Morgunblaðið - 28.10.2020, Page 25

Morgunblaðið - 28.10.2020, Page 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS Nýjasta Meistaraverk Christopher Nolan ★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ The Guardian The Times The Telegraph Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is MÖGNUÐ MYND SEM GAGNRÝNENDUR HLAÐA LOFI : ★★★★★ ★★★★★ ★★★★★ Roger Ebert.com San Fransisco Cronicle The Playlist 88% SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALISÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Það er mikilvægt fyrir allalistamenn að senda frá sérnýtt efni reglulega. Hvortsem listin er tónlist, mynd- list, leiklist, hreyfilist, kvikmynda- list eða hvur önnur list er það sköpunargáfan sem þannig fær út- rás og friður ríkir í sálinni á eftir. Ekki hentar öllum verkefnum að vinna þau í samvinnu við aðra, og þá er sérstaklega mikilvægt að geta gefið út tónlist sína stafrænt. Stór hópur fólks skapar á einhvern hátt en gefur alls ekkert út, sýnir ekki listsköpun sína, en Þórir Georg hef- ur verið duglegur að kýla bara á það og senda frá sér plötur með reglu- legu millibili, og stundum einvörð- ungu á stafrænu formi. Hann er reyndar einn þeirra sem líka eru í fjölmörgum böndum og gefur út í mismunandi formum eins og hljóð- snældum, hljómplötum og geisla- diskum, en í kófinu er langhent- ugast (og ódýrast) að gefa út tónlist beint á netinu og þar er bandcamp- vefurinn afar góður til síns brúks. Platan 36 kom út á 36 ára afmæli Þóris og inniheldur sex tilrauna- kennd en taktviss lög. Tónlistin er eiginlega blanda úr hinum og þess- um tónlistar- stefnum sem ættu í raun að vera ill- samþættan- legar en ein- hvern veginn tekst honum þó að sauma þetta saman svo útkoman er ambi- ent með takti og fuglasöng og popp- uðum melódíum og tölvuröddum. Það hljómar ævintýralega en er þó staðreynd. Mætti kalla þetta dans- vænt, pönkað og drungalegt ambi- ent-skotið tilraunapoppgoth? Það nær ekki einu sinni alveg utan um þessa plötu. Fuglasöngur spilar rullu hrein- leika og náttúru en tölvuraddir og harðir trommuheilar draga mann úr náttúrunni beint á malbikið. Laglín- ur og textar sem lýsa ástarþrá og tilfinningum þekkjast í popptónlist, en þessi plata er þó ekki poppuð eins og það meginstraumspopp sem oft heyrist í útvarpi. Það er slakandi að hlusta og hljómurinn er eins og í ambient-tónlist, ljúfar og dularfullar hljómborðsmottur og -línur, en að sama skapi eru lögin í popp-lengd sem er styttri en „hefðbundnari“ ambient-tónlist er. Það er eiginlega það pönkaðasta við 36 að maður er kominn í svaka flæði og gæti vel hugsað sér að eyða lengri tíma með hverju lagi, en þá er klippt eða lækkað og næsta lag tekur við. Mér finnst næstum eins og Þórir hafi reynt að gera eitthvað annað en bú- ast mátti við, en það er jú afskap- lega pönkað viðhorf að ögra smá og koma fólki þannig í opna skjöldu og á óvart. Fyrir mér, sem hef mikið hlustað á tilraunakennda tónlist af ýmsu tagi, er þetta samt fyrst og fremst ferskt og spennandi, og sérstaklega vegna þess að Þórir Georg hefur gert meira af því að semja sín verk á gítar, sem þarna er víðs fjarri. Platan vinnur á við hverja hlustun og maður heyrir eitthvað nýtt. Hún er auðmelt efni og erfitt, fallegt og ljótt. Lokalagið, „Just Because People Love“, minnir á eina af mín- um uppáhalds-gothsveitum allra tíma, dúettinn Dead Can Dance, og það er nú ekki leiðum að líkjast. Lagið er þó rétt tæpar fjórar mín- útur og mér finnst það alveg bjóða upp á fjórar mínútur í viðbót. Það er þó nákvæmlega svona sem lista- menn eru og eiga að vera: Alltaf að sýna nýja fleti á gömlum teningum. Eða eru það kannski gamlir fletir á nýjum teningum? Ég er bara ekki viss, en ég elska það! Gamlir fletir á nýjum teningum 36 Platan kom út á 36 ára afmæli Þóris og inniheldur tilraunakennd lög. Tilraunatónlist Þórir Georg – 36bbbbn Sex laga hljómplata Þóris Georgs. Gefin út 4. október 2020 á thorir- georg.bandcamp.com. Lög, textar, flutningur og hljóðvinnsla: Þórir Georg. RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR TÓNLIST Dansk-bandaríski leikarinn, hand- ritshöfundurinn og leikstjórinn Viggo Mortensen var glaðhlakka- legur á mánudag þegar kvikmynd hans Falling var frumsýnd í Kaup- mannahöfn. Er það fyrsta myndin sem hann bæði skrifar handritið að og leikstýrir, auk þess að fara með aðalhlutverk og er Sverrir Guðnason einnig í burðarhlutverki. Almennar sýningar hefjast á myndinni í Dan- mörku 4. nóvember en í henni segir af John nokkrum Peterson, samkyn- hneigðum manni sem býður öldr- uðum föður sínum að flytja inn til sín en faðirinn er íhaldssamur og hald- inn miklum fordómum í garð sam- kynhneigðra. Sverrir leikur föðurinn ungan að árum en aðrir helstu leik- arar eru Lance Henriksen, Laura Linney, Hannah Gross og leikstjór- inn David Cronenberg sem leik- stýrði Mortensen í History of Vio- lence. Kvikmyndin hefur hlotið blendnar viðtökur gagnrýnenda, allt frá mjög neikvæðri gagnrýni í Slashfilm yfir í afar jákvæða hjá Hollywood Report- er. Á vefnum Metacritic, sem tekur saman gagnrýni ýmissa fjölmiðla og vefsíðna, hlýtur myndin meðalein- kunnina 62 af 100 mögulegum en þó eru dómarnir aðeins átta, enn sem komið er. AFP Kátur Mortensen með veggspjald kvikmyndarinnar Falling í bakgrunni þar sem sjá má Sverri Guðnason og hinn barnunga leikara Grady McKenzie. Mortensen frumsýnir Falling í Danmörku Til stendur að gera kvikmynd um ævi grínist- ans og leikarans Richards Pryors og greinir kvik- myndavefurinn Deadline frá því að Kenya Barris hafi verið ráðinn leikstjóri mynd- arinnar. Verður þetta fyrsta kvik- myndin sem Barris leikstýrir en hann framleiðir einnig myndina ásamt fleirum. Í fréttinni segir að lengi hafi staðið til að gera kvik- mynd um Pryor sem lést árið 2005 og naut mikilla vinsælda á áttunda og níunda áratugnum. Kvikmynd um Pryor væntanleg Richard Pryor

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.