæmi fyrir húmorinn hans. Við sprung- um úr hlátri og gleði og sorgart- árin spruttu fram eins og enginn væri morgundagurinn. Hann horfði síðan hlýlega til mín og kvaddi mig með sömu orðum og alltaf: „Guð blessi þig! Adios.“ Ég er þakklát í hjarta mínu að góður Guð leiddi Lúlla inn í líf mitt. Nú er hann lagður af stað í ný heimkynni og er ég viss um að gleðin og góðmennskan ræður þar ríkjum. Ég hef líka fulla trú á því að hann gegni mikilvægu hlutverki að halda Leeds uppi í efstu deild. Elsku Inga, Kristín, Guðrún, Villi og aðrir ástvinir. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með ykkur við hlið Lúlla í þessum veikindum og hvernig þið upp- fylltuð draum hans að vera heima, með allri ykkar ást og um- hyggju. Ég bið góðan Guð að um- vefja ykkur, styðja og styrkja með kærleika sínum og sendi mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Minningin um yndislegan mann lifir. Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir. Komið er að kveðjustund. Kynni okkar Lúðvíks Vilhjálms- sonar (Lúlla) hófust fyrir nær fimmtíu árum þegar hann fór að sækja knattspyrnuæfingar hjá Ármanni. Okkur varð fljótt til vina og hefur sú vinátta haldist óslitið síðan, þótt mislangt hafi verið á milli þess að við heyrð- umst eða hittumst. Frá þessum tíma eignaðist hann marga vini sem hafa fylgst að í gegnum tíðina, þar skal nefna Óla Ómar, en þeir héldu miklu sambandi alla tíð. Lúlli fór að æfa knattspyrnu sér til ánægju, til að vera með eins og sagt er. Hann stundaði vaktavinnu og gat því ekki sótt æfingar sem skyldi. Þrekæfingar voru ekkert uppáhald hjá honum. Minn mað- ur vildi skipta í tvö lið og byrja að spila. Af og til átti hann snörp tilþrif inni á vellinum, þótt sum hafi ekki verið sérlega æfð. Utan vallar voru tilþrifin enn betri, sérlega í þá góðu gömlu daga. Fyrir mér var Lúlli dagfars- prúður maður, afbragðsspaugari og sá alltaf eitthvað gott í atvik- um, þótt eitthvað hafi farið á ann- an veg en til stóð. Á góðum stundum var hann hrókur alls fagnaðar. Þegar sagð- ur var brandari gat Lúlli oftast betrumbætt og stílfærði með sínu lagi. Oftar en ekki gerði hann grín að sjálfum sér án þess að fegra hlutina. Þegar Lúlli fór að hlæja sínum smitandi hlátri var ekki annað en hægt að hlæja með. Oft endaði það þannig að allir viðstaddir skellihlógu, en enginn vissi af hverju, nema að Lúlli byrjaði. Lúlli var góður sögumaður í orðsins fyllstu merkingu. Var vel lesinn um margvísleg efni og sér- lega fróður um sögu seinni heimsstyrjaldarinnar, þar var hægt að „fletta upp í honum“ um atriði er vörðuðu ýmis atvik og tímabil frá þessum tíma. Eftir að Lúlli fékk greiningu með sinn sjúkdóm tók hann þeim tíðindum með einstakri yfirveg- un, sagði aðeins; Ég var óheppinn og dró Svarta Pétur, bætti svo við, ég hef átt sjötíu og fimm góð ár og kvarta ekki. Að lokum vant- aði hann nokkra daga til að ná þeim aldri. Eitt af síðustu skiptum er við kvöddumst, kvaddi hann mig með orðunum: Vertu sæll elsku drengurinn minn. Með þessum orðum kveð ég þig: Vertu sæll elsku drengurinn minn. Jón Hermannsson. Stór skörð eru nú höggvin í vorn ættarboga, barnabörn þess mikla hóps sem Gissur Gunnars- son (6.11. 1872-26.4. 1941) og Ingibjörg Sigurðardóttir (30.5. 1876-30.5. 1956) frá Byggðar- horni komu á fót upp úr aldamót- unum 1900. Fram að því hafði barnadauði verið landsplága í aldaraðir, fólk átti gjarnan 15 til 20 börn sem dóu mörg í æsku, hugsanlega lifðu þrjú til fjögur börn af 15. Um aldamótin 1900 verða ótrúlegar breytingar en börnin í Byggðarhorni urðu 16, einn dó um tvítugt í spænsku veikinni en hin 15 lifðu öll, flest til hárrar elli. Síðastur þeirra systkina kvaddi Geir Gissurarson (30.5. 1916-11.4. 2004) bóndi í Byggð- arhorni og í útför hans á Selfossi komst Sigurður Sigurðarson (30.5. 1944-21.11. 2010) vígslu- biskup svo að orði: „Hér er sem mikilli bók sér lokað.“ Við bana- börnin syrgjum auðvitað allt þetta fólk, en nú eru að kveðja fleiri af börnum þeirra, sem áttu Ingibjörgu og Gissur að afa og ömmu. Börn sem sóttu heim í Byggðarhorn og kynntust þar og þau sem kynntust í stórafmælum fjölskyldunnar. Það var oft á þessum samkomum að einhver sagði í ógáti „á ekki að taka lagið“ og var þá sem við manninn mælt að upphófst konsert hjá þessari söngelsku fjölskyldu langt fram á nótt. Kannski kynntumst við fyrst við þessar aðstæður Gunnar Kjartansson viðskiptafræðingur, Guðmundur Ólafsson hagfræð- ingur og Gísli Geirsson bóndi, en allir höfðum við sprangað ber- fættir um Flóann. Gissur Geirs- son póstur var nokkru eldri og lést 1996. Lúðvík var flugumferðarstjóri að mennt en áður hafði hann ver- ið með oss í grennd við heimili sitt á Grundarstíg og svo austur í Flóa. Gissur Sigurðsson frétta- maður var oft með. Allir á svip- uðum aldri. Góð vinátta spratt af þessu en við hittumst minna hin síðari ár. Alltaf var þó vinsemdin og glaðværðin sem tengdi okkur, virðing við ættina og ekki má heldur gleyma yndislegum frænkum okkar og söngfuglun- um í Byggðarhorni. Fyrstur féll frá af þessum yngra hópi Gissur fréttamaður nú í vor og síðan Gunnar fyrir stuttu og loks Lúðvík, sem leið út af í fangi konu sinnar. Þótt miss- irinn sé sár er varla hægt að hugsa sér friðsælla brotthvarf úr þessum heimi eftir erfið veikindi. Hann átti farsælan feril í starfi, meðal annars 10 ár í Dúbaí og sagði margar forvitnilegar sögur þaðan. Glaðværð og léttleiki hug- ans einkenndi hans skaphöfn og trygglyndi. Við sem eftir lifum af þessum hópi finnum ljáinn nálgast og þökkum hverja stund, flytjum fjölskyldu samúðar- og vinar- kveðjur. Öllum ættingjum sam- hygðar- og ástarkveðjur. „Drottinn veiti oss innsýn í þjáningar annarra, vísaðu oss veginn til annarra manna.“ Gísli Geirsson, Selfossi, Guðmundur Ólafsson, Hveragerði. ✝ Fríður varfædd 21. mars 1935 í Blesugróf í Reykjavík, önnur í röð sjö systkina. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands, Selfossi, 17. október 2020. Foreldrar Fríðar voru Pétur Björns- son Guðmundsson, f. 1906, vélstjóri og bóndi, d. 1978, og Guðbjörg Elín Sæmundsdóttir húsmóðir, f. 1910, d. 1963. Systkini Fríðar: Theodór Heiðar, f. 1933, d. 1988, Gunnar Rúnar, f. 1938, d. 2017, Kristný, f. 1942, Elín Drífa, f. 1944, Guð- mundur, f. 1946, og Pétur Hauk- ur, f. 1948. Eiginmaður Fríðar var Hjalti Ólafur Elías Jakobsson, f. 15.3. 1929, d. 18.6. 1992, garðyrkju- maður. Foreldrar hans voru Jakob Narfason, f. 1891, og Etelríður Marta Hjaltadóttir, f. 1952 að fjölskyldan fluttist að Laxnesi í Mosfellssveit. Þar kynntist hún mannsefninu sínu. Fríður og Hjalti hófu búskap í Reykholti í Biskupstungum 1954 þar sem Hjalti var ráðsmaður á garðyrkjustöð. Árið 1957 flutt- ust þau í Laugarás í sömu sveit og stofnuðu þar og byggðu upp garðyrkjubýlið Laugargerði. Fríður bjó í Laugarási til 2016 er þau Reynir fluttu á Selfoss. Fríður var ötul í starfi kvenfélagsins í sveitinni, söng í kórum, starfaði með leikfélag- inu og lét, ásamt manni sínum sveitarstjórnarmál til sín taka. Hún vann við saumaskap og eld- hússtörf, hélt úti tjaldstæði á tímabili, bakaði mikið og seldi. Síðustu árin var hún virk í prjónahópi Rauða krossins á Selfossi. Útför Fríðar verður gerð frá Selfosskirkju 23. október 2020 kl. 14. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur við- staddir. Streymt verður frá athöfn- inni á vefsíðu Selfosskirkju. https://selfosskirkja.is Virkan hlekk á streymi má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat 1894. Árið 2000 hóf Fríður sambúð með Reyni Ásberg Níelssyni, f. 1931, rafvirkjameistara úr Borgarnesi. Börn Fríðar og Hjalta eru: 1) Pétur Ármann f. 1953. Kona hans er Rut Fjölnisdóttir. 2) Er- lingur Hreinn, f. 1955. Kona hans er Sjöfn Ólafsdóttir. 3) Hafsteinn Rúnar, f. 1957. Kona hans er Anna Kristín Kjartansdóttir. 4) Jakob Narfi, f. 1960. Kona hans er Alice Petersen. 5) Guðbjörg Elín, f. 1964. Maður hennar er Björgvin Snorrason. 6) Marta Esther, f. 1968. Maður hennar er Þór Guðnason. Barnabörnin eru 22 og barnabarnabörnin eru líka 22. Fríður ólst upp víða á Reykja- víkursvæðinu en fjölskyldan fluttist á Siglufjörð þegar hún var 9 ára. Þar bjó hún til ársins Dagurinn sem ég hef óttast rann upp laugardaginn 17. októ- ber. Hún mamma mín dó. Hann var ekki eins erfiður og ég hélt hann yrði enda mamma orðin 85 ára og var búin að vera ansi veik síðustu dagana sína. Mamma var mikil húsmóðir. Hún var útsjónarsöm, nýtin og hörkudugleg og lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Prjónavélin var iðulega uppi við hjá mömmu í minni æsku sem og saumavélin og prjónarnir innan handar. Ég sem vanþakklátur krakki og unglingur kunni nú ekki alltaf að meta að vera í heima- saumuðu, hvað þá í sokkum sem hún gerði við með þeim hætti að hún saumaði nýja botna á þá og ekki endilega í sama lit og og rest- in af sokknum. Minningar mínar um mömmu tengjast flestar matargerð, saumaskap og bakstri, vinnu hjá kvenfélaginu, lúðusuðu í Aratungu fyrir fullar rútur af túristum af skemmtiferðaskipum, saumastof- unni Strokk sem saumaði alls kon- ar ullarflíkur. Svo á ég minningar um okkur að spila Rússa við eld- húsborðið, henni að reyna að að- stoða mig við heimanámið en skapstóra, ég ekki samvinnuþýð svo bækur flugu. Minningar tengdar kaffidrykkju, reykingum og vinaspjalli við eldhúsborðið heima, kaffiheimsóknum til ná- granna og sveitunga, sem örverpið ég fékk oft að koma með í. Ég á minningar frá leikritum sem mamma tók þátt í, reiðtúrum sem ég fékk að fara í með henni og kvenfélaginu. Minningar um Þorrablótsdagana þegar verið var að fylla á trogið og daginn eftir þegar hákarls- og harðfisklyktin fyllti húsið þar sem trogið hafði staðið á eldhúsborðinu frá því komið var heim af blótinu, inn- pakkað í sinn dúk með stóra hnútnum á. Minningar frá slátur- gerð, stór-jólahreingerningum þar sem sófasettið var jafnvel borið út til viðrunar, jólabakstri í stórum stíl og öðru stússi sem endaði með staðuppgefinni mömmu eftir mat- inn á aðfangadagskvöld. Ég á minningar um Reykjavíkurferðir þar sem mamma þræddi allar svo- kallaðar tuskubúðir á Laugaveg- inum og svo var endað í Hressing- arskálanum að afloknu búðarápi. Ég á minningar um mömmu frá því ég varð sjálf móðir og hún kom og var í nokkra daga til aðstoðar, reykti eins og strompur og fór hamförum í eldhúsinu. Minningar úr bakaríinu frammi, um hjóna- sælur, lagkökur og smjörkökur í stórum stíl, bakaðar til að selja. Minningar um mömmu á brúð- kaupsdaginn minn þegar hún m.a. sagðist nú loksins geta hætt að skipta sér af mér, en var svo varla komin út úr kirkjunni að lokinni athöfn þegar hún var búin að gleyma því. Minningar um mömmu sem slapp alltaf svo vel út úr hremmingum sínum við akstur að óhætt var að grínast með þær. Sérstaklega varð mamma og akst- ur hennar á Gulu hættunni tilefni skemmtisagna og hláturs. En mamma var ekki alltaf heilsugóð, lét samt aldrei neinn bilbug á sér finna, bar sig vel og fór stundum áfram á þrjóskunni einni saman. Hún bar ekki tilfinn- ingar sínar á torg en enginn velkt- ist í vafa um að ótímabært andlát pabba var henni stórt áfall sem tók hana mörg ár að ná áttum eftir. Eftirlifandi sambýlismaður henn- ar hann Reynir Ásberg á stóran þátt í hversu gott og ánægjulegt líf hún átti síðustu tuttugu árin og eru hans spor þung núna. Mamma mín var stór kona í sjón og raun, falleg, hæfileikarík og góð kona sem sagði sínar skoð- anir á mönnum og málefnum um- búðalaust. Hún var nagli eins og dætur mínar segja. Hennar verð- ur minnst með sorg í hjarta en hlýju og gleði í huga. Marta. „Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móður sína sé fátt hollara úngum börnum en missa föður sinn“ Þannig ritaði skáldið frá Laxnesi í Brekkukots- annál. Núna þegar ég stend yfir moldum móður minnar sem að hluta er líka ættuð frá Laxnesi rifjast þessi speki upp og hve mér fannst og finnst enn að hún sé harðneskjuleg og ósvífin. Ég, kall á sjötugsaldri, er jafn ósáttur við það að móðir mín sé gengin eins og tíu ára barn væri, þó svo ég skilji leið lífsins og viti hvað bíður allra við lok þess. Mömmu beið það hlutskipti þá 17 ára heimasætu í Laxnesi að kynnast ungum manni úr sveitinni og saman rugluðu þau reytum og fluttu með mig ómálga austur fyr- ir fjall að Reykholti í Biskupstung- um, þingmannaleið á þeirra tíma mælikvarða. Ég hef alltaf dáðst að þeim kjarki og þeirri trú á framtíð þessa unga pars að leggja út í óvissuna frá öryggi fjölskyldunn- ar sinnar og langt upp í Tungur í húsnæði sem vart væri talið við hæfi skepna í dag, ekkert renn- andi vatn, ekkert rafmagn og moldargólf í stofunni. Þessi kjark- ur og þetta áræði sem hún þar sýndi hefur einkennt líf hennar alla tíð, ákveðin kona, ósérhlífin og fylgin sér þegar þess þurfti við. Aldrei liðum við skort og mamma var einstaklega lagin við að búa til mat fyrir stöðugt stækkandi fjöl- skyldu úr litlum efnum og sauma og breyta fötum svo þokkalega færi á okkur. Hvernig hún fór að því er mér hulin ráðgáta en upp komumst við systkinin sex svo oft var fjörugt í kotinu. Hægt og ró- lega jukust efnin og þau fluttu í nýbyggt hús í Laugarási 1965 og framtíðin var björt. Þegar kominn var tími til að fara að hægja á sér og njóta lífsins dundi sú ógæfa sem hvað mest var á mömmu en pabbi lést úr krabbameini langt fyrir aldur fram 1992 aðeins 63 ára að aldri. Það var þungt högg , en með Rifsþrjóskunni reif hún sig upp, hlóð á sig verkefnum og gerði hvað hún gat til að vinna sig frá áfallinu. Sennilega tókst það aldr- ei alveg þó svo að sviðinn minnk- aði en á þeim tíma ferðaðist hún nokkuð einsömul og gerði það sem fæstir hafa sennilega prófað, að gerast au-pair liðlega sextugir. En til Bandaríkjanna fór hún og dvaldi þar um tíma hjá íslensku fólk við enskunám og létta aðstoð. Líf hennar tók svo nýja stefnu er hún kynntist rafvirkjameistara úr Borgarfirði, Reyni Ásberg, og saman héldu þau heimili þar til yf- ir lauk, eða um 20 ár, fyrst í Laug- argerði en síðustu árin í Sóltúni 29 hér á Selfossi. Reynir reyndist mömmu sá styrkur sem hún þarfnaðist og henni auðnaðist að veita honum það skjól sem hann þurfti hin seinni árin. Mig langar að þakka Reyni fyrir einstaklega þægilegt viðmót við okkur öll í fjölskyldunni, hann hefur verið móður okkar ómetanlegur stuðn- ingur. Nú að leiðarlokum er svo margs að minnast að efni væri í bók en fátt af því er rifjað upp hér, ég kveð hér þá sterkustu og bestu móður sem ég hefði getað óskað mér og tel það guðsgjöf að hafa fengið að umgangast hana núna eftir að flutti á Selfoss nánast dag- lega og lesa og læra af þeim visku- brunni sem hún bar með sér. Ég trúi því staðfastlega að hún sé nú þegar búin að hitta hann pabba í Sumarlandinu og hann sé búinn að bjóða henni á rúntinn á Fordinum góða. Takk fyrir allt, mamma mín, þín er sárt saknað. Þinn sonur, Pétur Ármann Hjaltason. Við munum alltaf eiga góðar og hlýjar minningar um þig og að koma til þín í Laugarás. Hvað við vorum heppnar að hafa þig sem langömmu og sem fyrirmynd, erf- itt er að finna jafn duglega konu og þig. Við viljum kveðja þig elsku amma með ljóði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Þínar langömmustelpur, Jóhanna, Þórunn og Ester. Elsku amma Fríður Það er svo erfitt að hugsa til þess að tíminn okkar sé búinn og að fleiri vettlingapör séu ekki væntanleg frá þinni vandvirku og elskandi hendi. Við horfðum alltaf upp til þín og dáðumst að þessari kraftmiklu konu hverrar barna- börn okkur hlotnaðist sá heiður að vera, það voru nú nokkur skiptin sem þú fékkst okkur systkinin yfir til þín annaðhvort í betli um eitt- hvað sætt eða plástur á hnéð það var svo gott að hafa þig þarna í stuttri fjarlægð og alltaf tókst þú á móti okkur með opnum örmum þar sem við vorum kannski ekki stilltustu börnin i hverfinu og ansi uppátækjasöm. En nú ert þú kom- in í sumarlandið við hlið afa Hjalta og þið fylgist nú með okkur þaðan. Við elskum þig kæra amma. Minn- ing þín lifir í hjörtum okkar. Sæunn, Arndís, Hjalti, Kasper, Sara, Aron, Óliver og Anna Sif. Mitt síðasta bréf til þín. Elsku stóra systir. Þetta er síð- asta bréfið til þín frá mér … Ég kom sem barnapía sumarið ’56, Pétur þá tveggja og hálfs árs og Erlingur eins árs í júlí. Þú treystir mér fyrir prinsunum þín- um þó ég væri bara 11 ára. Erling eins árs setti ég á bögglaberarann og sagði honum að halda utan um mig og þriggja lítra mjólkurbrúsa á stýrið, svo hjóluðum við að Brautarhól á hverjum degi að kaupa mjólk, ca. eins kílómetra leið. Erlingur svaf alltaf um miðj- an daginn, þá tók ég Pétur með í sundlaugina. Við vinkonurnar vor- um með bíldekksslöngu í lauginni. Eitt skipti setti ég Pétur í slöngu- hringinn og brýndi fyrir honum að alls ekki rétta upp hendurnar. Svo æfðum við vinkonurnar köfun. Allt i einu sáum við að hringurinn var tómur, enginn Pétur. Við köf- uðum allar niður á botn og dróg- um hann upp, hann var orðinn blár í framan. Aldrei hef ég verið hræddari í lífi mínu, ég henti honum yfir öxl- ina og hljóp í sundbolnum alla leið heim, þá hafði hann hóstað upp vatninu og öskraði hástöfum. Sjaldan hef ég verið svo glöð að heyra barn öskra. Fríður mín, þú fékkst ekki að heyra þennan sann- leika fyrr en hann varð fimmtugur. Erlingur elskaði mat og við stelp- urnar vorum með bú, þar bökuðum við drullukökur og skreyttum þær með sóleyjum og grasi. Þegar þú fékkst að vita að hann át þessar kökur þótti þér betra að ég fengi kakó, sykur og haframjöl og hnoð- aði saman fyrir hann, honum varð ekkert meint af þessu og ekki stoppaði hann í vexti, náði næstum tveimur metrum fullorðinn. Þetta var yndislegt sumar, á sunnudög- um fórum við út að keyra, skoða umhverfið og náttúruna. Ég sat aftur í með strákana sinn hvorum megin við mig, engin belti, engir barnastólar. Þið frammi í og sung- uð dúett, þetta var hamingja, ég minnst þessa sumars sem eins af mínum bestu. Síðan kom haust og ég fór heim, þið bættuð við barnahópinn, fjórir strákar í röð, þú sagðist vera hætt. En 1964 skeði kraftaverkið. Í desember kom langþráða stelp- an, þvílík hamingja, en þið bættuð enn einni við í safnið 1968. Ynd- islegt fólk öll börnin ykkar sex. Nú ertu aftur komin, Fríður mín, til Hjalta og Guð blessi minn- inguna um ykkur. Þín litla systir, Meira: mbl.is/andlat Drífa. Fríður Ester Pétursdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.