Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.10. 2020 LESBÓK ÁFRAM GAKK Málmtröllin ólseigu í Quiet Riot hafa staðfest að þau hyggist halda starfi bandsins áfram þrátt fyrir að trymbillinn, Frankie Banali, hafi látist af völdum krabbameins í sumar. Brotthvarf hans þýðir að enginn úr gullaldarliðinu sem lék á fyrstu plötu bands- ins sem kom út á heimsvísu, Metal Health, árið 1983 er nú eftir í Quiet Riot. Söngvarinn Kevin DuBrow féll frá árið 2007 og gítarleikarinn Carlos Cavazo og bassaleik- arinn Rudy Rarzo eru löngu hættir í bandinu. Johnny Kelly, sem áður var í goþþ-bandinu Type O Negative, er tekinn við kjuðunum en Quiet Riot hefur þó upplýst að enn sé til mikið ónotað efni með leik Banalis sem mögu- lega eigi eftir að rata inn á plötur í framtíðinni. Í þeim skilningi mun hann því tromma áfram eftir andlátið. Trommar eftir andlátið Frankie Banali var 68 ára þegar hann lést. AFP SJÓNVARP Yfir Atlantsála eða Atlantic Crossing nefnast nýir þættir í átta hlutum sem norska ríkissjónvarpið hefur sýningar á í dag. Þar er hermt af flótta Mörtu krónprinsessu Noregs yfir hafið eftir að stríð var skollið á 1940 og vináttu hennar við Franklin D. Roosevelt Bandaríkjaforseta sem skaut um tíma skjólshúsi yfir prinsessuna í Hvíta húsinu. Saga sem ekki er mörgum kunn. Það er engin önnur en Sofia Helin (Saga okkar úr Brúnni) sem fer með hlutverk Mörtu en Kyle MacLachlan leikur Roosevelt. Tobias Santelmann leikur Ólaf krónprins og Søren Pilmark Há- kon konung sjöunda. Sofia Helin leik- ur Mörtu Nor- egsprinsessu. AFP Slash í stuði. Sprengdu upp hurðina SPRENGJA Íslandsvinurinn Slash hefur mikið dálæti á tónleikastaðn- um goðsagnakennda The Trouba- dor í Hollywood en bandið hans, Guns N’ Roses, haslaði sér völl þar um miðjan níunda áratuginn og fékk sinn fyrsta plötusamning eftir að útsendari Geffen-útgáfunnar hafði stungið þar við stafni. Eftir að Slash og Axl Rose söngvari samein- uðust á ný eftir tveggja áratuga ill- deilur 2016 fannst þeim við hæfi að fyrsta giggið yrði á The Troubador. Nema hvað Guns N’ Roses bjó þá að mun öflugra hljóðkerfi en 1985, „þannig að við sprengdum hurðina bókstaflega í loft upp,“ eins og Slash kemst að orði í kynningu vegna tónleikaraðarinnar #SOS- Fest sem send er út frá ýmsum tón- leikastöðum í Bandaríkjunum í samvinnu við YouTube. Ólafur Páll Gunnarsson erheima á Akranesi þegar égslæ á þráðinn til hans á þessum bjarta en kalda haust- morgni. Raunar eru góðar líkur á því að hitta á hann þar enda vinnur út- varpsmaðurinn mikið heima. Heims- faraldurinn spilar þar rullu, dag- skrárgerðarfólk á Rás 2 kemur helst ekki í Efstaleitið þessa dagana nema til að senda út, en þess utan hefur Ólafur Páll alla jafna þennan háttinn mikið á. Kann næðinu vel. Upplýsir til dæmis að hann hafi tekið þátt sinn Rokkland upp heima undan- farin tíu ár eða svo. Það er einmitt Rokkland sem er tilefni símtalsins en sá ágæti þáttur fagnar 25 ára afmæli sínu í þessum mánuði og í dag, sunnudag, fer tólf- hundraðasti þátturinn í loftið. Ólafur Páll hefur frá upphafi haft umsjón. „Vá, maður,“ byrjar hann þegar ég spyr hvernig tilfinning það sé að vera með aldarfjórðungs gamlan þátt í höndunum. „Það er svolítið skrýtið. Tíminn er svo skrýtinn í lag- inu, bæði finnst mér langt síðan fyrsti þátturinn fór í loftið en um leið eins og það hafi gerst í gær.“ Hugmyndin að Rokklandi kvikn- aði eftir að Ólafur Páll kom heim af sinni fyrstu Glastonbury-hátíð á Bretlandi sumarið 1995. „Söludeild BBC var þá byrjuð að selja viðtöl við tónlistarmenn í útvarp og bauð Rás 2, eins og fjölmörgum öðrum stöðv- um út um allan heim, á Glastonbury af því tilefni. Þegar ég kom heim með þetta efni sagði ég við Sigurð G. Tómasson og Magnús Einarsson, sem þá réðu ríkjum á rásinni, að þetta væri frábært efni í þátt og þeir gáfu mér tækifæri, til að byrja með í klukkutíma á laugardögum. Og hér er ég enn.“ Hugsaði þáttinn upp á nýtt Viðtölin frá BBC voru uppistaðan í Rokklandi í fimmtán ár, auk þess sem Ólafur Páll fór með tímanum að taka æ fleiri viðtöl sjálfur. Fyrir um áratug hætti BBC að framleiða þetta efni en aldrei kom þó til tals að Rokkland hyrfi af öldum ljósvakans enda þátturinn orðinn eitt af flagg- skipum rásarinnar. „Ég vildi halda áfram og fékk sem betur fer leyfi til þess. Hugsaði þáttinn bara upp á nýtt. Auðvitað var mjög gaman að spinna í kringum þessi viðtöl við er- lenda tónlistarmenn og ég kynntist fyrir vikið allskonar efni sem ég hefði annars ekki kynnst. Hitt er samt ekkert síðra, að hafa alveg frjálsar hendur. Það skemmtilega við Rokkland er að þátturinn er aldrei nákvæmlega eins í laginu. Hann hefur verið alla vega gegnum tíðina; stundum er áhersla á eitthvað eitt, stundum er ýmsu blandað sam- an og stundum eru tónleikar.“ Spurður hvort langlífi Rokklands komi honum á óvart kveðst Ólafur Páll aldrei hafa velt því fyrir sér, þannig lagað. „Er á meðan er,“ hugsaði hann með sér. „Þetta var bara tilraun og ég reyndi að sinna þessu af metnaði og krafti. Tíu dag- skrárstjórum síðar er Rokkland enn á dagskrá og vonandi er það vís- bending um að maður sé að gera eitthvað rétt.“ Rokkland er langlífasti þátturinn í sögu Rásar 2 með sama umsjónar- manni. Næturvaktin hefur verið lengur á dagskrá en með ýmsum umsjónarmönnum. Eins dægur- málaútvarpið. „Þegar ég vann sem tæknimaður á Rás 1 þá var Þor- steinn Hannesson búinn að vera með þátt sinn Hljómplöturabb í 28 ár samfellt. Ég man hvað mér fannst það rosalega langur tími og Þor- steinn orðinn gamall. Nú er ég að komast á sama stað sjálfur,“ segir Ólafur Páll hlæjandi. Hann kann alltaf jafn vel við sig í útvarpinu. „Ég er alveg ótrúlega heppinn að fá að sinna svona gefandi og skemmtilegu starfi. Ég hafði ekki vanist því áður að hlakka til að fara í vinnuna en það gerði ég svo sann- arlega þegar ég byrjaði á Rás 2. Og geri enn. Dagurinn er alltaf búinn áður en maður veit af. Hvert flaug tíminn eiginlega?“ Sjálfsagt halda margir að þetta hafi alltaf átt að verða. Flís við rass og allur sá pakki. Það er öðru nær. „Ég ætlaði aldrei að verða út- varpsmaður. Satt best að segja hafði ég enga sérstaka drauma þegar ég var ungur maður. Fór bara að læra rafeindavirkjun af því að vinur minn var í því námi. Annan vin minn, sem líka er rafeindavirki, dreymdi um að fá vinnu á RÚV og þar fékk ég þá flugu í höfuðið. Um leið og ég var bú- inn með námið fór ég upp á RÚV og sótti um vinnu. Þar vildi ég vinna og hvergi annars staðar. Sá sem tók á móti mér fór bara að hlæja en mán- uði síðar hringdi hann í mig þegar Hvert flaug tíminn? Rokkland fer í loftið í 1.200. skipti á Rás 2 í dag á 25 ára afmæli þáttarins. Ólafur Páll Gunnarsson hefur stýrt þættinum frá upphafi og unir hag sín- um alltaf jafn vel í útvarpinu enda þótt hann hafi aldrei gert ráð fyrir því að verða útvarpsmaður. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sagan af Mörtu prinsessu og Roosevelt

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.