Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.10. 2020 S einustu kappræðu vegna forsetakosn- inga í Bandaríkjunum lauk á fimmtu- dagskvöld. Tími kappræðna Demókratar og Joe Biden sjálfur höfðu orðað það hvað eftir annað að vegna veirufaraldursins væri öruggast að blása allar kappræður af. Augljóst virtist að þeir teldu nokkra hættu vera á að Joe Biden kynni að fipast illa þegar mest væri undir, eins og hann hafði iðulega gert þegar pressan var lítil sem engin. Þeir náðu með hjálp innanbúðarmanna einni kappræðu burt með því að gera kröfu um að forsetaefnin breyttu sér í nettröll Það hlálega er að það máttu allir vita að þeir ótt- uðust að í kappræðunum myndi blasa við hversu vara- forsetanum fyrrverandi hefði farið aftur. Það hefur stundum verið óþægilegt fyrir aðra við- stadda þegar Biden veit ekki hvar hann er staddur þá stundina og jafnvel ekki um hvaða vegtyllu hann er að berjast! Þótt veiran sé afsökunin þá er feimni út af þessu meginástæða þess að Biden var geymdur ofan í kjall- ara mánuðum saman á meðan „the mainstream media“ hefur séð um kosningabaráttuna fyrir demó- krata af grátlegri óskammfeilni. Þau tárfella vegna niðurlægingar bandarískrar fréttamennsku sem mun taka ár og daga að jafna sig. Hvor vann? Mjög er spurt og spunnið um hvor kappanna hafi komið sem sigurvegari frá kappræðunum. Nú, þegar einungis er rétt rúm vika til kosninga, mundi þorri áhorfenda sjálfsagt láta sína einkunn ráð- ast af pólitískri afstöðu. En þegar horft er til minnihluta áhorfenda, þeirra sem eiga óuppgert við sig hvorn skuli kjósa, virðist matið vera líkast þessu: Fyrri kappræðan var mikil- vægari en hin síðari þar sem lengra var í kjördag þá og fleiri óákveðnari. Trump hafði ekki þann árangur sem kannanir bentu til að hann þyrfti í þeirri kapp- ræðu. Stjórnandinn, demókratinn Chris Wallace, hafði ekki fulla stjórn á umræðunni og hefur eftir að henni lauk skellt skuldinni á Trump. Báðir frambjóðendur hefðu kallað fram í fyrir andstæðingnum og sér sem stjórnanda. En Trump hefði þó verið sýnu ágengari. Kannski gekk Wallace of langt í að reyna að ná stjórninni og var, eins og hendir fræga fréttamenn, of upptekinn af því hvernig hans persóna kæmi út úr umræðunni. En aðferð hans gerði sitt til þess að um- ræðan flaut illa, og það eyðileggur kappræður. Trump hafði lengi beðið þess að komast í færi við Biden þar sem hann nyti ekki verndar kjallaraveggjanna og fengi ekki aðeins skriflegar spurningar í hendur held- ur svörin líka. Fyrir klaufaskap kom Biden sjálfur upp um þetta þægilega fyrirkomulag. Biden var fjarri því að vera eftirminnilegur í fyrri kappræðunni. Slíkt myndi í nær öllum öðrum tilvikum hafa verið afleitt fyrir frambjóðanda. En það gilti ekki um Joe Biden í þetta sinn. Meginatriðið var að hann færi ekki út af sporinu með pínlegum hætti, sem væri í kjölfarið hægt að halda lifandi með óþægilegum aug- lýsingum kvölds og morgna þá daga sem eftir eru til kosninga. Biden sagði ekki nema eina eftirminnilega setningu sem var „haltu kjafti, maður!“ og einhverjum stuðningsmönnum þótti það sýna lífsmark. Lífsmark í staðinn fyrir sjálfsmark er allt sem við þurfum, sagði klapplið Bidens sem óttaðist stórslys. Það segir hins vegar hrópandi sögu um fátæklega burði framboðsins að fylgjendur þess skuli anda létt- ara þegar forsetaefni heldur nokkurn veginn þræði í fullar 90 mínútur. Umsjónarmenn framboðsins töldu sinn mann komast stórslysalaust frá fyrri kappræð- unni. Næsta verkefnið væri að hafa karlinn í kjall- aranum og klára svo seinni kappræðurnar, sem ekki væru nærri eins háskalegar og hinar fyrri. Þá væru það kosningarnar sem Biden kæmi hvergi nærri. Og eftir sigurinn sem kannanir segja nær öruggan er næst að færa karlinn upp úr kjallaranum í Delaware og niður í margra hæða byrgi Hvíta hússins og láta því næst harðsósíalistann Harris um framhaldið ofan jarð- ar. Niðurstaðan Ýmsir umsagnarmenn um kappræðurnar, og stuðn- ingsmenn forsetans á meðal þeirra, telja sem sagt að Biden hafi sloppið fyrir horn. Enda hafi ekki verið lík- legt að annað myndi gerast þar sem umræðustjórinn væri flokksbundinn andstæðingur repúblikana og for- setans. En það óvenjulega er að þeir bæta við að Trump geti einnig kennt sjálfum sér um og þá óháð því að Biden hafi komist hjá því að velta sjálfur framboðs- kerru sinni, sem auðvitað hefði verið draumastaðan. Þeir viðurkenna að Trump sýni jafnan á sér sína hlið á fjöldafundum með stuðningsmönnum. Þar fer hann mikinn og lætur allt flakka og fær flottar undirtektir. Og fjandsamlegur fjölmiðlafjöldinn tekur upp glanna- legar setningar, úr samhengi ef þarf, og birtir ótt og títt. Um það tjóir ekki að tala. Trump gefur þessi færi á sér, réttilega sannfærður um að hann þurfi að kveikja eldmóð í sínu liði. En stjórnendur framboðs hans vita vel að hann vinnur aldrei kosningarnar á stuðningi síns harða liðs einum. Þess vegna þurfti hann sárlega á því að halda að höfða til 5 -7 prósentanna óákveðnu í fyrri kappræð- unni í þeirri von að þau fleyttu honum yfir vinningslín- una. En vegna kapps og ákafa hafi hann misst það tækifæri. En svo? Trump gekk vissulega mun betur í öllum efnum í síð- ara einvíginu. En gallinn er að þá voru mun færri óá- kveðnir eftir og tugir milljóna hafa þegar sent sitt at- kvæði í pósti frímerkt af demókrötum. Hér er ekki átt við utankjörfundaratkvæði sem við þekkjum, heldur er átt við atkvæði greidd á seðla sem menn hafa pantað að fá heim til „kjósenda“ í sumum ríkjum og er svo safnað af útsendurum flokka og komið á talningarstað! Eftirlitsmenn með kosningum í ríkjum sem komin eru stutt á lýðræðisbraut myndu fordæma slíkan framgang harðlega og telja að hann gæti leitt til ógildingar kosninga. En slíkt er ekki gert í einu stærsta lýðræðisríki heims, enda sætir það ekki slíku eftirliti og myndi aldrei sætta sig við það. Við það bætist að demókratar hafa barist gegn og komið í veg fyrir að kjósendur sýni persónuskilríki á kjörstað, sem er víðast annars staðar algild regla. Bera demókratar það fyrir sig að krafa um persónu- skilríki sé með einhverjum dularfullum hætti árás á kjósendur úr röðum minnihlutahópa, einkum blökku- manna! Verður ekki betur séð en að slík fullyrðing sé miklu fremur mjög niðurlægjandi gagnvart þeim stóra hópi. Kannanir um fylgi hafa lengst af sýnt að Joe Biden hafi 9-12 prósenta forskot á forsetann. En seinustu tvo daga sýna kannanir þennan mun kominn niður í 4-5% sem væru mikil tíðindi. En skýringarfólk vestra bendir á að áður hafi komið könnunardagar sem hafi sýnt slíka sveiflu, þótt beggja vegna, dagana á undan og eftir, hafi munurinn svo haldist sá sem áður var nefndur. En haldist þessi nýi munur næstu daga, þá er ekki útilokað að vonir forsetans séu að glæðast á Stutt í raunverulega niðurstöðu ’Frægt er að Lyndon Johnson varafor-setaefni tryggði þá að í kosningum í Tex-as „kysu“ tugir þúsunda látinna manna for-setaefni sitt. Það er að segja að kosið var í þeirra nafni. Reykjavíkurbréf23.10.20

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.