Morgunblaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 22.10.2020, Blaðsíða 82
82 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2020 VIÐSKIPTAMOGGINN FRAMÚRSKARANDI FYRIRTÆKI Þ að er ekki laust við að blaðamaður hafi orðið dálítið undrandi þegar Ivon Stefán Cilia, framkvæmda- stjóri arkitektastofunnar T.ark sagði að stofan yrði 80 ára gömul 1. desember nk. 80 ár eru langur tími, enda voru aðeins 10- 15 arkitektar á Íslandi árið 1940, þegar stofan var stofnuð, eins og Ivon útskýrir. „Arkitekt- arnir Gísli Halldórsson og Sigvaldi Thordar- son stofnuðu fyrirtækið árið 1940, þá nýkomn- ir frá námi í Danmörku. Þeir voru hluti Petsamoferðalanganna, sem komu með Esj- unni frá Danmörku eftir að Þjóðverjar höfðu hernumið Danmörku í síðari heimsstyrjöld- inni,“ segir Ivon. Hann segir að Sigvaldi hafi hætt hjá stof- unni sjö árum síðar vegna verkefnaskorts, en Gísli hafi haldið áfram allt til ársins 2000, þeg- ar hann varð 86 ára. „Hann var sextíu ár í brúnni,“ segir Ivon. Gísli lést árið 2012. Teiknistofunni var skipt upp árið 1947 vegna þeirrar kreppu sem ríkti í þjóðfélaginu en á þeim tíma gekk afar erfiðlega að fá leyfi til að byggja íbúðir. Gísli Halldórsson varð eini eig- andi stofunnar og starfsmaður. Kjartan Sig- urðsson, sem varð meðeigandi 1943, flutti til Danmerkur en Sigvaldi gerðist arkitekt hjá Sambandinu. Aðrir starfsmenn hurfu til ann- arra starfa. Gísli var eini eigandi Teiknistof- unnar allt fram til ársins 1957. Fjöldi þekktra verka Eftir Gísla, og T.ark arkitektastofuna, ligg- ur fjöldi vel þekktra verka, en margir þekkja til dæmis Laugardalshöllina, tollhúsið og lög- reglustöðina. Í seinni tíð hafa risið verk eins og Arion banki í Borgartúni, Höfðatorg Borgar- túni 21, Edition hótelið við hliðina á Hörpu, Skarðshlíðarskóli í Hafnarfirði, fjölbýlishús við Jaðarleiti 2-8 og íbúðarhús við Aldinmörk í Hveragerði, svo eitthvað sé nefnt. Ivon segir að nýir meðeigendur stofunnar hafi komið inn árið 1995, m.a. hann sjálfur og Ásgeir Ásgeirsson, og hafi tekið við rekstr- inum nokkrum árum síðar. Í dag eru fimm arkitektar í eigendahópnum, þau Halldór Ei- ríksson, Sverrir Ágústsson og Sigrún Guð- mundsdóttir auk Ivons og Ásgeirs. Ivon segir að hægt sé að líkja rekstri arki- tektastofu við harmonikku, sem þenjist út eða dragist saman eftir efnahagsástandinu í land- inu. „Við erum eins og kanarífuglinn í kola- námunni. Við erum fyrstu fyrirtækin sem finn- um fyrir verkefnaskorti í kreppu, en líka þau fyrstu sem rísa upp að henni lokinni.“ Ivon minnist síðustu kreppu, árið 2008, þeg- ar bankakerfið hrundi. „Þá urðu 60% arkitekta atvinnulaus á einni nóttu.“ Hann segir að í hruninu hafi 35 manns unnið á stofunni, auk þess sem fyrirtækið hafi rekið útibú í Kaupmannahöfn. „Kaupmannahafn- arútibúið var opnað því að á þessum tíma var skortur á starfsfólki og við urðum að leita út fyrir landsteinana. En eftir hrunið fækkaði okkur niður í 13-14 stöðugildi, og allir fóru í 60% vinnu. Þannig náðum við að halda þekk- ingunni innan fyrirtækisins.“ Íhaldssöm í rekstrinum Spurður að því hvernig stofan nái að laga sig að sveiflunum, segir Ivon að mikilvægt sé að hafa gott taumhald á rekstrinum öllum stund- um. „Við erum ekkert að eyða mikið um efni fram, erum íhaldssöm í rekstrinum og pössum upp á að eiga varasjóð þegar kreppir að. Þess- vegna erum við í hópi Framúskarandi fyrir- tækja, enda er þar gerð rík krafa um eigið fé, veltu og afkomu m.a.“ Ef Ivon ber saman stöðuna nú og árið 2008, segir hann að hún sé öðruvísi. Byggingamark- aðurinn sé áfram virkur. „Það er verið að hanna og byggja fjölbýli og íbúðir. Við vorum líka að vinna í hönnun á hótelum, og eitt þeirra er enn í byggingu, Marriott Editoin hótelið við Hörpu. Það er alltaf eitthvað að gera hjá okkur. Við er- um núna með um 20 starfsmenn,“ segir Ivon, og bætir við að í þessum geira sé erfitt að sjá lengra en þrjá mánuði fram í tímann hvað verk- efni varðar. „Það er því nauðsynlegt að vera á tánum hvað reksturinn varðar.“ Auk þess að hanna íbúðir og hótel, kemur stofan að hönnun á öllu frá gufuaflsvirkj- unum á Hellisheiði og Þeistareykjum, að end- urgerð skrifstofuhúsnæðis. „Við erum í öllu. Það er hitt og þetta í gangi.“ Verkefni arkitekta lifa áfram, þó svo að byggingar séu afhentar fullbúnar. Þegar kemur að viðhaldi eða endurbótum er gjarn- an leitað aftur til þeirrar stofu sem vann verkið í upphafi. „Það er heppilegra að leita til okkar en að fara til þriðja aðila. Við erum með öll gögn hjá okkur.“ Öll verkefni eru skemmtileg Spurður að því hvort að einhver verkefni séu skemmtilegri en önnur segir Ivon að öll verkefni séu skemmtileg, hvort sem það er 50 íbúða fjölbýlishús eða gufuaflsvirkjun. „Það er það sem arkitektar monta sig af, að geta sett sig inn í þankagang annarra, og áttað sig á hvað viðskiptavinurinn er að hugsa. Svo kom- um við því frá okkur á áþreifanlegu formi.“ Spurður um breytingar í geiranum á þeim tæpu fjörutíu árum síðan hann kom heim frá námi árið 1983, segir Ivon að það sé helst tölvutæknin. „Þá voru þetta bara pennar og blýantar, reglustikur og pappír. Nú er þetta alls konar tölvustudd hönnun.“ Hann segir að fagið sjálft, mannvirkin og byggingarmáti þeirra sé einnig að breytast hægt og rólega. „Nú eru hús nær öll klædd og einangruð að utan, sem þekktist varla þegar ég var að byrja. Þá er komin meiri fag- mennska í húsbyggingarnar.“ Spurður um tískustrauma á sviði bygging- arlistarinnar, segir Ivon að nú sé krafa um að byggja sífellt ódýrara og hagkvæmara. „Mitt álit er að það sé samt ekkert nýtt. Við höfum alltaf horft til þess að byggja með hag- kvæmum hætti. En nú eru t.d. að koma þessi hlutdeildarlán á markaðinn fyrir fyrstu kaup- endur íbúða, og þá eykst þessi þrýstingur. Annað sem er að verða meira og meira áber- andi eru þessar grænu lausnir, að byggja á umhverfisvænan hátt.“ Vantar greiningu á hagkvæmni Ivon segir það gott og blessað að auka kröf- ur um að byggja hagkvæmar íbúðir, en hann segir að greiningu vanti á hvað það þýði ná- kvæmlega. „Þýðir það að byggja eigi litla íbúð, eða eru gæði íbúðanna minni. Það vantar um- ræðu um þetta.“ Spurður að því hvort byggingarreglugerðin sé hér þröskuldur, segir Ivon að sú reglugerð sem sé í gildi í dag gefi meiri sveigjanleika en til dæmis sú sem var í gildi til ársins 2012. „Það eru miklu minni kröfur í núverandi reglu- gerð. Nú þarf til dæmis ekki að hafa geymslu- herbergi með íbúð. Þá er búið að afnema allar takmarkanir á stærð herbergja. T.d. mega íbúðarherbergi núna vera minni en átta fer- metrar, en það var áður lágmarksstærð skv. eldri reglugerð.“ Eins og aðrar góðar arkitektastofur tekur T.ark reglulega þátt í samkeppnum. „Við lent- um nú nýverið í öðru sæti í hugmynda- samkeppni um skipulag á lóð Náttúrulækn- ingafélagsins í Hveragerði,“ segir Ivon. T.ark hefur að sögn Ivons oftar en ekki gengið vel í samkeppnum og komist í verð- launasæti í um 70% af þeim 22 opnu sam- keppnum sem stofan hefur tekið þátt í á síð- ustu 10 árum. Það minnkar fórnarkostnaðinn að sögn Ivons og ber stofunni og starfsfólki hennar frábært vitni. „Svona samkeppni tekur hverja stofu um 500-800 klukkustundir. Ef þátttakendur eru kannski 20-30, má gróft reikna út að tólf þúsund klukkutímar fari í eitt samkeppnisverk, eða tíu ársverk, þar sem arkitektar eru að gefa vinnu sína. Þetta er gríðarlegt vinnuframlag. Ég sæi lögfræðinga til dæmis eða aðrar stéttir, gefa vinnu sína með þessu hætti,“ segir Ivon og brosir. „En þetta er bara veruleikinn sem við lifum við og tökum því eins og hverju öðru hundsbiti.“ Að lokum segir Ivon að stefnt sé á að halda upp á 80 ára afmælið í byrjun desember, en það verði þó gert með óhefðbundnu sniði vegna faraldursins. tobj@mbl.is Morgunblaðið/Eggert 583. sæti T.ARK ARKITEKTAR Meðalstórt 272. sæti Ivon Stefán Cilia Mynd/T.ark arkitektar Ivon segir að öll verkefni séu skemmtileg, hvort sem það er 50 íbúða fjölbýlishús eða gufuafls- virkjun. „Það er það sem arkitektar monta sig af, að geta sett sig inn í þankagang annarra, og áttað sig á hvað viðskiptavinurinn er að hugsa. Svo komum við því frá okkur á áþreifanlegu formi.“ Í verðlaunasæti í 70% tilvika Tillaga T.ark að skipulagi á lóð Náttúrulækningafélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.