Morgunblaðið - 23.10.2020, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 23.10.2020, Qupperneq 69
ÍÞRÓTTIR 69 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020  Tinna Jónsdóttir, fyrirliði kvennaliðs Gróttu í knattspyrnu, er gengin til liðs við ítalska félagið Apulia Trani sem leik- ur í C-deildinni á Ítalíu. Hún er lánuð þangað frá Gróttu, rétt eins og sam- herji hennar á Seltjarnarnesi, Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir, sem gekk til liðs við Apulia Trani á dögunum. Á netmiðl- inum Traniviva.it kemur fram að Carlo Uva, varaformaður félagsins, sé í sam- vinnu við Gróttu um að félögin geti skipst á leikmönnum sem þannig öðlist reynslu í ólíkum löndum og deildum.  Rúmlega 5.000 áhorfendur fylgdust með leik Zalgiris og Valencia í Evr- ópudeildinni í körfubolta í gærkvöld. Martin Hermannsson leikur með Val- encia en hann var hvíldur í leiknum sem Valencia vann 94:82. Með sigrinum fór Valencia upp í toppsæti deildarinnar.  Knattspyrnumarkvörðurinn Aron Dagur Birnuson hefur nýtt sér riftunar- ákvæði í samningi sínum við KA. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, stað- festi tíðindin við vefmiðilinn Fótbolt- a.net.  Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðs- maður í knattspyrnu, gat ekki leikið með Astana gegn Tobol í úrvalsdeild- inni í Kasakstan í gær. Rúnar sagði í viðtali við mbl.is að hann væri með smávægileg meiðsli í baki eftir lands- leikjatörnina á dögunum en hann lék þá alla þrjá landsleiki Íslands á einni viku. Óvíst væri að hann næði næsta leik Astana sem er á mánu- daginn kemur en Rúnar reiknar með því að vera leikfær eftir það. Eitt ogannað MEISTARADEILD Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Valskonur höfðu heppnina með sér í gær þegar dregið var til 1. umferðar Meistaradeildar kvenna í fótbolta, að því leyti að þær munu spila á heimavelli sínum á Hlíðarenda 3. eða 4. nóvember. Þær höfðu hins vegar ekki heppn- ina með sér að því leyti að mögulegir mótherjar voru tveir, finnsku meist- ararnir HJK frá Helsinki og fær- eysku meistaranir KÍ frá Klaksvík. UEFA raðaði þannig upp í drætt- inum að ferðalög yrðu sem styst í fyrstu umferð keppninnar. HJK er óumdeilanlega mun sterkara lið og ljóst er að Valskonur þurfa góðan leik til að tryggja sér sæti í 2. um- ferð keppninnar, sem fer fram tveimur vikum síðar. Þá þurfti Valur undanþágu frá heilbrigðisyfirvöldum, vegna sótt- varnatakmarkana, til að öruggt væri að leikurinn gæti farið fram hér á landi 3. eða 4. nóvember. Sú und- anþága var veitt í gær. Leikið verður á Hlíðarenda og samkvæmt upplýsingum frá Val í gær verður það að öllum líkindum miðvikudaginn 4. nóvember en það verður endanlega staðfest í dag. Valskonur þurfa að komast í gegnum tvær umferðir, þar sem að- eins er leikinn einn leikur í hvorri umferð, til að komast í 32 liða úrslit- in en þau verða leikin í desember. Það eru því möguleikar fyrir hendi á því að keppnistímabil Hlíð- arendaliðsins muni standa fram að jólum. Undirbúningur Valsliðsins fyrir leikinn verður sérstakur. Sjö leik- menn Vals eru í Svíþjóð með lands- liðinu og leika þar 27. október. Eftir heimkoma þurfa þær síðan að vera í sóttkví í fimm daga og geta því ekki sameinast liðsfélögum sínum á ný fyrr en rétt fyrir leikinn. Mættu Breiðabliki síðast HJK leikur í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í fjórtán ár eftir að hafa unnið sinn fyrsta meistaratitil frá 2005 á síðasta ári. Liðið mætti ein- mitt Breiðabliki árið 2006, á heima- velli sínum í Helsinki. Breiðablik hafði betur, 2:1, með mörkum frá Ólínu Viðarsdóttur og Gretu Mjöll Samúelsdóttur, en það var hreinn úrslitaleikur í fjögurra liða riðli um sæti í átta liða úrslitum keppninnar 2006-07. HJK komst í átta liða úrslitin árið 2002, rétt eins og Valur gerði síðan árið 2005. Ná ekki að verja titilinn Meistaravörn HJK hefur ekki gengið sem skyldi á þessu ári og liðið er í fjórða sæti, sjö stigum á eftir tveimur efstu liðum, þegar tveimur umferðum er ólokið í Finnlandi. Lið- ið spilar tvo síðustu leikina hvorn sínu megin megin við Íslandsferðina. Aðeins einn leikmaður HJK er í finnska landsliðinu sem mætir Skot- um í undankeppni EM í næstu viku. Það er hin 34 ára gamla Essi Sainio, bakvörður eða kantmaður og fyrr- verandi leikmaður Freiburg og Tur- bine Potsdam, en hún á 47 landsleiki að baki. Heppnar með heimaleikinn  Valur mætir HJK og fékk undan- þágu frá heilbrigðisyfirvöldum Morgunblaðið/Eggert Verkefni Valskonur spila gegn HJK á Hlíðarenda í byrjun nóvember. Sævar Pétursson, framkvæmda- stjóri KA, greindi frá því í samtali við Fótbolta.net í gær að fari svo að leikið verði í nóvember verði KA án þriggja sterkra leikmanna. Guð- mundur Steinn Hafsteinsson er á leið til Þýskalands á ný þar sem hann dvaldi síðasta vetur og lék með liði Koblenz. Þá eru tveir leik- menn liðsins handleggsbrotnir. Ro- drigo Gómez og fyrirliðinn Almarr Ormarsson sem að sögn Sævars brotnaði á æfingu nýlega. KA er í 7. sæti og á eftir að mæta FH, KR, Val og HK í lokaumferðunum. Þrír lykilmenn úr leik hjá KA Ljósmynd/Þórir Tryggvason Fyrirliðinn Almarr Ormarsson leik- ur ekki með KA í lokaleikjunum. Heilbrigðisyfirvöld hafa gefið HSÍ grænt ljós á að leikir karlalands- liðsins við Litháen og Ísrael í und- ankeppni EM karla megi fara fram. Er leikurinn við Litháen 4. nóv- ember og leikurinn við Ísrael þrem- ur dögum síðar. Er Portúgal einnig í riðlinum. Efstu tvö liðin og sömu- leiðis þau fjögur lið af átta sem verða með bestan árangur í þriðja sæti tryggja sér sæti á EM í Ung- verjalandi og Slóvakíu í janúar 2022. Verður einnig leikið í riðl- inum í janúar, mars og apríl á næsta ári. Fá að spila í Laugardalshöll Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson Handbolti Aron Pálmarsson er lykilmaður hjá íslenska liðinu. Þýskaland Leipzig – Göppingen........................... 22:25  Janus Daði Smárason skoraði 5 mörk fyrir Göppingen. Lemgo – Essen..................................... 31:23  Bjarki Már Elísson skoraði 7 mörk fyrir Lemgo. Hannover-Burgdorf – Bergischer .... 30:30  Arnór Þór Gunnarsson skoraði 6 mörk fyrir Bergischer en Ragnar Jóhannsson komst ekki á blað. Balingen – Ludwigshafen .................. 26:27  Oddur Gretarsson skoraði 6 mörk fyrir Balingen. Danmörk SönderjyskE – Fredericia .................. 28:32  Sveinn Jóhannsson skoraði ekki fyrir SönderjyskE. Meistaradeild karla A-RIÐILL: Kielce – París SG................................. 35:33  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði ekki fyrir Kielce og Haukur Þrastarson er frá keppni vegna meiðsla. Meshkov Brest – Pick Szeged............ 26:24  Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki með Pick Szeged vegna meiðsla.  Evrópudeildin Zalgiris Kaunas – Valencia ................ 82:94  Martin Hermannsson var allan tímann á bekknum hjá Valencia.   EVRÓPUDEILDIN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Fjögur Íslendingalið léku í 1. um- ferð í riðlakeppni Evrópudeild- arinnar í fótbolta í gærkvöld og þurfti ekkert þeirra að sætta sig við tap. Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn með CSKA Moskvu frá Rússlandi í 1:1-jafntefli á útivelli gegn Wolfsberger frá Austurríki. Hörður hefur nú leikið tíu Evrópu- leiki með rússneska liðinu. Arnór Sigurðsson meiddist í landsliðsverk- efni fyrr í mánuðinum og lék ekki með CSKA. Sverrir Ingi Ingason og félagar í gríska liðinu PAOK þurftu að sætta sig við jafntefli gegn Omonia Ni- cosia frá Kýpur á heimavelli, 1:1. Sverrir lék allan leikinn með PAOK og fékk gult spjald á 34. mínútu. Hefur hann leikið ellefu Evrópu- leiki, fimm með PAOK og sex með Breiðabliki. Albert Guðmundsson kom töluvert minna við sögu er hol- lenska liðið AZ Alkmaar gerði afar góða ferð til Ítalíu og vann 1:0-sigur á Napólí. Dani De Wit skoraði sig- urmarkið snemma í seinni hálfleik. Albert kom inn á sem varamaður á 88. mínútu í sínum sjöunda Evrópu- leik. Arsenal þurfti að hafa fyrir því að leggja Rapid Wien af velli í Aust- urríki. Urðu lokatölur 2:1, en aust- urríska liðið komst yfir í seinni hálf- leik. David Luiz og Pierre-Emerick Aubameyang skoruðu hins vegar með stuttu millibili um miðjan hálf- leikinn og tryggðu Arsenal sig- urinn. Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson var allan tímann á bekknum hjá Arsenal, en hann hefur ekki enn leikið með enska liðinu síðan hann færði sig frá Dijon í Frakklandi. Öruggir enskir heimasigrar Þá unnu ensku liðin Leicester og Tottenham örugga sigra á heima- velli. Tottenham lenti ekki í vand- ræðum með LASK frá Austurríki í London og urðu lokatölur 3:0. Lucas Moura kom Tottenham yfir á 18. mínútu og Andrés Andrade skoraði sjálfsmark á 27. mínútu og var stað- an í hálfleik 2:0. Son Heung-min bætti við þriðja markinu undir lokin og þar við sat. Leicester vann Zorya Luhansk frá Úkraínu með sömu markatölu á heimavelli. James Maddison og Har- vey Barnes skoruðu tvö fyrstu mörk Leicester í fyrri hálfleik eftir stoð- sendingar frá Kelechi Iheanacho. Nígeríumaðurinn skoraði þriðja markið sjálfur í seinni hálfleik. AFP Mark Brasilíumaðurinn Lucas Moura fagnar marki fyrir Tottenham í gær. Íslendingarnir taplausir  Ensku liðin unnu öll í Evrópudeildinni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.