Morgunblaðið - 23.10.2020, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 23.10.2020, Qupperneq 54
✝ Áslaug Eiríks-dóttir fæddist 28. janúar 1933 á Glitstöðum í Norð- urárdal, Mýrasýslu. Hún lést á Borg- arspítalanum hinn 13. október 2020. Foreldrar henn- ar voru Eiríkur Þorsteinsson, f. 22.10. 1896, d. 22.7. 1991, og Katrín Jónsdóttir, f. 2.3. 1899, d. 4.6. 1994. Systur hennar fjórar eru Þór- unn, f. 20.1. 1928, d. 29.12. 2003, Guðrún, f. 31.10. 1930, Steinunn Jóney, f. 26.10. 1934, og Katrín varð löggiltur bókasafnsfræð- ingur 1986. Hún stundaði skrifstofustörf í Reykjavík og Osló 1955 til 1961 og varð síðar kennari í Héraðs- skólanum í Reykholti 1966-67. Þá tók við lestrarkennsla barna heima frá 1967-70 og síðan stundakennsla í Laugarnesskóla 1970-71 auk starfa í sumarbúð- um þjóðkirkjunnar 1966-69 og 1972. Hún var kennari og skóla- safnvörður Laugalækjarskóla frá 1974-80 og 1982-84. Þá var hún bókavörður á bókasafni Norræna hússins í Reykjavík, 1978, 1980-82 og frá 1984 til starfsloka. Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 23. októ- ber 2020, klukkan 15. Streymt verður frá útförinni: https://bit.ly/3434myu Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat Auður, f. 16.6. 1938, d. 17.1. 2018. Eftirlifandi eig- inmaður Áslaugar er sr. Ingólfur Guð- mundsson, f. 22.11. 1930. Börn þeirra eru: 1) Eiríkur, f. 3.7. 1960, d. 9.1. 2019. 2) Ólöf, f. 1.4. 1962. 3) Jón Ari, f. 12.10. 1963. 4) Hall- ur, f. 12.9. 1969. Áslaug varð stúdent frá MA 1954 og lauk kennaraprófi frá KÍ 1955. Þá lauk hún einnig prófi í bókasafnsfræðum frá HÍ 1976 og BA-prófi í bókasafns- fræði og sænsku frá HÍ 1985 og Þá er hún elsku mamma farin frá okkur. Hennar skarð verður ekki fyllt. Fáar kynslóðir hafa upplifað meiri breytingar en hennar. Hún ólst upp á Glitstöð- um í Norðurárdal og mundi vel þegar sími, rafmagn og rennandi vatn kom á bæinn. Þaðan sem ganga þurfti langa leið til skóla og fara á báti yfir ána ef hún var ekki frosin. En að ævikvöldi gat hún haft samskipti við aðra og létt sér lífið með því að nýta sér nútímatölvutækni sitjandi í raf- drifnum hægindastól. Mamma var hæglát og barst ekki mikið á, en var stöðugt eitthvað að dedúa eins og hún kallaði það. Var að hekla þegar kallið kom. Þetta ró- lyndi og milda fas hefur alla tíð blekkt mig til að halda að líf mömmu hafi verið fábrotnara en það raunverulega var, en hún reyndi margt og upplifði á sinni löngu ævi. Hún minntist uppvaxt- arins með systrum sínum fjórum með blik í auga, og fannst skemmtilegast af öllu að hitta þær og spila við þær. Eftir bernskuna tók við frekara nám í Reykholti, Akureyri og Reykja- vík þar sem hún kynntist pabba. Þau bjuggu um tíma Noregi áður en þau komu aftur heim og eign- uðust sín börn með öllu því basli sem því fylgdi. Þau dvöldust eða bjuggu nokkuð víða á þessum ár- um og alla tíð hafa þau hjónin dvalist víða við sín störf þó heim- ilið hafi lengst af verið í Reykja- vík, alla vega eftir að ég kom til. En þau hafa alla tíð ferðast nokk- uð mikið og víða, og það held ég að hafi verið bestu gæðastundir þeirra hjóna. Mamma naut þess að hitta fólk og fá gesti. Hún var skyldurækin og hugsaði eins vel og hún gat um allt sitt fólk þrátt fyrir oft þröngan kost. Þá komu nýtni hennar og útsjónarsemi í góðar þarfir. Manni lærðist í þessu umhverfi að fátt er sjálf- sagt, en að allt væri mögulegt ef maður legði sig fram. Hún var virkilega góð mamma sem rækt- aði börnin sín og innrætti okkur góða siði. En mamma sprakk al- veg út í ömmuhlutverkinu. Þar naut hún sín best. Maður varð næstum afbrýðisamur við að horfa upp á þann kærleik sem hún átti til fyrir ömmubörnin, enda á hún sterkt og einstakt samband við þau. Og maður naut svo sannarlega góðs af gæskunni þegar maður varð foreldri. Hún lagði sig fram við að rækta sam- bandið og hjálpa til á hvern hátt sem hún gat. Þegar hægðist um tók mamma til við að syngja, og kórastarfið var henni mikilvægt. Sérstaklega var kór eldri kvenna, Senjoríturnar, í uppáhaldi og söng hún með þeim lengur en hún gat komið fram. Enn er margt óupptalið af viðburðum og ekki síst mannkostum sem rúm- ast ekki í þessari grein og orð fá ekki auðveldlega lýst. Nú í sumar buðu hjónin öllum sínum ættboga í hringferð um landið. Það var ómetanleg reynsla og mömmu fannst gaman að sýna okkur landið sitt og gott að fá að kveðja það. Á sumum áningarstöðum bað hún mig til gamans að gera vísu til minningar um staðina, enda getur kveðskapur sagt meira en orðin ein. Hér er ein að lokum. Takk fyrir allt elsku mamma mín. Þú varst birtan, hlýjan, mildin Gæska prýddi allt þitt þel Við geisla þína glæddust gildin Að hugsa hlýtt og gera vel Hallur Ingólfsson. Nú hefur Áslaug amma kvatt þennan heim, södd lífdaga. Efst í huga er þakklæti fyrir samfylgd- ina og söknuður að samveru- stundirnar skyldu ekki verða fleiri. Gott er þreyttum að sofna að loknu góðu dagsverki, og nú fær amma sína hvíld. Það var tekið að hausta í lífi ömmu fyrir þó nokkru. Æsku- vorið að baki fyrir hálfri öld, hár- ið orðið hrímhvítt og líkaminn farinn að visna. Hugurinn þó skýr eins og bjartasti október- dagur. Hún ólst upp á Glitstöðum í Norðurárdal, sem mér hefur allt- af virst vera paradís á jörð, og sögur hennar og annarra af þeim tíma báru ævintýraljóma. Hún átti náið samband við systur sín- ar, sérstaklega Rúnu, og þær áttu vináttu sem raunverulega varði heila mannsævi. Amma var fyrirmyndareigin- kona. Hún var hagsýn og nýtin með eindæmum, alveg óháð því hvernig stóð á fjármálunum. Hún var greind og vel máli farin, mikil húsmóðir og vandvirk í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún hafði gáfur til að gera hvað sem er, og hún menntaði sig bæði sem kennari og bókasafns- fræðingur, en fjölskyldan var ömmu eitt og allt. Hún hafði mik- inn metnað fyrir okkar hönd, gladdist með okkur á góðum stundum og þjáðist með þegar á móti blés. Afa var hún ómetan- legur stuðningur alla tíð. Langflestir afkomendur ömmu og afa leggja einhverja stund á tónlist, ýmist í leik eða starfi, og það er ljúft að rifja upp þær stundir sem við höfum getað glatt hana og aðra viðstadda með hljóðfæraleik. Við amma vorum alnöfnur, og hún hafði mjög gaman af því þeg- ar ég fetaði í fótspor hennar og fór í bókasafnsfræði. Það kom fyrir að það var ruglast á okkur á pappír, og við fengum stundum símtöl og bréf sem voru ætluð hinni. Ég held það hafi undan- tekningarlaust verið ömmu til skemmtunar, aldrei ama. Í sumar bauð hún öllum af- komendum og mökum í hringferð um landið, og tókst henni þannig að gefa okkur þá dýrmætustu gjöf sem hægt er að hugsa sér: samveru og vináttu þvert á kyn- slóðir og ættleggi. Hún sagðist aldrei nokkurn tímann hafa borg- að nokkurn reikning með eins glöðu geði og þessa ferð. Nú er þessi mæta kona farin á undan okkur þessa örskotslengd yfir landamæri lífs og dauða. Án hlýju ömmu verður heimurinn að- eins kaldari, en ég veit að við mun- um sjá stirna á hárið hennar í vetrarsnjónum og glampann í aug- unum hennar finnum við sem eftir lifum í stjörnum næturhiminsins. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Héðan skal halda heimili sitt kveður heimilisprýðin í hinsta sinn. Síðasta sinni sárt er að skilja, en heimvon góð í himininn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Áslaug Eiríksdóttir. Yndisleg fyrrverandi tengda- móðir mín, Áslaug Eiríksdóttir, er látin, sofnuð svefninum langa. Ég kynntist þeim Áslaugu og Ingólfi sumarið 1977 þegar við Eiríkur, frumburður þeirra, kynntumst. Strax þá eignaðist ég vinkonu í Áslaugu, nokkru seinna tengda- móður og hún tók á margan hátt við móðurhlutverkinu þegar ég missti móður mína sumarið 1983. Minningar hrannast upp í huga mínum og í djúpu þakklæti langar mig að rifja upp nokkrar þeirra. Það var alltaf gott að koma í Skeiðarvoginn með ungahópinn sinn. Þar fengu börnin sannarlega að finna hversu mikið Áslaug amma naut þess að fá þau í heim- sókn, gaf þeim verðug verkefni og hrósaði ríkulega fyrir dugnaðinn. Þau fengu að heyra að það væri sannarlega hjálplegt að hafa vinnufólk. Það þurfti að vökva blómin í garðinum sem voru enda- laust þyrst á heitum sumardögum. Þá þurfti líka oft að „mála“ pallinn með vatni. Orkumiklir krakkarnir fengu pensla og ýmis plastílát breyttust í málningarfötur. Þetta var verkefni sem hægt var að end- urtaka nær endalaust. Inniverk sem gjarnan þurfti að leysa var að koma múslíinu í boxið, stuttir fæt- ur fengu að standa uppi á stól við verkið. Fyrst þurfti að hræra að- eins í því til að jafna kornið í blöndunni og kæla hana enn betur. Það þótti líka alveg sjálfsagt að smakka hvort það væri í lagi með lögunina, stundum fækkaði rúsín- unum eitthvað aðeins. Þó sum verkefnin væru mjög þörf og til mikils gagns var á stundum brugðið á leik með ekkert annað en skemmtun í huga. Þarna dettur mér í hug að veiða í stiganum. Ás- laug amma þreyttist ekki á að sitja á stigaskörinni með hendur í flík- um þeirra yngri svo enginn dytti, meðan spotti með krók á endanum var látinn síga, krækt í allt mögu- legt skrýtið sem af einhverri skemmtilegri tilviljun lá á gólfinu fyrir neðan og síðan híft upp með tilheyrandi fagnaðarlátum. Milli mikilvægra verkefna settist Ás- laug amma oft niður til að lesa fyrir börnin, stundum sömu bók- ina aftur og aftur með puttann undir textanum sem lesinn var. Hún skildi svo vel hvernig börn læra að lesa og lét þau snemma finna að orðin „koma úr bókinni“ enda tók hún það að sér í Laug- arnesinu að undirbúa fimm til sex ára börn undir skólagönguna með því kenna þeim að lesa á þeim tíma sem hennar eigin börn vöru lítil og hún heimavinnandi. Þegar lítið fólk fór að þreytast, ósjaldan með þeim afleiðingum að það kastaðist í kekki milli systkinanna gaf Áslaug amma þeim „tuðara- kex“ og „rólegheitadrykk“. Þá tókust sættir nær undantekning- arlaust og það færðist mikil ró yf- ir hópinn, það gerði nafngiftin. Ég er Áslaugu innilega þakklát fyrir allt sem hún gaf mér. Það var til dæmis fyrir hennar tilstilli að ég fór í kennaranám haustið 1983. Það sumar og vel fram á haust bjuggum við Eiki með okk- ar frumburð og alnöfnu hennar í kjallaranum. Það er þakkarvert og ekki sjálfgefið að aldrei bar skugga á þá sambúð. Hún var góð fyrirmynd og ég mun um ókomna framtíð hafa hennar djúpvitru, umburðarlyndu, auðmjúku og kærleiksríku ráð að leiðarljósi. Sendi Ingólfi og afkomendum dýpstu samúðarkveðjur Sesselja Árnadóttir. Það er dálítið flókið að flytja úr sveit í borg þegar maður er 16 ára unglingur á leið í menntaskóla. Eftir að hafa leigt í eitt ár með vinkonum, við frekar lítinn orðs- tír, varð mér það til happs að fá inni hjá Áslaugu og Ingólfi í Skeiðarvoginum þar sem ég dvaldi í tvo vetur. Ég þekkti auð- vitað Áslaugu móðursystur mína ágætlega þá þegar, því samgang- ur innan fjölskyldunnar var tals- verður, einkum á æskuheimili systranna fimm á Glitstöðum. Það var hins vegar ekki fyrr en á þess- um unglingsárum mínum sem við kynntumst betur og má segja að þá hafi myndast fallegur strengur á milli okkar sem styrktist enn betur eftir því sem árin liðu. Ás- laug var og er sterk fyrirmynd. Ef ég ætti að velja eitt lýsing- arorð myndi ég segja að Áslaug hafi verið vitur, en það hugtak rúmar þó alls ekki alla hennar mannkosti. Meðal þeirra, fyrir ut- an afburðagreind, var hversu hlý, velviljuð og ráðagóð hún var. Þannig benti hún mér góðlátlega á að það væri í lagi að slaka á svona inn á milli þegar henni fannst, réttilega, að ég færi full- fljótt yfir og tækist heldur margt á hendur samtímis. Sjálfsagt hefði einhver kallað það æðibunugang en einhvern veginn voru slík hug- tök ekki í orðabókinni hennar Ás- laugar. Eftir að ég fullorðnaðist áttum við Áslaug margar góðar stundir og ég leitaði stundum til hennar ef mig vantaði nýja sýn á málin eða góð ráð. Bestar voru þó stundirnar þar sem ekkert sér- stakt var á dagskrá annað en að vera til og skrafa. Ómetanlegt hefur verið að fylgjast með sam- hug og væntumþykju milli systr- anna fimm, Áslaugar, mömmu, Rúnu, Tótu og Auju en þær tvær síðastnefndu eru einnig fallnar frá. Áslaugar verður sárt saknað en ljósið hennar skín áfram skært og minningabankinn ríkur af fal- legum samverustundum þar sem gleði, samhugur og umhyggja ríkti. Ég og fjölskylda mín vottum Ingólfi og fjölskyldu þeirra Ás- laugar innilega samúð, sem og mömmu, Rúnu og öðrum sem sjá nú á eftir engli sem farinn er til nýrra heima. Elín Blöndal. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að minnast Áslaugar Eiríksdóttur, minnar kæru vin- konu. Hún var reyndar meira en vinkona því hún var mér sem systir alla tíð. Ég var öll mín bernskuár í sveit hjá foreldrum hennar þeim heiðurshjónum Katrínu og Eiríki á Glitstöðum í Norðurárdal. Þar kynntist ég Ás- laugu og þeim systrum öllum en alls voru þær fimm og Áslaug í miðjunni. Það var ævintýri fyrir mig borgarbarnið að vera á þessu yndislega heimili með þessum skemmtilegu stelpum. Þótt þær væru eldri en ég var mér alltaf boðið með. Áslaug var vel gefin og skemmtileg vinkona með góða kímnigáfu og alltaf stutt í brosið. Þegar hún, ung stúlka, kom til Reykjavíkur í háskólanám var erfitt að fá húsnæði í Reykjavík. Móðir mín bauð þá Áslaugu að búa hjá okkur en sá ljóður væri á því boði að hún yrði að láta sig hafa það að sofa hjá mér á svefn- sófanum. Við létum okkur hafa það að sofa saman á sófanum heilan vetur og tengdumst enn frekari vináttuböndum. Þó að langt væri á milli okkar síðustu fimmtíu og fimm árin var sambandið alltaf sterkt og gott. Við höfðum alltaf jafn gaman af að hittast, hlæja og skemmta okkur yfir óteljandi gömlum góð- um minningum. Ég sendi fjölskyldu hennar mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Öllu, ég mun sakna hennar sárt. Svava Eatough, Flórída. Kær bekkjarsystir, Áslaug Ei- ríksdóttir, hefur kvatt. Við stúd- entar frá MA 1954 söknum góðs félaga. Undanfarin ár höfum við, sem búsett erum í Reykjavík, hist mánaðarlega í hádeginu á veit- ingahúsi til skrafs og ráðagerða um lífið og tilveruna og upprifj- unar liðinna tíma. Nú er skarð fyrir skildi – Ás- laug horfin. Við vorum fámennur bekkur, 34 að tölu, sem höfðum lifað af niðurskurð landsprófsins. Í dag er tæpur helmingur fallinn frá. Áslaug var einstök manneskja, yfirlætislaus, ráðholl og traust. Hún var og afbragðs nemandi, ættuð úr Borgarfirðinum, dóttir öndvegis bænda. Nýstúdentar á ferðalagi nutu gestrisni á Glit- stöðum. Í Carminu MA 1954 segir, að hún hafi verið stillt og geðgóð og friðsöm, sem voru orð að sönnu einnig í dag. Hún var ljóðelsk, kunni sand af ljóðmælum. Stað- reyndin er sú, að hún var skáld- mælt, en því miður fyrir skúffuna. Hún var „bekkjarljósið og bar af meyjunum“ eins og segir í Carminu. Við samhryggjumst fjölskyldu hennar. Hvíl í friði kæra Áslaug. F.h. MA-stúdenta 1954, Svava Stefánsdóttir. Það var gott og gaman að eiga hana Áslaugu að vini og þess höf- um við notið í meira en 60 ár. Það er langur tími en aldrei hefur nokkur skuggi fallið á þá dýr- mætu vináttu. Ingólfur bóndi Ás- laugar og Bernharður voru sam- tímis í guðfræðideildinni og luku þaðan embættisprófi vorið 1962 og þá um haustið hlutu þeir báðir prestsvígslu, Ingólfur til Húsavík- ur en Bernharður til Súðavíkur eða Ögurþinga. Þau Áslaug og Ingólfur voru vel undirbúin, höfðu meðal annars verið við nám og störf í Noregi og var sú dvöl þeim mikils virði og mótaði mjög lífssýn þeirra. Við bæði hjónin höfðum eignast frumburðina árið 1960 og héldum nú út í lífið sem prestsfjölskyldur með þeirri margvíslegu reynslu sem slíkum fjölskyldum mætir. Við urðum aftur grannar er við fluttumst austur í Árnesþing. Þau sátu á Torfastöðum í Biskupstungum en við í Gnúpverjahreppi og á Skeið- um og við áttum hlýtt og skemmtilegt samfélag. Áslaug var afar góð og upp- byggileg í allri viðræðu og naut þar þess menningararfs sem hún flutti með sér heiman frá Glit- stöðum í Borgarfirði. Hún var frábærlega minnug og dýrmæt kímnigáfa hennar kallaði fram margar glaðar stundir. Hún fór svo í háskólanám í bókasafns- fræðum og að því loknu fór hún til starfa í bókasafni Norræna hússins og vann þar til starfsloka við miklar vinsældir bæði sam- starfsfólks og viðskiptavina. Hún var þarna hin fasta stæða þar sem starfsmannaskipti Norræna hússins eru tíð eðli málsins sam- kvæmt. Hún mætti öllum með hlýlegu viðmóti sínu, þekkingu og áhuga. Þau hjónin áttu fallega útsýn- isíbúð við Skúlagötuna í Reykja- vík og sat Áslaug þar löngum stundum með bók í hendi, handa- vinnu og gjarnan barnabarn. En þau Ingólfur urðu fyrir ógnar höggi þegar elsti sonur þeirra, Eiríkur, lést í blóma lífsins. Þar studdi hana hin trausta trú henn- ar. Áslaug mótaðist mjög af hinni íslensku sveitamenningu í uppeldi sínu á Glitstöðum, hún varð und- irstaða að sterkri skapgerð henn- ar og lífsmáta, jafnvægi hennar, kímnigáfu og ættjarðarást. Þar fór kona sem engin svik voru í. Við hjónin erum afar þakklát fyrir kynnin af Áslaugu, vináttu hennar og sextíu ára samleið og felum hana góðum Guði. Rannveig Sigurbjörns- dóttir og Bernharður Guðmundsson. Einn góðviðrisdag haustið 1951 lá leið okkar nokkurra ungmenna upp Eyrarlandsveginn á Akur- eyri. Við komum gangandi frá höfninni þar sem strandferða- skipið Esja lá bundið við bryggju. Við roguðumst með koffort og ferðatöskur, einn með dívan og sjópoka. Áfangastaðurinn var há- reist timburhús á næstvirðuleg- asta stað bæjarins, sem í okkar augum var eins og höll. Við vorum víðast hvar af land- inu, vestan, sunnan, austan og líka úr nærsveitum, sum í fyrsta skipti að heiman. Við þóttumst samt vera veraldarvön og lífs- reynd en barnið og sveita- mennskan voru þarna innst inni. Við vorum nokkuð á undan skóla- setningunni og skipulagi heima- vistarinnar og deildum okkur því sjálf á hinar mörgu og máðu vist- arverur. Svo kom hátíðleg skólasetning- in, ókunnir og gáfulegir kennarar með skólameistarann í forystu, sumir strangir á svip með allar reglur á takteinum. Við ósköp lítil inni í okkur á þessari hátimbruðu stundu. Okkur busunum vísað á óæðri herbergin og urðum að víkja fyrir eldri nemendum. Fyrsta kennslustundin: Ég renndi augum yfir hópinn. Þetta voru framandi andlit og augu mín staðnæmdust við augu einnar stúlkunnar. Það var eins og dauf- ur skuggi og vottur af sorg þar inni fyrir, við fyrstu sýn. En er tíminn leið var eins og opnaður væri gluggi í kvöldhúmi á skært upplýst herbergi og birta þess féll út á mjúka nýfallna mjöll fyrir ut- an. Þetta var Áslug Eiríksdóttir frá Glitstöðum í Borgarfirði. Hún var öðruvísi en við hin, virtist eldri og jafnvel móðurleg, yfir- veguð, athugul og orðvör. Röddin dálítið dimm eins og hjá Marlene Dietrich. Við vorum í fyrstu sundurlaus hópur, hver frá sínum landshluta með sinn framburð og áherslur. Mér leist ekki vel á þetta í byrj- un, þessa fyrstu kennslustund. Hugurinn hvarflaði til vinanna heima, Jóa Sim, Gunnsa og Magga Asp. En með tímanum hristumst við saman og urðum brátt eins og fjölskylda með ábyrgð og og væntumþykju, sem haldist hefur til þessa dags. Í ljóði um okkur bekkjarsystk- Áslaug Eiríksdóttir 54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.