Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.10.2020, Page 32
SUNNUDAGUR 25. OKTÓBER 2020
Þau undur og stórmerki áttu sér stað í vikunni að Max
Cavalera, söngvari og gítarleikari málmbandanna Soulfly,
Cavalera Conspiracy og Killer Be Killed og áður Sepult-
ura, lét klippa af sér „vörumerki“ sitt, dreddlokkana sem
hann hefur borið stoltur undanfarin 23 ár.
Eiginkona hans og umboðsmaður, Gloria Cavalera, birti
meðfylgjandi mynd á samfélagsmiðlinum Instagram og lét
eftirfarandi orð fylgja: „Það hlýtur að snjóa í víti í dag!“
Alls kyns athugasemdir voru gerðar við færsluna og
virtust aðdáendur kappans upp til hópa hryggir yfir gjörn-
ingnum og a.m.k. einn fór fram á að dreddarnir yrðu límd-
ir aftur á. Annar lagði til að þeir yrðu settir á safn og enn
annar lýsti efasemdum um að þetta væru í reynd dreddar,
heldur eitthvert óskilgreint dýr. Af myndinni að dæma er
Cavalera sjálfur þó bara hinn sáttasti enda að líkindum
einhverjum kílóum léttari.
Af Max Cavalera er það annars að frétta að önnur breið-
skífa stjörnubandsins Killer be Killed, Reluctant Hero, er
væntanleg í allar betri plötuverslanir 20. nóvember. Með
honum í bandinu eru Íslandsvinurinn Troy Sanders úr
Mastodon, Greg Puciato úr The Dillinger Escape Plan og
Ben Koller úr Converge.
Það hlýtur að snjóa í víti!
Max og Gloria
Cavalera að
gjörningi loknum.
Instagram
Brasilíski söngvarinn og gítarleikarinn Max Cavalera losar sig við frægustu
dreddlokkana í málmheimum sem hann hefur skartað frá 1997.
Á þessum degi fyrir fimmtíu ár-
um sendi Stabley nokkur Uys
Morgunblaðinu þá frétt frá
Höfðaborg að suðurafríski pró-
fessorinn og brautryðjandinn í
hjartaflutningum, Christiaan
Barnard, teldi hugsanlegt að þeir
tímar kynnu að koma að hægt
yrði að þróa „afburðakyn hrausts
og gáfaðs fólks, ónæmt fyrir öll-
um sjúkdómum“.
„Telur prófessorinn þetta vera
mögulegt með því að frjóvga
valdar kveneggfrumur með völd-
um sæðisfrumum karlmanna,“
stóð í fréttinni. „Þannig mætti t.d.
frysta og geyma í sérstökum
banka eggfrumnur kvenna, sem
hafa góða skapgerðareiginleika og
aðra sérstaka kosti – og á sama
hátt mætti geyma sæðisfrumur
karlmanna valdar á sama hátt,“
var haft eftir prófessor Barnard.
„Með því að notast við þetta
tvennt getum við skapað börn,
sem hafa aðeins góða skapgerð-
areiginleika.“
Prófessorinn bætti við að hugs-
anlega mætti „skapa“ frábæran
tónlistarmann á þennan hátt.
„Við myndum taka eggfrumu
mjög músíkalskrar konu og
frjóvga með sæðisfrumu mjög
góðs tónlistarmanns, koma hinu
frjóvgaða eggi fyrir í konu, sem
ekkert veit um tónlist, og á þenn-
an hátt mundi fæðast frábær tón-
listarmaður.“
GAMLA FRÉTTIN
Afburða-
kyn fólks
Wikipedia
Christiaan Barnard
lést árið 2001 án
þess að hafa „skap-
að“ ofurmennið.
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Veiga Grétarsdóttir
kajakræðari
Anna Lóa Ólafsdóttir
atvinnulífstengill
Meryl Streep
leikkona
Suðurlandsbraut 24
108 Reykjavík
Sími 554 6969
lur@lur.is • lur.is
LÁTTU ÞÉR
LÍÐA VEL
MADE INDENMARK
Lama rúmin eru vönduð, falleg og þekkt
fyrir að veita heilbrigðan og góðan svefn.
Þau hafa verið framleidd í Danmörku síðan 1939.
Hægt er að fá þau með eða án stillanlegum botni. Í
boði eru þrír litir á áklæði og margar tegundir fóta
og rúmgafla.
Lama Premium rúmin eru með sérstakan mjóbaks-
stuðning og meiri dýpt fyrir axlir. Ef þú vilt að öxlin
detti meira ofan í dýnuna er Premium línan fyrir þig.