Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.10. 2020 BÆKUR BÆJARL I ND 14 - 16 20 1 KÓPAVOGUR S ÍM I 553 7 100 L I NAN . I S O P I Ð M Á N T I L F Ö S T U D A G A 1 1 - 1 8 I L A U G A R D A G A 1 1 - 1 6 TIMEOUT Stóll + skemill 412.400 kr. Það tók svo sannarlega á aðskrifa þessa bók. Það á svosem við um allar mínar bækur en sérstaklega þessa fyrir þær sakir að ég þekkti ekki vel til og þurfti að kynna mér hvert einasta smáatriði – landafræðina, landslagið, stjórnmálin og umfram allt aðstæður stúlknanna, sem sumar hverjar voru enn í fjötr- um. Aðrar hitti ég sem höfðu sloppið en voru hvergi nærri lausar undan áfallinu og þeim hryllilegu minn- ingum sem hlutust af fangavistinni. Það voru þær sem léðu sögunni minni skriðþunga og hjartslátt.“ Þetta segir írski rithöfundurinn Edna O’Brien í samtali við Sunnu- dagsblaðið en skáldsaga hennar, Stúlka, sem kom út á frummálinu í fyrra, er nú einnig komin út í ís- lenskri þýðingu Ara Blöndals Egg- ertssonar. Hringaná gefur út. O’Brien, sem verður níræð í des- ember, nýtur mikillar virðingar og hylli víða um heim. Bandaríski rit- höfundurinn Philip heitinn Roth sagði á sínum tíma að hún væri hæfi- leikaríkasta konan sem nú skrifaði á enska tungu og Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands, hefur sagt að O’Brien sé einn fremsti og mest skapandi rithöfundur sinnar kynslóðar. O’Brien féllst góðfúslega á að svara fáeinum spurningum Sunnudagsblaðsins og fóru sam- skiptin fram gegnum tölvupóst, að beiðni umboðsmanns hennar ytra. Neydd í hjónaband Í Stúlku er hermt af Maryam, ungri stúlku sem rænt er af skæruliðum Boko Haram og hún neydd í hjóna- band. Hún upplifir þjáningar og hrylling samfélags karlmanna sem láta stjórnast af trúarlegu ofbeldi. Maryam er eiginlega bara barn sem þarf að komast af sem kona með sitt eigið barn. Þegar heimur hennar virðist algerlega fullur af brjálæði og stefna beint til helvítis opnast henni hlið inn í annan heim sem ekki er mikið skárri, erfiði og hryllingur í óblíðum óbyggðum Norðaustur- Nígeríu, í gegnum skóga og auðnir til staðar þar sem hennar sködduðu sál er mætt af blindri dómhörku samfélags í afneitun, að því er segir í kynningu útgefandans á bókarkápu. Liðsmenn Boko Haram rændu 276 stúlkum í bænum Chibok í Níg- eríu vorið 2014 og vakti málið heims- athygli. O’Brien er spurð að því hvort það mál sé kveikjan að Stúlku? „Mér var þegar kunnugt um rán Boko Haram á stúlkum og konum í Nígeríu sem fluttu þær á hina ýmsu staði í Zambisa-skóginum, þar sem þær urðu skiptimynt í stríði með öll- um þeim ósköpum sem því fylgir. Þær urðu fórnarlömb innrætingar, kynferðislegs ofbeldis og voru hnepptar í þrældóm. Ránið á skóla- stúlkunum í Chibok beindi sjónum heimsins í ríkari mæli að þessu ástandi og kveikti í mörgum. Það varð til dæmis mikil vakning með myllumerkinu „stúlkurnar okkar heim“ og heimurinn leit upp úr amstri dagsins. En því miður er þetta ekki lengur frétt; bara hver önnur staðreynd um villimennsku í þessum heimi.“ Evrópa leysir ekki vandann O’Brien segir það hafa tekið sig þrjú ár að skrifa söguna og að hún hafi verið að umskrifa fram á elleftu stund, eða þangað til hún varð að skila útgefandanum handritinu. Sjálf las hún margar bækur til að setja sig betur inn í aðstæður og nefnir í því sambandi Heart of Dark- ness eftir Joseph Conrad og Waiting For the Barbarians eftir J.M. Coet- zee. „Það voru bækurnar sem ég kynnti mér best.“ Spurð hvort við sem búum við vel- megun og frelsi í Evrópu getum gert eitthvað til að leggja stúlkum eins og Maryam lið og jafnvel koma í veg fyrir að illmennska sem þessi endur- taki sig svarar O’Brien: „Þrátt fyrir alla sína velmegun þá á Evrópa líka undir högg að sækja. Kröfurnar, vansældin og óvissan eru mikil þannig að maður væri bláeyg- ur að ætla að Evrópubúar gætu leyst vanda Norðvestur-Nígeríu.“ Skrifin orðin pólitískari O’Brien á langan feril að baki en fyrsta skáldsaga hennar, Sveita- stúlkurnar (e. The Country Girls), kom út 1960 og varð strax mjög um- deild vegna hispurslausra lýsinga á ástalífi persónanna. Það gekk ekki vel í íhaldssamt samfélagið og var O’Brien sökuð um að spilla ungum og guðhræddum stúlkum. Bókin var í framhaldinu bönnuð og jafnvel brennd á báli, eins tvær næstu skáldsögur hennar sem heyra til sama flokki. En allar þykja þær meistaraverk í dag enda breytast tímarnir og mennirnir með. Spurð hvort og þá hvernig köllun hennar sem höfundar hafi breyst gegnum tíðina svarar O’Brien: „Bækur mínar hafa breyst á þeim 65 árum sem ég hef fengist við skriftir. Til að byrja með var ég upp- tekin af minni eigin reynslu, gleðinni og þrengingunum sem fylgdu því að vera kaþólsk stúlka á Írlandi og ást- inni í öllum sínum birtingarmynd- um. Þegar frá leið breyttust áherslur mínar og í kringum 1990 fór ég í auknum mæli að gerast pólitísk í mínum skrifum. Það sem ég reyndi að gera með Litlu rauðu stólunum (Little Red Chairs) [sem kom út 2015] og nú Stúlku er að segja mannlega sögu andspænis flóknum og ómannúðlegum pólitískum bak- grunni.“ Margir hafa það verra Talið berst loks að kórónuveiru- faraldrinum. Hvernig ætli hann hafi komið við O’Brien, en Írar hafa ný- lega hert aðgerðir sínar til muna til að freista þess að ná betri tökum á vágestinum. „Ég hef alltaf verið mikið ein með sjálfri mér, af þeirri einföldu ástæðu að starf mitt krefst þess. Að því sögðu þá hefur einangrunarskyldan sem við búum nú við látið mér líða eins og fanga. Mér stendur ekki lengur til boða að umgangast fólk, jafnvel þótt mig langi til þess. Marg- ir hafa það þó verra, hugsaðu þér þá sem létu lífið í öndunarvélum, þá sem liggja í kistum í vörugeymslum, og ættingjana sem munu syrgja þá uns yfir lýkur.“ – Verður heimurinn aldrei eins aftur? „Það get ég ekki ímyndað mér. Annars er ég þess ekki umkomin að segja til um hvað gerist næst. Ekk- ert frekar en færustu spámenn.“ Hjartsláttur færður í letur Fjölskyldur og aðstandendur stúlkna sem liðsmenn Boko Haram rændu í bænum Chibok í Nígeríu komu saman í fyrra til að minnast þess að fimm ár voru liðin frá þeim hryllingi. AFP Edna O’Brien á 65 ár að baki á ritvell- inum og er enn að. AFP Stúlka, nýjasta skáldsaga írska rithöfundarins Ednu O’Brien, er komin út á íslensku en þar er hermt af stúlku sem lendir í klóm hinna hræðilegu skæruliðasamtaka Boko Haram í Nígeríu. Í samtali við Sunnudagsblaðið segir O’Brien skrifin hafa tekið verulega á en hún hitti meðal annars stúlkur sem verið hafa í sömu sporum og söguhetjan. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.