Morgunblaðið - 23.10.2020, Qupperneq 69
ÍÞRÓTTIR 69
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 2020
Tinna Jónsdóttir, fyrirliði kvennaliðs
Gróttu í knattspyrnu, er gengin til liðs
við ítalska félagið Apulia Trani sem leik-
ur í C-deildinni á Ítalíu. Hún er lánuð
þangað frá Gróttu, rétt eins og sam-
herji hennar á Seltjarnarnesi, Sigrún
Ösp Aðalgeirsdóttir, sem gekk til liðs
við Apulia Trani á dögunum. Á netmiðl-
inum Traniviva.it kemur fram að Carlo
Uva, varaformaður félagsins, sé í sam-
vinnu við Gróttu um að félögin geti
skipst á leikmönnum sem þannig öðlist
reynslu í ólíkum löndum og deildum.
Rúmlega 5.000 áhorfendur fylgdust
með leik Zalgiris og Valencia í Evr-
ópudeildinni í körfubolta í gærkvöld.
Martin Hermannsson leikur með Val-
encia en hann var hvíldur í leiknum sem
Valencia vann 94:82. Með sigrinum fór
Valencia upp í toppsæti deildarinnar.
Knattspyrnumarkvörðurinn Aron
Dagur Birnuson hefur nýtt sér riftunar-
ákvæði í samningi sínum við KA. Sævar
Pétursson, framkvæmdastjóri KA, stað-
festi tíðindin við vefmiðilinn Fótbolt-
a.net.
Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, gat ekki leikið
með Astana gegn Tobol í úrvalsdeild-
inni í Kasakstan í gær. Rúnar sagði í
viðtali við mbl.is að hann væri með
smávægileg meiðsli í baki eftir lands-
leikjatörnina á dögunum en hann lék þá
alla þrjá landsleiki
Íslands á einni
viku. Óvíst væri
að hann næði
næsta leik
Astana
sem er á
mánu-
daginn
kemur
en Rúnar
reiknar með
því að vera
leikfær eftir
það.
Eitt
ogannað
MEISTARADEILD
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Valskonur höfðu heppnina með sér í
gær þegar dregið var til 1. umferðar
Meistaradeildar kvenna í fótbolta,
að því leyti að þær munu spila á
heimavelli sínum á Hlíðarenda 3. eða
4. nóvember.
Þær höfðu hins vegar ekki heppn-
ina með sér að því leyti að mögulegir
mótherjar voru tveir, finnsku meist-
ararnir HJK frá Helsinki og fær-
eysku meistaranir KÍ frá Klaksvík.
UEFA raðaði þannig upp í drætt-
inum að ferðalög yrðu sem styst í
fyrstu umferð keppninnar. HJK er
óumdeilanlega mun sterkara lið og
ljóst er að Valskonur þurfa góðan
leik til að tryggja sér sæti í 2. um-
ferð keppninnar, sem fer fram
tveimur vikum síðar.
Þá þurfti Valur undanþágu frá
heilbrigðisyfirvöldum, vegna sótt-
varnatakmarkana, til að öruggt væri
að leikurinn gæti farið fram hér á
landi 3. eða 4. nóvember. Sú und-
anþága var veitt í gær.
Leikið verður á Hlíðarenda og
samkvæmt upplýsingum frá Val í
gær verður það að öllum líkindum
miðvikudaginn 4. nóvember en það
verður endanlega staðfest í dag.
Valskonur þurfa að komast í
gegnum tvær umferðir, þar sem að-
eins er leikinn einn leikur í hvorri
umferð, til að komast í 32 liða úrslit-
in en þau verða leikin í desember.
Það eru því möguleikar fyrir hendi á
því að keppnistímabil Hlíð-
arendaliðsins muni standa fram að
jólum.
Undirbúningur Valsliðsins fyrir
leikinn verður sérstakur. Sjö leik-
menn Vals eru í Svíþjóð með lands-
liðinu og leika þar 27. október. Eftir
heimkoma þurfa þær síðan að vera í
sóttkví í fimm daga og geta því ekki
sameinast liðsfélögum sínum á ný
fyrr en rétt fyrir leikinn.
Mættu Breiðabliki síðast
HJK leikur í Meistaradeildinni í
fyrsta sinn í fjórtán ár eftir að hafa
unnið sinn fyrsta meistaratitil frá
2005 á síðasta ári. Liðið mætti ein-
mitt Breiðabliki árið 2006, á heima-
velli sínum í Helsinki. Breiðablik
hafði betur, 2:1, með mörkum frá
Ólínu Viðarsdóttur og Gretu Mjöll
Samúelsdóttur, en það var hreinn
úrslitaleikur í fjögurra liða riðli um
sæti í átta liða úrslitum keppninnar
2006-07.
HJK komst í átta liða úrslitin árið
2002, rétt eins og Valur gerði síðan
árið 2005.
Ná ekki að verja titilinn
Meistaravörn HJK hefur ekki
gengið sem skyldi á þessu ári og liðið
er í fjórða sæti, sjö stigum á eftir
tveimur efstu liðum, þegar tveimur
umferðum er ólokið í Finnlandi. Lið-
ið spilar tvo síðustu leikina hvorn
sínu megin megin við Íslandsferðina.
Aðeins einn leikmaður HJK er í
finnska landsliðinu sem mætir Skot-
um í undankeppni EM í næstu viku.
Það er hin 34 ára gamla Essi Sainio,
bakvörður eða kantmaður og fyrr-
verandi leikmaður Freiburg og Tur-
bine Potsdam, en hún á 47 landsleiki
að baki.
Heppnar með heimaleikinn
Valur mætir HJK og fékk undan-
þágu frá heilbrigðisyfirvöldum
Morgunblaðið/Eggert
Verkefni Valskonur spila gegn HJK á Hlíðarenda í byrjun nóvember.
Sævar Pétursson, framkvæmda-
stjóri KA, greindi frá því í samtali
við Fótbolta.net í gær að fari svo að
leikið verði í nóvember verði KA án
þriggja sterkra leikmanna. Guð-
mundur Steinn Hafsteinsson er á
leið til Þýskalands á ný þar sem
hann dvaldi síðasta vetur og lék
með liði Koblenz. Þá eru tveir leik-
menn liðsins handleggsbrotnir. Ro-
drigo Gómez og fyrirliðinn Almarr
Ormarsson sem að sögn Sævars
brotnaði á æfingu nýlega. KA er í 7.
sæti og á eftir að mæta FH, KR, Val
og HK í lokaumferðunum.
Þrír lykilmenn úr
leik hjá KA
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Fyrirliðinn Almarr Ormarsson leik-
ur ekki með KA í lokaleikjunum.
Heilbrigðisyfirvöld hafa gefið HSÍ
grænt ljós á að leikir karlalands-
liðsins við Litháen og Ísrael í und-
ankeppni EM karla megi fara fram.
Er leikurinn við Litháen 4. nóv-
ember og leikurinn við Ísrael þrem-
ur dögum síðar. Er Portúgal einnig
í riðlinum. Efstu tvö liðin og sömu-
leiðis þau fjögur lið af átta sem
verða með bestan árangur í þriðja
sæti tryggja sér sæti á EM í Ung-
verjalandi og Slóvakíu í janúar
2022. Verður einnig leikið í riðl-
inum í janúar, mars og apríl á
næsta ári.
Fá að spila í
Laugardalshöll
Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson
Handbolti Aron Pálmarsson er
lykilmaður hjá íslenska liðinu.
Þýskaland
Leipzig – Göppingen........................... 22:25
Janus Daði Smárason skoraði 5 mörk
fyrir Göppingen.
Lemgo – Essen..................................... 31:23
Bjarki Már Elísson skoraði 7 mörk fyrir
Lemgo.
Hannover-Burgdorf – Bergischer .... 30:30
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 6 mörk
fyrir Bergischer en Ragnar Jóhannsson
komst ekki á blað.
Balingen – Ludwigshafen .................. 26:27
Oddur Gretarsson skoraði 6 mörk fyrir
Balingen.
Danmörk
SönderjyskE – Fredericia .................. 28:32
Sveinn Jóhannsson skoraði ekki fyrir
SönderjyskE.
Meistaradeild karla
A-RIÐILL:
Kielce – París SG................................. 35:33
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði ekki
fyrir Kielce og Haukur Þrastarson er frá
keppni vegna meiðsla.
Meshkov Brest – Pick Szeged............ 26:24
Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki
með Pick Szeged vegna meiðsla.
Evrópudeildin
Zalgiris Kaunas – Valencia ................ 82:94
Martin Hermannsson var allan tímann á
bekknum hjá Valencia.
EVRÓPUDEILDIN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Fjögur Íslendingalið léku í 1. um-
ferð í riðlakeppni Evrópudeild-
arinnar í fótbolta í gærkvöld og
þurfti ekkert þeirra að sætta sig við
tap. Hörður Björgvin Magnússon
lék allan leikinn með CSKA Moskvu
frá Rússlandi í 1:1-jafntefli á útivelli
gegn Wolfsberger frá Austurríki.
Hörður hefur nú leikið tíu Evrópu-
leiki með rússneska liðinu. Arnór
Sigurðsson meiddist í landsliðsverk-
efni fyrr í mánuðinum og lék ekki
með CSKA.
Sverrir Ingi Ingason og félagar í
gríska liðinu PAOK þurftu að sætta
sig við jafntefli gegn Omonia Ni-
cosia frá Kýpur á heimavelli, 1:1.
Sverrir lék allan leikinn með PAOK
og fékk gult spjald á 34. mínútu.
Hefur hann leikið ellefu Evrópu-
leiki, fimm með PAOK og sex með
Breiðabliki. Albert Guðmundsson
kom töluvert minna við sögu er hol-
lenska liðið AZ Alkmaar gerði afar
góða ferð til Ítalíu og vann 1:0-sigur
á Napólí. Dani De Wit skoraði sig-
urmarkið snemma í seinni hálfleik.
Albert kom inn á sem varamaður á
88. mínútu í sínum sjöunda Evrópu-
leik.
Arsenal þurfti að hafa fyrir því að
leggja Rapid Wien af velli í Aust-
urríki. Urðu lokatölur 2:1, en aust-
urríska liðið komst yfir í seinni hálf-
leik. David Luiz og Pierre-Emerick
Aubameyang skoruðu hins vegar
með stuttu millibili um miðjan hálf-
leikinn og tryggðu Arsenal sig-
urinn. Landsliðsmarkvörðurinn
Rúnar Alex Rúnarsson var allan
tímann á bekknum hjá Arsenal, en
hann hefur ekki enn leikið með
enska liðinu síðan hann færði sig frá
Dijon í Frakklandi.
Öruggir enskir heimasigrar
Þá unnu ensku liðin Leicester og
Tottenham örugga sigra á heima-
velli. Tottenham lenti ekki í vand-
ræðum með LASK frá Austurríki í
London og urðu lokatölur 3:0. Lucas
Moura kom Tottenham yfir á 18.
mínútu og Andrés Andrade skoraði
sjálfsmark á 27. mínútu og var stað-
an í hálfleik 2:0. Son Heung-min
bætti við þriðja markinu undir lokin
og þar við sat.
Leicester vann Zorya Luhansk
frá Úkraínu með sömu markatölu á
heimavelli. James Maddison og Har-
vey Barnes skoruðu tvö fyrstu mörk
Leicester í fyrri hálfleik eftir stoð-
sendingar frá Kelechi Iheanacho.
Nígeríumaðurinn skoraði þriðja
markið sjálfur í seinni hálfleik.
AFP
Mark Brasilíumaðurinn Lucas Moura fagnar marki fyrir Tottenham í gær.
Íslendingarnir
taplausir
Ensku liðin unnu öll í Evrópudeildinni