Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Page 8
VIÐTAL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.10. 2020
Í
raun má fullyrða að þjóðkirkjan eins og
við þekkjum hana sé ekki til lengur. Það
ríkir þöggun og ótti innan kirkjunnar og
allt ber að sama brunni; kirkjustjórnin
vill hafa alræðisvald yfir prestum og
sóknum og frelsi boðunar er alvarlega ógnað.
Því getum við ekki unað.“
Þetta eru stór orð en séra Óskar Ingi Inga-
son, sóknarprestur í Ólafsvíkur- og Ingjalds-
hólsprestakalli, stendur við þau. Hann segir
hratt hafa sigið á ógæfuhliðina hjá kirkjunni á
síðustu árum og getur ekki lengur orða bundist.
Þungt hljóð er í presti þegar við setjumst niður
á heimili hans í Ólafsvík á þessum annars milda
og fallega haustmorgni.
„Ég hef í raun þagað alltof lengi af ótta við að
einhver skömm kæmi til með að falla á kirkjuna.
Ég tek því skýrt fram að ég er ekki að gagnrýna
kirkjuna sem slíka, heldur stjórn hennar. Okkur
ber að lýsa upp það sem er í myrkrinu og ef ein-
hver stofnun í samfélaginu á að þola að ljósinu
sé beint að henni þá er það kirkjan. Þess vegna
stíg ég fram sem uppljóstrari.“
– Hvernig heldurðu að því verði tekið?
„Vel af þeim sem horfa á málið úr sömu átt og
ég, það er prestum og sóknarnefndum. Kirkju-
stjórnin mun á hinn bóginn taka þessu illa. Ég
veit hvernig hún tekur á mönnum sem stinga á
kýli. Þess utan hefur kirkjustjórnin engan
áhuga á því að vernda sitt starfsfólk, eins og
dæmin sanna.“
Tómlæti og sinnuleysi
Óskar Ingi segir framkomu kirkjustjórnarinnar
einkennast af tómlæti og sinnuleysi í garð
presta sem sé algjört. „Við skiptum engu ein-
asta máli og engin ástæða til að hafa samráð við
okkur eða sóknirnar. Réttindi okkar eru að
engu höfð, ef það hentar. Það er engin leið að
skilja þessa framkomu öðruvísi. Er undarlegt
að þetta ástand ræni mann gleðinni?“
Hann segir ástandið innan kirkjunnar með
þeim hætti að dregið hafi mjög af fleiri prestum
og sóknarnefndarfólki. „Nýlega sagði sóknar-
nefndarformaður á héraðsfundi Vesturlandspró-
fastsdæmis að væri hann ekki svona trúaður
væri hann löngu búinn að segja sig úr þjóðkirkj-
unni. Þögn fundargesta í kjölfarið sagði mér að
margir hefðu íhugað það sama. Sjálfur hef ég
misst marga góða sóknarnefndarmenn gegnum
árin vegna þess að þeir hafa gefist upp á þessum
vinnubrögðum kirkjustjórnarinnar. Sömu sögu
er að segja víða um land. Vandinn er í grunninn
þríþættur: Heimamenn skipta engu máli, ekkert
samtal fer fram og ekki er hlustað á rök og ein-
ræðistilburðir hafðir í frammi og það með sjálft
fjöreggið, kirkjuna. Ég er ekki einn um þessa
skoðun, ég hef talað við marga sem eru mér
sammála, bæði presta og fólk í sóknarnefndum.
Ég hef heyrt menn spyrja hvort söfnuðir geti
sagt sig úr þjóðkirkjunni og veit til þess að einn
burðugur söfnuður hið minnsta hefur rætt það
mál alvarlega og skoðað að starfa sem fríkirkja.“
Ein birtingarmynd þessa tómlætis eru afleys-
ingar presta, að sögn Óskars Inga. Sjálfsagt
þyki að þeir leysi nágrannapresta af án þess að
þiggja fyrir það greiðslu, þó að það brjóti á rétt-
indum presta.
„Þegar ég fór í veikindafrí í janúar fékk sá
sem leysti mig af engar aukagreiðslur. Lög og
réttindi skipta engu máli.“
Bíða eftir að komast á aldur
Hann bendir einnig á að mæting á síðustu
prestastefnu hafi verið óvenju dræm sem kall-
aði á bréf frá biskupi, þar sem prestum var bent
á að þeim bæri skylda til að mæta.
– Hvernig stóð á þessu?
„Ætli helsta skýringin sé ekki áhugaleysi og
uppgjöf. Menn vita að engu tauti verður við
kirkjustjórnina komið. Sjálfur hef ég hitt presta
sem segja að þeir treysti sér ekki til að ræða
kirkjustjórnina vegna heilsu sinnar. Þannig að
þetta ástand er farið að hafa bein áhrif á heilsu
presta; þeir eru komnir með kulnunareinkenni
og fleiri kvilla. Sumir segjast bíða jafnvel eftir
að komast á aldur til þess að geta sagt sig úr
þjóðkirkjunni, telja dagana. Það er ekki vegna
þess að þeir unna ekki söfnuðum sínum, heldur
út af kirkjustjórninni. Eins og ég sé það þá er
þetta að brjóta kirkjuna niður að innan – og það
hrynur hratt af henni.“
Að þessu sögðu bendir Óskar Ingi á að frá-
bært starf sé unnið í söfnuðunum vítt og breitt
um landið og flestum prestum líði vel í sínu nær-
umhverfi. „Grasrótin er að gera sitt besta en
það er hart að henni sótt.“
Óskar Ingi tekur skýrt fram að með gagnrýni
sinni sé hann ekki að ráðast á persónur, heldur
kirkjustjórnina sem heild, það er kirkjuþing,
kirkjuráð, biskupafund og Biskupsstofu. „Gagn-
rýni mín nær til þessara aðila. Þarna er margt
prýðisgott fólk að finna og ég er ekki að tala um
persónurnar, heldur verkin,“ segir hann.
Hann kveðst vera búinn að gefast upp á
kirkjuþingi, eftir að hafa setið þar; engum til-
gangi þjóni að berjast við vindmyllur á þeim
vettvangi. Það hafi aðeins slæm áhrif á sálar-
lífið. „Mín reynsla er sú að menn geri það sem
þeim þóknast. Þeir segjast að vísu ekki gera það
lengur en verkin segja aðra sögu. Í því sam-
bandi nægir að nefna mál séra Úrsúlu Árna-
dóttur, sem kærði biskup vegna skipunar í emb-
ætti og hafði betur. Í því máli lá alltaf fyrir að
reglur sem kirkjuþing setti stönguðust á við lög
og vitað að biskup myndi lenda í vandræðum út
af þeim. Það kemur skýrt fram í greinargerð að
reglurnar voru settar til að koma í veg fyrir að
biskup fái á sig sífelldar kærur vegna brota en
velja á prest eftir hæfni og jafnréttislögum. Það
voru sem sagt beinlínis settar starfsreglur sem
stangast á við lög til að koma í veg fyrir að
prestar geti sótt rétt sinn þegar brotið er á
þeim. Vitandi betur setti kirkjuþing samt regl-
urnar. Fyrir vikið má draga ráðningu flestra
presta undanfarin ár í efa. Menn hafa til dæmis
verið færðir til án auglýsingar, sem er heimilt til
eins árs en ekki lengri tíma. Við sameiningar
prestakalla, þar sem áður voru nokkrir sókn-
arprestar en nú aðeins einn sóknarprestur og
nokkrir prestar, er augljóslega um ný embætti
að ræða, en samt eru prestar fluttir í þau emb-
ætti án lagastoðar til fimm ára eða ótímabundið.
Þegar spurt er um lagastoðina hefur lögfræð-
ingur á vegum kirkjunnar svarað: „Hver ætlar
að gera ágreining, ætlar þú að gera ágreining?“
Ekki verður annað séð en að menn séu vísvit-
andi að brjóta lög og reglur. Kirkjan hefur tap-
að mörgum kærumálum á síðustu árum og
misserum en samt þarf enginn að sæta ábyrgð
og ekki breyta vinnulagi.“
Alþingi tryggi lýðræði
Óskar Ingi bendir á, að nú síðast hafi kirkjuþing
samþykkt að vísa til Alþingis nýjum drögum að
„Ég hef í raun þagað alltof lengi af ótta við að einhver skömm kæmi til
með að falla á kirkjuna. Ég tek því skýrt fram að ég er ekki að gagnrýna
kirkjuna sem slíka, heldur stjórn hennar. Okkur ber að lýsa upp það
sem er í myrkrinu og ef einhver stofnun í samfélaginu á að þola að ljós-
inu sé beint að henni þá er það kirkjan,“ segir sr. Óskar Ingi Ingason.
Morgunblaðið/Orri Páll
Endurheimtum kirkjuna okkar!
Prestskapur er hans köllun en eftir 25 ár í starfi treystir séra Óskar Ingi Ingason, sóknarprestur í Ólafsvík, sér ekki til
að halda áfram nema róttækar breytingar verði gerðar á verklagi kirkjustjórnarinnar sem hann segir einkennast af
samráðsleysi og einræðistilburðum. „Þess vegna stíg ég fram sem uppljóstrari.“
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
’Við skiptum engu einastamáli og engin ástæða til aðhafa samráð við okkur eða sókn-irnar. Réttindi okkar eru að engu
höfð, ef það hentar. Það er engin
leið að skilja þessa framkomu
öðruvísi. Er undarlegt að þetta
ástand ræni mann gleðinni?