Morgunblaðið - 23.10.2020, Page 57
MINNINGAR 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020
Siggi bróðir var gæfumaður
sem fékk að lifa langa ævi, halda
góðri heilsu og anda allt til loka.
Börnin fjögur bera sterkan arf-
inn. Eins og gefur að að skilja
mæddi mest á elstu börnunum
að sjá um og styðja þau yngri í
leikjum og starfi. Þar hafði Siggi
forystu enda elsti sonurinn. Bú-
ið stækkaði og alltaf voru nóg
verkefni. Ég held að það hafi
legið mjög fljótt fyrir að enginn
annar starfsvettvangur kæmi til
greina hjá Sigga en að verða
bóndi og hann fékk stuðning til
þess. Hann sótti sér menntun
við hæfi og lauk búfræðiprófi frá
Hvanneyri. Vinnusemi hans og
ósérhlífni var mikil og á þessum
árum vann hann nokkur ár á
skurðgröfu við að ræsa fram
landið. En þótt vinnan væri í
fyrirrúmi lyftu ungir menn sér
auðvitað upp og Siggi og Hörður
sveitungi hans og félagi á skurð-
gröfunni gerðust brautryðjend-
ur Spánarferða og fóru til Spán-
ar löngu áður en Íslendingar
almennt lögðu leið sína þangað.
Þessi ferð var mikið ævintýri og
ljómi yfir henni í mörg ár á eftir.
En handan við hornið beið ástin
og áður en ég vissi af var Siggi
farinn að hitta kaupakonuna á
Litla-Fljóti, hana Ollý sem áður
en varði var komin í hnappheld-
una með Sigga. Á þessum árum
var bílaöldin að ganga í garð.
Haukur Morthens söng um
Bjössa á mjólkurbílnum sem
heillaði kaupakonur og róman-
tíkin lá í loftinu. Siggi hafði ein-
mitt fest kaup á amerískum
kagga. Eins og í gær man ég
þegar Siggi stöðvaði bílinn á
veginum fyrir neðan Litla-Fljót,
snaraðist út og úr bænum kom
Ollý sem ég sá nú í fyrsta sinn.
Siggi hafði ekki trúað mér fyrir
leyndarmálinu að hann ætti orð-
ið kærustu.
Framtíð ungs fólks var sveip-
uð sterkum ljóma framfara og
uppbyggingar á þessum árum
og Siggi og Ollý létu sitt ekki
eftir liggja. Árið 1955 stofnuðu
þau nýbýlið Heiði og uppbygg-
ing var hafin á íbúðarhúsi og úti-
húsum. Siggi var óragur við að
takast á við verkefnin. Smíði,
múrverk eða pípulagnir léku í
höndum hans. Heiði sem er ný-
býli úr eystri hluta Vatnsleysuj-
arðarinnar breytti Siggi með ár-
unum í grasgefnar túnasléttur.
En þótt búskapurinn krefðist
krafta ungu hjónanna, þá tóku
þau einnig mikinn þátt í fé-
lagslífi svo sem starfi ung-
mennafélagsins og kirkjukórs
Skálholtskirkju. Mikil hefð var
fyrir leiksýningum hjá ung-
mennafélaginu og með tilkomu
nýs félagsheimilis, Aratungu,
gjörbreyttist aðstaða fyrir leik-
sýningar. Siggi hafði þá þegar
reynslu af að leika í sýningum
sem settar voru upp í gamla
samkomuhúsinu á Vatnsleysu
við mjög frumstæðar aðstæður.
Leikfélagið blómstraði og Siggi
lék titilhlutverk í sýningum eins
og Bör Börssyni, Lénharði fóg-
eta, Leynimel 13 og Gísl. Eftir
að Ollý féll frá hélt Siggi einn
heimili í húsi sínu í skjóli kær-
leiksríks sambands við yngsta
soninn, Brynjar, og hans fjöl-
skyldu sem tók við búinu að fullu
1995. Arfur þinn lifir, kæri bróð-
ir, og ég sendi afkomendum
samúðarkveðjur.
Viðar Þorsteinsson.
Sigurður Þorsteinsson bóndi
á Heiði, Biskupstungum, er lát-
inn 96 ára að aldri. Það er ekki
ofsögum sagt að hann hafi lifað
tímana tvenna, en Siggi, eins og
hann var alltaf kallaður, naut
lífsins allt til æviloka. Hann var
duglegur að hreyfa sig og fór í
göngutúr á hverjum degi, ók enn
bílnum sínum um sveitina og
hugsaði vel um heilsuna. Siggi
var hvers manns hugljúfi, hress
og kátur og bar mikla umhyggju
fyrir öðrum og var viðræðugóð-
ur, mikill gleði- og söngmaður
eins og allt fólkið á Vatnsleysu.
Siggi var sonur hjónanna Þor-
steins Sigurðssonar og Ágústu
Jónsdóttur á Vatnsleysu en
börnin voru níu talsins og eru nú
aðeins tvö systkinin á lífi sem sjá
á eftir bróður sínum en það eru
þau Steingerður og Viðar. Mikill
samgangur var á milli bæjanna á
Vatnsleysu og þegar frænd-
systkinin hittust á góðri stundu
var mikið sungið og glatt á
hjalla. Siggi vann að mörgum
forystumálum í sveitinni sinni,
formaður í Ungmennafélagi
Biskupstungna og í leikfélaginu
þar sem hann lék í fjölmörgum
leiksýningum en leiklistin virtist
honum í blóð borin. Hann var
formaður eldri borgara og gerði
það auðvitað með glæsibrag eins
og honum einum var lagið. Siggi
giftist Ólöfu Brynjólfsdóttur og
bjuggu þau öll sín búskaparár á
Heiði. Siggi og Ollý eignuðust 4
mannvænleg börn, Ágústu, Þor-
stein, Guðmund og Brynjar sem
tók við búinu á Heiði.
Elsku Siggi, takk fyrir sam-
fylgdina og við biðjum þér bless-
unar á þeirri leið sem þú hefur
lagt í. Elsku Ágústa, Þorsteinn,
Guðmundur, Brynjar og fjöl-
skyldur, við sendum ykkur inni-
legar samúðarkveðjur.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei, það er minning þín.
Sigurður og Jóna.
María og Þóra Katrín.
Ég lygni aftur augum, hverf
aftur í tímann og minnist kynna
okkar Sigurðar Þorsteinssonar
á Heiði. Hugurinn reikar í
Tungnaréttir. Ég er hálffeim-
inn, nýorðinn þingmaður. Sig-
urður tekur í höndina á mér og
segir með glettni í augum: „Þú
hlýtur að geta sungið eins og
hann pabbi þinn.“ Þetta sama
var einnig sagt við Sigurð mörg-
um áratugum fyrr þegar hann
var tekinn inn í tvöfaldan kvart-
ett sem skólastrákur í Bænda-
skólanum á Hvanneyri.
Við stöndum saman í fallegu
haustveðri, það er hátíðlegur
blær yfir svæðinu, búið er að
draga í dilka, söngurinn er að
hefjast. Fyrsta lag er „Blessuð
sértu sveitin mín“. Vatnsleysu-
bræður eru höfðinglegir, hver
með sínum brag, bera saman
bækur sínar, finna rétta tóninn,
það tekur alltaf svolítinn tíma.
Einar Geir lyftir hendinni og
leiðir sönginn með Sigurði,
Braga og Viðari – allir taka und-
ir og upp hefst einstakur fjölda-
söngur. Gestir úr Karlakórnum
Fóstbræðrum og mörgum öðr-
um kórum taka undir, bæði karl-
ar og konur. Þarna má sjá mörg
þekkt andlit sem syngja raddað
af mikilli innlifun. Þetta er
dásamleg bændamenning, ég
svíf út úr líkamanum og finn fyr-
ir almættinu og fegurð lífsins.
Ég mæti síðan í réttirnar ár eft-
ir ár og það verður enn
skemmtilegra og vináttuböndin
styrkjast með hverju árinu sem
líður. Ég er hættur að vera feim-
inn innan um þessa góðu og
traustu vini mína. Ég fæ meira
að segja að stinga upp á lagi eft-
ir að hafa verið heilt kjörtímabil
á þingi – fyrr ekki, það eru fast-
ar hefðir í réttunum. Þegar söng
er lokið er ekki við annað kom-
andi en að fara í réttarsúpu að
Heiði. Ólöf, dætur og tengda-
dætur hafa laðað fram dásam-
lega réttarsúpu og síðan er hald-
ið áfram að syngja bæði á Heiði
og Vatnsleysu.
Réttardagurinn er hátíðis-
dagur í sveitinni og íslenski fán-
inn blaktir við hún. Sigurður
vinur minn var einmitt fæddur á
réttardaginn árið 1924. Þá þurfti
sveitarhöfðinginn Þorsteinn fað-
ir hans að hverfa úr réttunum
því Ágústa var að fæða dreng.
Það var minna sungið í réttun-
um það árið því forsöngvarinn
þurfti að sinna enn merkari við-
burði.
Sigurður og Ólöf byggðu upp
af miklum myndarskap jörðina
Heiði, hús og ræktun, en jörðin
var hluti af Vatnsleysujörðinni.
Sigurður var mikill ræktunar-
maður, bæði hvað varðar jarð-
argróður og búpening. Hann var
mikill framsóknar-, fé-
lagshyggju- og samvinnumaður.
Hann kappkostaði að hafa já-
kvæð áhrif á samfélag sitt með
ýmsum hætti, formaður ung-
mennafélagsins, tók þátt í kóra-
starfi, lék í leikfélaginu, var
sveitarstjórnarmaður í 16 ár og
stofnaði félag eldri borgara í
Tungunum svo fátt eitt sé nefnt.
Ég opna augun á ný. Það
verður öðru vísi að koma í
Tungnaréttir næsta haust.
Flestir af fyrrgreindum Vatns-
leysubræðrum eru komnir til
austursins eilífa. Við trúum því
að þar verði tekið lagið og að
margir fleiri söngmenn bætist í
hópinn. Lífið heldur áfram. Ný
kynslóð hefur tekið við stjórn
réttarsöngsins og búrekstri á
Heiði. Fallegar minningar mín-
ar um samveruna með vini mín-
um Sigurði Þorsteinssyni munu
fylgja mér meðan ég lifi.
Far í friði góði vinur.
Ísólfur Gylfi Pálmason.
Árin tifa, öldin rennur
ellin rifar seglin hljóð.
Fennir yfir orðasennur
eftir lifir minning góð.
(HK)
Það var á vordögum árið 1961
að leiðir okkar Sigurðar lágu
saman. Ég var ráðinn starfs-
maður við Félagsheimilið sem
Biskupstungnamenn voru að
byggja í landi Brautarhóls er
síðar fékk nafnið Aratunga.
Unnu heimamenn þar mikla
sjálfboðavinnu, samþykkt var á
almennum sveitafundi árið 1956
að hver karlmaður legði fram tíu
dagsverk, ógiftar konur fimm
dagsverk. Dag nokkurn mætti
hópur manna undir verkstjórn
Þorsteins á Vatnsleysu til að
leggja gangstétt með hellum úr
Fellsfjalli, gekk þar einn mjög
rösklega að verki, var mér sagt
að þetta væri Sigurður bóndi á
Heiði. Þarna hófust okkar löngu
og góðu kynni. Hann var for-
maður húsnefndar Aratungu
lengst af þau 14 ár sem ég var
þar húsvörður, áttum við ætíð
gott samstarf. Sigurður og Ólöf
reistu nýbýlið Heiði, myndarbú,
snyrtimennska þar innandyra
sem utan, þau voru höfðingjar
heim að sækja, maður kom alltaf
ríkari af þeirra fundi. Sigurður
var ætíð kátur og hress, ham-
hleypa til allra verka, hjálpsam-
ur og miklaði hlutina ekki fyrir
sér.
Hann var virkur félagsmála-
maður, söngmaður mikill og
góður leikari, eftirminnilegur er
hann í hlutverki Lénharðs fóg-
eta í uppsetningu Ungmenna-
félagsins undir leikstjórn Ey-
vindar Erlendssonar og sem
Afinn í „Er á meðan er“, í leik-
stjórn Jónasar Jónassonar. Sig-
urður var um árabil fulltrúi á að-
alfundum Kaupfélags
Árnesinga, ég minnist ræðu sem
hann flutti á aðalfundi félagsins
2019, þar var ekki að heyra að
talaði maður á tíræðisaldri. Fyr-
ir skömmu áttum við langt tal
saman, ræddum nýútkomna
„Samvinnusögu Suðurlands“
sem hann hafði lesið í próförk,
mundi hana frá orði til orðs
hvort heldur var um KÁ, KR,
eða MBF. Það er mikil gæfa að
fá að halda góðri heilsu langa
ævi og geta miðlað öðrum af sín-
um reynslubrunni. Við Steinunn
þökkum samfylgdina og vottum
fjölskyldu hans okkar innileg-
ustu samúð.
Garðar Hannesson.
Sigurður Þorsteinsson byggði
bæ sinn Heiði í Biskupstungum
yfir þjóðbraut þvera í Vatns-
leysuheiðinni, og þau Ólöf kona
hans ráku einstakan og myndar-
legan búskap þar í áratugi. Nú
fellur Siggi á Heiði til jarðarinn-
ar með liljum vallarins inn í
haustlitadýrðina, níutíu og sex
ára að aldri. Enginn má sköpum
renna: „og vinir berast burt á
tímans straumi, og blómin fölna
á einni hélunótt.“
Í júlílok komum við Margrét
síðast í hlaðið hjá þessum vini
okkar, knúðum dyra og gengum
til stofu. Þar sat höfðinginn enn
hrukkulaus og óbeygður og
glaður og reifur eins og hetjurn-
ar. Allt bar vott um snyrti-
mennsku, þar sem Sigurður á
Heiði kom að, úti og inni var allt
fægt og fínt. Hann var bóndi í
fremstu röð og einn af vormönn-
um Íslands.
Siggi var iðinn og kappsamur
rak gott fjölskyldubú og hver
sem ók hjá garði var velkominn
heim. Athygli vakti hið snyrti-
lega bændabýli, öll hús máluð og
vélarnar í röð á hlaðinu og bónd-
inn strokinn og hreinn eins og
óhreinindi tylldu ekki við hann.
Fram eftir allri ævi var Siggi
hjálplegur sveitungum og vinum
sínum, sannkallaður greiðamað-
ur. Honum fór vel að handleika
múrskeið eða pensil, enda vann
hann mikið milli mjalta, ekki síst
við múrverk.
Þegar Tungnamenn byggðu
félagsheimilið Aratungu vann
Siggi þar á milli mála. Aratunga
var menningarhús og blómlegt
félagslíf Tungnamanna reis í
hæðir. Tungnamenn settu upp
mörg leikrit og Siggi var góður
leikari. Hann var ógleymanleg-
ur í hlutverki sínu í Lénharði
fógeta og Bör Börssyni. Söng-
urinn er unaðsmál þeirra Vatns-
leysumanna og hvergi er söng-
urinn tærari en þar upp til
fjallanna. Þar sem tveir Tungna-
menn koma saman bresta þeir í
söng þótt ekki sé til annars en að
syngja „Kristján í Stekkholti“.
Tungnaréttir eru frægustu
sauðfjárréttir landsins eftir að
gleðin í Skeiðaréttum var kveðin
niður af sýslumanni. Frægð
söngsins í réttunum hefur víða
ratað, og þykir eins og þar sé
samankomið söngfólk Óperu-
húsanna. Þorsteinn faðir Sigga
mikill og höfðinglegur var kór-
stjóri þessa magnaða réttakórs,
þar stóð bændahöfðinginn Þor-
steinn á Vatnsleysu eins og
kóngur um stund og stjórnaði
margradda kór Tungnarétta,
ógleymanlegur maður, með
hattinn í frakkanum svarta. Ein-
ar Geir Þorsteinsson tók við
kórstjórastarfinu eftir föður
sinn og var eins og heimsborgari
í klæðaburði, fallegur og hlýr.
Nú er Brynjar sonur Sigurðar
hinn nýkrýndi kórstjóri. Siggi er
sá sem oftast hefur Þanið radd-
bönd sín í Tungnaréttum, í haust
sat hann við fossinn Faxa, og
hlustaði „á gljúfrabarmsins
djúpa ekka“.
„Kynslóðir koma og kynslóðir
fara, allar sömu ævigöng.“ En
Biskupstungna-fjöllin og Árnes-
þing standa vörð um fallega
sveit, „í hinum gamla göfga
minja-sal, þú geymir Skálholt,
Þingvöll, Haukadal.“ Siggi var
formaður eldri borgara í Bisk-
upstungum í mörg ár. For-
mennskuna tók hann að sér sem
mikið verkefni og á hans tíma
fóru félagsmenn hringinn í
kringum landið og sigldu í allar
úteyjar við Ísland.
Enn kunna þeir að segja frá,
þá honum fæddist hugmynd og
sagði með sinni mildu og hlýju
röddu. „Heyrið þið krakkar mín-
ir.“
Sigurður var framsóknar- og
samvinnumaður. Góðan liðs-
mann áttum við þingmenn
flokksins þar sem hann var, ýt-
inn en hógværan og talaði fyrir
okkur og flokknum. Siggi var
mikill fjölskyldumaður og félagi
barna sinna. Þau Ólöf höfðu
gaman af ferðum bæði innan-
lands en ekki síður að fara í
bændaferðir Agnars Guðnason-
ar út til Evrópu til að sjá akra og
vínyrkju og vera í góðra vina-
hópi: „Þar sem gleðin skín af
vonar hýrri brá.“ Sigurður Þor-
steinsson var með allra jákvæð-
ustu mönnum og samferða-
mönnum hans var hlýtt til hans
og kveðja nú góðan vin með
söknuði.
Guðni Ágústsson.
Fallinn er frá ættarhöfðing-
inn Siggi á Heiði hátt á tíræð-
isaldri. Þótt ellikerling og vinnu-
þjark hafi smátt og smátt beygt
karlinn var hugurinn alltaf eins
og hjá ungum manni. Áhugi á
samfélaginu, framfaramálum
sinnar sveitar og þjóðar alltaf til
staðar eins og mannsaldur væri
framundan.
Að upplifa framfarir síðustu
nærri hundrað ára og geta sagt
frá með ástríðu þess sem virkan
þátt tók, setti sterkan svip á
nafna minn. Það var gaman að
eiga samtöl við hann jafnt um
framtíðarmálefni sem og sækja í
þekkingarbrunn hans á þróun
og framförum síðustu áratuga.
Það var mannbætandi að hitta
Sigga, jákvæðni hans til manna
og málefna og reynsla áratug-
anna gerði það að verkum að
maður fór bjartsýnni og glaðari
af hans fundi.
Nafni minn var sannur fram-
sóknarmaður, alltaf mátti
treysta á að hann mætti og stæði
við sitt. Fyrir það vil ég þakka
sem og vinskap okkar. Það er
gott að geta sagt að hann var
vinur minn.
Réttardagurinn í Tungunum
er sannkallaður hátíðisdagur –
ekki síst á Heiði. Siggi var fædd-
ur á réttardaginn og því var
réttardagurinn alltaf einskonar
afmælisdagur í bland við þá há-
tíð og gleðistund sem Tungna-
réttir við fossinn Faxa eru. Ég
naut þeirrar höfðinglegu gest-
risni að koma í réttarsúpu að
Heiði í mörg ár. Það verður
skarð fyrir skildi að ári, en
minningar fyrra ára ylja og
gleðja.
Við Elsa sendum fjölskyld-
unni allri okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Minning um góðan
mann lifir.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför föður okkar,
tengdaföður, afa, langafa og langalangafa,
ÁRNA JÓNSSONAR
bifreiðastjóra.
Við sendum starfsfólki Bylgjuhrauns
á Hrafnistu í Hafnarfirði þakklæti fyrir umönnun á síðustu
misserum.
Karl Árnason
Guðrún Árnadóttir Víkingur Þorgilsson
Jóhanna Árnadóttir Benedikt Steinþórss. Kroknes
Anna Sigríður Árnadóttir Jón Þór Björgvinsson
Kolbrún Árnadóttir
Árni Rúnar Árnason Dýrleif Geirsdóttir
og aðrir aðstandendur
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför elskulegs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS THORBERGS
FRIÐÞJÓFSSONAR,
Dofraborgum 42,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabbameinsdeildar
Landspítalans og Heru líknarþjónustu.
Hanna María Tómasdóttir
Kolbrún Elsa Jónsdóttir Guðlaugur Pálsson
Friðþjófur Helgi Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir samhug og hlýhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
GUNNARS ÞÓRIS GUÐJÓNSSONAR,
bakarameistara frá Sauðárkróki,
Álfaheiði 8b, Kópavogi.
Sólrún J. Steindórsdóttir
Guðbjörg Gunnarsdóttir Sigurjón Sæland
Kristín Gunnarsdóttir Hákon Sigþórsson
Gunnar Andri Gunnarsson Herdís Guðmundsdóttir
Guðjón Baldur Gunnarsson Anna Lára Ármannsdóttir
Guðjón, Þórður, Andrea, Aðalbjörg, Steindór, Sólrún,
Iðunn, Hlín, Eydís, Eva, Bjarni, Hektor, Jóhann Heiðar,
Björn Þórir, Frosti og fjölskyldur
Innilegar þakkir fyrir veitta samúð og hlýhug
við andlát og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
HELGU HELGADÓTTUR,
Álfaskeiði 102, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk HERU
heimaþjónustu og líknardeildar Landspítalans fyrir hlýhug
og góða umönnun.
Helgi Freyr Kristinsson Helga Sigurbjörg Árnadóttir
Kristinn Freyr Kristinsson Hildur Ísfold Hilmarsdóttir
og barnabörn