Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Qupperneq 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Qupperneq 15
Fyrsta október greindist fjölskyldufaðirinn Þór Sigurgeirssonmeð kórónuveiruna, en hann hafði verið með vinnufélögum ískemmtiferð. Átta af fimmtán starfsmönnum greindust með veiruna og smituðu svo fleiri. Þór og kona hans María Björk Óskarsdóttir eiga fjögur börn á aldrinum tíu til 22 ára. Til þess að vera í einangrun frá hinum í fjölskyldunni flúði Þór í sumarbústað við Meðalfellsvatn. Fimm dögum síðar kom í ljós að tvítug dóttir hans, Arna Björk, var einnig smituð og fór hún því í sveitina til pabba síns. Hinir í fjölskyldunni þurftu þá að byrja sóttkví upp á nýtt. Þann tólfta október fór fjölskyldan enn á ný í skimun, og þá greindist Marta Sif, þrettán ára, með kórónuveiruna. Ballið byrj- aði upp á nýtt. Marta fór í einangrun í sveitina og hinn helmingur fjölskyldunnar byrjaði í sóttkví enn og aftur. Arna og Marta hafa tekið ástandinu með æðruleysi og segja tímann í bústaðnum hafa verið fljótan að líða. Hvernig líður ykkur stelpur? „Ég var að útskrifast í dag og er hætt að smita,“ segir Arna, nemi í sálfræði í Háskóla Íslands. Hvernig tókstu fréttunum að þú værir með Covid? „Ég var svekkt, en ég bjóst alveg eins við því þar sem pabbi var nýbúinn að smitast. Ég var einkennalaus kvöldið áður en ég greindist en vaknaði svo með öll einkennin og dreif mig í skimun. Ég varð svolítið veik, ég fékk rosalega mikið kvef, beinverki og andþyngsli en slapp við hita, hósta og hálsbólgu.“ Varst þú, Marta, alveg einkennalaus, en samt smituð? „Já, einkennalaus þegar ég greindist en ég er nú búin að vera kvefuð og með smá hausverk, en annars góð,“ segir Marta, nem- andi í Valhúsaskóla. Hvað eru þið búin að hafa fyrir stafni með pabba? „Það er búið að horfa á mjög mikið sjónvarpsefni og eftir að ég fór að hressast reyndi ég að læra aðeins. Ég er búin að skrifa ritgerð. Annars er ekkert mikið hægt að gera hér, máttum eðlilega ekki fara út. Við höfum verið dugleg að búa til bröns í hádeginu,“ segir Arna. Þór skýtur inn í að búið sé að horfa á ýmsa stelpuþætti eins og America’s Top model og New Girl. Marta, ertu búin að vera dugleg að læra á netinu? „Nei, ég er búin að vera meira að ganga frá, taka til og þrífa. Það var svolítið rusl þegar ég kom,“ segir hún og pabbi hennar skellihlær. SYSTUR Í SUMARBÚSTAÐ Tekið til í einangrun Marta Sif og Arna Björk fengu kórónuveiruna og fóru í einangrun með pabba sínum í sumarbústað. 25.10. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Systkinin Ágúst Ísleifur, Hekla Sigríður og Jörundur IngiÁgústsbörn smituðust öll af kórónuveirunni, ásamt foreldr-unum Láru Bryndísi Eggertsdóttur og Ágústi Inga Ágústssyni. Smitin má rekja til stóru hópsýkingarinnar í hnefa- leikastöð í Kópavogi, þar sem faðirinn og synirnir æfa. Þau hafa öll verið í einangrun inni á heimili sínu í Kópavogi og við dyrnar hefur verið sett upp skilti sem á stendur: Varúð, Covid á heimilinu. Þegar blaðamaður bankaði upp á, í hæfilegri fjarlægð, hafði fjölskyldan verið innilokuð í tæpar þrjár vikur, en vegna þess að smitin komu ekki fram öll á sama tíma, sér ekki fyrir endann á ein- angruninni. Hekla Sigríður, tíu ára, talar fyrir hönd þeirra systkina. Ertu búin að vera mikið veik? „Ég veiktist í tvo daga og svo hef ég verið svolítið slöpp. En ég er bara með smá kvef núna.“ Hvernig hefur þessi tími verið? „Leiðinlegt af og til, en við fengum líka lánuð spil og púsl, og tvo iPad-a reyndar. Ég fékk líka spil í afmælisgjöf. Mamma er líka byrjuð að baka aftur, en við höfum reyndar bara fengið eina köku sem pabbi bakaði og svo perurétt sem var rosa góður. Núna eru lummur uppi.“ Áttir þú afmæli á þessum tíma? „Já, ég varð tíu ára fyrir tveimur vikum, daginn sem ég fór í Co- vid-prófið.“ Er þetta búið að vera þreytandi? „Já, og ég hef ekki getað hitt vinkonur, en ég losna í dag og má fara í skólann. Og nú er ég búin að fá þetta og þá er auðveldara að komast til Danmerkur einhvern tímann, en við áttum heima þar einu sinni.“ Ágúst Ísleifur, Hekla Sigríður og Jörundur Ingi Ágústsbörn smituðust öll af kórónuveir- unni en eru nokkuð brött. SYSTKINI Í KÓPAVOGI Covid á tíu ára afmælinu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.