Morgunblaðið - 28.10.2020, Blaðsíða 14
14 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2020
Jörðin, eins og hún
leggur sig, er orðin að
tilraunastofu. Óspurð
tökum við þátt í
áhættusömustu tilraun
nokkru sinni. Íslensk
stjórnvöld hafa ákveð-
ið, eða réttara sagt
Póst- og fjar-
skiptastofnun, að
koma upp 5. kynslóð
farnets með leyfi til
helstu síma- og fjarskiptafyr-
irtækja landsins. Stjórnvöld tala
fjálglega um 4. iðnbyltinguna án
þess að nokkur óháð rannsókn hafi
farið fram um mögulega heilsu-
farsáhættu fyrir okkur landsmenn,
fyrir lífríkið allt. Nægar óháðar
rannsóknir eru til á fyrri kyn-
slóðum; 2G, 3G og 4G. Áhrifin vaxa
með hverri kynslóð.
Með 5G eykst tíðnin verulega
samfara litlum sendistyrk. Ef af
verður mun allt umhverfi okkar
nánast teppaleggjast með sendum.
Net hlutanna þar sem allt talar
saman, frá minnstu heimilistækjum
til farartækja. Allt verður í þráð-
lausu sambandi við snjallmæla
heimila, fyrirtækja og stofnana.
Farartæki tala saman með hjálp
senda sem þurfa að vera út um allt,
t.d. í öðrum hvorum ljósastaur, á
tíunda hverju húsþaki o.s.frv. Ekk-
ert verður eftir af friðhelgi okkar,
71. grein stjórn-
arskrárinnar brotin.
Andstaðan gegn
5G er víða
Nokkur svæði vítt
og breitt um heiminn
hafa stöðvað uppsetn-
ingu 5G. Brussel var
fyrsta borgin til að
gera slíkt vegna
mögulegrar heilsuvár.
Sama má segja um
ýmsa bæi og ráð í
Bretlandi og á Írlandi.
Auk þess hefur varnarmálaráðu-
neyti Rússlands neitað að úthluta
tíðni fyrir 5G sem seinkar allri 5G-
uppbyggingu þar í fleiri ár.
Genf hefur samþykkt tillögu um
stöðvun 5G með ákalli til ríkisráðs-
ins og krafist þess að WHO (Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunin) fylgi
óháðum rannsóknum eftir til að
kanna skaðleg áhrif þess.
Áfrýjunardómstóll Bandaríkj-
anna fyrir umdæmi Kólumbíu, öðru
nafni Washington DC, ályktaði
gegn hraðari uppbyggingu 5G sem
alríkisstjórnin hafði ákveðið. Borg-
aryfirvöld í Portland Oregon lýstu
yfir algerri andstöðu við uppsetn-
ingu 5G-farnets af heilsufarsástæð-
um.
Svipaða sögu er að segja af yf-
irvöldum í Flórens á Ítalíu sem
hafa neitað að gefa heimild fyrir
5G og vísa til þeirrar óvissu sem
ríkir hjá yfirþjóðlegum fyr-
irtækjum og stofnunum (eins og
ICNIRP) vegna hagsmunaárekstra,
þrátt fyrir yfirþyrmandi vísbend-
ingar um skaðann.
Enn fremur hafa þingmenn í
Hollandi krafist rannsókna áður en
nokkurt samþykki verður veitt fyr-
ir uppsetningu 5G. Hæstiréttur
Bangladess gaf út í október í fyrra
tilskipanir varðandi þráðlausa
senda, þar á meðal bann við upp-
setningu farsíma- eða fjar-
skiptaturna á þökum íbúðahverfa,
menntastofnana, sjúkrahúsa, fang-
elsa og við minjastaði, leiksvæði og
tilbeiðslustaði. Á Íslandi hins vegar
eru sendar iðulega á þökum skóla.
Árið 2015 voru sett lög í Frakk-
landi sem bönnuðu allt þráðlaust
net í leikskólum. Króatía hefur
stöðvað uppsetningu á 5G. Í það
minnsta 58 borgir, bæir, ráð, þing
og lönd hafa ýmist bannað upp-
setningu á 5G eða kallað eftir rann-
sóknum um öryggi þess.
Fjórða iðnbyltingin,
nauðug viljug?
Eru íslensk stjórnvöld, bæjar- og
sveitarstjórnir svo ákveðin í tækni-
byltingunni að þau skeyta engu um
heilsu, öryggi og velferð þegna
þessa lands? Öll viðmiðunarmörk
Geislavarna ríkisins og systurstofn-
unar hennar, ICNIRP (Int-
ernational Commission on Non-
Ionizing Radiation Protection), eru
allt of há. Læknirinn og lífefna-
fræðingurinn Martin L. Pall, sem
er prófessor emeritus við ríkishá-
skólann í Washingtonríki, segir við-
miðunarmörkin 7,2 milljón sinnum
of há.
IARC og WH0 í Lyon 2011
Hinn 31. maí 2011 gaf Al-
þjóðakrabbameinsstofnunin, IARC,
ásamt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni
WHO út fréttatilkynningu í kjölfar
starfshóps 31 vísindamanns frá
fjórtán löndum sem haldinn var í
Lyon í Frakklandi. Þar var ályktað
að farsímageislun væri mögulega
krabbameinsvaldandi.
Krafa Genfar til WHO hér að
framan er ekki að ástæðulausu, því
ekkert hefur heyrst frá WHO síðan
um möguleg tengsl krabbameins og
farsímageislunar.
900 púlsar á mínútu
Áhrif geislunar fara eftir eðli
bylgnanna, þ.e.a.s. tíðni, sveiflu-
vídd, púlsi, bylgjulengd, formi og
gagnainnihaldi en ekki einungis eft-
ir hitaáhrifum líkt og haldið hefur
verið fram. Örbylgjuofnar og far-
símar nota mjög svipaða tíðni.
Þráðlaus geislun (WiFi) er púlsandi
örbylgjugeislun. Þegar farsími er
að ná sambandi tekur hann við um
900 púlsum á mínútu frá sendi;
hann er snjall. Undir slíkum kring-
umstæðum geislar hann mest frá
sér og því ber að forðast að leggja
hann upp að eyra þá og gera það
helst aldrei.
Heilaæxli tekur langan tíma að
þróast og þar eru börn og ungling-
ar í vexti miklu viðkvæmari en full-
orðnir. Vísbendingarnar eru allt of
miklar til að láta eins og ekkert sé.
Hins vegar er ótvírætt að rafseg-
ulgeislun dregur úr frjóvgunargetu
sæðisfrumna.
Reykingar voru bannaðar í far-
þegaflugi fyrir mörgum árum,
hvers vegna? Til að vernda börnin.
Nú er brýnt að grípa í taumana,
ekkert foreldri vill gera börnin sín
að tilraunadýrum.
Heimildir:
1) https://smombiegate.org/list-of-cities-
towns-councils-and-countries-that-have-
banned-5g/
2) http://www.radiationresearch.org/wp-
content/uploads/2018/06/EU-EMF2018-
6-11US3.pdf
3) https://www.iarc.fr/wp-content/
uploads/2018/07/pr208_E.pdf
4) https://www.youtube.com/
watch?v=BwyDCHf5iCY&t=3s
Eftir Ara
Tryggvason »Með 5G, neti hlut-
anna – athafna-
skráningunni, er frelsið
endanlega farið, 71. gr.
stjórnarskrárinnar
brotin og heilsan í húfi.
Ari Tryggvason
Höfundur starfaði lengst af sem
stuðningsfulltrúi á geðdeild LSH og
sem vagnstjóri hjá SVR og
Strætó.bs.
arit54@gmail.com
5G-tilraunastofan
Um þessar mundir
eru það almælt tíð-
indi, að drengir séu
umvörpum tregir – í
einkunnum mælt. Þeir
eru hvorki læsir né
skrifandi, svo við-
unandi sé. Stjórn-
málamenn og almenn-
ingur yppir öxlum.
Umræðan um þessa
mannréttindahörmung
er svo rýr í roðinu, að
Hermundur Sigmundsson sálfræð-
ingur jafnar henni við þöggun.
Samtímis þessum tossagangi verða
sjúkdómsgreiningarnar stöðugt
skrautlegri og lyfjagjafir færast
jafnt og þétt í vöxt til að halda
staulunum í skefjum. Svo vanbúið
er skólakerfið til uppeldis og
kennslu veikara kynsins. Skömmu
eftir aldamótin skrifaði norður-
ameríski blaðamaðurinn Glenn. J.
Sacks: „Sonur minn stendur í röð
að skóla loknum. Hann bíður eftir
daglegri skýrslu um hegðun sína.
Fyrstu bekkingarnir eru eirð-
arlausir í röðinni. Það er líklega
þess vegna, að þeir eru kallaðir
„slæmu krakkarnir“ sem daglega
skýrslu þarf að gefa um. Krakk-
arnir tíu eiga eitt sameiginlegt –
þeir eru allir strákar. Bráðum
kemur að því, að snáðarnir sýni
sömu dapurlegu ásýndina og
skýrslurnar þeirra […] Þeir munu
þramma heim á leið eins og sonur
minn og bíða refsingar. Þeir vita í
hugskoti sínu, að refsingu eigi þeir
skilið. […] [M]argir þeirra munu
aldrei ganga í öðruvísi skóla. Á öll-
um stigum skólastarfs er miklu
sennilegra, að drengir séu agaðir
til, vísað úr skóla tímabundið eða
alfarið, og látnir sitja eftir - fremur
en stúlkur. […] Það er þrefalt lík-
legra, að drengir séu sjúkdóms-
greindir ofvirkir með athyglisbrest,
fjórum sinnum líklegra, að þeir
svipti sig lífi og miklu líklegra, að
þeir ánetjist áfengi eða fíkniefnum
á unglingsaldri - heldur en stúlk-
ur.“ Höfundur kallar drengi hina
nýju „undirstétt“ í skólunum. Ný-
lega vakti nokkra at-
hygli í Bandaríkjum
Norður-Ameríku
(BNA) þegar vopnaðir
öryggisverðir leiddu
úr kennslustund ein-
hverfan dreng, sem
mundaði fingur sína í
byssu stað í leiki við
bekkjarfélaga.
Kennslukonunni þótti
sér stafa ógn af og
engin miskunn skyldi
sýnd samkvæmt regl-
unum (zero tolerance).
Blaðamaðurinn, Ben-
jamin Arie, skrifaði af þessu tilefni:
„Vaxandi taumleysi og kvenmiðun
skólastarfs gerir [skóla] öldungis
ófæra um að taka á háttalagi
ungra karlmanna. [Skólarnir] hafa
gefið skynsemina upp á bátinn í
þeirri viðleitni að skilgreina fífla-
læti sem glæp. […] Það má einu
gilda, hvernig er mælt: skólarnir
okkar bregðast drengjunum.“
Margir hafa síðustu áratugi bent á,
að blikur séu á lofti í skólastarfi og
að við flytum sofandi að feigðarósi.
Það fjölgar stöðugt þeim rannsókn-
arniðurstöðum, sem valda mann-
úðarsinnum, eiginlegum jafnrétt-
issinnum, og velunnurum barna,
hrolli millum skinns og hörunds.
Bridget K. Hamre og Robert C.
Pianta birtu, ári áður en Glenn
skrifaði ofangreinda hugvekju, nið-
urstöðu rannsóknar sinnar um
áhrif tengsla leikskólakennara og
barna á árangur í áttunda bekki
grunnskóla (eight grade). Nið-
urstaðan var þessi: „Neikvæðni í
tengslum á leikskólastigi, er ein-
kenndist af ásteytingu og ósjálf-
stæði (dependency), tengdist náms-
árangri og hegðun í áttunda bekki.
Sérstaklega á þetta við um börn,
sem sýndu slæma hegðun í leik-
skóla - og almennt fyrir drengi.“
Nýlega birti Lynn A. Barnett, nið-
urstöður langtímarannsóknar sinn-
ar á hartnær þrjú hundruð börnum
í leikskóla. Greinin heitir: „Mennt-
un gáskafullra drengja. Trúðarnir í
kennslustofunni“ (The Education
of Playful boys: Class Clowns in
the Classroom). (Gáski var skil-
greindur sem skjótræði, sveigj-
anleiki, hugdettur, gleði og skop-
skyn): „Þegar í fyrsta bekki sýndu
kennararnir andúð á gáskafullum
drengjum, litu að öllu jöfnu á þá
sem truflun í kennslunni, síst til
vinsælda fallna og uppnefndu þá
trúða.“ Og svona hélt þetta áfram
bekk eftir bekk. Í átta ára gamalli
rannsókn frá Norður-Írlandi komu
í ljós m.a. eftirtalin einkenni á
námi drengja; drógust aftur úr í
námi og töldu sig ekki færa um að
vinna það upp; þekkingarleysi í
lestri, skrift og reikningi allar göt-
ur frá leikskóla og fyrstu stigum
grunnskóla; leiði, sem leiddi til
truflana í kennslustundum; slæmt
samband við kennara; framandi
námsefni; aukinn þrýstingur eftir
tíu til tólf ár í skóla og skortur á
hjálp í því sambandi; vantrú á, að
góður árangur í skóla stuðlaði að
því, að þeir fengu vinnu; hræðsla
við skuldir í tengslum við há-
skólanám; ónægur undirbúningur
til að takast á við meginumbreyt-
ingaskeið á unglingsaldri; afskornir
frá samfélaginu og heimi fullorð-
inna; einelti; ofbeldi eða ofbeldis-
ógn í hvunndeginum. Þá fóru þeir,
sem fyrir ofbeldi urðu, leynt með
reynslu sína. Nýlegar sænskar
rannsóknir benda til, að kvenkenn-
arar vanmeti hæfni drengja við
námsmat, borið saman við hlut-
lægar prófniðurstöður. Norskar
rannsóknir benda á tölfræðilega
fylgni milli félagsfærnimats kenn-
ara og árangurs stelpna og stráka í
norsku og stærðfræði. Danskar
rannsóknir benda til, að kennarar
hafi bæði færri og rýrari vænt-
ingar til drengja.
Bíða drengir tjón af skóla-
göngu? Hin nýja „undirstétt“
Eftir Arnar
Sverrisson »Umhverfis okkur
fjölgar dapurlegum
niðurstöðum rannsókna
á drengjum í skóla.
Þroski þeirra er í upp-
námi. Fen er oft fótum
nær en hyggur.
Arnar
Sverrisson
Höfundur er ellilífeyrisþegi.
arnarsverrisson@gmail.com
Þegar sveitarfélög
og heilu landshlutarnir
koma kerfisbundið fyr-
ir rotnandi sorpi og
öðru sem til fellur í nú-
tímasamfélagi í urðun
verður til töluvert af
ýmsum varhugaverð-
um lofttegundum eins
og metani. Á heima-
síðu Sorpu kemur
fram að um þrjár millj-
ónir rúmmetra falli til árlega í Álfs-
nesi og verður það að teljast umtals-
vert magn. Hér er um mikil
verðmæti að ræða enda metan nýt-
anlegt sem eldsneyti í stað bensíns,
olíu og jafnvel rafmagns.
Í rúmt ár hef ég ekið bíl sem nýtir
metan. Bíllinn er svonefndur tvinn-
bíll sem ekur bæði á bensíni og met-
ani. Ef ég legg af stað frá höfuðborg-
arsvæðinu með báða eldsneytistanka
fulla, um 20 rúmmetra af metani og
um 50 lítra af bensíni, kemst ég vel
yfir 1.100 km án þess að þurfa að
taka nokkurs staðar eldsneyti. Á
metaninu kemst ég 350-380 km en
bensíninu rúmlega 800 km. Ef ég ek
rafmagnsbíl má ég reikna með að
þurfa að endurhlaða rafgeymana á
um það bil 250-300 km fresti, jafnvel
oftar, með tilheyrandi töfum, sem
mér kannski hentar ekki. Einhvern
veginn þykir mér kostir metansins
ekki hafa komið jafn vel fram og
kostir rafmagnsbílsins eru taldir
vera.
Þýska tímaritið Der Spiegel tók
þetta mál fyrir núna fyrir nokkru.
Fyrir þá sem lesa þýsku er hér
áhugavert að lesa grein um Skoda
Octavia er heitir G-Auto statt E-
Auto og finna má á þessari slóð:
https://www.spiegel.de/auto/
fahrberichte/
Metan og rafmagn er hvort
tveggja innlend orka, hvort á sinn
hátt. Metan er fylgifiskur nútíma-
neyslusamfélagsins þar sem umtals-
vert magn þessarar varhugaverðu
lofttegundar verður til við urðun úr-
gangs. Mér skilst að megninu af
þeim þremur milljónum rúmmetra
sem til verða í Álfsnesi sé brennt
sökum þess hve markaðurinn er lítill.
Nálægt 2.000 ökutæki á Íslandi
ganga fyrir metani og er það allt of
lítið, innan við 1% allra ökutækja.
En hvað er í veginum
fyrir að fleiri metanbílar
séu í umferð á Íslandi?
Meginástæðan er að í
dag eru einungis hægt
að kaupa metan á fimm
stöðum á öllu Íslandi;
fjórum afgreiðslu-
stöðum í Reykjavík og
einum á Akureyri. Þetta
er allt of lítið. Ekki er
einu sinni unnt að fá
metan afgreitt í Álfsnesi
eða nágrenni þess þar
sem það verður til og ætti að vera til-
tölulega einfalt og hagkvæmt að af-
henda það og fá tekjur fyrir. Það
þyrfti að vera á boðstólum miklu víð-
ar á landinu. Kannski lítil eftirspurn
eftir metanbílum sé vegna þessa
skorts á afhendingu metans.
Fyrir allmörgum árum var rætt
um að fjölga göngu- og hjólreiða-
stígum á höfuðborgarsvæðinu. Þá
bentu einhverjir stjórnmálamenn á
að engin ástæða væri til að fjölga
slíkum stígum vegna þess hve fáir
nýttu sér þá. En skýringin var auð-
vitað sú að stígarnir voru fáir og til-
tölulega fáir vissu af þeim. Aðrir
stjórnmálamenn áttuðu sig á þessu
og stígunum var fjölgað. Nú er öldin
önnur og á tímum COVID-19 eru
þessir stígar mjög margir og mikið
notaðir af gangandi, hjólandi og
skokkandi fólki.
Við þurfum að fjölga met-
anafgreiðslum verulega vítt og breitt
um Ísland og spara með því verð-
mætan gjaldeyri sem ella fer í inn-
flutt eldsneyti. Metan er eldsneyti
framtíðarinnar við hliðina á rafmagn-
inu. Tvinnbílar sem brenna metani
þurfa aðeins eina vél en rafmagns-
tvinnbílar þurfa að hafa tvær vélar:
rafmagnsvél og sprengihreyfil eins
og aðrir bílar.
Eftir Guðjón
Jensson
Guðjón Jensson
» Við þurfum að fjölga
metanafgreiðslum
verulega vítt og breitt
um Ísland og spara með
því verðmætan gjald-
eyri.
Höfundur er eldri borgari í
Mosfellsbæ og leiðsögumaður.
arnartangi43@gmail.com
Fjölgum metanbílum