Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Page 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Page 18
Aldís Eva notar Ralph Lauren-jakkann mikið. Gerir mikið fyrir andlegu hliðina að gera sig til Aldís Eva Kristjánsdóttir er stafrænn sérfræðingur hjá Kringlunni. Hún er vön því að undirbúa kaup sín vel á netinu en klárar oftast kaupin í versl- uninni sjálfri. Aldís Eva þekkir vel inn á net- verslanir en hún stóð meðal annars að því að gera vörur Kringlunnar aðgengilegar á netinu. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir gudrunselma@mbl.is Ég á mjög erfitt með að setjafatastílinn minn í eitt box. Égelska kjóla, ég klæðist kjól nánast daglega en ef þú sérð mig ekki í kjól þá er það „sporty spice“, í Nike frá toppi til táar,“ segir Aldís Eva þegar hún er beðin um að lýsa fatastílnum sínum. Í vinnunni klæðist Aldís Eva gjarnan buxum. „Ég er í leðurbuxum eða gallabux- um alla daga og svo er það misjafnt hvort það er kjóll eða blússa og fal- legur jakki við.“ Aldís Eva vinnur töluvert heima eins og svo margir aðrir um þessar mundir og hefur sig til á hverjum degi. „Mér finnst mjög mikilvægt að gera mig til þegar ég vinn heima. Ég mála mig og greiði en Nike- gallinn verður þó fyrir valinu í 90% tilvika í staðinn fyrir fínni fatnað. Það gerir bara svo mikið fyrir andlegu hliðina að gera sig til og taka göngutúr í hádeginu en ekki bara vera á náttfötunum allan dag- inn.“ Skoðar á netinu áður en hún kaupir „Ég er mikill vafrari á netinu, ég undirbý nánast öll kaup á netinu, það er bara svo þægilegt að vita hvort varan sé til og í þinni stærð. Kringlan.is er því algjörlega bjarg- vættur í þessum málum. Ég er í vinnunni að fara yfir nýjar vörur á Kringlan.is og finn þá alltaf eitthvað nýtt og spennandi sem fær mig til þess að vilja kíkja í ákveðnar versl- anir, máta vöruna og klára kaupin þannig. Ég klára nánast aldrei kaup á netinu, ekki nema varan sé ekki til í minni stærð eða slíkt í verslun,“ segir Aldís Eva um kauphegðun sína. Aldís Eva segir það fyrst og fremst þægilegt að versla á netinu. Það opnar líka augu fólks fyrir nýj- um vörumerkjum þar sem margir eiga það til að fara alltaf inn í sömu Morgunblaðið/Árni Sæberg Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Nýja Tokyo línan komin í sýningasal 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.10. 2020 LÍFSSTÍLL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.