Morgunblaðið - 22.10.2020, Síða 6

Morgunblaðið - 22.10.2020, Síða 6
G engið hefur á ýmsu í íslensku efnahagslífi á þeim ellefu árum sem Creditinfo hefur veitt viður- kenningar fyrir Framúrskarandi fyrirtæki. Að sögn Brynju Baldursdóttur, framkvæmdastjóra Creditinfo, var hug- myndin með Framúrskarandi fyrirtækjum fyrst og fremst sú að búa til heilbrigðisvott- orð fyrir fyrirtæki sem hafa sýnt fram á styrk og stöðugleika í rekstri. „Það hefur aldrei verið markmið að verðlauna fyrirtæki fyrir gróða eða skammtíma uppgrip,“ segir Brynja. „Það er mikilvægt fyrir okkur sem samfélag að vita hvernig fyrirtækin í landinu standa og hvaða fyrirtæki það eru sem standa sig vel. Á þessum ellefu árum hefur vottunin fest sig í sessi og sannað sig sem staðfesting á góðum rekstri, sem markaður- inn tekur gilda. Það þýðir að fyrirtækin á listanum nota vottunina til að fá betri fyrir- greiðslu, bæði hér innanlands og utan. Það hefur kostað mikla vinnu að byggja upp traust á þessa vottun. Við skoðum fyrir- tækin á listanum mjög vel og greinum út frá mörgum mælikvörðum áður en listanum er lokað. Skilyrðin hafa sannað sig gegnum árin og við höfum unnið margar greiningar til að vera þess fullviss að þau endurspegli þau fyrirtæki sem eru raunverulega í úrvalsdeild í rekstri. Þetta er eina vottunin á Íslandi sem leggur að grundvelli þriggja ára árang- ur auk þess sem við notum lánshæfismatið sem grípur það ef nýlega er tekið að halla undan fæti, þ.e. eftir að síðasta ársreikningi var skilað. Nú þegar miklar áskoranir blasa við fyrir- tækjum er slík vottun mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Við sáum það í síðustu kreppu að þau fyrirtæki sem uppfylltu Framúrskarandi skilyrðin komu mun betur út úr henni en meðaltalið. Það þýðir ekki að öll fyrirtæki á listanum verði hólpin, því mið- ur, en þessi fyrirtæki hafa meira borð fyrir báru þegar á reynir.“ Hlutfallslega lítil fækkun Spurð að því hvort eitthvað hafi komið á óvart við vinnslu listans þetta árið segir Brynja að það hafi komið skemmtilega á óvart hvað fyrirtækjum fækkaði lítið á list- anum frá fyrra ári. „Áður en COVID-19- faraldurinn skall á var þegar orðið útlit fyrir að einhver samdráttur yrði í íslensku efna- hagslífi,“ segir Brynja. „Það kom því skemmtilega á óvart við vinnslu listans í ár að sjá að fækkun fyrirtækja á listanum var hlutfallslega lítil frá árinu áður þrátt fyrir það sem á undan hefur gengið og þrátt fyrir þær áskoranir sem íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir um þessar mundir. Einnig vakti það athygli okkar að ferða- þjónustufyrirtækjum fækkar á meðan fyr- irtækjum í byggingar- og mannvirkjagerð fjölgar. Áhrifin af falli Wow air koma ber- lega í ljós í ársreikningum ferðaþjónustufyr- irtækja fyrir árið 2019 auk þess sem ein- hverra áhrifa frá COVID-19-faraldrinum er þegar farið að gæta í rekstri þeirra. Þau ferðaþjónustufyrirtæki sem eftir standa á listanum eiga erfitt verk fyrir höndum næstu misseri en þau standa vissulega sterkari fót- um en flest önnur. Það er skemmtilegt að sjá þessa fjölgun byggingarfyrirtækja á listanum ár frá ári. Það ber vissulega vott um breyttar aðstæður í efnahagslífinu en einnig að það eru fleiri byggingarfyrirtæki sem standa stöðugum fótum og sýna ráðdeild í rekstri, sem eru mjög jákvæð merki. Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif innspýting stjórnvalda í innviðaverkefni mun hafa á þennan geira. Það má líka nefna það að það eru jákvæð teikn á lofti í kynjasamsetningu í stjórnum og framkvæmdastjórnum Framúrskarandi fyrirtækja. Hlutfall kvenna í stjórnum Fram- úrskarandi fyrirtækja jókst um eitt pró- sentustig frá fyrra ári í 25%, sem er örlítið hærra en meðaltal allra fyrirtækja, og hlut- fall kvenframkvæmdastjóra jókst úr 12% í 13%. Þetta hlutfall er auðvitað enn allt of lágt og við vonumst til að sjá að það haldi áfram að vaxa.“ Hitamælir á heilbrigði atvinnulífsins Framúrskarandi fyrirtækjum hefur fjölgað nokkuð frá því viðurkenningin var fyrst veitt. Spurð að því hvort þróun á fjölda Framúrskarandi fyrirtækja hafi eitthvað að segja um stöðu og horfur í hagkerfinu segir Brynja að líta megi á Framúrskarandi-vott- unina sem ákveðinn hitamæli á heilbrigði ís- lensks atvinnulífs. „Á þessum ellefu árum höfum við séð fjölda fyrirtækja sem uppfylla skilyrðin vaxa úr 178 árið 2010 upp í 842 í ár, sem endurspeglar efnahagsvöxtinn sem við höfum séð hér frá hruni og er auðvitað fagnaðarefni. Það hvað fyrirtækin á listanum eru orðin mörg skiptir gífurlega miklu máli, því þetta eru fyrirtækin sem eru líklegust til að kom- ast í gegnum kreppuna sem nú blasir við. Framúrskarandi fyrirtækjum hefur fækkað lítillega á milli ára og það gefur einhverja vísbendingu um að það hafi verið einhver kólnun í íslensku atvinnulífi óháð COVID. Sú staðreynd að fækkunin er hlutfallslega lítil er hins vegar gott merki um að íslenskt at- vinnulíf stendur sterkum fótum, sem skiptir máli í því áfalli sem COVID-19-faraldurinn er fyrir íslenskt efnahagslíf. Við gerum svo ráð fyrir talsverðri fækkun á listanum á næsta ári þegar áhrif Covid munu koma betur í ljós. Við munum vonandi sjá sem flest af þeim fyrirtækjum á listanum aftur innan nokkurra ára.“ Brynja bætir því við að líta megi á fyrir- tækin sem uppfylla skilyrðin sem þarf til að verða Framúrskarandi fyrirtæki sem bak- beinið í íslensku atvinnulífi. „Það skiptir máli að verðlauna fyrirtæki fyrir góðan árangur í rekstri, ekki bara fyrir eitt ár í einu heldur Úrvalsdeildin í rekstri Morgunblaðið/Eggert Brynja segir þau fyrirtæki fram- úrskarandi sem sýni fram á stöð- ugleika og ábyrgð í sínum rekstri.  SJÁ SÍÐU 8 6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.