Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Qupperneq 14
Innilokuð ungmenni Óvenjumörg börn og unglingar hafa þurft að fara í sóttkví eða einangrun á síðustu vikum. Morgunblaðið bankaði upp á hjá innilokuðum ungmennum. Myndir og texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is KÓRÓNUVEIRAN 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.10. 2020 Á Seltjarnarnesi býr sex manna fjölskylda ogeru þrjú smituð í einangrun og þrjú heima ísóttkví. Daníel Þór Þórsson, tíu ára, og Sara Bryndís Þórsdóttir, 22 ára, eru í sóttkví með móður sinni, Maríu Björk Óskarsdóttur, á meðan faðir þeirra, Þór Sigurgeirsson, og tvær systur eru smituð og í einangrun í sveit, en þær eru í viðtali á næstu síðu. María segir síðustu vikur hafi verið í meira lagi krefjandi og segir þau ólýsanlega þakklát vinum og vandamönnum, því án þeirra hefðu þau ekki komist í gegnum þessa erfiðu tíma. Þið sluppuð við að smitast en lendið í heljarinnar sóttkví! „Já, nítján daga sóttkví. Við komumst í gegnum þrjá smitaða í fjölskyldunni, án þess að smitast, en þau greindust öll á mismunandi tímum,“ segir Sara, laganemi við Háskóla Íslands. Hvernig er þessi tími búinn að vera? „Dagarnir bara flæða, það eru allir dagar eins. Þegar einhver greindist aftur var maður svekktur og áhyggjufullur en svo þegar leið á róaðist maður aðeins,“ segir Sara. Fenguð þið sjokk þegar pabbi ykkar greindist? „Já, mjög mikið,“ segir Daníel, nemi í Mýrar- húsaskóla. „Pabbi var líka mjög veikur, en var kannski ekk- ert að segja okkur allt til að hræða okkur ekki,“ seg- ir Sara. Hvernig hefur þér liðið í sóttkví, Daníel? „Mér leið alveg vel en það var leiðinlegt að kom- ast ekki í skólann eða neitt. Og fá ekki að leika við vini. Mér er búið að leiðast mikið. Ég er mest búinn að horfa á sjónvarpið, læra og vera í Playstation.“ María skýtur inn í að drengurinn hafi fengið ótak- markaðan tölvutíma, því þar hafði hann líka tæki- færi til að tala við vini sína. Einnig hafa verið kósí- kvöld öll kvöld. „Já, okkur leiddist ekkert ótrúlega mikið,“ segir Sara. „Ég var líka í tímum á netinu og að reyna að læra en það var oft mjög erfitt dagana þegar ein- hver var að greinast. Við þurftum að sótthreinsa allt húsið og koma fjölskyldumeðlim út af heimilinu. Við vorum að sótthreinsa allt sem allir snertu, meira að segja bananana. Það var allt tekið í gegn, hver ein- asti hlutur. Þá fór einbeitingin og áhyggjurnar juk- ust, dagurinn á eftir var líka erfiður bara það að ná aftur áttum, þetta hefur verið krefjandi tími ekki síst andlega. Dagurinn sem maður fer í sýnatöku fer líka til spillis, en ég er búin að fara þrisvar núna, en hafði farið einu sinni áður,“ segir Sara og segir það hafa verið mikinn létti í vikunni þegar þau þrjú fengu góðar fréttir úr prófinu. Öll neikvæð. SYSTKINI Á SELTJARNARNESI Sótthreinsaðir bananar Sara Bryndís og bróðir hennar Daníel Þór lentu í nítján daga sóttkví. TVÍBURAR Í REYKJAVÍK Föst inni í herbergi Lára Guðbjörg og Theodór Guðmundsbörn eru þrettán ára og í sóttkví í annað sinn. Þrettán ára tvíburasystkinin Lára Guðbjörg og Theodór Guðmundsbörn eru ísóttkví í annað skipti. Morgunblaðið náði tali af þeim í síma tveimur dögum áð-ur en þau myndu vonandi losna úr prísundinni. Krakkarnir báru sig vel, enda segja þau bæði kosti og galla við sóttkvína. Lára Guðbjörg svarar fyrst spurningum blaðamanns, en hún er þrettán ára nemi í Réttarholtsskóla. Hvað ertu búin að vera lengi í sóttkví? „Ég er búin að vera í sóttkví í fimm daga, en ég var sett í sóttkví vegna þess að einn í bekknum mínum fékk Covid,“ segir Lára. „Tvíburabróðir minn er líka í sóttkví. Það var allur áttundi bekkur eða alla vega bekkurinn minn settur í sóttkví.“ Hvernig hefur þetta verið? „Ég get alla vega sofið eins mikið og ég vil, en það er leiðinlegt að geta ekki farið út úr herberginu mínu, því mamma og pabbi voru ekki í sóttkví. Þannig að ég hef verið svolítið föst inni í herbergi. Ég get alveg lært heima, en var ekkert sérlega dugleg,“ viðurkennir Lára. „Ég er búin að sofa svolítið mikið og horfa á Netflix. Ég er komin með leiða á því núna. Ég fer í sýnatöku bráðum en ég er alveg frísk. Þessi smitaði var ekki með mikil einkenni. Ég vona að ég sé ekki með Covid, þá losna ég fljótt.“ Bróðir hennar Theodór fær símtólið. Hvernig er búið að vera í sóttkví? „Það er búið að vera fínt, ekkert of hræðilegt. Það er verst að þurfa að vera með grímur og hanska þegar við erum niðri, það er pirrandi. Það góða við þetta er að við fáum að sofa út. Við erum í sóttkví í annað sinn, við Lára,“ segir Theodór sem er handleggsbrotinn. Hvað gerðist? „Ég lenti í íþróttaslysi á parkour-æfingu. Það var rosalega vont. Ég losna úr gifsi í lok október.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.