Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Blaðsíða 2
Hver er maðurinn?
Ég heitir Lárus Blöndal og á mér hliðarsjálfið
Lalla töframann sem er ógeðslega skemmtilegur
gaur. Ég var að vinna í Borgarleikhúsinu í átta ár
en hætti og fór að vinna eingöngu sem Lalli töframað-
ur. Ég hef verið með puttana í töfrabrögðum síðan ég
var lítill strákur og ætlaði mér alltaf að verða töframaður.
Nú heitir sýningin Lalli og töframaðurinn. Er
þetta einn og sami maður?
Já sko, Lalli er hliðarsjálfið og svo kem ég líka fram sem allt
önnur útgáfa sem er þá Lalli töframaður. Lalli og Lalli
töframaður eru leiknir af sama Lallanum, mér.
Segðu mér frá sýningunni?
Hún hefur verið tvö ár í vinnslu og átti að fara á fjalirnar í
vor en var frestað vegna Covid. Hún varð í grunninn bara
skemmtilegri, þannig að það var lán í óláni að henni var frest-
að. Þetta er sýning sem allir hafa gaman af, börn og fullorðnir.
Það er hægt að kúpla sig út í klukkutíma og hafa svolítið gaman.
Hvernig hefur gengið að vinna sem skemmti-
kraftur á Covid-tímum?
Það er ekki alveg nóg að gera en ég er í alls konar. Ég dey
ekki ráðalaus; bjó til leikritið og líka jólaplötu, en ég er mikill
jólamaður. Ég verð með jólatónleika í nóvember, með góð-
um gestum og jólatöfrum. Ég er búinn að vera að undirbúa
jólin síðan í janúar.
Er rétt að þú sért með jólahúðflúr?
Já, ég er með húðflúr af jólatré, af Mikka mús með jóla-
krans og af snjókarli með jólasveinahúfu. Fólk segir oft,
það eru ekki alltaf jólin. En ég segi, jú! Það eru alltaf jól
hjá mér.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
LÁRUS BLÖNDAL GUÐJÓNSSON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Leik Lalla
og Lalla
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2020
Jæja, þá er endaspretturinn hafinn hjá þeim félögum Æðsta-Trumpi og Jóaúr Bót, sem báðir vilja verða næsti landshöfðingi vestur í Ammríku. Mennþurfa ekki að vera spámannslega vaxnir til að átta sig á því að á ýmsu á eftir
að ganga uns yfir lýkur. Ljúki þessu kapphlaupi þá nokkurn tíma.
Svo við höldum okkur á frjálsíþróttavellinum þá minnir slagur þeirra félaga
um margt meira á stangarstökk en langhlaup – enda þótt flautað hafi verið til
leiks fyrir meira en ári. Einhverjir myndu segja fjórum árum. Hver myndi ekki
gefa annan fótinn fyrir að sjá Æðsta-Trump í stangarstökki? Eða þá Jóa úr
Bót. Það yrði tilkomumikil sjón.
En alla vega. Taktík þeirra félaga í
þessari tvísýnu keppni er gjörólík.
Æðsti-Trumpur byrjaði með rána í
hálfum metra og hefur farið yfir allar
hæðir síðan þrisvar (enda þótt hann
þurfi bara að gera það einu sinni) til að
vera öruggur um að allir á leikvang-
inum og heima í stofu hafi séð hann. Jói
hefur á hinn bóginn beðið átekta, eins
og þeir sigurstranglegustu gera gjarn-
an í stangarstökki, og ætla má að byrj-
unarhæð hans verði sex metrar. Sú tak-
tík getur verið tvíbent vopn.
Annaðhvort stendur Jói undir væntingum áhangenda sinna og þjálfara og vipp-
ar sér óþreyttur yfir eða hann fellir byrjunarhæðina í þrígang – ískaldur. Það
hefur komið fyrir bestu menn í sögunni. Spyrjið bara Sergei Bubka! Þess utan
ætti Jói að hafa í huga að Æðsti-Trumpur virðist ekki búa yfir þeim eiginleika
að þreytast; hann stekkur bara og stekkur, dag sem dimma nátt. Og lætur sér í
léttu rúmi liggja þótt aðferðin sé ekki alltaf hefðbundin eða tignarleg.
Talandi um tignarleika þá blöskraði mörgum munnsöfnuður þeirra félaga á
blaðamannfundi fyrir mótið sem haldinn var í vikunni. Hermt er að meira að
segja Mike Tyson hafi roðnað í vöngum heima í stofu. Margir hafa í framhald-
inu velt fyrir sér hvað sé til ráða, framkoma af þessu tagi sæmi ekki virðulegri
þjóð sem vilji ganga fram með góðu fordæmi í þessum heimi.
Hvernig væri að senda eins og einn fulltrúa úr bæjarstjórn Akureyrar vest-
ur til að kenna þeim félögum almenna mannsiði? Ég meina, þar eru allir vinir,
þvert á alla flokka og gamlan pólitískan ágreining. Gunnar Gíslason, oddviti
Sjálfstæðisflokksins, kenndi mér í gamla daga og ég hef því reynt á eigin skinni
að hann er ekki aðeins úrræðagóður og mannasættir hinn mesti heldur er hann
líka með okkar skemmtilegustu mönnum. Nái hann ekki hundinum úr Æðsta-
Trumpi og Jóa úr Bót gerir það ekki nokkur maður.
Í gær bárust þær fréttir að Bandaríkjaforseti og eiginkona hans væru með
kórónuveiruna. Eru þeim sendar góðar kveðjur og óskað skjóts bata.
Af Æðsta-Trumpi
og Jóa úr Bót
Pistill
Orri Páll
Ormarsson
orri@mbl.is
’Þess utan ætti Jói aðhafa í huga að Æðsti-Trumpur virðistekki búa yfir þeim
eiginleika að þreytast.
Magnús Kolbeinn Eiríksson
Blár. Hann hefur alltaf einhvern
veginn kallað til mín.
SPURNING
DAGSINS
Hver er
uppáhalds
liturinn
þinn?
Helena Guttormsdóttir
Blár. Ég elska bláa tóna í
náttúrunni.
Patrekur Máni Guðlaugsson
Bleikur. Mér finnst hann mjög
skemmtilegur litur.
Eva Ólafsdóttir
Blár. Alltaf verið blár.
Ritstjóri
Davíð Oddsson
Ritstjóri og
framkvæmdastjóri
Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri
og umsjón
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Kristinn Magnússon
Sýningin Lalli og töframaðurinn verður sýnd í Tjarnar-
bíói alla sunnudaga í október, klukkan 13, og fást mið-
ar á tix.is. Lesa má allt um Lalla á toframadur.is.
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum máliðSláum nýjan
tón í Hörpu
Við óskum bæði eftir áhugasömum
rekstraraðilum og hugmyndum
einstaklinga að skemmtilegum
nýjungum á neðri hæðum í Hörpu
Nánar á harpa.is/nyr-tonn
.