Morgunblaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI Þ að er leitun að litríkari og líflegri verslunum en Garðheimum og það virðist engu máli skipta hvaða árstíð er: Alltaf má finna blómailm og áminningu um að gróskan er á næsta leiti. Þann- ig er það einnig í rekstri fyrirtækisins sem hefur frá upphafi verið í eigu sömu fjölskyldunnar þótt fyrir nokkrum árum hafi orðið þar kyn- slóðaskipti. „Við erum gamalt fjölskyldufyrirtæki og bygg- ist á ákvörðun foreldra minna sem þau tóku árið 1991 um að kaupa verslun Sölufélags garðyrkju- manna sem var til húsa á Smiðjuveginum í Kópa- vogi. Það var svo átta árum síðar sem þau færðu sig yfir Reykjanesbrautina og stofnuðu Garð- heima. Hér hefur fyrirtækið verið síðan.“ Með þessum orðum lýsir Kristín Helga Gísla- dóttir, framkvæmdastjóri og einn eigenda fyrir- tækisins, tilurð þess. Hún hefur alla tíð staðið í rekstrinum með foreldrum sínum og þekkir hann því frá a til ö. „Ég man í raun ekki eftir mér öðruvísi en fyrir aftan búðarborðið hjá þeim. Ég fékk líka snemma að axla ábyrgð og þegar þau fóru út eða í frí bar ég ábyrgð á rekstrinum á meðan. Það er því innan Garðheima sem ég hef fengið mína rekstrar- og stjórnunarreynslu.“ Systkinin standa vaktina saman Kristín bendir hins vegar á að hún ber ekki ein hitann og þungann af rekstrinum. „Það var fyrir á að giska fimm árum sem við systkinin tókum við rekstrinum af foreldrum okkar og erum nú aðaleigendur fyrirtæksins. Við vinnum öll hjá fyrirtækinu. Ég og bróðir minn höfum verið hér lengst en síðar bættust systur okkar tvær við.“ Stundum er því haldið fram að fyrirtæki fari halloka þegar önnur eða þriðja kynslóð taki við keflinu, ekki síst þegar fleiri en einn af nýjum stjórnendum koma úr sama ranni. Kristín segir það ekki reynslu þeirra. „Þótt ég sé framkvæmdastjóri þá erum við saman í þessu og við fundum að minnsta kosti einu sinni í viku til þess að fara yfir málin. Þetta hefur gengið vel og við höfum náð að snúa stöð- unni okkur í hag. Fyrirtækið hafði raunar alltaf gengið vel fram að hruni. Þá tóku við mjög krefj- andi tímar, ekki síst vegna gríðarlegrar hækk- unar húsaleigunnar en hún var til hálfs bundin gengi krónu gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Það hefur allt lagast mikið á síðustu árum og við komumst fyrir vind.“ Spurð út í góðan árangur fyrirtækisins á síð- ustu árum segir Kristín að það hafi reynst mikið lán hversu vel þeim hafi haldist á góðu starfsfólki. „Hjá okkur starfa að jafnaði um 60 manns og starfsaldurinn er hár. Og hér er hugsunin sú að við vinnum hlutina í góðu samstarfi. Það á við um allan starfsmannahópinn, rétt eins og okkur systkinin,“ segir hún í léttum dúr. Hagnaðurinn tvö- eða þrefaldast Kristín segir að kórónuveiran hafi breytt starf- seminni mikið og að þá hafi sannast mikilvægi þess að vera með stuttar boðleiðir innan fyrir- tækisins. „Það sem hefur verið einkennandi fyrir þetta ár og verið stærsta áskorunin er að maður þarf að vera mjög fljótur að taka ákvarðanir og frjór að finna nýjar lausnir til þess að leysa úr hlut- unum. Það tvennt hefur staðið upp úr á þessu ári. Við höfum stöðugt þurft að gera breytingar á því hvernig við gerum hlutina og hvað við leggjum áherslu á. Okkur hefur tekist það ótrúlega vel þótt ég segi sjálf frá.“ Hún tekur dæmi af fyrstu vikum faraldursins og að þá hafi strax verið tekin ákvörðun um að leggja stóraukinn þunga í heimasíðu fyrir- tækisins og vefverslun. „Við vorum komin í gang með þessa vinnu þegar faraldurinn kom yfir en við settum alla áherslu á að setja sem flestar vörur þangað inn. Við vorum á tímabili með fjóra til fimm starfs- menn á fullu í þeirri vöruskráningu en alla jafna er bara einn starfsmaður í því verkefni. Það hjálpaði okkur heilmikið við að halda dampi þeg- ar þetta var allt saman að fara úr skorðum í sam- félaginu.“ Hún segir að veltan hafi aukist talsvert í net- versluninni en að sveiflurnar á þeim vettvangi hafi verið töluvert miklar. „Hún var heilmikil í apríl en þegar ástandið batnaði þá minnkaði veltan aftur gegnum netið. Það eru mjög margar heimsóknir á vefsíðuna og okkar viðskiptavinir nota hana greinilega sér- staklega til þess að skoða vörur og bera saman en svo koma þeir til okkar og kaupa vöruna á gamla mátann. Oft koma þeir með myndir af vef- síðunum og segja okkur með því hvað þeir vilja kaupa. Þegar ástandið versnaði svo aftur í sept- ember þá jókst salan aftur mjög hratt gegnum netið.“ Spurð út í áhrif faraldursins á afkomuna segir Kristín að þau liggi ekki að fullu fyrir en flest bendi til þess að hagnaðurinn muni tvö- eða þre- faldast og að veltuaukningin liggi á bilinu 20-30 prósent. Meðal þess sem leynist í undraveröldinni á Stekkjarbakka er veitingahúsið Spíran sem nýt- ur mikilla vinsælda. Sú starfsemi er ekki beint á vegum Garðheima að sögn Kristínar. „Við rákum þetta veitingahús fyrst sjálf en við komumst að því að veitinga- og verslunarrekstur er mjög ólíkur í eðli sínu. Við fengum því Kokk- ana í hús sem leigja af okkur rýmið og það sam- starf hefur gengið mjög vel.“ Nýtt húsnæði á teikniborðinu Líkt og áður greinir lenti fyrirtækið í vanda vegna hárrar húsaleigu. Fyrir örfáum árum keyptu svo Hagar húsnæðið og beinast liggur við að spyrja af hverju Garðheimar hafi ekki tryggt sér húsnæðið til frambúðar með því að kaupa það. „Verðmiðinn var alltof hár. Það er búið að breyta aðalskipulagi þessarar lóðar og hér má byggja mikið íbúðarhúsnæði. Það eru þau rétt- indi sem sprengdu verðið upp en ekki húsnæðið sem slíkt. Við höfum hins vegar fengið vilyrði fyr- ir lóð í Álfabakka og við vonumst til þess að geta kynnt fyrstu uppdrætti að nýju húsnæði þar á næstu vikum.“ Kristín segir að flutningur starfseminnar geti falið í sér mikil tækifæri. Gert sé ráð fyrir að verslunin stækki um 2.000 fermetra og að hús- næðið með öllu verði um 7.000 fermetrar að stærð. „Við erum mjög spennt fyrir þessu verkefni og vonumst til þess að þetta verði komið í gagnið innan eins til tveggja ára. Við höfum verið með mjög góða arkitekta með okkur í þessu, bæði ís- lenska og svo hollenska ráðgjafa sem sérhæfa sig í hönnun húsnæðis undir starfsemi eins og okkar um allan heim. Við getum eiginlega ekki beðið eftir að geta kynnt þessar fyrirætlanir okkar,“ segir Kristín og ljóst að gróskan er ekki aðeins í blómapottunum í Garðheimum eða núverandi rekstri heldur einnig áætlunum framtíðarinnar. ses@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Mikil uppbygging í farvatninu Hjá Garðheimum starfa 60 manns á hverjum tíma og Kristín Helga segir starfsmannaveltuna lága. 575. sæti GARÐ- HEIMAR Meðalstórt 267. sæti Kristín Helga Gísladóttir Kristín Helga hefur kom- ið að rekstri Garðheima allt frá stofnun fyrir- tækisins árið 1999.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.