Morgunblaðið - 22.10.2020, Page 44

Morgunblaðið - 22.10.2020, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI Í slenska þjóðin eldist hratt og á sama tíma eykst þörfin fyrir stoð- og hjálp- artæki ýmiss konar sem auðveldað geta fólki daglegt líf. Það fyrirtæki sem er hvað atkvæðamest í þessum geira er Stoð í Trönuhrauni í Hafnarfirði, en félagið veitir þessum hópi og öðrum, ótrúlega fjölbreytta þjónustu. Eins og Ása Jóhannesdóttir fram- kvæmdastjóri útskýrir, þá er Stoð rótgróið fyrirtæki, upphaflega stofnað af stoðtækja- fræðingum árið 1982. Ása, sem tók við stjórnartaumum í félaginu í júní sl. af Elíasi Gunnarssyni, segir að viðskiptavinahópur Stoðar sé breiður. „Þetta er allt frá fólki sem er á fullu í sínum íþróttum, útivist og annarri heilsueflingu yfir í fólk sem þarf ráðgjöf við að koma sér af stað í hreyfingu, vill fá sér réttu skóna, þarf innlegg eða hlífar og slíkt. Okkar skjólstæðingar eru svo líka ein- staklingar sem sökum fötlunar eða hindrunar þurfa á stoð- og hjálpartækjum að halda. Við erum þjónustufyrirtæki á breiðu sviði heil- brigðisþjónustu.“ Vinna með Sjúkratryggingum Íslands Ása segir að Stoð vinni náið með Sjúkra- tryggingum Íslands, sem styrkja kaup á stoð- og hjálpartækjum fyrir marga af skjól- stæðingum fyrirtækisins. Stoð- og hjálpartæki eru margvísleg eins og Ása útskýrir. Þar er t.d. um að ræða spelkur, hjólastóla, göngugrindur og bað- hjálpartæki. „Stoð er líka framleiðslufyr- irtæki þar sem við sérsmíðum til dæmis spelkur, skó, gervilimi og sérmót fyrir fólk sem bundið er í hjólastól.“ Stoð hefur verið í eigu heilbrigðisfyrirtæk- isins Veritas síðan árið 2018. Undir hatti Veritas eru einnig lyfjaheildsalan Vistor, dreifinga- og innflutningsfyrirtækið Distica, sölu- og markaðsfyrirtækið Artasan og lækn- inga- og rannsóknarvörufyrirtækið MEDOR. Hjá því síðastnefnda starfaði Ása einmitt áð- ur en hún réð sig til starfa hjá Stoð. Ása segir að það hafi margvíslega kosti í för með sér að vera hluti af Veritas- samsteypunni, en með því nái Stoð að ein- beita sér enn betur að því sem mestu máli skiptir í rekstrinum. Ása segir að Stoð eigi sér bjarta framtíð. Í fyrirtækinu búi mikil þekking og innan veggja þess starfi ótal sérfræðingar, þar á meðal sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfi, stoðtækja- fræðingar og stoðtækjasmiðir. „Á þessu vilj- um við byggja og horfa til framtíðar. Þar sem öldruðum er að fjölga viljum við styðja þann hóp betur, þannig að fólk geti komið hingað og fengið ekki bara hjólastóla, heldur einnig aðrar vörur og þjónustu, eins og til dæmis sjúkrarúm fyrir heimili, og vörur eins og þvagleggi og stómapoka. Þangað erum við að fara.“ Vill bjóða heildrænni þjónustu Með nýjum framkvæmdastjóra koma nýj- ar áherslur. Hugmyndir Ásu miða að því að bjóða upp á heildrænni þjónustu í fyrir- tækinu en verið hefur. „Við viljum horfa á heilbrigði og heilbrigðislausnir í sinni víðustu mynd. Við bjóðum til dæmis upp á bækl- unarskó, en það væri gaman að bjóða líka upp á þjónustu fótaaðgerðafræðinga. Þá yrð- um við komin með „allt á einn stað“, og engin þörf fyrir fólk að fara annað.“ Fyrirtækið hefur vaxið jafnt og þétt á þeim tæpum 40 árum sem það hefur verið í rekstri. Fyrst um sinn voru einungis stoðtæki í boði, en síðar komu hjálpartækin til sögunnar. Í stuttu máli má lýsa muninum á stoð- og hjálpartækjum þannig að stoðtæki eru föst við líkamann, eins og gervilimir, en hjálp- artæki eru það ekki. Þar má nefna hjólastóla og göngugrindur. Eitt af því sem er mikilvægt til að stuðla að heilbrigði eru forvarnir, en þar haslaði Stoð sér völl fyrr á árinu þegar það tók yfir rekst- ur Flexor á Bíldshöfða. „Þar seljum við vörur eins og hlaupaskó, lífsstílsvörur ýmiss konar, æfingatæki, gönguskó og slíkt. Þá bjóðum við upp á göngugreiningu hjá sjúkraþjálfurum og íþróttafræðingum,“ segir Ása. Vilja kynna fyrirtækið betur Eitt af því sem verður liður í að auka tekjur fyrirtækisins er að sögn Ásu að kynna fyrirtækið betur á almennum markaði. Hún vill að almenningur viti að hjá Stoð sé hægt að fá margs konar stuðningsvörur, t.d. fyrir fólk sem hefur orðið fyrir hnjaski í útihlaup- um, golfi eða leikfimi. „Það er hluti af fram- tíðarstefnumótuninni, að gera vörumerkið sýnilegra.“ tobj@mbl.is Björt framtíð í stoðtækjageiranum 444. sæti STOÐ Meðalstórt 201. sæti Ása Jóhannesdóttir Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrirtæki sem hafa alltaf verið Framúrskarandi 63 fyrirtæki hafa alltaf verið Framúrskarandi 49 eru staðsett á höfuðborgar- svæðinu 8 á Norðurlandi eystra 2 á Austurlandi 1 á Norðurlandi vestra 1 á Suðurlandi, 1 á Suðurnesjum 1 á Vesturlandi 14% eru með konu sem fram- kvæmdastjóra Meðalaldur fyrirtækja 29 ár (miðgildi) 49 8 21 1 1 1 29 Meðalaldur framkvæmdastjóra 58 ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.