Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Síða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2020, Síða 24
Sláum nýjan tón í Hörpu er yfir-skrift nýrrar herferðar enauglýst hefur verið eftir fersk- um hugmyndum og nýjum rekstr- araðilum í Hörpu. Svanhildur Kon- ráðsdóttir, forstjóri Hörpu, er mjög spennt fyrir komandi tímum. Svan- hildur segist hafa sett stefnumótun á oddinn þegar hún tók við starfi for- stjórans fyrir þremur árum og er nú sú vinna að skila sér í aðgerðaáætlun. „Við hófum þessa vinnu vorið 2018 og beittum svokallaðri Design Think- ing-aðferðafræði. Liður í henni er að skilgreina hverjir eru helstu notend- ur hússins, sem við köllum erkitýpur. Þráðurinn í þessu er að gera Hörpu notendavænni og setja upplifun gesta í öndvegi,“ segir Svanhildur og hún segir þau hafa starfað og fundað með fólki úr ýmsum áttum til þess að móta nýju stefnuna. „Við hittum tónleikahaldara, lista- menn, ráðstefnuhaldara, fulltrúa þeirra sem eiga heimilisfesti í Hörpu, sem eru Sinfó, Íslenska óperan og Stórsveit Reykjavíkur, og svo fjöldann allan af fólki úr öllum áttum. Og nú er komin skýr framtíðarsýn og skýrar stefnumarkandi áherslur. Harpa á ávallt að vera á heims- mælikvarða og erum við í samkeppni við önnur sambærileg hús erlendis. Okkar hlutverk er að fjölga mögu- leikunum og búa til ný tækifæri.“ Hugsað til framtíðar „Við verðum tíu ára á næsta ári og erum einbeitt í því að vera síung en um leið sígild. Þess vegna erum við núna að kalla eftir ferskum hug- myndum og nýjum rekstraraðilum og það er mjög mikilvægur partur af þessari nýju stefnumótum,“ segir Svanhildur og segir hugmyndina vera að hugsa þjónustu og upplifun upp á nýtt, meðal annars í þeim rým- um sem eru á fyrstu hæðinni. „Við viljum skipuleggja út frá not- andanum og upplifuninni og erum við að hugsa til næstu tíu ára. Eins og allir vita hafa áskoranirnar verið all- nokkrar á þessum fyrsta áratugi í rekstri hússins, en nú erum við að hugsa til framtíðar. Hvernig við get- um verið enn sterkari í alþjóðlegri samkeppni og hvernig Harpa ætlar að rækja hlutverk sitt enn betur við að skapa verðmæti fyrir samfélagið. Við viljum vera með þjónustu hér á jarðhæð sem laðar til sín fólk óháð viðburðahaldinu sem er auðvitað mjög umfangsmikið. Ekki aðeins er- lenda ferðamenn, heldur ekki síður heimamenn sem sjá ástæðu til að sækja húsið heim í dagsins önn. Hug- myndin er að öll starfsemi styðji við kjarnahlutverk hússins; að vera menningarmiðstöð og tónlistar- og ráðstefnuhús á heimsmælikvarða í miðborg Reykjavíkur. Þjónustan á jarðhæð þarf að vera segull í sjálfu sér,“ segir Svanhildur og bætir við að einnig sé lögð áhersla á að auka staf- ræna þjónustu og lifandi miðlun. Hugmyndum rignir inn Nú er fyrsta hæðin erfitt rými og mikill geimur. Hvernig sjáið þið þetta fyrir ykkur? „Við erum með nokkuð opið plan í því. Það er alveg klárt að við umbylt- um ekki frábærum arkitektúr húss- ins og okkur eru skorður settar vegna þess. Í okkar stefnumótun höf- um við verið að skoða hvaða þjónustu erkitýpur hússins vilja fá og einnig hvaða tækifæri við erum ekki að nýta. Við höfum sett niður grunnplan en viljum ekki fullvinna það fyrr en við erum búin að fá inn frekari hug- myndir,“ segir Svanhildur og segir kallið eftir hugmyndum vera tvíþætt. „Annars vegar viljum við fá hug- myndir frá almenningi og velunn- urum hússins, um hvað það er sem þeir vilja sjá. Viðbrögðin hafa verið mjög góð og eru úr öllum áttum. Það eru þegar komnar ótrúlega margar og skemmtilegar hugmyndir! Hins vegar viljum við fá hugmyndir frá rekstraraðilum sem vilja sjá sinn rekstur í Hörpu. Við vildum opna á þetta samtal áður en við færum að hanna endanlegar breytingar. Við sjáum fyrir okkur að þetta verði sterk og heillandi heild, og erum þar ekki aðeins að tala um jarðhæðina, heldur líka hæðir þar fyrir neðan og önnur rými sem kannski fáir þekkja,“ segir Svanhildur og hún segist sjá fyrir sér veitingastaði, verslanir og jafnvel smærri sýningar- og upplif- unarrými sem opna á möguleika á ýmsum uppákomum. Tala til heimamanna Aðspurð þvertekur Svanhildur fyrir að þarna verði lundabúðir í röðum. „Þótt erlendu gestirnir séu kær- komnir þá viljum við höfða enn betur til heimamanna. Okkur þætti frábært að þeir kæmu í Hörpu bara til „að hanga“ ef svo má að orði komast. Hér í grennd er að byggjast upp líflegt umhverfi, Edition Reykjavík-hótelið og Landsbankinn, verslunarkjarni og íbúðir sem mun allt tengjast Hörpu. Þarna myndast algjörlega ný tæki- færi sem verður ótrúlega spennandi að nýta.“ Nú er skollin á kreppa. Hafa nýir rekstraraðilar efni á leigunni? Snýst þetta ekki allt um peninga? „Vissulega má segja það til skemmri tíma og við hugsuðum mjög vandlega hvort þetta væri rétti tím- inn í miðri Covid-kreppu til að kalla eftir bæði hugmyndum og samstarfs- aðilum. En ég hef mjög sterka sann- færingu fyrir því að þetta sé einmitt rétti tíminn, því þetta ástand mun taka enda. Harpa er heldur ekki að fara neitt og við erum að horfa á eitt fjölsóttasta hús landsins til næstu tíu ára. Hér hafa verið 1.200-1.400 við- burðir á ári og gestakomur um tvær milljónir á ári. Þannig að möguleik- arnir eru óþrjótandi. Ég býst ekki við að fólk geti opnað hér eftir mánuð, en er að horfa til þess að snemma á næsta ári eða næsta vor verði komin ný og fersk mynd á afmælisbarnið,“ segir Svanhildur. „Liður í því að höfða til fjöl- breyttra hópa er metnaðarfull fjöl- skyldudagskrá á vegum Hörpu og samstarfsaðila. Nú erum við að rúlla dagskránni aftur af stað en hún inni- heldur tónleika, leiksýningar, sér- stakar skoðunarferðir fyrir börn og einnig uppákomur sem þau geta sjálf tekið þátt í. Hér verður skemmtileg dagskrá fyrir fjölskyldur allar helgar fram að jólum.“ Samfélagsleg áhrif Hörpu Nú kvarta margir tónlistarmenn yfir of hárri leigu, er það eitthvað sem þarf að breyta til þess að bæta í flór- una? „Nú er það þannig að það er ótrú- lega fjölbreytt flóra tónlistar sem flutt er í Hörpu. Í fyrra voru haldnir sjö hundruð listviðburðir og þar af var Sinfó, sem er stærsti einstaki tónleikahaldarinn, með 108 tónleika, þannig að fjölbreytnin er mikil. Harpa á að vera hvort tveggja í senn heimavöllur fyrir íslenska tónlist og heimssvið fyrir alþjóðlega strauma. En auðvitað þekki ég þessa umræðu. Leigan í Hörpu er reyndar miklu lægri en í sambærilegum húsum víða erlendis en Harpa er sannarlega dýr- ust af tónleikahúsum á Íslandi enda með bestu aðstöðuna. Harpa á ekki að undirbjóða aðra á markaði en auð- vitað gerum við allt sem í okkar valdi stendur til þess að mæta þörfum tón- listarfólks og tryggja sem mesta breidd,“ segir Svanhildur og nefnir að salir Hörpu séu mjög vel nýttir. „Varðandi yngra fólk og grasrót þá hafa verið gerðar atrennur í gegnum tíðina að því að vera til að mynda með tónleikaraðir sem lyfta þessum hóp- um tónlistarfólks og ég myndi vilja endurvekja það í nýrri mynd. Ég hef meðal annars rætt við rektor Listaháskólans á þessum nótum og það er gagnkvæmur áhugi fyrir hendi að við vinnum meira saman. Við höfum einnig kallað eftir sam- starfi við Tónlistarborgina Reykja- vík, en svo kom Covid og setti ansi margt á bið. En þetta er mikilvægur hluti af aðgerðaáætlun Hörpu sem við munum virkja betur þegar við er- um komin í gegnum þessa tíma,“ seg- ir hún. „Mér finnst svo mikilvægt að undirstrika að hlutverk Hörpu er að skapa verðmæti, og þá ekki eingöngu þau sem mæld eru í krónum og aur- um. Harpa er að mínum dómi svo mikilvæg fyrir samfélagið. Áherslan á menningarlegu, efnahagslegu og samfélagslegu verðmætin sem verða til í þessu húsi alla daga er það sem ég brenn fyrir og við ætlum sannar- lega að hámarka þau á næstu árum.“ Síung og sígild Harpa Harpa á tíu ára afmæli á næsta ári og af því til- efni er ætlunin að slá nýjan tón og auka enn á fjölbreytni starfsemi hússins. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, er með skýra framtíðarsýn og segir að Harpa muni verða enn betri með árunum. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is „Við verðum tíu ára á næsta ári og erum einbeitt í því að vera síung en um leið sígild,“ segir Svanhildur Konráðs- dóttir, forstjóri Hörpu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2020 LÍFSSTÍLL ... stærsti uppskriftarvefur landsins!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.